Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 15
oor Þriöjudagur 8. maí 1990 iiiiirmT >r ■ Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR DOMARAR EKKIIGODRIJEFINGU Landsdómarar í knattspyrnu Dómararnir gengust einnig und- flokka, A og B. A dómarar dæma íeitt í Ijós að knattspyrnudómari sem féllu í prófunum geta tekið reyndust ekki í góðri líkamlegn ;r skríflegt próf. Árangurínn úr því meðal annars leiki í 1. deild karla. hleypur að meðaltali 8-12 km í þau upp á nýtt, þegar þeir hafa æfingu, þegar þeir gengust undir var5 mun hetri, aðeins 1 dómarí Það er athyglisvert að niðurstöður hverjum leik, þannig að það er kynnt sér reglumar betur og bætt þolpróf nú um helgina. Um helm- náði ekki tilskilinni einkunn. þrekprófsins sýna að þorri dómara betra að vera í góðrí æfingu. líkamlega atgervið. ingur þeirra 34 landsdómarar sem er í lítið betri líkamlegri æfingu en þreyttu þolprófið féllu. Landsdómurum er skipt i tvo óhiálfaðir mpnn Tilraunir hafa Þess skal cetið að þeir dómarar Magnús Ver Magnússon á verðlaunapalli í 125 kg flokknum. Þrír sterkustu menn Evrópu i kraftlyftingum. Hjalti „Úrsus“ Árnason ásamt sigurvegara og SÍlfurverðlaunahafa í +125 kg flokki. Tímamyndir María. Körfuknattleikur - NBA-deildin: Boston úr leik Patrick Ewing var hetja New York Knicks á sunnudaginn er liðið lagði Boston Celtics að velli í Boston Garden í 5. leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar. New York liðið hafði ekki unnið sigur á Boston í Boston Garden í 26 leikjum í röð, eða frá 1984. Boston hafði náð forystu í viður- eign liðanna með því að sigra í tveimur fyrstu leikjunum, en leik- menn New York liðsins gáfust ekki upp og tókst að jafna á heimavelli sínum og sigra í fimmta leiknum 121-114. Aðeins tvívegis áður í sögu NBA-deildarinnar hefur lið náð að sigra eftir að hafa verið 2-0 undir í úrslitakeppni, Fort Wayne Pistons árið 1956 og Golden State Warriors 1987. Patrick Ewing fór á kostum f leiknum, skoraði 31 stig, átti 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Charles Oakley skoraði 26 stig og hirti að auki 17 fráköst. Gamla kempan Maurice Cheeks skoraði 21 stig, þar af 17 í síðari hálfleik. Larry Bird var stigahæstur hjá Boston með 31 stig. Knicks höfðu jafnað metin gegn Celtics með stórsigri á föstudag 135-108. New York Knicks mætir Detroit Pistons í undanúrslitum austurdeild- arinnar. Philadelphia ’76ers tryggði sér sig- ur í viðureign sinni gegn Cleveland Cavaliers á laugardaginn með 113-97 sigri. Sixers mæta Chicago Bulls í undanúrslitunum. Phoenix Suns tryggði sér sæti í undanúrslitum vesturdeildarinnar með því að sigra í 5. leik sínum gegn Utah Jazz 104-102 á sunnudag og sigraði 3-2 í viðureigninni. Kevin Johnson skoraði úr stökkskoti frá vítalínunni þegar 0,08 sek. voru til leiksloka. Tom Chambers var stiga- hæstur allra í leiknum, gerði 32 stig fyrir Phoenix. Karl Malone gerði 28 stig fyrir Utah og Thurl Bailey 26 stig. Phoenix mætir Los Angeles Lakers í undanúrslitum vesturdeild- arinnar. Keppni í undanúrslitum deildanna hófst með viðureign Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs í vesturdeildinni í fyrrinótt. Portland tók 1-0 forystu með því að sigra 107-97. BL VIÐSKIPTAVINIR SAMVINNUBANKA Þann 27. apríl síðastliðinn sameinaðist Samvinnubanki Islands hf Landsbanka Islands. Samvinnubankinn mun starfa áfram sem sérstök eining með alla alhliða bankaþjónustu. Viðskiptavinir Samvinnubankans munu áfram njóta persónulegrar og góðrar þjónustu bankans í hvívetna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.