Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. maí 1990 Tíminn 5 Undirbúningur fyrir landsmót hestamanna að Vindheimamelum í fullum gangi: Stefnir í mesta hesta- mót Islandssögunnar Landsmót hestmanna verður haldið á Vindheimamelum í júlí- byijun. Að sögn Hjalta Pálssonar formanns framkvæmdanefnd- ar mótsins er búist við, að tólf til fjórtán þúsund manns sæki mót- ið, þar af rúmlega þrjú þúsund útlendingar. Reiknað er með vel á þriðja þúsund hrossa. Öll hótel og gistiheimili í Skagafirði eru upppöntuð um mótstímann. Hótelin hafa nú auglýst eftir húsnæði til leigu um mótstímann í heimahúsum en, - „Skagafjörður hefúr aldrei þurft að úthýsa nokkrum manni, hér er vitt til veggja eins og þú veist, sagði Sveinn Guðmundsson“, hinn landskunni hestamaður á Sauðárkróki í gær. Ljóst er, að verulegur ijöldi fólks sæk- ir Skagafjörðinn heim landsmótsdag- ana, sumir telja, að jafnvel megi búast við yfir tuttugu þúsund manns. Nú þeg- ar er mest allt gistirými, ekki bara í Skagafirðinum, heldur öll hótel og gistiheimili á svæðinu frá Hvamms- tanga til Akureyrar, upppöntuð vegna mótsins. Stór hluti landsmótsgesta verður í tjöldum á sjálfú landsmótssvæðinu og að sjálfsögðu fer fjöldi þeirra talsvert eftir veðri en, - „þetta lítur mjög vel út núna, sumarið er komið til okkar hér norðan fjalla og snjór á hálendinu er minni nú en í fýrra að sögn starfs- manna við Blönduvirkjun og veðurat- hugunarfólks á Hveravöllum," sagði Sveinn. Að sögn Sveins verða engin vand- kvæði með bithaga fyrir hross lands- mótsgesta, því tekið hefúr verið á leigu land í eigu Lýtingsstaðahrepps, sem heitir Borgareyja. Landið er mjög grös- ugt og um 100 hektarar að stærð. Jafn- framt hafa þeir, sem hyggjast verða með marga til reiðar, leitað eftir hrossa- beit hjá bændum í nágrenni við móts- staðinn að Vindheimamelum. Nú er unnið að því að stórbæta hrein- lætisaðstöðuna á mótsstað og reiknað er með, að hún verði í fúllkomnu lagi, þegar kemur til stykkisins. Veitinga- skálinn hefúr einnig verið stækkaður um helming frá því sem áður var og er hann nú orðinn einn stærsti samkomu- salur í Skagafirði. Þá er að verða lokið byggingu hesthúss fyrir íimmtíu grað- hesta. Landsmótið í sumar stefnir í að verða stærsta hestamannamót Islandssög- unnar. Sveinn Guðmundsson taldi eng- an vafa leika á, að Skagafjörðunnn væri í augum erlendra áhugamanna um íslenska hestinn miðstöð íslenskrar hestamennsku og drægi fleiri útlend- inga til landsmóts en áður væru dæmi. Mótið hefst þriðjudaginn 3. júlí og lýkur sunnudaginn 8. júlí. Auk hefð- bundinna keppnisgreina verður haldin ný útgáfa af „Evrópumóti“. Það fer fratn samhliða sjálfú landsmótinu og þeir útlendingar, sem þátt taka í því, munu fá lánaða hesta til keppninnar. Áhugi á ræktun og kynbótum hefúr aldrei verið meiri í tengslum við ís- lenska hestinn og jafn mikið úrval kyn- Hér má sjá stóðhestinn Topp, sem fékk 8/46 í aöaleinkunn á vorsýningunni að Gunnarshotti um helgna Tmanynd tvs. bótahrossa og sýnt verður á mótinu, hefúr ekki verið sýnt á móti hérlendis fýrr. Áhugi fýrir íslenska hestinum er mik- ill víða í heiminum, einkum í Evrópu. Til marks um það koma tvær leiguflug- vélar fullar af farþegum gagngert á landsmótið frá Swiss og lenda á Akur- eyri. Þá fara Ishestar í Miðdal í Laugardal og Eldhestar í Hveragerði og Reynir Aðalsteinsson með allmarga hópa út- lendinga riðandi til mótsins. Löngu mun upppantað í allar þessar ferðir. —sá Grundarkjörs- búðirnar seldar Verð fjölbýlishúsaíbúða í Reykjavík hækkaði í takt við verðbólguna á síðasta ári: RAUNVERÐ ÍBÚÐA ÓBREYTT í EITT ÁR Jens Ólafsson, sem rekið hefúr verslanimar Gmndarkjör, hefúr ákveðið að selja allar verslanir sín- ar. Jens var um tíma mjög umsvifa- mikill i matvömverslun á höfúð- borgarsvæðinu. Svo er að sjá, sem hann hafi færst of mikið í fang, því að um helgina var gengið í að selja Gmndarkjörsbúðimar, en þær vom orðnar sex. Meirihluti verslananna var á sínum tíma keyptur á kaup- leigu. Kaup Gmndarkjörs á versluninni í Eddufelli, sem fyrirtækið Vallarás átti, hafa gengið til baka. Vallarás hefúr gert tilboð í verslunina í Garðabæ. Búið er að selja Gmndar- kjörsbúðina við Bræðraborgarstíg, en ekki hefur verið upplýst um kaupandann. Þá hafa verið gerð til- boð í verslanir Gmndarkjörs við Stakkahlíð í Reykjavík og Fum- gmnd í Kópavogi. Verslunin að Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði mun einnig vera til sölu, en ekki er vitað til, að tilboð hafi borist í búðina. Ekki er útséð um, að Gmndarkjör komist hjá gjaldþroti, þrátt fýrir að takist að selja þessar verslanir. -EÓ Söluverð notaðra íbúða í fjölbýlis- húsum í Reykjavík hækkaði í kringum 17,5% milli 3. ársfjórðungs (júli- sept.) 1988 og sama tímabils árið 1989. Þetta ermjög svipuð hækkun og varð á helstu vísitölum á tímabilinu. Verð hækkaði að vísu nokkuð umfram vísitölur í fýrravor, en lækkaði síðan aftur um sumarið og haustið. Má þannig segja, að raunverð fjölbýlis- húsaíbúða hafi staðið í stað að meðal- tali á þcssu eins árs tímabili, sam- kvæmt útreikningum Fasteignamats rikisins. Verð á hvem fermetra á tímabilinu júlí/sept. s.l. var sem hér segir eftir stærð ibúða:_______________________ 1 - 2ja herb. 64.400 kr. 3ja „ 60.600 kr. 4ra „ 58.100 kr. Stærri_____________________58,100 kr. Fermetraverð var að vanda hæst í minnstu íbúðunum, þó munurinn væri minni en stundum áður. Mesta verð- hækkun á fermetra á þessu timabili hefur hins vegar orðið í stærstu íbúð- unum, sem oftast hafa verið nokkru ódýrari hlutfallslega heldur en t.d. 4ra herbergja íbúðir. En í fýrrahaust var verð þeirra það sama á hvem fermetra. Utborgunarhlutfall breyttist ekki um- rætt ár, var áfram í kringum 77% á s.l. hausti. - HEI Matvöruverð lægra á Akranesi og Selfossi en á höfuðborgarsvæði: Sækja sumir vatnið yfir lækinn? Verð á matvörum var almennt aðeins lægra á Akranesi og Sel- fössi heldur en á höfúðborgar- svæðinu á síðastiiðnu hausti, sam- kvæmt yfirgripsmikilli verðkönnun sem þá var gerð af Verðlagsstofri- un. Fólk á þessum stöðum virðist því oft „sækja vatnið yfir lækinn“, stundi það verslunarferðir til Reykjavíkur í þ»eim mæli, sem lesa mátti út úr könnun um það efrii fýr- ir ári eða svo. Verðlag á Akureyri reyndist jafnaðariega hið sama og í Reykjavík og sömuleiðis litiu hærra á Suðumesjum. Magnús Jónsson verslunarstjóri í Vöruhúsi KA á Selfossi kvaðst ekki sjá ástæðu til að halda annað en að verðsamanburður við Reykjavík væri Selfyssingum jafn hagstæður og s.l. haust, ef ekki hagstæðari. Því þessi könnun hefði líklega verið gerð íýrir opnun Bónusmarkaðar KA í nóvem- ber s.l., sem gaf fólki kost á enn lægra verði en áður. Þrátt fýrir það, efast Magnús um, að dregið hafi úr verslun- arferðum „suður". Á hinn bóginn segir hann það aukast, að höfúðstaðarbúar, sem eiga sumar- hús þar eystra, bruni á sumrin beint í sveitina og geri innkaup sín á Selfossi. „Þetta fólk segir það bara afslappandi að koma hingað að versla miðað við i Reykjavík, verðið sé svipað og þjón- ustan síst lakari". Og dæmi vissi hann af hjónum úr þessum hópi, sem komu austur fýrir jólin beinlínis til þess að kaupa jólagjafir fýrir meira en 20 þús.kr. í kaupfélaginu. Þau fúndu þar marga hluti, sem þau höfðu ekki séð fyrir sunnan, sem skýrist af því, að KÁ er i beinum innflutningi. Fyrmefhd könnun Verðlagsstofnunar var mjög umfangsmikil, því hún spannaði yfir 400 tegundir af matar- og drykkjarvörum og hreinlætis- og snyrtivörum. Við úrvinnslu var vörun- um gefið vægi í samræmi við almenna neyslu þeirra, þannig að t.d. 20 kr. verðmunur á fransbrauði skipti marg- falt meira máli en sami verðmunur á dós af lyftidufti, sem margir kaupa kannski einu sinni á ári eða svo. Hér má sjá, hve verðlag á einstökum svæðum og/eða stöðum var miklu hærra eða lægra heldur en meðalverð á höfúðborgarsvæðinu: Vesturland 2,2% hærra Akranes 0,7% lægra Borgames 2,3% hærra Snæfellsn. 3,7% hærra Vestfirðir 6,l%hærra Bolungarv. 5,7% hærra Isafjörður 6,5% hærra Norðurland vestra 2,5% hærra Sauðárkr. 2,7% hærra Norðurland eystra 3,4% hærra Akureyri sama verð Dalvík 1,1% hærra Húsavík 4,8% hærra Melr.slétt. 5,6% hærra Austurland 6,2% hærra Neskauspst. 5,7% hærra Höfh 7,7% hærra Suðurland 3,l%hærra Selfoss 0,3% lægra Vestm.eyj. 4,3% hærra Suðumes 2,3% hærra Kefl./Nj.v. 1,5% hærra Að meðaltali reyndist verðlag utan höfúðborgarsvæðisms 3,8% hærra en á höfúðborgarsvæðinu, kannski að hluta til vegna meiri flutningskostnað- ar. Þessi munur svarar t.d. til þess, að 10.000 kr. helgarinnkaup á höfuð- borgarsvæðinu hafi kostað 10.380 kr. að meðaltali úti á landi. Mestur var munurinn á Höfn, eða sem svarar 770 kr. að meðaltali á 10.000 kr. innkaup- um. Þessar tölur gefa til kynna, að spam- aður geti orðið vafasamur af því að leggja í langferðir til höfúðborgarinn- ar í þeim tilgangi einum að ger: inn- kaup á daglegum nauðs\-' HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.