Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 2
12 HELGIN Laugardagur 21. apríl 1990 Af Ijósmyndum Tryggva er mynd hans af skáldi harmanna, Krístjáni Jónssyni, þar sem hann situr í túnfætinum í Vallamesi, kunnust. og síðar á Siglufirði. Verð á lýsi steig mikið við þetta og er það auð- sætt hvilíkur hagur þetta var, þar sem hákarlaveiði var mikið stund- uð, eins og við Eyjafjörð. Lýsi það- an náði svo miklu áliti að það hlaut hæstu verðlaun á sýningum í Kaup- mannahöfn og Edinborg. Þá gerðist Tryggvi frömuður þess að Norð- lendingar fóru að verka saltfisk, sem varla hafði þekkst þar fyrr, því allur fiskur hafði verið hertur. Skil- að þessi nýja aðferð senn miklum ábata. Þýðing Gránufélagsins Hagur félagsins stóð með miklum blóma árin 1870 til 1880, en úr því tók að dofna yfir því, enda gengu hörð ár í garð. Félagið komst í skuld við danskan stórkaupmann, umboðsmann félagsins, og hluta- bréfin féllu í verði, svo að í kring um 1880 mátti kaupa þau á tíu krónur og þar undir. Verslunin hjá félaginu var hvorki betri né verri en hjá dönsku verslununum, hún var nákvæmlega eins. í sjálfu sér gerði þetta samt ekki svo mikið til, því innlend verslunarstétt var víða komin upp og umfram allt — kaup- félögin voru komin til sögu. Astæðan til þessarar skjótu hnignunar var meðfram harðæri, sem ríkti öll árin frá 1880 — 1890, en meðfram var þetta þó líka óefað Tryggva að kenna. Hann var naum- ast fær um að stjórna einn svo um- svifamiklu félagi, eins og það var orðið um 1880. Til þess hafði hann ekki fengið nógu yfirgripsmikla menntun og svo var hann við ýmis önnur störf riðinn, sem eðlilega drógu huga hans frá félaginu. Þann- ig sat hann á þingi hálft þetta tíma- bil og lét þar mikið til sín taka. Þá var hann á vetrum búsettur í Kaup- mannahöfn þessi árin. En stofnun Gránufélagsins og verslunarrekstur þess gjörbreytti allri verslun á Noðrur og Austur- landi og víðar. Vöruvöndun jókst, verð á innlendri vöru hækkaði mik- ið og útlend vara komst í skaplegt verð. Loks má geta þess sem ekki skipti minnstu, að bændur lærðu að þekkja mátt sinn og megin, ef sam- tökin vantaði ekki. Bankastjórinn 1893 lét Tryggvi af forstjórastarf- inu við Gránufélagið og gcrðist bankastjóri Landsbankans frá 1. maí sama ár. Ekki hafði Tryggvi neina sérstaka bankaþekkingu til að bera, en hann þekkti mjög vel og ef til vill betur en flestir aðrir, hag bænda yfírleitt og hvern stuðning landbúnaðurinn þurfti að hafa af banka. Sjávarútveg í stærri stíl þekkti hann einnig manna best, því Gránufélagið hafði í mörg ár átt þil- skip og hann gert þau út af miklum dugnaði og framsýni. Auk þess var Tryggvi þá orðinn landskunnur fyr- ir framkvæmdir sínar, en hann hafði þá nýlega lokið við Ölvesár- brúna. Menn hugðu því almennt gott til komu Tryggva að bankan- um, en sú von brást þó að nokkru leyti. Þótt Tryggvi væri upphaflega bóndi, þá lét hann sér lítt um það hugað að efla landbúnaðinn og verður eiginlega ekki bent á neitt i þá átt sem hann gerði. Veðdeildin, sem stofnuð var eingöngu í þeim tilgangi að efla landbúnaðinn sam- kvæmt þingsályktun, borinni fram af landbúnaðamefnd þingsins 1897, er ekki verk bankans eða Tryggva. Hann var í rauninni orð- inn of gamall þegar hann tók við bankastjórn og af því stafaði það með öðm hve litla framtakssemi han sýndi við að efla bankann íjár- hagslega. Hann gerði eiginlega ekkert til þess að veita peninga- straumnum inn í landið og því var það iðulega svarið við lánsbeiðnum að engir peningar væm til og það þó að um þýðingarmikil fyrirtæki væri að ræða. Þess vegna varð hann fljótlega fyrir aðkasti sem banka- stjóri, bæði á þingunum 1897 og 1899. Á því þingi var honum borið á brýn að hann vanrækti alveg land- búnaðinn. Þetta framtaksleysi var orsökin til þess að nýr banki var stofnaður. Landsbankinn skapaði eiginlega íslandsbanka. En þegar Tryggvi sá alvömna með nýjan banka fór hann fyrst að reyna að út- vega meira veltufé með lánum ytra og veittist það næsta auðvelt. Þetta hefði hann átt að gera fyrr, hefði hann viljað halda Landsbankanum einum. Þilskipaútgerðin Um sjávarútveginn gengdi alveg öðru máli. Tryggvi hafði tekið ást- fóstri við hann og gerði það ekki endasleppt við hann. Frá því er hann kom að bankanum og uns hann dró sitt síðasta andvarp var sjávarútvegurinn og þilskipaút- gerðin hans stöðuga umhugsunar- efni. Á árunum fyrir aldamótin hvarf bátafiskiríið nær alveg, en þilskipaútgerðin kom í þess stað. Þótt þilskip væru til við Faxaflóa, þegar Tryggvi kom suður og hann gæti því ekki talist faðir slíkrar út- gerðar, þá hefur hann þó eflt hana meira en nokkur maður annar. Þetta er alveg óhætt að fullyrða og á sjó- mannastéttin íslenska honum meira að þakka en sjálfsagt nokkmm manni öðram. Tryggva var vikið frá banka- stjóraembættinu 1909, eftir að hon- um hafði verið sagt því upp með löglegum fyrirvara og fékk hann 4000 krónur í eftirlaun. Afsetning- in vakti mikið umtal og þótti mörg- um hann hafa verið beittur rangind- um. Þingmennska Tryggva Jafnframt þessum tveimur aðal- störfum sínum í lífinu, Gránufé- lagsstjóm og bankastjóm, hafði Tryggvi Gunnarsson þingmennsku á hendi 1869 — 1885 og aftur frá 1894 — 1907. Árin 1869 — 1875 sat hann sem þingmaður N — Þing- eyinga, en mætti aðeins á þingi 1869. Á þingin 1871 og 1873 gat hann ekki farið vegna verslunar- anna. Þingmaður Sunnmýlinga var hann 1875 — 1885, þingmaður Ár- nesnga frá 1894 til 1899 og úr því þingmaður Reykvíkinga. Ekki ætlaði að ganga greiðlega fyrir Tmggva að komast á þingið fyrst, þar sem Pétur Hafstein vændi hann um ótal ávirðingar í hrepp- stjóraembættinu og áður er getið og heimtaði meira að segja að hann yrði settur í varðhald. Þessar sakar- giftir vom á sandi reistar og var hann viðurkenndur á þinginu í einu hljóði. Á löngum þingmannsferli beitti Tryggvi sér ekki síst fýrir umbótum í samgöngumálum, jafnt að lagn- ingu vega sem byggingu brúa og að bættum strandsiglingum. Þegar á árinu 1875 var hann kosinn í þýð- ingarmestu nefnd þingsins, fjár- laganefndina og var síðan jafnan endurkjörinn í hana. Hann var í byggingamefnd Alþingishússins og átti drjúgan hlut að því að upp komst gagnfræðaskóli á Möðm- völlum. Annars verður hér fátt rakið um þingmennsku hans, enda um viða- mikil og oft margflókin mál að ræða. Framan af var Tryggvi talinn frjálslyndur i betra lagi, en er á leið, einkum eftir lát Jóns Sigurðs- sonar, varð hann íhaldssamari. Er þar ekki síst nefnt til að hann var andvígur fjölgun verslunarstaða og andæfði því að stjórnarskrá lands- ins yrði endurskoðuð á ámnum 1881 — 1885, en hann taldi þá tím- ann óhentugan til þess. Var hann eindreginn mótstöðumaður Valtýs- kunnar og fylgismaður heima- stjómarflokksins. Ölvesárbrúin Fyrr hefur verið minnst á áhuga hans á smíðum og sá áhugi slokkn- aði aldrei með honum. Hann byggði veginn milli Akureyrar og Oddeyrar og stundaði talsvert skipasmíði. Má nefna að hann keypti eitt sinn franska fiskiskútu á uppboði og gerði sjálfur við hana á fáum dögum, svo hún varð haffær. Skipið hét Rósa og var eitt af bestu og heppnustu skipum Gránufélags- ins. Frægastur er Tryggvi samt af brú- arsmíðunum. Hann byrjaði með því að búa til teiningu af brú sem hann áleit hagkvæma á Islandi. Lét hann smíða brú eftir teikningunni í Kaupmannahöfn og gaf hana síðan á Eyvindará í Fljótsdalshéraði. Með sama lagi vom byggðar síðan allar brýr norðanlands á þeim ámm og var Tryggvi meira og minna við þær riðinn og má einkum nefna brúna yfir Skjálfandafljót. En merkust af öllum mannvirkjum Tryggva og það er kannske lengst mun halda nafni hans á lofti er þó Ölvesárbrúin. Eftir margra ára baráttu hafðist það í gegn á Alþingi 1887 að brú skyldi lögð yfir Ölvesá. Samþykkti stjómin lögin með semingi og mest fyrir áeggjan Tryggva í maí 1889. Landsstjómin átti að sjá um byggingu brúarinnar og byrjaði á því að bjóða hana út í þremur þjóð- löndum - Þýskalandi, Frakklandi og Englandi. En engin tilboð komu, því verkfræðingar töldu ógerlegt að koma henni upp fýrir 60 þúsund krónur þær, sem til hennar vom veittar. Þá kom Tryggvi til sögunn- ar og bauðst til að byggja brúna. Þótt eðlilegt hefði verið að stjórnin hefði sýnt honum ítmst tillitssemi og fyrirgreiðslu, þá fór því íjarri. Til dæmis sendi hún hingað til lands mjög dýran verkfræðing frá París, til þess að hafa eftirlit með verkinu. Verkfræðingurinn kom hér á kostnað Tryggva og varð eftirlit hans honum bæði til fjárútláta og ýmissa leiðinda. Á fleiri hátt varð hann fyrir vonbrigðum: bændur höfðu lofað að flytja ókeypis 300 hestburði að brúarstæðinu og leggja til 200 dagsverk, en efndir urðu minni. Þrátt íýrir þetta og ým- is skakkaföll — bátur sökk hlaðinn Garður Alþingishússins var aö öllu leyti verk Tryggva Gunnarssonar, sem þar eyddi mörgum sumrum. f garð- inum er hann grafinn og þar er minnisvarði hans. EIGNARHALDSFELAGIÐ Alþýðubankinn hf Framhaldsaðalfundur í samræmi við ákvörðun aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankinn hf., sem haldinn var hinn 27. janúar s.l., er hér með boðað til framhaldsaðalfundar í félaginu, sem haldinn verður í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, sunnudaginn 29. apríl n.k. og hefst kl. 15.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar4.06 í samþykktum félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðs- mönnum þeirra í íslandsbanka hf., Laugavegi 31,3. hæð, frá 25. apríl n.k. og á fundarstað. Ársreikningur félagsins ásamt tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi 20. apríl n.k. Reykjavík, 3. apríl 1990. Stjórn Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.