Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 8
8 Tímipn Þriðjudagur 8. maí 1990 Þriðjudagur 8. maí 1990 Tíminn 9 — : £.57, =r Þingmenn Austurlands og samgönguráðherra skoða aðstæður við Hornafjörð: Gáfu grænt kvæmdir til úrbóta á Höfn Þingmenn Austurlands og samgönguráð- herra ásamt tveim starfsmönnum frá Hafha- málastofhun fóru til Homafjarðar til að skoða þær skemmdir, sem orðið hafa á inn- siglingunni í vetur. Gefið var grænt ljós á að hefja þegar framkvæmdir til bráðabirgða, en þær felast í því, að stórum sandpokum verð- ur raðað í eiðið á Suðurfjörutanga, til að flýta fyrir uppbyggingu eiðisins. Fyrir há- degi í gær hafði Tíminn þær fregnir frá Höfn, að vinnuflokkur væri á leið á Suður- fjörutanga til að undirbúa framkvæmdimar. Þingmenn Austurlands, þeir Jón Krist- jánsson, Halldór Asgrímsson sjávarútvegs- ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, Egill Jónsson og Kristinn Pétursson, ásamt Stein- grími J. Sigfússyni samgönguráðherra og tveim mönnum frá Hafnamálastofnun komu til Homafjarðar um 11 leytið á sunnudags- morgun og var þegar haldið með björgunar- bát slysavamardeildarinnar út á Suðurfjöru- tanga. Auk þingmannanna var hluti bæjarstjómar með í for, svo og nokkur þeirra er skipa efstu sæti til sveitarstjómarkosn- inga. Eiðið, sem myndaðist í Suðurfjörutanga í vetur, hefur á undanfömum vikum eitthvað verið að þrengjast og er það nú um 100 metr- ar. Vandkvæði vegna breytinga á innsigling- unni hefur kostað það, að skip heimamanna hafa oftsinnis tekið niðri við komu til hafnar eða orðið að snúa frá. Sem dæmi má nefna, að Homafjarðartogarinn Þórhallur Daníels- son tók þrisvar sinnum niðri fyrir skömmu, þegar skipið var að koma til hafnar og á föstudag þurfti Stokksnesið að landa aflan- um, sem skipið var að koma með að landi á Djúpavogi, þar sem ekki þótti ráðlegt að fara um innsiglinguna á Stokksnesinu vegna grynninga. Aflanum, sem var 95 tonn var síðan ekið til Hafnar til vinnslu, en þessir flutningar kostuðu um hálfa milljón króna. Hins vegar tókst flutningaskipinu Heklu að fara um innsiglinguna á sunnudag og gekk sú ferð vel, enda ristir Heklan ekki jafn djúpt og togaramir. Jón Kristjánsson þingmaður Framsókn- arflokksins á Austurlandi sagði í samtali við Tímann, að skoðunarferðin hafi verið mjög góð og gagnleg, nema hvað veðrið var of gott til að hægt væri að sjá, hvemig verst gerist. Jón sagðist hafa farið út í ósinn fyrir hálfum mánuði síðan og að ljóst væri, að ástandið er mun betra nú en þá. „Þannig að náttúran vinnur þama mikið verk og hleður upp í Suðurljömtangann, en samt er ennþá í honum um 100 metra breytt sund og um það berst sandur inn í ósinn,“ sagði Jón. Hann sagði, að lífsspursmál væri að loka sundinu sem fyrst, þannig að tanginn geti farið að byggjast aftur upp. Jón sagði, að niðurstaðan af fundinum, sem haldinn var með heima- mönnum að skoðunarferðinni lokinni, hafi verið að hlaða sandpokum i eiðið til að að- stoða náttúmna við uppbygginguna, en var- anlegar úrbætur, sagði Jón, væm í skoðun. Jón sagði, að þáttur þingmannanna væri sá, að þeir hafi gefíð vilyrði fyrir að vinna sem kostur er að því, að fá fjármagn til þess er gera þarf. „Hér er um vemlega fjármuni að ræða, en það er líka mikið í húfi,“ sagði Jón. Hann sagði, að það sem gera þyrfti í bráð væri þríþætt, þ.e. fjármögnun bráðaað- gerða á Suðurfjömtanga, fjármagna þá sand- dælingu, sem farið hefur fram og á eflir að fara ffam og að síðustu þurfa Homfirðingar i að fá nýjan og öflugan lóðsbát, að ógleymd- um varanlegum aðgerðum. „Hér er um að ræða miklar og vandasamar framkvæmdir. Við teljum þetta vera á góðri leið og vel unn- Eftir Agnar B. Óskarsson ið að þessu hjá heimamönnum og Vita- og hafnamálastofnuninni,“ sagði Jón. „Þingmennimir og ráðherramir sýndu þessu máli mikinn skilning og við emm hin- ir ánægðustu með viðbrögðin," sagði Stur- laugur Þorsteinsson forseti bæjarstjómar í samtali við Tímann. Mjög gott veður var, þegar þingmennimir vom á staðnum. Að skoðunarferð lokinni var fundur haldinn með þingmönnunum og bæjarstjóm ásamt fleimm. Þar var þeim sýnt myndband af að- stæðum daginn áður en innsiglingarvitinn lagðist á hliðina í síðasta mánuði, en þá mátti sjá, hvemig aldan braut á Suðurfjömtangan- um. Ráðamenn ganga fýlktu liði og kanna aðstæður á Suðurijörutanga á sunnudag. Eins og fram kom hjá Jóni hér að ofan, var ákveðið að gera Homfirðingum kleift að fara strax að vinna að bráðabirgðaúrlausn- um, til að byggja upp eiðið á Suðurfjöm. Pokum fúllum af möl verður hlaðið í eiðið og á það að flýta fyrir og aðstoða náttúmna við að byggja tangann upp á ný. 1 dag er ástandið þannig, að vatnsstraumurinn, sem kemur út úr firðinum, og tekur efnið með sér, dreifist meir, fer annars vegar út um hefðbundna siglingaleið og hins vegar í gegn um skarðið í Suðurfjömtanga. „Straumþung- inn er ekki nógu mikill vegna þessa til að koma efninu alla leið út. Því verðum við að útbúa vamargarð með sandpokunum til að straumurinn geti mtt innsiglinguna almenni- lega,“ sagði Sturlaugur. Hann sagði, að annað verkefhi biði einn- ig úrlausnar, en það væri að kaupa lóðsbát. Sem kunnugt er, sökk Bjami lóðs, í febrúar sl. og fyrir skömmu hvolfdi lóðsbáti, sem tekinn hafði verið á leigu. „Við þurfum að fara í þá ffamkvæmd á þessu ári. Síðustu vikur höfúm við verið að gera forkönnun á lóðsbát, sem við þurfúm á að halda og hent- ar okkur. Við eigum von á að geta undirskrif- að samning um smíði slíks báts á næstu vik- um,“ sagði Sturlaugur. Sanddæluskipið Perlan hefúr verið við dælingu í innsigling- unni um nokkurra vikna skeið. Sturlaugur sagði, að þeir hafi ekki verið búnir að ganga frá fjárveitingum til þess verkefnis endan- lega, þar sem bæst hafi við magn, sem dæla þurfti upp. „Þessu máli var sýndur mikill skilningur eins og öðmm, þannig að við get- um haldið skipinu eitthvað aðeins lengur, vegna öryggisástæðna," sagði Sturlaugur. I þriðja lagi þarf að koma upp nýjum innsigl- ingarvita í stað þess, sem féll um koll skömmu fyrir páska. Þá var einnig skoðað, hvaða varanlegu úrbætur þurfi að framkvæma á Suðurfjör- unni, svo sama sagan endurtaki sig ekki frá því í vetur, en grjóthleðsla er talin helsta leiðin, en viðamikil og kostnaðarsöm. „Aðal kostnaðurinn felst í þessum aðgerðum, en ég geri ráð fyrir, að endanleg afstaða til þeirra mála verði tekin síðar,“ sagði Sturlaugur. Hafnamálastofnun mun hanna varanlegu aðgerðimar og þær síðan kynntar heimamönnum. Sturlaugur sagðist gjaman vilja sjá, að hafist yrði handa við þær aðgerðir á þessu ári. „Við höfúm átt einstaklega gott samstarf við Hafnamála- stofhun og þeir verið vakandi yfir okkar málum og sýnt mikinn skilning á þeim vandamálum, sem komið hafa upp hjá okk- ur,“ sagði Sturlaugur. Akveðið var að flýta rannsóknaráætlun, sem þegar er hafin, hún miðar að því að skoða þær sérstöku aðstæður, sem í ósnum em, svo sem straumana og sandflutningana. En eitt þeirra vandamála, sem Homfirðingar hafa þurft að glíma við, er færsla Austur- fjömtanga, sem gengur inni í innsiglinguna og færist til eftir árstíðum. Rannsóknaráætl- unin beinist m.a. að því að finna lausn á þessu og hvort hægt sé að finna eitthvert jafnvægi, svo tanginn hætti að færast til. Niðurstöður áætlunarinnar verða jafnframt Tlmamynd: Svorrlr A. notaðar við gerð varanlegra úrbóta við inn- siglinguna. Segja má, að upphaf þessarar rannsókn- aráætlunar verði viðamikil ráðstefna, sem haldin verður á Höfn 8. og 9. júní, um nátt- úmfar í Homafirði. Þeir, sem sækja ráðstefn- una verða jarðfræðingar, vatnafræðingar, jöklafræðingar og verkfræðinga ffá Hafiia- málastofnun, auk skipstjóra bæði ffá Höfn og skipstjóra fraktflutningaskipa. „Við vit- um, að þau skoðanaskipti, sem ffam fara á ráðstefnunni, verður gott veganesti við upp- haf rannsóknaráætlunarinnar," sagði Stur- laugur. — V'- 'V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.