Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 8. maí 1990 Hefðbundnar NEW HOLLAND bindivélar eru löngu lands- þekktar fyrir mikil afköst, örugga hnýtingu og góða endingu. Nú í vor bjóðum við ailar FORD HOLLAND bindivélar á sérstöku kynningarverði. Kynningarverðið stendur til 31. maí, eða meðan birgðir endast. Þar sem um takmarkaðan fjölda véla er að ræða hvetjum við bændur til að staðfesta pantanir strax til að tryggja sér FORD NEW HOLLAND bindivélar á þessu hagstæða kynningarverði áður en verðið hækkar þ. 1. júní n.k. SIMI: 681500 - ARMULA 11 FORD kEWHOLLAkD Eftir sjálfstæöisyfirlýsingu Letta: SOVESKIR SKRID- RIGA Sovéskir skriðdrekar óku um stræti höfuðborgar Lettlands á aðalumferðartíma í gærmorgun, rétt áður en fundur hófst í þinginu þar sem mynda átti ríkisstjórn til að leiða lýðveldið til fulls sjálfstæðis. Skriðdrekar og önnur brynvarin farartæki skröltu um götur Riga um áttaleytið, að þvf er sagt var til að undirbúa sigurgöngu á morgun í tilefni þess að 45 ár eru liðin síðan þýskir nasistar biðu algeran ósigur. En margir Lettar Ir'ta á þessa sýningu á hernaðarmætti Sovétríkjanna sem aðferð stjórnvalda í Moskvu til að telja úr þeim kjark vegna sjálfstæðis- yfirlýsingar lettneska þingsins. Ferðir skriðdrekanna gerðu íbúa landsins taugaóstyrka þar sem þær voru farnar á aðalumferðartíma og er litið á þær sem hreina ögrun við Letta. Heræfingarnar stóðu aðeins skamma stund og hertækjaflotinn yfirgaf miðborgina innan skamms. Þingið gaf út sjálfstæðisyfirlýsingu landsins sl. föstudag og talsmaður þingsins sagði að þess væri farið á leit við almenning að hann sniðgengi sigurgönguna á morgun. „Enginn vill að til átaka komi,“ sagði talsmað- urinn. Svipaðar heræfingar Sovétmánna fóru fram á föstudagskvöldið eftir að nýja þingið greiddi atkvæði urn flókna sjálfstæðisáætlun. En æfing- arnar í gær voru gerðar skömmu áður en þingið kom saman til að leysa af gömlu ríkisstjórnina og kjósa nýtt ráðherraráð, undir forystu Ivars Godmanis frá hinni öflugu Alþýðufylkingu. Alþýðufylkingin og bandamenn hennar ráða yfir meira en tveim þriðju þingsæta og God- manis er eini frambjóðandinn tii forsætisráðherraembættis. Fregnir hafa borist um að Míkhail Gorbatsjov hafi fordæmt sjálfstæðis- yfirlýsingu Lettlands en þingmenn segjast bíða þar til viðbrögð ráða- manna í Kreml berist eftir réttum leiðum. Sovéska utanríkisráðuneyt- ið hefur neitað að tjá sig vegna frétta um yfirlýsingu Gorbatsjovs. Lettneska þingið lýsti yfir sjálf- stæði með 138 atkvæðum gegn engu. 57 rússneskir þingmenn neituðu að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en sögðu að breytingatímabils væri þörf til að koma aftur á raunverulegu pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði. Nýkjörinn forseti Lettlands, Anatol- ijs Gorbunovs, sagði á sunnudag að yfirlýsingu um bráðabirgðasjálfstæði væri ætlað að hvetja til viðræðna við yfirvöld í Moskvu. í yfirlýsingu Letta var viljandi forðast að nefna sovéska heraflann og yfirstjórn eigna og fyrirtækja sem Moskvuverjar eigna sér. Bæði þessi atriði ber hátt í síharðnandi baráttu Sovéskir skriðdrekar voru á göt- um Riga í gær. Letta við yfirvöld í Kreml, sem hafa sett viðskiptabann á lýðveldið í þeim tilgangi að fá það til að draga í land með einhliða sjálfstæðisyfirlýsing- una frá II. mars. Lettneska stjórnin heldur nú fundi til að ræða um að draga úr flutning- um á kjöti til Leníngrad og Moskvu, þar sem matarskortur er þegar al- gengur. Embættismenn lettneska lýðveld- isins, sem er mikil matarkista, segj- ast vera að velta fyrir sér að draga úr, eða jafnvel afnema alveg, fæðu- • flutninga sem nema mánaðarlega 8.000 tonnum til Moskvu og 4.000 tonnum til Leníngrad. f borgarstjórnum beggja þessara stórborga sitja róttækir nú að völd- um og eru þeir að hugleiða að gera sjálfstæða samninga við Lettland, í blóra við viðskiptabann Kremlverja. NEW HOLLAND rúllubindi- vélin hefur reynst vera ein hent- ugasta rúllubindivólin fyrir ís- lenskar aðstæður, enda búin öllum þeim kostum sem prýtt geta eina rúllubindivól: • Afkastamikil og traust • Einföld og örugg í rekstri • Baggastærð 1,0-1,4 mm • Tvöföld garnhnýting • Netbinding, aukabúnaður • Tölvustýrður stjórnbúnaður • Fastkjarna baggar • Betri verkun - minni rýrnun • Engin mygla í kjarna • Meira hey í hverri rúllu • Færri rúllur — fljótleg hiröing • Lægri pökkunarkostnaður • Hentar í allartegundirfóðurs • íslensk leiðbeiningabók. Stjórnarflokkarnir missa fylgi í sveitastjórnar- kosningunum um helgina: Kristilegir eru ennþá stærstir í A-Þýskalandi Kristilegir demókratar voru sigurvegarar sveitarstjórnar- kosninganna sem fram fóru í Austur-Þýskalandi á sunnudag. Þessi sigur var þó ekki eins sannfærandi og sigur þeirra í þingkosningunum í mars síðastliðnum. Kristilegir demó- kratar, undir forystu Lothar de Maiziere forsætisráðherra, náðu samtals um 34,3 prósent greiddra atkvæöa í kosning- um helgarinnar og eru þar með stærsti stjórnmálaflokkurinn, en það er um 6,5 prósentum minna en þeir fengu í þingkosningunum 18. mars. Þann fyrirvara verður að gera við þessi úrslit að í gær átti enn eftir að telja lítinn hluta atkvæða en ekki var talið að það hefði nein áhrif á endanlegar tölur. Fréttaskýrendur sögðu í gær að svo virtist sem Kristilegir demó- kratar hafi misst nokkuð af fylgi til ýmissa grasrótarhreyfinga s.s. Nýs vettvangs og tveggja bæridahreyf- inga sem berjast hart gegn óheftum innflutningi ódýrra landbúnaðaraf- urða frá Vestur-Þýskalandi til Austur-Þýskalands. Það eru þessir flokkar fyrst og fremst sem bættu við sig fylgi. Einnig er samningur- inn við Vestur-Þýskaland um að gera vestur-þýska markið að gjald- miðli fyrir austan talið hafa spillt nokkuð fyrir Kristilegum demó- krötum. Reuters fréttastofan hefur eftir de Maiziere forsætisráðherra að flokkurinn verði vissulega að spyrja sig þeirrar spurningar hvers vegna hann hafi fengið þetta minna fylgi, en hins vegar sé ljóst að sveitastjórnarkosningar megi ekki leggja fyllilega að jöfnu við þing- kosningar. Sósíaldemókratar, eða Jafnað- armenn, sem eru næststærsti flokk- urinn og eiga aðild að samsteypu- stjórn de Maizieres, virðast hafa haldið sínu fylgi frá því í þingkosn- ingunum í mars. Hlutur jafnað- armanna var 21,2 prósent sem er nánast það sama og í þingkosning- unum. í Austur-Berlín fengu jafnaðar- menn 34% atkvæða og eru þar með stærsti stjómmálaflokkurinn í borgarstjórn þar. Þau úrsiit við- halda vinstri meirihluta í Berlín. Jafnaðarmenn unnu einnig mik- inn sigur í Leipzig þar sem þeir eru stærsti flokkurinn með 35% kjör- fylgi að baki sér. Leipzig hefur á undanförnum mánuðum verið vettvangur óróa og kröfugangna og stundum verið kölluð mið- punktur lýðræðisbyltingarinnar í Austur-Þýskalandi. Hinir flokkarnir þrír sem aðild eiga að samsteypustjórn de Maizi- ere töpuðu einnig fylgi um helgina miðað við úrslit þingkosninganna. Þýska bandalagið, náinn hægri sinnaður bandamaður Kristilegra demókrata, tapaði nærri helmingi þess fylgis sem það fékk í þingkosn- ingunum og fékk samtals 3,4% um helgina. Fjórði stjórnarflokkurinn, hin smáa og íhaldssama Lýðræðis- vakning, komst varla á blað í kosningunum. Frjálslyndi flokkur- inn var eini stjórnarflokkurinn sem vann á í þessum kosningum, náði um 6,6 prósenta fylgi á landsvísu sem er um 1,3 prósent meira en í þingkosningunum. Kommúnistaflokkurinn gamli, sem nú hefur fengið nýtt nafn, Flokkur lýðræðislegs sósíalisma, tapaði tæpum 2% frá því í mars og nýtur nú stuðnings rúmlega 14 prósent kjósenda, sem er öllu minna en þau 98,85 prósent sem flokkurinn kvaðst hafa að baki sér í síðustu sveitarstjórnarkosninum fyrir u.þ.b. ári. Kosningaþátttaka var um 75% á sunnudag, en þá var einn heitasti maídagur í Austur-Þýskalandi um árabil. Kosningaþátttakan í þing- kosningunum í mars var hins vegar um 93%. NEW HOLLAND bindivélar: Er hægt að gera betri kaup?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.