Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 4
HELGIN Laugardagur 12. maí 1990 Eldhuginn verið að hið nýja blað fylgdi líkri landsmálastefhu og Austri hafði gert, að það styddi endurskoðunar- stefnu Benedikts Sveinssonar og Skúla Thoroddsens og fylgdi Zölbers — grúppunni. Hefur verið talið að Skúli hafi bent þeim Seyð- firðingunum á Þorstein, sennilega sumarið er hann var á landinu í fomleifaleiðangri sínum. En bráðlega tók Þorsteinn upp nýja þjóðmálastefnu, hvort sem það nú hefúr verið með vilja eig- enda blaðsins eða ekki. En Þor- steinn var mjög sjálfstæður ritstjóri og virðist sem honum hafi verið í sjálfsvald sett hvaða þjóðmála- stefnu hann fylgdi, bara ef hann héldi út góðu og vel rituðu bæjar- og héraðsblaði. Gerðist Þorsteinn Valtýingur af mjög eðlilegum ástæðum, þar sem hann var einn allra nánasti persónulegur vinur dr. Valtýs Guðmundssonar. Og meira en það, hann gerðist sá Iangramm- asti og öfgafengnasti Valtýingur á öllu landinu. Varð þetta til þess að andstæðingunum þótti sem ekki mætti við svo búið standa. Var því blásið lífi á ný í gamla Austra og tók Skafti upp kergjuna á móti Þor- steini næstu árin. Hin danska kona Þorsteins kom með honum til Seyðisfjarðar. En hún festi þar ekki yndi og ef til vill hefur ástin verið orðin lítil. Að ári liðnu sneri hún til síns heima á ný. Sósíalismi og verkalýðsfélag í Bjarka hélt Þorsteinn áfram að flytja boðskap sinn um þjóðfé- lagslega byltingu — að vísu von- aði hann að sú bylting yrði ekki blóðug, og nú var hún ekki lengur flutt í ljóðum, heldur í flatara máli blaðagreinarinnar. En hér gafst honum tækifæri til að leiða raun- hæfar hugmyndir um sósíalisma og stofhun verkalýðsfélaga inn í íslenskt þjóðlíf með því að flytja fyrstu fréttir af verkfallabaráttu er- lendis og draga ályktanir af henni inn á íslenskt svið. Þannig gerðist hann einn alfyrsti forgöngumaður íslenskrar verkalýðshreyfmgar. Og ekki stóð á árangrinum: Næsta vor var tilkynnt í Bjarka að hinn 1. maí tæki til starfa „Verkamannafélag Seyðisfjarð- ar“. Félagið hafði samið við vinnuveitendur „án þess að beita neinni nauðung." í samningunum var reynt að búa svo um hnútana að báðum væri hagur að því, vinnuveitendum séð fyrir stöðug- um vinnukrafti og séð um að vinnulaunin yrðu ekki skrúfúð upp fyrir einstökum kaupmönn- um. Var sagt að 60 — 70 verka- menn væru aðilar að þessum samningi. Þetta var fyrsta tilraun- in, enda stóð hún ekki lengi. Hún fór út um þúfur þegar harðnaði í ári, fVamboðið á vinnuafli varð of mikið og kaupið lækkaði. Garðarsfélagiö Sjálfum þótti Þorsteinni kjör sín ekki allt of góð og til þess að drýgja tekjumar fór hann sem fyrr að stunda tungumálakennslu í einkatímum og annast ýmiss kon- ar skrifstofúrstörf. En bráðlega þurfli hann ekki að lúta að svo lágu brauðstriti, því nú byrjuðu miklir umrótstímar á Seyðisfirði og nýsköpun hóf innreið sína í kaupstaðinn. Hið volduga Garðarsfélag var stofnað. Það var í rauninni alútlent félag. Innborgað fé sem nam 800 þúsund krónum kom frá Englandi og Hollandi. Eigendur þess voru útgerðarmenn og fjármagnsmenn í þessum löndum, sem horfðu öf- undaraugum á íslensku fiskimið- in. En þar sem erlendur rekstur var ólöglegur samkvæmt íslenskum lögum þurftu þeir leppa fyrir sig í stjóm félagsins, fimm menn bú- setta á Seyðisfirði. Og þessir um- boðsmenn þeirra, sem leiddu hið erlenda fjármagn í bæinn vom ein- mitt vinir Þorsteins, þeir Hansen konsúll og Stefán Th. Jónsson. Og það má sjá hve vinsæll Þorsteinn var hjá þessum hermrn að hann varð einn þeirra sem tóku sæti í stjóminni. Enginn lagði fram neitt hlutafé nema Hansen konsúll, sem lagði fram nokkra upphæð. Hinum vom gefin nokkur hlutabréf, svo þeir gætu verið stjómarmeðlimir — leppar. „Hann hoppaði og grenjaði af heift og stóla- skriflin á kon- tórnum dönsuðu utan um karlinn “ Síðan kom Hollendingur að nafni Herrmann til bæjarins. Hann var framkvæmdastjóri Garðars og hófust nú stórfenglegar fram- kvæmdir í bænum. Heil ný haf- skipabryggja var byggð fyrir pen- inga félagsins, fiskaðgerðarhús og íshús og ístaka skipulögð. Margs konar geymsluhús vom reist, kolabirgðastöð og íbúðarhús spruttu upp eins og gorkúlur. Það var glatt yfir Seyðfirðingum haustið 1899, þegar þessar fram- kvæmdir stóðu sem hæst. Að vísu minnist Austri ekki einu orði á þessa stórviðburði, en Bjarki Þor- steins Erlingssonar greinir frá tíð- indunum í hrifningartón. Þorsteinn virðist hafa unað því vel að vera nú orðinn „stórkapital- isti“. Öllum fjárhagsáhyggjum var létt af blaðaútgáfú hans, laun hans hækkuð og ráðinn aðstoðarrit- stjóri, sem var Þorsteinn Gíslason. Ný viðhorf Um leið og Þorsteinn Erlingsson var orðinn slíkur mektarmaður brá svo við að þjóðfélagsviðhorf skáldsins tóku skyndilegri breyt- ingu. Af greinum í Bjarka má ráða að glóð byltingarmannsins í hon- um hefur kólnað. Þar má nú lesa gagnrýni á kenningar Marx og rök leidd að því að auðsöfnun, sem sagt hafi verið að sygi blóð verka- mannsins, geti þvert á móti fært honum nýtt lífsafl. Eftir allar hinar miklu byggingar og undirbúningsffamkvæmdir á Seyðisfirði hófst atvinnurekstur Garðarsfélagsins með því að þangað komu tveir gufútogarar og átta skútur, sem hófu veiðar. Enn- þá fleiri fiskiskip höfðu verið keypt erlendis, sem áttu smám saman að koma til íslands og bæt- ast í flotann til þátttöku í þessari stórútgerð. En þá gerðist það eftir aðeins fárra mánaða rekstur, að öll þessi risavaxna spilaborg hrundi. Fjár- skortur, ágengni og græðgi og loks algjört ósamlyndi í félaginu — allt bar hér að sama brunni. Herr- mann ffamkvæmdastjóri var rek- inn ffá störfum og Þorsteinn ráð- inn í millibilsástandi sem trollara- eða útgerðarstjóri. En það var skammt til endalokanna. Skafti gamli, ritstjóri Austra, notaði tækifærið og hóf atlögu að Þor- steini með sínu grófa og miskunn- arlausa orðbragði: .Alþýðu er það fullkunnugt hver hefur betri málstað í þessari deilu, Austri, sem málgagn útvegsbænda og innlendrar sjósóknar eða botn- verpinga — málgagnið Bjarki og „trollara" stjóri Þorsteinn Erlings- son, hinn launaði embættismaður þessara hættulegu mótgangs- manna hins íslenska sjávarút- vegs...Hætt er við að Actíumar í Bjarka falli nú enn ofan úr þeim 50 aurum er þær stóðu í hér í bæn- um fyrir skemmstu, og þá hafði Fljótshlíðarskáldið þó ekki ófrægt blað sitt með versta sorpinu og leirburðinum, er mesta óorðinu kom á blaðræfil þennan.“ Til Bfldudals Við árslok 1900 birtist eins konar yfirlitsgrein í Bjarka um ástandið á Seyðisfirði og segir þar m.a.: „Atvinnuleysi er nú að kalla má yfir allt. Erfiðismenn Iiggja heima niðurlútir og daufir og hafa ekkert að starfa. Kuldi og hryðjur herða að, svo kol og steinolíu þarf að kaupa auk hins venjulega matar- forða, og allt verður að taka af því litla sem eftir er af sumarkaupinu, eða þá upp á krít, sem erfitt er að fá.“ Þorsteinn var nú að kveðja Seyð- isfjörð. Hann hafði ráðið sig vest- ur á firði sem ritstjóri að nýju blaði, sem Pétur Thorsteinsson var að hefja útgáfu á. Blaðið var kall- að Amfirðingur. Það átti vísast að koma í stað Þjóðviljans, sem Skúli var að flytja suður á Bessastaði. En það varð aldrei neitt baráttu- blað. Allur baráttukraftur virtist horfmn úr Þorsteini Erlingssyni, byltingareldurinn slokknaður. Hann fékk varla gert upp við sig hveijum hann ætti að fylgja í kosningum þeim sem vom háðar um Valtýsku eða heimastjóm. Hann virtist hafa andstyggð á stjómmálum. Svo gafst hann upp á útgáfu Am- firðings og fluttist suður til Reykjavíkur. Hann fór aftur að lifa á kennslu og skáldastyrk frá Al- þingi, en fannst hann þola eilífa niðmn og óvirðingu þegar þingið var sífellt að rífast um verðleika hans sem skálds, hvort han ætti skilið nokkum skáldastyrk, þar sem hann væri að mestu hættur að yrkja, eða hvort hann ætti að vera hærri eða lægri en eitthvert annað skáldið. Stúlka úr Hreppunum Þorsteinn var roðinn 43ja ára er hér var komið sögu. Og nú tók hann saman við nýja konu, stúlku sem var tuttugu ámm yngri en hann, og hún gaf honum heimili, böm, takmarkalausa ást, umönnun og aðdáun. Hún hét Guðrún Jóns- dóttir og var ættuð austan úr Hreppum. Þar hafði hún verið kaupakona 17 ára gömul að Tungufelli, er hann hafði komið þangað í fomleifaleiðangri sínum. Og það var hún sem sótti Þorstein. Hún frétti af því að hann sæti ein- mana og vonsvikinn á Seyðisfirði, skáld í nauð, og hún gerðist svo djörf að skrifa honum bréf og Þor- steinn svaraði henni um hæl í ljóði. Hann var ástfanginn eins og ung- lingur. Fyrst fór Guðrún með hon- um vestur á Bíldudal og síðan fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu fyrst að Laufásvegi 3, en síðan uppi í Þingholtsstræti. Sitthvað mætti enn rekja um feril hans, en hér verður látið staðar numið, enda drepið á flest hið merkasta á æviferli hans. Við samningu ágrips þessa höfúm við stuðst við frásögn Þorsteins Thor- arensen í bók hans „Eldur í æð- um“. Þangað er þeim bent sem vildu lesa nánar um Þorstein og einnig á ævisögu han° ' t Bjama Benediktssona frá Hoacigí. Lögrelgumenn lumbra á óeirðaseggjum á götu f Lundúnum. Ofbeldið erað taka völdin Hið gamla ríki jafnvægis og öryggis, Bretland, er á barmi upp- lausnar vegna athafnasemi ofbeldisafla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.