Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. apríl 1990 Tíminn 7 koma hljóð úr homi ef það yrði gert af ráðnum hug. Ungur íslenskur listamaður leyfði sér að gefa hugmynda- flugi sínu ofurlítið lausan taum- inn er hann málaði þekktan þjóðhöfðingja í samkomuhúsi þar sem ungt fólk leikur á lífíð af fingmm fram. Vegna tilmæla lét vertinn mála yfír myndina. Sú athöfn var sýnd í sjónvarpi og hefur ekki nokkur maður mjamtað kjafti yfir tiltækinu, síst af öllu listamenn og frekjudallar höf- undarréttarins, og formælendur frelsis listamanna eru múl- bundnir. Listamaðurinn ungi gerði nú mynd af öðrum háembættis- manni á gmnninn sem yfirmál- unarmenn listaverka útbjuggu og þegar það vitnaðist komu samstundis tilmæli um að enn skyldi svarta málningarrúllan tekin í gagnið. Sömu dagana og þetta fer ffam er seld bók á hvert heimili og i hvert skipsrúm, sem skart- ar mynd á kápu af sama þjóð- höfðingja og málað var yfir í skemmtihúsinu. Þar inni í þrumar orrustuflugvél, bíll á blússi og fleira það sem er heldur óvenjulegt á portrett- myndum. Enginn biður um svörtu máln- ingarrúlluna á það listræna hugarflug. Þvers og kruss í takt við allar þær þverstæð- ur sem gefa mannlífinu lit er orðin til samsetningin „þver- pólitískur". Ef eitthvað er þver- pólitískt liggur í loftinu að það er eitthvað miklu göfugra en það sem er aðeins pólitískt. Er nú komin upp þverstæða um þverstæðu, sem er þverpól- itískt framboð. Þegar fólk úr ýmsum samtökum hóar sig saman og stofnar framboðs- flokk með formanni og öllu saman, er það eitthvað allt ann- að en pólitískur stjórnmála- flokkur samkvæmt skilgrein- ingu þeirra sem ætla að bjóða hefðbundnu flokkakerfi birg- inn. Þetta er ekkert nýtt í stjóm- málasögunni. Sameiningarsinn- ar alls konar hafa stofnað til samtaka og komið og farið sem ffelsandi englar og sviðið verð- ur á ný furðulíkt því sem það hefur verið allar götur síðan 1936. Stjórnmálaflokkur kvenna ætlar að verða lífseigari en flestir aðrir sameinigarflokkar. Kvennalistinn auglýsir sig sem þverpólitísk samtök, en er að- eins einkynja. I dýraríkinu þyk- ir það ekki efhilegt til langrar hérvistar, en stjómmálabaráttan lýtur öðrum lögmálum. Hægra megin ________eða vinstra Samsetning sveitarstjóma og sveitarstjórnarkosningar hafa víða yfír sér annað yfirbragð en kosningar til Alþingis, sérstak- lega í fámennari umdæmum. En í stærri bæjum og kaupstöð- um ríkir hefðbundið mynstur landsmálaflokkanna og þar gamnar fólk sér við að kjósa hægri og vinstri sveitarstjómir á víxl og eftir kosningar tekur við alls kyns samsetningur til myndunar meirihluta og er á stundum undir hælinn lagt hveijir lenda í honum og hveij- ir mynda stjórnarandstöðu minnihlutans. I sambandi við sveitarstjómarmál er iðulega talað um meirihlutaflokkana og minnihlutaflokkana án þess að þeir sem ekki þekkja vel til mála í sveitarfélaginu hafí hug- boð um hvort stjómað er eða gagnrýnt upp á hægri eða vinstri sið. I nokkmm sveitarfélaga höf- uðborgarsvæðisins hafa liðs- menn íhaldsandstæðinga gerst þverpólitískir að hluta og munu bjóða fram sameiginlega lista í þeim fróma tilgangi að fella meirihluta sjálfstæðismanna. Ef til vill skýrir þetta línur í stjóm- málabaráttunni en ekki er síður líklegt að þetta geri hana enn flóknari. En eðli málsins sam- kvæmt em heimamenn á hveij- um stað dómbærastir á hvaða leiðir þeir telja heppilegastar til að ná fram þeim pólitísku stefnumálum sem þeir berjast fyrir. Vopnabræður og systur eru svo valdin með tilliti til vígstöðunnar. st°pp I Reykjavík er nú búið að gangsetja þverpólitískan stjóm- málaflokk sem á að rúma allar skoðanir nema þær sem sannir sjáfstæðismenn og Davíðskjós- endur telja sér til framdráttar. Nýr vettvangur er flokkur allra flokka og beggja kynja. Hann er til orðinn úr vandræða- gangi formanna sósíalista- flokkanna, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, sem ana áfram á rauðu ljósi og hlusta ekki á nein aðvömnarorð um að það sé stansmerki og er nú reyndar verið að slökkva á þeim pólitísku rauðu ljósum viða um heim, sem lýst hafa sameignarsinnum um refílstigu valdabaráttunnar á þessari öld. Þegar Alþýðuflokkurinn telur sér vænlegast að draga sig út úr framboðs- og kosningastússi í höfuðvígi sínu gerist hann þverpólitískur, að drífur ffama- gjamt fólk úr öllum áttum. Al- þýðubandalagið og Borgara- flokkur klofna sem aldrei fyrr og enginn veit hvað Alþýðu- flokkurinn er. I þverpólitíska stjórnmála- flokkinn eru nú komnir von- biðlar prófkjósenda og ekkert vantar á að liðið sé þversum. Þama má velja fólk úr fyrmm skammstöfunarflokkum vinstrisinna og frjálshyggju- menn sem ekki tolldu i Sjálf- stæðisflokknum vegna þess hve vinstrisinnaður hann var orðinn. Allt þetta sameiningarafl skal virkjað til að fella Davíð. Ekki hefur frést af neinni annarri stefnumörkun eða kosninga- máli frá nýja framboðsflokkn- um. Presentemð em andlit mis- þekktra samborgara og forvitn- inni svalað að því marki hveijir ætla að vera með. Ekki einn einasti frambjóð- andi til prófkjörs né flokkurinn sjálfur hefur upplýst um nein önnur stefnumál en að fella Davíð. Kafloðnir orðaleppar um manneskjulegheit og svoddan fylgja stundum með væntanlegum kjósendum til glöggvunar. En til að gera þverpóliktíkina almennilega þversum kemur upp úr kafínu að Alþýðubanda- lagið og Borgaraflokkurinn ætla að bjóða fram í Reykjavík og er það tilkynnt endanlega eftir að þingmaður annars flokksins og borgarfulltrúi hins em komnir í þversumframboð til að fella Davið. Reykvískir fá nú sex lista að kjósa um, eða fleiri en nokkm sinni fyrr. Þökk sé sameining- arsinnum. I hvaða stöðu öll þessi þvælda þverstaða setur Alþýðuflokk, Alþýðubandalag og Borgara- flokk verða forystusauðimir að gera upp við sjálfa sig. En það er ljóst að hefðbundið flokkakerfi er hrunið, þótt flokksþing helmings stjórn- málaflokkanna hafí ekki gert neinar ályktanir þar um eða að aðrar valdastofnanir þessara stjómmálaflokka skilji eða við- urkenni að þær eru eins og rjúkandi rúst sem hvíla á gömlu kjörfylgi. Ein af þverstæðunum í ís- lenskri stjómmálasögu er sú að baráttuhetjurnar sem annað slagið sameinast um að sam- e:na pólitíska flokka og skoð- anir ganga ávallt fremstar í flokki að sunára og gera hina pólitísku flóm Ijölbreyttari. Sú kosningabarátta sem nú fer í hönd leiðir kannski í ljós hvcrt sundrungarliðið sem sameinar talar einni rödd eða mörgum og mismunandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.