Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 1
 21.-22. APRIL1990 lllllí • I iiiilljf WTnMSirnrnw '' zu „Erindrekinn dyggvi Hér er sagt frá ævi Tryggva Gunnarssonar og ýmsum stór- virkjum sem hann beitti sér fyrir á fjölskrúðugri ævibraut Mjög er það misjafnt hverju menn fá áorkað á lífsleiðinni. í flestra dæmi er afrekaskráin skjótþulin og ef til vill ekki alltaf svo margt í henni að finna, sem vert er geymist eða haft sé í hávegum. En svo finnast örstöku sinnum menn, sem komið hafa svo mörgu í verk að þeir sem kynnu að vilja skrá æviferil þeirra vita varia á hverju skal byrja. Slíkum mönnum fer þó víð- ast fækkandi, ekki vegna þess að hæfileikar og athafnakraftur sé í afturför með mannkyninu, heldur vegna þess að nú verða menn yfirieitt að einbeita sér á þröngu sviði. A fyrrí tíð var aftur á móti svo margan óplægðan akur að finna að þeir sem nógar gáfur, athafnafjör og kjark áttu til að bera gátu látið að sér kveða á ólíkustu sviðum, svo sem í atvinnu, efnahags og menningarmáium. Þetta átti við um menn eins og Eggert Ól- afsson og Magnús Stephensen og síðast en ekki síst þann mann sem hér verður nokkuð frá sagt—Tryggva Gunnarsson. Fullu nafni hét hann Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson og fæddist þann 18. október 1835 í Laufási. Foreldrar hans voru þau séra Gunn- ar Gunnarsson í Laufási og kona hans, Jóhanna Kristjana Gunn- laugsdóttir, sýslumanns Briem. Stóðu merkar ættir að Tryggva, en ekki rekjum við þær nánar hér. Tryggvi ólst upp með foreldrum sínum og naut meiri menntunar en almennt gerðist, því þótt faðir hans væri enginn sérlegur lærdómsmað- ur, þá var hann þó vel að sér í mörgu og einn hinn besti skrifari. En auk þess var Tryggvi vaninn við alla sveitavinnu, svo sem prjón, er allir karlmenn í Eyjafirði kunnu í þá daga og lengi fram eftir. Snemm kom það í ljós að Tryggvi var mjög hneigður fyrir smíðar og því var honum 14 ára gömlum komið fyrir til smíðanáms hjá móðurbróður sinum, Ólafi Briem, sem bjó á Grund í Eyjafirði. Olafur var sigld- ur timburmeistari, annálaður fyrir hagleik og kenndi fjölda pilta smíð- ar, og þóttu þeir bera af öðrum, sem hjá honum höfðu lært. Á sautjánda ári fékk hann sveinsbréf og var síð- an við smíðar hingað og þangað, en til heimilis var hann hjá foreldrum sínum í Laufási. Ári eftir að faðir hans lést, eða 1854, fluttist Tryggvi með móður sinni og síðari manni móður sinnar, Þorsteini presti Pálssyni, að Hálsi. Hélt hann áfram smíðunum og byggði þá nokkrar kirkjur. Á þess- um árum eða 1858 fór hann sína fyrstu verslunarferð fyrir bændur suður til Reykjavíkur. Hefur Tryggvi sjálfur lýst þessari ferð og þykir hún sýna að snemma hefur elja hans og dugnaður komið í ljós. Búnaðarnám og myndasmíði Sumarið 1859 kvæntist Tryggvi Kristínu Halldórsdóttur, sem var dóttir Þorsteins stjúpa hans. Hún var gáfuð kona, en heilsulítil, enda andaðist hún árið 1875. Hófu þau búskap að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal og kpmu þar upp mynd- arbúi. Kom í ljós að Tryggvi var ekki aðeins hagur, heldur líka mjög verklaginn og verkhygginn. Þannig tók hann bæjarlækinn á Hallgils- stöðum í sína þjónustu og notaði hann til að mala korn, vefa voðir og fleira. Árið 1863 brá hann sér utan með konu sína, henni til heilsubótar. I Höfn hitt hann Pétur amtmann Haf- stein, sem var mágur hans. Hafði Pétur um þær mundir í hyggju að stofna fyrirmyndarbú í Húnavatns- sýslu, og vildi hann fá Tryggva til að veita því forstöðu. Hvatti hann unga manninn til að leggja stund á búnaðarnám i Noregi og lofaði honum styrk í því skyni. Lengi var Tryggvi á báðum áttum, því hann hneigðist meir að verslun. Þó varð þetta úr, ekki síst fyrir hvatningu Jóns Sigurðssonar. Námið stundaði hann á búnaðarskólanum í Ási og var ferðin honum til mikils gagns og opnaði augu hans fyrir mörgu, sem hvatti hann til umhugsunar. En mágur hans sveik hann um styrkinn og varð úr því margra ára óvinátta í milli þeirra. Hefði hann orðið að hætta náminu, ef ekki hefði komið til styrkur sem Jón Sigurðsson út- vegaði honum. I utanferðinni lærði Tryggvi ljós- myndagerð, sem þá var enn í bernsku. Tók hann fjölda mynda eftir heimkomu sína og þyrptist til hans fólk að láta mynda sig. En illa þóttust myndirnar geymast, enda tæknin ófullkomin. Margar merkar myndir af fólki hafa samt varðveist vegna þessa framtaks. Deilurvið Pétur Hafstein Þegar Tryggvi kom heim settist hann að búi sínu á ný og varð brátt lífið og sálin í öllum andlegum og verklegum framkvæmdum í sýsl- unni. Varð hann hreppstjóri í Háls- hreppi árið 1865, en sú tign varð nokkuð endaslepp, því Pétur Haf- stein vék honum frá eftir þrjú ár, enda voru flestir hreppstjórar i S — Þingeyjarsýslu valtir i sessi um þær mundir. Lá til þessa sú orsök að Pétur amtmaður gerðist mjög vanstilltur á geðsmunum og einráður, sem ágerðist með aldrinum og keyrði um þverbak í þessu efni á árunum 1865 — 1870. Komst amtmaður i mikla óvinátru við Jón Finen, lækni, sem var einkar vinsæll mað- ur. Mun amtmaður hafa átt upphaf- ið að þessu og lét hann í ljós óánægju sína með Jón í allsvæsnum blaðagreinum. Studdi allur almenn- ingur lækninn og ýmsir mektar- menn á borð við Einar í Nesi, Þor- lák á Stórutjörnum, Jón á Gautlöndum og loks Tryggva. Lauk viðskiptum læknisins og amtmanns svo að læknirinn hraktist úr emb- ætti. Reiddist amtmaður öllum þeim sem drógu taum Finsens og í ársbyrjun 1867 fyrirskipaði hann rannsókn vegna afskipta Finsens af Brasilíuferðum íslendinga og sneiddi að þvi að læknirinn hefði tælt menn til ferðar í eigingjörnum tilgangi. Sama ár birtist stuðnings- ávarp við amtmann í Norðanfara og annað stuðningsávarp við lækninn, undirritað af ýmsum fyrirmönnum í Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslum. Brást Pétur Hafstein við þessu með því að setja ýmsa hreppstjóra af og þar á meðal Tryggva. Logaði allt í illdeilum þessi árin og níðkviðling- um rigndi niður um amtmann. Linnti þessu ekki fyrr en hann lét af embætti haustið 1870. Þessi deila hafði mikil áhrif á Tryggva og gat hann aldrei gleymt þeim órétti, sem honum fannst hann hann vera beitt- „Áfram, áfram" Árin fyrir 1870 voru harðinda— og ísaár. Því var verslun mjög óhagstæð á Norðurlandi, ekki síst við Eyjafjörð. Á Akureyri voru þá tvær verslanir, Gudmanns og Hö- epners, báðar aldanskar og með rammasta einokunarsniði. Verð var úr hófi hátt á algengustu nauðsynj- um og því engin furða þótt bændur færu að hugsa um að fá betri versl- un, eða ná henni undir sig. Sumarið 1868 keyptu nokkrir menn við Eyjafjorð skip, sem hafði strandað og hét það „Emelie". Voru miklar ráðagerðir uppi um hvað við það skyldi gera, hvort heldur rífa það sundur eða bæta það, því byrð- ingurinn var all góður. Varð sú niðurstaðan að dubba upp á skipið og mynda um það hlutafé- lag. Var ætlað að 2000 ríkisdali þyrfti til að gera það haffært. For- göngumaður að stofnun félagsins var Arnljótur Ólafsson á Bægisá, en Tryggvi stóð að fyrirtækinu með honum frá byrjun. Margir hétu hlutum, en til að byrja með gekk erfiðlega að inn- heimta þá. Var það eftir að grein birtist i Norðanfara undir nafninu „Áfram, áfram" að úr rættist. í greininni segir m.a. „Það MÁ ALLS EKKI ganga undan í ÞETTA SINN að félagið komist á stofn. Annars er verr byrjað en aldrei byrjað...Hvort sem vér því skoðum málið frá sjónarmiði sóma eða sið- ferðis, þá virðist oss það heimta sérlegan áhuga og fylgi Qg felum það — að svo mæltu almenningi á hendur". Þetta hreif, því í marsmánuði s. á. var nægilegt fé komið inn eða í vissum loforðum til þess að hægt yrði að gera við skipið og jafnframt Tryggvi Gunnarsson á yngri árum. var þá lofað í það talsverðu af vör- um. Var nú ákveðið að senda það út á komandi sumri. Á fundi 13. til 14. júní var félagið stofnað til fulls. Framkvæmdastjóri var Tryggvi Gunnarsson kosinn í einu hljóði. Skipið var skírt Grána og félagið Gránufélag. Háðsglósur kaupmanna Meðan á öllu þesu braski stóð, höfðu kaupmenn á Akureyri óspart dregið dár að bændum fyrir það að þeir skyldu ætla sér að fara að halda úti skipi til verslunar og sigl- inga. Höepner Iét sér um munn fara 1869 að hann mundi næsta sumar sjá skipið grotnað niður í sandin- um, þar sem það lá. Þeir kölluðu það í háðungarskyni „Gránu" og festist það heiti við skipið og var því á endanum valið sem heiti og jafnframt til að storka andstæðing- unum. Kaupmenn neituðu bændum alveg um peninga, því þeir voru hræddir um að þeir ætluðu að leggja þá „í þetta góða skip". Þótt ekki væri hér um mikið fjár- framlag að ræða, skoðað með aug- um nútímans, þá var það samt mik- ið fé i þá daga. Svo mikið að það mátti heita hreinasta þrekvirki að koma þessu í verk. Efnamenn voru þá fáir og efnin lítil á okkar mæli- kvarða. Menn sem áttu 3 — 4000 ríkisdali voru taldir stórríkir. Og þótt einhver efni væru var nær ómögulegt að ná í peninga. Kaup- menn létu sama sem ekkert út af þeim og lánastofnanir voru engar til. Stórfyrirtæki Tryggvi fór með skipið til Hafhar um sumarið, en hafði ekki nægar vörur héðan, sem eðlilegt var, til þess að geta fengið fullfermi aftur. Hann varð því að fá vörurnar að láni, en það ætlaði ekki að ganga greitt, því íslenskir (þ.e. danskir) kaupmenn spilltu fyrir því, eins og þeir gátu, en þó fékkst farmurinn að lokum. Þessi byrjun var því góð, því viðskiptin reyndust ábatasöm — útlendu vörurnar voru miklu betri en menn áttu að venjast og þó mun ódýrari. Það sumar keypti fé- lagið mikinn hluta úr Oddeyri og byggði þar verslunarhús. Árið eftir hafði félagið tvö skip í förum og Grána var send í verlsunarferð til Raufarhafnar, Þórshafnar og Seyð- isfjarðar, því þá höfðu Múlsýsling- ar lagt mikið fé í félagið, 10.000 rikisdali. Fyrstu árin gaf félagið 6% í vexti til hluthafa og næstu árin voru verslanir settar á stofn á ýms- um stöðum, svo sem Seyðisfirði og Siglufirði. Mátti svo heita að félag- inu yxi þróttur á hverju ári og var svo komið við árslok 1876 að eign- ir félagsins voru taldar 327 þúsund, þar af 74 þúsund í hlutabréfum. Þau voru á 50 krónur hvert, en voru nú talin 96 króna virði. Auk þess hag- ræðis sem landsmenn höfðu af versluninni var einnig lagt kapp á að vanda vöruna. Ullin var nú í fyrsta sinn reglulega flokkuð eftir gæðum. Lýsi, sem hingað til hafði verið pottbrætt, var nú gufubrætt. Var þetta hvort tveggja verk Tryggva og lét hann reisa gufu- bræðsluhús niðri á Oddeyrartanga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.