Tíminn - 30.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.03.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. mars 1990 Tíminn 5 Trúarmótun á heimilum meiri en almennt hefur verið gert ráð fyrir: Aðeins 10% bama án bæna í heimahúsum Timamynd: Pjetur (Myndin er sviðsett) „Trúarmótun einstaklingsins inn- an veggja heimilisins hefur hing- að til verið meiri en gert hefur ver- ið ráð fyrir,“ segir Pétur Péturs- son, doktor í félagsfræði og guðfræði, sem greinir frá könnun í þessum efnum í ritinu Ný menntamál. Samkvæmt henni kváðust nær 78 af hverjum 100 mæðrum biðja eða hafa beðið með bömum sínum reglulega eða stundum, en 45 af hverjum 100 feðrum. Aðeins 10% mæðr- anna sögðust aldrei hafa beðið bænir með bömunum en hins vegar nær þríðjungur feðranna. Niðurstaðan er sú að aðeins um 10% bama hafi algeríega farið á mis við bænalestur í heimahús- um. Könnun sú sem vitnað er til gerði Pétur ásamt Bimi Bjömssyni pró- fessor við guðfræðideild HÍ. Hún byggir á úrtaki 1.000 manna á aldr- inum 18—75 ára úr þjóðskrá árið 1986. Um 75% úrtaksins svömðu. Fáum mun líklega koma sú niður- staða könnunarinnar á óvart að nokkuð hafi dregið úr bænalestri, en hins vegar kannski minna en ýmsir kynnu að ætla. Rúmlega helmingur yngstu mæðranna (18—34 ára) kvaðst biðja með bömum sínum reglulega eða stundum og um þrjár af hveijum Qóram í hópi 35-44 ára mæðra, en af eldri konum vora það um níu af hveijum tíu. Öll þessi hlut- foll vora miklu lægri meðal feðr- anna. Þó vekur athygli að munurinn er langminnstur i yngsta hópnum, þar sem 4 af hverjum 10 feðram kveðjast biðja með bömum sínum reglulega eða stundum. Mikill munur á trúarlegum áhrifúm mæðra og feðra kom einnig í ljós þegar fólk var spurt hveijir hefðu haft mest áhrif á þeirra eigin trúarlíf. Yfn helmingur svarenda setti móður sína þar í fyrsta sæti, um 7. hver ömmu/afa, álíka hlutfall nefndi prest en 10. hver föður sinn. Þá kom í ljós að 70% svarenda kváðu sig sammála Beðið með börnum f heimahúsi. því að kristin trú ætti að vera liður í uppeldi bama á dagvistarstofnunum. Um þriðjungur vill gjaman meiri kristinfræðikennslu í grannskólum, annar þriðjungur telur núverandi kennslu hæfílega, en flestir hinna vora óákveðnir. Aðeins tæplega 4% svarenda vildu hins vegar minnka knstinfræðikennslu. I þessum efnum var einnig nokkur munur á svöram kvenna og karla og sömuleiðis veralegur eftir aldri svar- enda. Hins vegar vekur athygli að í hópi yngsta fólksins, á aldrinum 18—25 ára er mun meiri vilji til efl- ingar kristnum áhrifúm í dagvistar- stofnunum og skólum heldur en meðal þeirra sem era áratug eldri. Um 35—38% þessa yngsta hóps svöraðu slíkum spumingum játandi en aðeins rúmlega fjórðungur 25—35 ára fólks. En í þeirra hópi virðist áhugi fyrir kristnu uppeldi áberandi minnstur. Pétur segir foreldrahlutverkið fela í sér að foreldrar hafí trúarleg áhrif á böm sín hvort sem þeir vilja það eða ekki og hvort sem þeim er það ljóst eða ekki. Sjálfsupplifún bams og skynjun umhverfis fari algerlega eft- ir viðmóti og atferli foreldranna. Finni bam þar öryggi og jafnvægi sé þar með lagður grandvöllur að trún- aðartrausti sem móti persónuleika þess og afstöðu til lífsins í heild. Fyrstu tvö árin skeri úr um það hvort bam öðlast slíkt trúnaðartraust til lífsins eða þjáist af vantrausti, sem geti síðan sett svip sinn á lífsviðhorf þess síðar meir, jafnvel á fúllorðins- árum. Margt bendir, að sögn Péturs, til þess að trúarlegt viðmót foreldra hafí áhrif þegar í bamæsku, áður en bamið fer að tala og löngu áður en það skilur hvað sagt er og í hvaða til- gangi. Hér séu bænir með og fyrir bömum það fyrsta og áhrifamesta. Pétur vitnar til efasemda m.a. sál- fræðinga og uppeldisfræðinga um möguleika bama til að skilja boð- skap trúarinnar. Hvort það geti ekki jafnvel tafið þroska bama að kenna þeim efni sem þau geta misskilið. Að hans mati skilja böm frásögur, líkingar og tákn Biblíunnar á sinn hátt. Og sennilega skipti þau meira máli hvemig efnið sé borið fram heldur en hvað er sagt. Hann bendir á, sem flestir foreldrar hafi sannreynt, að bömum finnist fátt eðlilegra og skemmtilegra en ritúöl, helgisiðir og fyrirfram ákveð- in endurtekning atvika, orða og lát- bragðs. Bamið þarfnist ákveðinnar reglu til þess að finna öryggi. Flestir foreldrar kannist t.d. við hve yngri böm era sólgin í sögur og vilji heyra þær aftur og aftur án þess að hafa sérstakan áhuga á útskýringum full- orðinna. -HEI. Stjórn LIN breytir úthlutunarreglum Stjórn Lánasjóðs íslenskra Svavar Gestsson sagði að með námsmanna hefur samþykkt hækkun framfærslugrunnsins breytingar á úthlutunarreglum fyrsta september sé búið að sjóðsins. Jafnframt hefur verið standa að fullu við loforðið sem ákveðið að hækka framfærslu- hann gaf námsmönnum um að grunn námslána um 6,4% fyrsta skerðingin, sem Sverrir Her- september næstkomandi. Þar ntannsson og Ragnhildur Helga- með hefur framfærslugrunnur dóttir stóðu fy rir þegar þau voru námslána hækkað um 20% um- menntamálaráðhcrrar, yrði fram verðbólgu frá fyrsta mars bætt. 1989. Helstu atriði í brevttum úthlut- Svavar Gestsson menntamála- unarregium eru: Svokallaður ráðherra sagði aö í haust hefði bókakostnaðarstuðuU lækkar úr Lánasjóðurinn staðið frammi 65% í 30%, einstakUngar i for- fyrir þeim vanda að það vantaði eldrahúsum fá nú 50% lán í stað um 600 miiljónir í sjóðinn tll að 70%, lán yflr sumartímann hann gæti staðið við skuldhind- verða aöeins veitt til þeirra sem ingar sínar. Um helmingur af ljúka námi á árinu, þeir sem eru þeirri upphæð var kominn tii í 12 mánaða skipulögðu námi fá vegna 10% fjölgunar náms- þó áfram ián og tekjur maka manna á síðasta árL Framlag námsmanns fara fyrr að hafa ríkissjóðs til sjóðsins var hækk- áhrif á námslán, var við 1.800 að um 400 miiljónir í Ijáriögum þúsund króna árstekjur en verð- fyrir árið 1990 frá því sem áður ur nú við 1.200- 1.300 þúsund hafði verið áætlað. Nú er svo króna árstekjur. komið að framlag ríkissjóðs til FuUtrúar námsmanna hafa LÍN hefur aidrei verið hærra mótmælt þessum nýju reglum og sem hlutfail af ríkisútgjöldum. kaUa þær blauta tusku í andlit Það er 3,44% i ár, en var 3,09% námsmanna á síðasta ári. . EÓ Skipulagi KEA breytt Um næstu mánaðamót eiga sér stað skipulagsbreytingar hjá KEA. Þessar breytingar miða að markvissari og skilvirkari yfirstjómun. Um fækkun starfsfólks er að ræða meðal stjóm- enda og skrifstofúfólks ásamt breyttri hlutverkaskipan. Tilgangur breytinganna er einnig að ná niður kostnaði. Skipulagsbreytingamar felast í breytingum á yfirstjóm. Stöður fúll- trúa kaupfélagsstjóra hafa verið lagð- ar niður að starfi aðalfúlltrúa undan- skildu. Aðalfulltrúi, Sigurður Jó- hannesson, sér um starfsmannahald og eignaumsjón. Hann ber einnig ábyrgð á rekstri flutningadeildar, þvottahúss og fiskverkunar á Akur- eyri. Sigurður er einnig staðgengill kaupfélagsstjóra í forföllum hans. Fjármálastjóri hefúr verið ráðinn Ami Magnússon. Hann sér einnig um skrifstofústjómun. Ámi Magnús- son var áður fúlltrúi kaupfélags- stjóra. Markaðsstjóri hefúr verið ráð- inn Þorkell Pálsson. Hann ber einnig ábyrgð á rekstri Brauðgerðar, Smjör- líkisgerðar og Efnagerðarinnar Flóra. Þorkell var fulltrúi kaupfé- lagsstjóra á sviði markaðsmála. Starfssvið Þórarins Sveinssonar mjólkurbússtjóra og Haraldar Óla Valdemarssonar sláturhússtjóra verða óbreytt. Aðrar breytingar era að starfsfólki á skrifstofú og í stjómun verður fækk- að um 27 stöðugildi. Leitast verður við að finna önnur störf fyrir þá sem sagt hefúr verið upp störfúm. -Eó Hæstiréttur: Þrjú ár fyrir nauógun Tæplega þrítugur maður, Birgir fangelsi fyrir skjalafals. Andrésson, var á þríðjudag Nauðgunin átti sér stað í leik- dæmdur í þriggja ára fangelsi í tækjasal í Garðabæ, sem var rek- Hæstarétti, fyrir aö nauöga tólf inn af hinum dæmda. Stúlkurnar ára stúlkubarni og hafa kynferðis- voru starfsmenn í leiktækjasaln- iega tilburði í frammi við fimm um. aðrar stúlkur á aldrinum tólf til Málið var flutt fyrir luktum dyr- fimmtán ára. Þá var Birgir um i Hæstarétti og í dómsniöur- dæmdur til aó greiða áfrýjunar- stöðum er fullrar nafnleyndar kostnað og saksóknaralaun í ríkis- gætt varðandi stúlkurnar. sjóð, 60 þúsund krónur, og mál- Þess ber að geta að hinn dæmdl á svarnarlaun skipaðs verjanda einn alnafna á Reykjavíkursvæð- síns, Jóns Oddssonar, sðmuleiðis inu og hefúr sá orðiö fyrír nokkru 60 þúsund krónur. aðkasti og fengið heiftúðug símtöl. Dómur Hæstaréttar er mun Fólk skyldi kynna sér málavexti þyngri en dómur sá er kveðinn vendilega áður en það ræðst að var upp yfir sama manni í saka- saklausu fólki með svívirðingum. dómi Hafnarfjarðar. Þar var hann —ES dæmdur í þrettán mánaða fang- eisi fyrir nauðgunina og raánaöar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.