Tíminn - 26.04.1990, Side 7

Tíminn - 26.04.1990, Side 7
Fimmtudagur 26. apríl 1990 Tíminn 7 Einar Hermannsson: MAKALAUS SKRIF Tilefiii bréfs þessa er að mótmæla þeim skrifum sem blaðamaður yðar O.Ó. lét ffá sér fara í dálkinum „Vítt og breitt“ í blaði yðar 12. april sl. Þar notar blaðamaðurinn hið hörmulega slys í farþegafeijunni „Scandinavian Star“ til að koma á ffamfæri skoðun- um sínum á alþjóðlegri kaupskipaút- gerð og á óbeinan hátt vænir íslensk- ar kaupskipaútgerðir um að undirbúa rekstur skipa sinna á óá- byrgan hátt undir öðrum þjóðfánum. Skrif O.Ó. bera vott um algjört kunnáttuleysi á málefhum kaup- skipaútgerðarinnar og eru jafhvel einfoldustu málsatriði viðvíkjandi slysinu í „Scandinavian Star“ rang- færð, þótt þorra almennings séu þau ljós í kjölfar mikillar umíjöllunar í öðrum fjölmiðlum. Það hefur verið skoðun íslensku kaupskipaútgerðarinnar sem og flestra landsmanna að sú skylda hvíli á blaðamönnum að flytja sem sann- astar fféttir og draga ekki ályktanir af þeim nema þeir hafi til þess kunn- áttu eða leiti eftir áliti ffóðra aðila um málefhið. Umrædd ffétt virðist hins vegar samin að geðþótta við- komandi, án þess að hirða um stað- reyndimar og í þeim tilgangi einum að koma á framfæri skoðunum sem ekki eiga við rök að styðjast. Hvað viðvíkur einföldustu stað- reyndunum um slysið í „Scandin- avian Star“, þá hefur það alls staðar komið fram að skipið var í eigu danskra aðila, en ekki norskra og einnig það að það var yfirvélstjóri skipsins en ekki skipstjórinn sem taldi störf sænsku slökkviliðsmann- anna hafa magnað eldinn ffemur en dregið úr honum. Ahöfh skipsins var að hluta Filipseyingar en ekki „malajar". Fullyrðingar blaðamannsins um að skip skráð undir Bahama-, Líberíu- og Panamafánum séu undanþegin ákvæðum um lágmarksöryggi og mannréttindi áhafnar eru byggðar á fullkominni vankunnáttu hans á málefhinu. Hið rétta er að öll þessi lönd eru aðilar að öllum helstu al- þjóðasamþykktum um byggingu skipa, búnað þeirra og siglingar. Þannig ber skipum þessara þjóða að uppfylla þau sömu skilyrði og kröf- ur og gerðar eru til skipa hérlendis og í nágrannalöndunum. Eftirlit með öryggiskröfum skipa hefur á síðustu árum færst í æ rikari mæli í hendur sn. flokkunarfélaga í umboði viðkomandi skráningarrikja og er því eftirlitið orðið í flestum tilfellum það sama, án tillits til skráningar- fána. Viðvíkjandi „Scandinavian Star“ er sjálfsagt að upplýsa við- komandi blaðamann um að skipið hét til skamms tíma „Stena Baltica“ og sigldi undir sænskum fána og var í eigu eins stærsta feijufélags Norð- urlandanna, Stena Line A/B í Sví- þjóð. Hvað viðvíkur áhöfn skipsins þá er það ekki síður algengt á skipum undir norskum og dönskum fánum að skipveijar séu ffá Suður-Evrópu og öðrum löndum þriðja heimsins. Þótt laun slíkra farmanna séu sam- bærileg við laun þau sem þeir fengju heima fyrir þá búa þeir við sömu „mannréttindi“ og aðrir farmenn. Sjómenn ffá þessum löndum hafa endurtekið sýnt sig vera ágætis far- menn og sýnir blaðamaðurinn ógeð- felldan þjóðarrembing með því að telja þá óæðri verur en Norðurlönd og heimalönd þeirra „skripalönd". Hvað viðvíkur slysinu í „Scandin- avian Star“ hefur helst komið ffam, að slepptum órökstuddum getgát- um, að ekki hafði verið haldin björgunaræfíng með áhöfninni, eins og alþjóðareglur gera kröfur um, sem og mögulega hafi einhverjir þættir eldvamarbúnaðarins verið óvirkir. Vissulega er hér um vítavert ffamtaksleysi að ræða, en það verð- ur að skrifa á reikning norræna yfir- manna skipsins og eigenda sem ber að halda slíkar æfingar en ekki á undirmennina ffá Portúgal og Fi- lipseyjum. Hvað viðvíkur eftirliti og effirlitsskyldum siglingamálayfir- valda þeirra Norðurlanda sem skip- ið sigldi til þá hafa þau ekki aðeins skýlausan rétt samkvæmt alþjóða- samþykktum til að ffamkvæma bún- aðarskoðanir á erlendum skipum sem taka höfn hjá þeim, heldur eru þau skyldug til að framkvæma slík- ar skoðanir á a.m.k. 25% allra er- lendra skipa sem koma til hafnar þeirra. Síðastnefhda staðreyndin vekur upp spumingar um hvers vegna siglingamálastofhanir Noregs og Danmerkur höfðu ekki ffam- kvæmt slíkar skoðanir áður en slys- ið varð. Þótt lengi mætti rekja áffam dæmi um þekkingarleysi og sleggjudóma umrædds blaðamanns í fyrmefhdri grein, þá telja íslensku kaupskipa- útgerðimar að ofangreint sýni á ótvíræðan hátt að hér er á ferðinni fféttamennska sem á sér helst hlið- stæður í ábyrgðarlausum æsiffétta- blöðum úti í hinum stóra heimi. Að lokum treysta íslensku kaup- skipaútgerðimar að ritstjóm blaðs yðar sjái til þess að jafnóvönduð umfjöllun um málefhi kaupskipaút- gerðarinnar, eins og hér er til um- fjöllunar, birtist ekki affur á síðum Tímans. F.h. Sambands íslenskra kaupskipaútgerða Einar Hermannsson cc. Ómar Jóhannsson, form. Pálmi Jóhannsson, varaform. Þórður Sverrisson, Eimskip Scandinavian Star varð að bálfararstofnun vegna hörmulega lélegs öryggisbúnaðar og vanhæfni skipshafnar til að bregðast við aöstæðum. FÁFRÆÐI HVERRA? í þessa þulu kaupskipaútgerða um fáffæði, hleypidóma, kunnáttuleysi, rangfærslur, geðþótta, ógeðfelldan þjóðarrembing, stóryrtar, órök- studdar getgátur, þekkingarleysi, sleggudóma og óvandaða umfjöll- um um málefni kaupskipaútgerðar vantar ekki annað en það að aldrei hafi kviknað í margumræddu skipi. Mennimir sem vita og kunna og búa yfir þekkingunni á útgerð far- skipa staðhæfa að ffásagnir af bmn- anum og yfirheyrslum skipverja sé eitthvað sem hægt er að afgreiða sem ábyrgðarlausa æsifrétta- mennsku. Hvað em þessir menn eiginlega að veija? Ekki ætti að þurfa að endursegja alla þá miklu umræðu sem verið hefur á Norðurlöndum um öryggis- mál farþegaskipa vegna þessa slyss. Ögyggismál skipsins vom i megn- asta ólestri og öllum skoðunum mjög ábótavant. Skipshöfnin hafði enga þjálfun í einfoldustu björgun- araðgerðum og skildi ekki yfir- mennina, skrifaðar leiðbeiningar og gat ekki komið skiljanlegum skila- boðum sín á milli. Hún var óhæf til að takast á við þær aðstæður sem upp komu. Umræðan um hentugleikaskrán- ingar í fátæktarríkjum hefur bland- ast mjög inn í öryggismál dauða- gildmnnar sem bar heitið Scandinavian Star. Útgerðarmenn kaupskipa geta kallað þær ógeð- felldan þjóðarrembing og æsiffétta- mennsku og miklast yfir lítillæti sínu og mannkærleika. Hins vegar gefa þeir aldrei neinar ffambærilegar skýringar á með hvaða hætti þeir hagnast á að skrá skip sín í rikjum þar sem ekki er spurt um haffæmi skipa né mann- réttindi skipshafna. Það væri að æra óstöðugan að fara að elta ólar við allar þær rangsnúnu staðhæfingar sem útgerðarmenn kaupaskipa koma fyrir á annars heldur knappt orðuðum pappír sín- um. Þó skal ein setning áréttuð: „Þótt laun slíkra farmanna séu sambærileg við laun þau sem þeir fengju hcima fyrir, á búa þeir við sömu „mannréttindi" og aðrir far- menn.“ Þetta er skilningur Sambands ís- lenskra kaupskipaútgerða á mann- réttindum sjómanna og sýnir mæta vel virðingu þá sem borin er fyrir samtökum þeirra. Athugasemda um þetta atriði er ekki þörf. Sem vænta má er mannffæðiþekk- ing á kontórum skipaútgerða á álíka háu stigi og annar vísdómur á þeim slóðum. Ein af staðhæfingunum sem þaðan flýtur út er að Filippsey- ingar séu ekki malajar (gæsalöpp- um sleppt hér). Þótt útgerðarmenn hafi enga hug- mynd um af hvaða kynþáttum skipshafnir þeirra eru þeir væntan- lega vel meðvitaðir um þau laun sem þeir fá heima fyrir. Það er taxt- inn sem þeir borga eftir. Ef enginn sérstök gróðavon eða spamaður er af því að skrá skip í hengugleikaríkjum og ráða ósam- stæðar og fákunnandi skipshafnir úr fátækralöndum, hvers vegna í ósköpunum em kaupskipaútgerðir þá að því. Hvers vegna em skipin ekki einfaldlega skráð í þeim lönd- um sem þau em sannarlega gerð út ffá? Tíminn mun að sjálfsögðu birta svör við spumingunum en biður út- gerðarmenn, sjálffa sín vegna, að spara sér fúkyrðin og vægast sagt kjánalegar staðhæfmgar um van- þekkingu annarra á því sem fram fer utan íslenska brimgarðsins. Oddur Ólafsson, aöstoðarritstjóri. Márkl-kvartettinn Sagan segir að Immanuel Kant heimspekingur hafi verið svo reglu- samur á daglegum gönguferðum sín- um að íbúar Heidelberg gátu stillt klukkur sínar eftir honum. En dag nokkum árið 1789 birtist Kant ekki á réttum tíma og menn vissu að ein- hver stórmerki hefðu orðið. Sem stóð heima: Kant hafði borist ffegn af ffönsku byltingunni og falli Bastill- unnar. Þannig er allt i heiminum hverfult, eins og Zaraþustra segir, og þetta á jafnvel við um óbilgjömustu menn- ingarstofnun landsins, Kammermús- íkklúbbinn. Fyrir þremur ámm urðu þau stórmerki að 20. aldar verk var flutt á hans vegum í fyrsta sinn, strengjakvartett effir Wilhelm Kempff píanóleikara og tónskáld. Og nú var enn brotið blað: laugardaginn 14. apríl hélt Kammermúsíkklúbbur- inn fimmtu tónlcika vetrarins, en hingað til hafa tónleikamir ævinlega verið femir. Eins og vænta mátti vom þessir fimmtu tónleikar ekki haldnir að ástæðulausu: góðkunningjar klúbbs- ins, félagar Márkl- kvartettsins ffá Köln vom á leið vestur um haf í tón- leikaferð og buðust til að koma hér við. Þetta var í fimmta skipti á 14 ár- um sem kvartett þessi spilar fyrir Kammermúsíkklúbbinn. Á þeim tíma hafa orðið talsverð mannaskipti í kvartettinum og hinn eini sem alltaf hefur verið með er Josef Márkl sjálf- ur, fyrsta fiðla og leiðtogi kvartetts- ins. Nú vom með honum Key- Thomas Márkl 2. fiðla, Ríidiger De- bus lágfiðla og Guido Schiefen knéf- iðla. Einkum hinn síðastnefndi þótti mönnum tilþrifamikill í spila- mennsku sinni, en annars er Márkl- kvartettinn mjög gott og fágað hljómeyki, hugsanlega mætti Ieikur þeirra þó vera átakameiri á köflum. Þijú verk vom á efnisskránni, kvar- tett I g-moll op. 74,3 eftir Haydn, i Es-dúr op. 45,2 eftir eftir Wilhelm Kempff og í F-dúr op. 59,1 eftir Be- ethoven. Þessi síðari kvartett Wil- helms Kempff, sem tileinkaður er Alffed Cortot, er í fjórum þáttum; þar af var Scherzo- þátturinn skemmti- legastur, en hinn síðasti, sem er til- brigði við lagið „Au clair de la lune“, alveg sérlega „banal“, líkastur skóla- æfingu. Kannski lagið henti ekki fyr- ir svona tilbrigði, en sú hugsun var viðmð í hléinu að skemmtileg til- breyting hefði verið að því að spilar- amir hefðu sungið með. Hinir kvartettamir tveir, eftir Haydn og Beethoven, em alkunn öndvegis- verk og ckki annað rnn þau að segja að sinni en það að Márkl- kvartettinn flutti þau mjög vel. Sig.St.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.