Tíminn - 26.04.1990, Page 3

Tíminn - 26.04.1990, Page 3
Fimmtudagur 26. apríl 1990 Tíminn 3 Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar. -r v SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA VELAR HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 JJöt unn tiC Ciðs við þig Áhugaverð ferð í byrjun júní: Bændaferð til Skotlands Flugferðir, Sólarflug gengst fyrir bændaferð til Skotlands og Orkneyja í júní í samvinnu við ferðaþjónustu bænda í Skotlandi. Gist verður nokkrar nætur hjá skoskum bændum, sem reka fjölbreytta ferða- þjónustu af ýmsu tagi. Ekið verður um hin fögru vatna- héruð Skotlands. Leiðin liggur um blómleg landbúnaðarhéruð og heim- sóttir ýmsir sögufrægir skoskir bæir og þorp. Farið verður til Inverness, þar sem bændur reka umfangsmikla ferðaþjónustu, en þar er einnig mikil silungs og laxveiði. Síðan liggur leiðin til Norður-Skotlands, en frá Katanesi er farið yfir sundið til Orkneyja. Gist verður í Kirkwall og eyjarnar skoðaðar, m.a. fomminjar frá dögum sögualdar en á þeim tíma komu Orkneyjar mikið við sögu íslands. Ferðalok verða í Edinborg. Það er ferðaþjónusta bænda í Skotlandi sem hefur veg og vanda af ferðinni og skipuleggur fjölbreytta kynningu á lífi og störfum bænda. Heimsótt verða bændabýli sem rækta holdanaut af sama stofni og ræktuð eru í Hrísey. Farið verður á uppboðsmarkað húsdýra og heim- sótt verða áburðarverksmiðja, bændaskóli, tilraunabú og whisky- verksmiðja en sú afurð telst til landbúnaðarafurða. Ferðalöngum gefst tækifæri til að kynnast af eigi raun umfangsmikilli ræktun eldisfiska í vötnum og fjörð- um og markaðssetningu þeirra. Nánari upplýsingar um ferðina fást í síma 91-15331. -EÓ fjilawrap rúllupökkunarvélar Arnarflug stendur enn frammi fyrir þrengingum því að hafi félagið ekki staðið skila á flugvallarskatti fyrir næstu mánaðamót verður rekst- ur félagsins stöðvaður. Um 3,2 millj- ónir króna mun vera að ræða. „Ég bað lögregluna að loka hjá þeim vegna þess að þeir innheimta þennan skatt fyrir ríkissjóð og hafa ekki heimild til að ráðstafa honum sjálfir. Það varð að sammæli milli mín og lögreglustjóra að félagið hefði frest til 30. apríl. Verði þeir ekki búnir að gera að fullu upp þá, verður rekstur þess stöðvaður," sagði flugmálastjóri. Svipuðu máli gegnir með flugvall- arskatt og söluskatt. Flugfélögin inn- heimta skattinn við sölu farmiða og eiga að standa skila á honum fyrir 15. hvers mánaðar eftir flugið til embættis flugmálastjóra. Flugmálastjóri sagði í samtali við Tímann að Arnarflug væri ekki farið að greiða neitt af skattinum ennþá. Ekki væri hægt að semja um greiðslu hans frekar og ekki yrði um að ræða að greiða hann með víxlum eða skuldabréfum af nokkru tagi - að- eins í reiðufé. Tíminn fékk ekki uppgefið hve- nær Arnarflug mun gera upp skuld sína en fjármálastjóri fyrirtækisins sagði að það yrði gert fyrir mánaðar- lok, annað kæmi blaðamanni ekki við. -sá Útigangsgeml ingar Eins og við greindum frá á komnirgemlingarnirvoruoghefðu dögunum fundurst þrír útigengnir einhvemtíma þótt vel fram gengnir gemlingar fyrir ofan bæinn Hrúts- af húsi, ull farin að losna frá hálsi holt í Eyjahreppi á annan dag ogtalsvert hornahlaup. Hérmásjá páska. Gemlingana á Halldór bræðurna Magnús og Helga Guð- hreppstjóri Jónsson á Þverá. Það jónssyni,bænduríHrútsholti,með þótti tíðindum sæta hversu vel á sig gemlingana. Tfmamynd Árni BJarna Myndlistarsýning í Búnaðarbanka Um helgina var opnuð myndlist- tækifæri flutti Guðni Ágústsson, arsýning á vegum Búnaðarbanka alþingismaður og formaður banka- íslands að Kjarvalsstöðum í tilefni ráðs Búnaðarbankans, stutt ávarp. af 60 ára afmæli bankans. Við það Sýningineropinkl. 11-18til 6. maí. frá UNDERHAUG Á aðeins örfáum árum hefur SILAWRAP rúllu- pökkun- arvélin valdið byltingu í pökkun þurrheys og vot- heys og eru nú í notkun yfir 9000 vélar víða um heim og fer stöðugt f jölgandi, enda er hún ein eftirsóttasta pökkunarvélin á markaðnum. ffilawrap er langmest selda pökkunarvélin á íslandi. SHawrap Viðurkennd hágæða vara. Reynd á Hvanneyri og mörgum öðrum slíkum stofnunum víða um heim. Vélarnar eru tengdar á þrítengi eða dregnar. Fást í ýmsum útfærslum. Greiði Arnarflug ekki vangreiddan flugvallarskatt verður reksturinn stöðvaður 30. apríl: Verða 3,2 millj. kr. banabitinn?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.