Tíminn - 11.04.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 11. apríl 1990
Nýja férjan er glæsilegur farkostur. Páll Helgason stefnir að því að opna veitingastað á floti innan fárra ára.
Tímamynd Pjetur
Ferðamannaiðnaðurinn í Vestmannaeyjum kominn á nýtt plan:
Ný ferja til Eyja
í gær afhenti Bátasmiðja Guðmundar Páli Helgasyni, ferða-
málafrömuði frá Vestmannaeyjum, nýja ferju. Ferjan, sem hlot-
ið hefur nafnið P H Víking, verður í kynnisferðum við Vest-
mannaeyjar. Fyrsta ferðin verður farin fljótlega eftir páska.
Skipið tekur um 50 farþega og kostaði fuilbúið um 18 milljónir
króna.
Samtak hf. sá um að smíða og
breyta skrokk ferjunnar. Sigurður
Karlsson, hugvitsmaður, sá um að
hanna ferjuna. Bátasmiðja Guð-
mundar sá síðan um að fullgera
hana. Við afhendingu bátsins þakk-
aði Páll Helgason Bátasmiðjunni sér-
staklega fyrir gott skip. Hann sagðist
hafa krafíst þess, að báturinn yrði til-
búinn 10. apríl klukkan tvö eftir há-
degi. „Nú er klukkan sjö mínútur yfir
tvö og báturinn er tilbúinn.“
Páll íjármagnaði smíði bátsins með
sölu eigna, en hann hefur verið viðr-
iðinn ferðamennsku í Vestmannaeyj-
um í mörg ár. Synir Páls munu sjá
um að sigla bátnum.
P H Víking verður einkum notaður
í að sigla með ferðamenn við Vest-
mannaeyjar, en húgsanlegt er, að bát-
urinn verði eitthvað í förum milli
lands og eyjar. Búist er við að nýi
báturinn fari í sína fyrstu ferð frá
Vestmannaeyjum fljótlega eftir
páska. Reiknað er með hann verði í
rekstri allt árið.
Páll er þegar farinn að leggja drög
að nýjum áfanga í ferðamannaiðnaði
Vestmannaeyinga. Hann segist vona,
að eftir eitt til tvö ár geti hann opnað
veitingastað inn í Klettsvík í Vest-
mannaeyjum. Hugmyndin er að hafa
veitingastaðinn á floti. Ef af verður
mun staðurinn vera opinn frá 1. maí
til 30. september úti á víkinni. Yfir
vetrartímann yrði veitingastaðnum
komið fyrir á landi. Hann yrði því
rekinn allt árið. Páll sagðist ekki vera
búinn að ákveða, hvaða dag veitinga-
staðurinn verður opnaður, en teikn-
ingar af staðnum munu liggja fyrir
mjög fljótlega. -EÓ
Tugir þúsunda á
ferð um páskana
Miklir fólksflutningar fara fram
innanlands um páskana. Flugvélar
Flugleiða, Arnarflugs og annarra
flugfélaga verða á ferðinni frá
morgni til kvölds. Búist er við að um
5000 manns taki sér far með rútum
um páskahelgina. Þá má búast við
mikilli bílaumferð um þessa fyrstu
„ferðahelgi" ársins.
Frá Umferðarmiðstöðinni eru um
40- 60 brottfarir og komur frá kl. 8
að morgni til kl. 22:30 að kvöldi. Á
skírdag verður ekið á öllum leiðum
samkvæmt áætlun, en á fostudaginn
langa og páskadag eru engar ferðir á
lengri leiðum, en ekið á styttri leið-
um samkvæmt stórhátíðaráætlun. Á
annan í páskum er ekið samkvæmt
sunnudagsáætlun á flestum sérleyf-
um og aukaferðum gjaman bætt við.
Allar nánari upplýsingar um akstur
sérleyfisbifreiða um páskana veitir
BSÍ-Umferðarmiðstöðin í síma 91-
22300.
Uppselt er að verða í flestar ferðir
hjá flugfélögunum. Flogið er á alla
staði ef veður og færð leyfa. Aur-
bleyta á flugvöllum hefúr sums stað-
ar verið til vandræða. Hjá Amarflugi
innanlands er allt að verða uppselt
og búist er við að þar verði flogið
með vel á annað þúsund manns um
páskahelgina. Ekki liggja fyrir tölur
hjá Flugleiðum um áætlaðan far-
þegafjölda um páskana. Þar var í
gær hægt að fá sæti til allflestra
staða. Flugvélar félagsins verða á
ferðinni frá morgni til kvölds.
Páskar eru fyrsta „ferðahelgi" árs-
ins. Umferðarráð minnir vegfarend-
ur á, að þrátt fyrir að komið er ffam í
miðjan apríl er enn allra veðra von
og ástand vega er víða slæmt. Að
ýmsu þarf að huga áður en lagt er af
stað í langferðir. Skófla, keðjur,
dráttartaug og nauðsynlegir vara-
hlutir em meðal þess sem sjálfsagt
er að hafa með. Ekki má heldur
gleyma að láta vita um ferðaáætlun.
Umferðarráð minnir vélsleðamenn
á að fara varlega sem og aðra öku-
menn. Búast má við mikilli umferð í
kringum skíðasvæðin og því er betra
fýrir skíðaunnendur að gefa sér næg-
an tíma til að komast á milli staða.
-EÓ
Menntamálaráðuneytið:
Nefhd skipuð um
skoðanakannanir
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra hefur skipað nefnd til að
kanna hvort rétt er að setja lög eða
koma á reglum um skoðanakann-
anir. Fyrir nærri tveimur árum síð-
an samþykkti Alþingi að fela rikis-
stjóminni að skipa nefnd til þessa
verkefnis.
Nefndin á jafnframt að kanna
hvort nægilegt er að koma á sam-
starfi milli þeirra sem gera skoð-
anakannanir um starfs- og siðaregl-
ur. Nefndinni er ætlað að ljúka
störfum fyrir næstu áramót.
Nefndin er þannig skipuð: Ólafúr
Þ. Harðarson lektor, sem jafnframt
er formaður nefndarinnar, Elías
Héðinsson félagsfræðingur, Elías
Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri,
Gunnar Maack framkvæmdastjóri,
Hilmar Þór Hafsteinsson kennari,
Ólafur Örn Haraldsson fram-
kvæmdastjóri og Páll Skúlason
prófessor. -EÓ
AÐALFIINDIIR
Aðalfundur Verslunarbanka íslands hf. verður haldinn
í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 28. apríl 1990
og hefst kl. 13-30.
Dagskrá:
j Aðalfundarstörf samkvæmt 33- grein
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3- Tillaga að nýjum samþykktum fyrir félagið.
4. Önnur mál löglega fram borin.
Reykjavík, 3- apríl 1990.
Verslunarbanki íslands hf.
UéRSLUNflRBflNKINN
400 manna ráðstefna um hlutverk leikskólans í nútíð og framtíð:
LEIKSKOLIVERÐI
FYRIR ÖLL BÖRN
Selma Dóra Þorsteinsdóttir formaður Fóstmfélags íslands stendur hér við
myndir eftir böm á leikskólum, en sýning á verkum þeirra var sett upp í tengsl-
um viö ráðstefnuna. Timamynd Ámi Bjama
Fóstrufélag Islands gekkst fýrir op-
inni ráðstefhu dagana 5. til 7. apríl
sl., um uppeldi og menntun for-
skólabama og hlutverk leikskólans
í nútíð og framtíð. Mikið fjölmenni
var á ráðstefriunni, en hana sóttu
um 400 manns, en auk fóstra
sendu um 40 sveitarfélög fulitrúa
sína á ráðstefnuna. Selma Dóra
Þorsteinsdóttir fbrmaður Fóstrufé-
lags fslands sagði í samtali við
Tímann, að megintilgangurinn með
ráðstefnunni væri að skoða, hver
væri staða leikskólans; hvar emm
við stödd og hvert viljum við stefria.
Selma Dóra sagðist aðspurð sjá leik-
skólann íyrir sér í framtíðinni sem
leikskóla fyrir öll börn, það væri
grundvallaratriði. í annan stað sagði
hún, að þar færi ffam starf sem gæfi
bömunum tækifæri til að takast á við
fjölbreytt verkefnaval undir hand-
leiðslu fólks, sem veit hvað það er að
gera.
Selma Dóra sagði, að á ráðstefnunni
hafi það komið mjög skýrt fram að
málaflokkurinn, þ.e. leikskólinn væri
menntamál. „Að mínu áliti er þá verið
að tala um ffamtíðarleikskólann hér,
leikskóla sem á að vera fýrir öll böm
svo ffemi sem foreldrar óski þess. Við
höfúm lagt áherslu á það í Fóstrufé-
laginu, að það era foreldrar sem velja,
en þeir verða þá að hafa möguleika til
að velja. Þar af leiðandi þarf að hraða
uppbyggingu, en jafnffamt að mennta
fleiri fóstrar," sagði Selma Dóra.
Hún sagði að andrúmsloítið á ráð-
stefnunni hafi gefið það til kynna, að
krafa nútímans sé sú að leikskólinn
verði áfram hluti af menntakerfinu,
verði fyrsti skóli bamsins og að sveit-
arfélögum sé nú falið að sjá til þess að
öll böm fái þennan leikskóla. „Það er
langtimamarkmið og að því ætlum við
að vinna saman,“ sagði Selma Dóra.
Rrafan um betur menntað starfsfólk
leikskóla sagði Selma Dóra að hafi
komið mjög greinilega fram í fyrir-
lestrunum og í ávarpi menntamálaráð-
herra við setningu ráðstefúunnar.
Rúmlega 1200 fóstrur hafa Iokið
fóstranámi og eru útskrifaðar, en af
þeim era um það bil 70% þeirra við
störf. Selma Dóra sagði að til að sinna
lágmarkskröfum, þ.e. ein fóstra á
deild, ein yfirfóstra, einn forstöðumað-
ur o.s.frv., vantaði að lágmarki 400 til
500 fóstrur. Selma Dóra sagði að það
sem þyrfti að gera, væri að sveitar-
stjórnir og menntamálaráðuneytið,
sem fer með yfirstjóm faglegra mála,
hvað leikskólanum viðkemur, taki
höndum saman og marki stefnu í leik-
skólamálunum. Hún sagði að sveitar-
stjómir hefðu mikinn metnað gagnvart
leikskólunum og vilji sýna að þeir ætli
að standa sig. „Það eina sem við erum
áhyggjufúll yfir er að lítil sveitarfélög
hafi ekki bolmagn til að reka leik-
skóla. Það þarf að finna fjármögnunar-
leiðir fyrir þau. En ég held að metnað-
urinn sé fyrir hendi í sveitarfélögun-
um,“ sagði Selma Dóra. —ABÓ