Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 10
HELGIN Laugardagur 12. maí 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL ibrotsþióf myrtu sofand i sjúkling Öll morð eru hörmuleg en þetta enn hörmu- legra vegna aðstæðna. Konan hafði barist hetjulega við sjúkdóm í áratug og var á góð- um batavegi þegar hún féll fýrir hendi manna sem komu til að ræna eigum hennar. —Þau cra útvalin fómarlömb, segir þrautreyndur glæpalögreglu- maður. —Þetta er eins og í frum- skóginum. Hugboð segir kjötætunum hvaða fómarlömb cra auðveld bráð. Þau geta ekki hlaupið eða barist, að- eins legið þar sem þau era. Fómar- lambið er dauðadæmt frá upphafi. Annar lögreglumaður kennir ein- angran og tortryggni um hversu lítils mannslíf era metin. —Af cinhverjum ástæðum búa fjölmargar konur einar og glæpamenn eiga næsta greiðan aðgang að þeim ef þeim sýnist svo. Margar þessara kvenna era ekki við sem besta heilsu og sumar nánast ósjálfbjarga. Nágrannar reyna oft að líta til með þeim en það hrekkur oft- ast skammt. Ef karlmaður byggi í húsinu myndi árásarmaður hugsa sig um tvisvar en þegar hann veit að fómarlambið býr eitt þá telur hann áhættuna enga. Þegar dagur rann þann 18. júlí 1989 yfir St. James á Long Island töldu íbúar þar sig enn lifa utan við frumskógalögmálið. St. James er borgarhverfi með fallegum húsum og þar era glæpir svo sjaldgæfir að íbúar hafa sjaldnast fyrir því að læsa að sér er þeir ganga til náða og dettur ekki í hug að neitt illt geti gerst. Nágrannar hinnar 35 ára Leu Greene höfðu aldrei hugsað um þann möguleika að samviskusama hjúkr- unarkonan félli fyrir hendi ofbeldis- manna. Það er vinir og ættingjar höfðu áhyggjur af var hetjuleg bar- átta hennar við lífshættulegan sjúk- dóm sem lagðist á æðakerfið. Sjúk- dómurinn hafði uppgötvast fyrir rúmum áratug og síðan hafði Lea oft- ar en einu sinni staðið við dauðans dyr og var, þegar hér var komið sögu, með hressara móti. Hún var jafnvel farin að íhuga að hefja störf að nýju við sjúkrahúsið í Smithstown á Long Island en hún hafði orðið að hætta störfum þar vegna veikindanna. I erfiðleikum sínum var Lea gott fordæmi um hvemig líkamlega sjúkt fólk getur hjálpað öðram. Þrátt fyrir öll þau óþægindi sem sjúkdómnum fylgdu hélt Lea sjálfstæði sínu. Hún vildi búa ein og sjá um sín mál sjálf. Ibúð hennar var á jarðhæð í snotru húsi og með sérinngangi. Fram eftir morgni urðu nágrann- ar ekki varir við að neitt væri með óvenjulegaum hætti f húsinu. Ekkert hafði vakið athygli neins, enginn heyrðist hljóða, enginn heyrði átök og ekkert benti til að neitt hefði farið úrskeiðis í mjög svo snyrtilegri íbúð Leu Grcene. Ef til vill hefði það ekki komið í ljós fyrr en undir kvöldið ef árrisull granni hefði ekki ákveðið að fara út að ganga til að lenda ekki í versta hitanum þegar sólin væri kom- in hærra á loft. Grunsamlegt athæfi Hann fór að heiman frá sér laust fyrir hálfátta og varð bráðlega var við nokkuð sem kom illa heim og saman við morgunannir í þessu rólega hverfi. Hann sá tvo unga og sterklega byggða menn vera að hlaða alls kyns heimilismunum í gráan fólksbíl. Granninn kannaðist ekkert við pilt- ana og þegar í stað hvarflaði sitthvað misjafnt að honum. Bíllinn ók frá gangstéttarbrúninni og hvarf eftir götunni og granninn hélt áfram göngu sinni. Þegar hann kom á móts við húsið þar sem Lea Greene bjó, fylltist hann kvíðatilfinningu og neyddi sjálfan sig til að ganga að dyr- unum og athu'ga þær. Þegar hann sá að rifa var milli stafs og hurðar fékk hann nánast raflost. Sá illhugur sem sest hafði að honum við að sjá menn- ina og sú grafarþögn sem ríkti þama nægði til þess að maðurinn ákvað að hafast ekki frekar að einn síns liðs. I staðinn fór hann á skrifstofú í næsta húsi þar sem starfsmaður var kominn til vinnu og sagði honum frá kvíða sínum. Þeir fóru síðan báðir heim til Leu og inn. Það sem þeir fundu í svefnherberginu sannfærði þá strax um að ekkert lífsmark var í íbúðinni nema með þeim sjálfum. Klukkan var níu þegar fyrstu lögreglumennimir komu á vettvang eftir að mennimir tveir höfðu hringt í neyðarsímann. Lea Greene lá í rúm- inu og blóð gusaðist enn úr hnífs- stungu á hálsi hennar. Þegar fféttin barst út tóku frétta- menn að flykkjast að en talsmaður lögreglunnar, Randy Jaret, gat ekki gefið aðrar upplýsingar að svo stöddu en að kona hefði látist. Ekkert var sagt um dánarorsökina annað en að lögreglan rannsakaði málið sem morðmál. Seinna um morguninn tilkynnti Kevin Cronin lögregluforingi að aug- ljóslega væri um morð að ræða en vildi ekki segja frá neinum smáatrið- um. Ekkert benti til kynferðisglæps eða innbrots enda sváfú íbúar þama iðulega fyrir ólæstum dyrum. —Við höllumst að því að þjófar hafi verið á ferli og farið bara inn í eitthvert hús í St. James. Meðan tæknimenn fínkembdu íbúðina í leit að mögulegum sönnun- argögnum, ræddu lögreglumenn við nágranna í leit að vísbendingum um eitthvað óvenjulegt. Sú besta fram til þessa var frá nágrannanum sem séð hafði piltana og gráa bílinn. Þótt maðurinn hefði ekki tekið eftir skrán- ingamúmeri bílsins gat hann lýst honum vel. Þetta var Chevro- let—fólksbíll, tveggja dyra með tvö- faldri, rauðri rönd á vélarhlífinni og skottlokinu. Send var út beiðni til allra umferðarlögreglumanna um að hafa augun opin og leita að svona bíl. DanielToal, 19ára, varvinurLyd- ons frá bamæsku. Nú var hann meðsekur um morð, innbrot og rán. Thomas Lydon, 21 árs, var drykkjumaður og auðnuleysingi en ekki þekktur að ofbeldi. Skyndilega varð hann þó morðingi. „Eg er óheppin manneskja“ Mikill harmur var kveðinn að öllum sem þekkt höfðu Leu Greene og fylgst með hetjulegri baráttu hennar við sjúkdóminn illræmda og höfðu kynnst bjartsýni hennar og óþrjótandi lífsvilja. Einn vina hennar rifjaði upp þau orð hennar að hún væri ,æaeð eindæmum óheppin manneskja". Síðdegis sama dag sá árvökull umferðarlögreglumaður bíl sem lýs- ingin gat átt við. Hann stóð við bens- ínstöð ekki ýkja langt frá morðstaðn- um. Lögreglumaðurinn var einn á ferð en afréð samt að athuga bílinn og þá sem í honum vora nánar. Skömmu síðar kom í ljós að þeir hétu Thomas Lydon, 21 árs, og Daniel Toal, 19 ára, báðir til heimilis á Long Island. Eftir nokkrar spumingar lög- reglumannsins á bensínstöðinni, kall- aði hann á aðstoð og félagamir vora handteknir rétt á eftir og ákærðir fyr- ir morðið. Það eina sem lögreglan sagði fréttamönnum þá var að þeir væra báðir atvinnulausir. Að líkind- um hefðu þeir ákveðið að fara inn til að ræna en ákveðið að Lea yrði að deyja til að bera ekki kennsl á þá, þótt hún hefði ekki einu sinni vaknað. Hún var myrt í svefni. Eftir yfirheyrslur yfir félögunum var tilkynnt að Lea hefði verið myrt með hnífi Lydons, hann fannst síðar á túnbletti á svæðinu. Það sem þeir tóku í ibúðinni vora hljómflutnings- tæki, myndbandstæki, skartgripir, þráðlaus sími og örbylgjuofn. Þeir höfðu leitað vandlega í hverjum krók og kima og farið sér að engu óðslega á staðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.