Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. maí 1990 HELGIN 19 Sakharov- hjónin með einum leiðtoga andófshóps gyðinga.Vladimir Slepak. bera sinn þunga farangur yfir í aðra lest, sem flutti hana til miðborgar Moskvu. Vegna ákafra hjartaverkja varð hún að setjast niður hvað eftir annað, en hún rak sjálfa sig áfram. Hún féll næstum í yfirlið á leið yfir brú, sem lá yfir jámbrautarteinana, en ungur maður kom og studdi hana það sem eftir var. Ég er viss um að þetta atvik hefur orðið orsök þess hve heilsu hennar hrakaði næstu mánuð- ina. Loks lauk ég ritun minninga minna þann 15. febrúar 1983 — á sextugsaf- mæli konu minnar. Það er aðeins henni að þakka að það tókst og að þær munu verða gefnar út. Sakharov Óvandaðri meðulum beitt Nokkrum dögum síðar ókum við inn í borgina og námum staðar hjá ánni. Luisa gekk út á jámbrautarstöð að kaupa farmiða til Moskvu. Ég beið í bílnum og geymdi pokann að vanda á bak við ffamsætið. Klukkan var íjög- ur e.h. og enn bjart. Maður einn, um það bil 35 ára gamall, dökkur yfirlit- um og með hrokkið hár, gekk til mín, leit inn í bílinn og spurði: „Þú ert með Moskvunúmer. Értu á leið til Moskvu?" Ég sagði honum að ég væri aðeins á leið til Shcherbinka. Ég man ekki hvað nú gerðist. Það sem ég næst man er að einhver var að draga pokann út um glugga á bílnum (ég man ekki hvort það var ffam- eða afturglugginn). Ég reyndi að komast út, en fann ekki hurðarhúninn. Loks komst ég samt út og sá þá þijár konur rétt hjá og ein hélt á tösku, sem liktist læknatösku. „Veistu að þeir bmtu hjá þér gluggann?“ spurðu þær. Afturglugginn var brotinn, en ég hafði ekkert heyrt. Ég held að ég hafi verið svæfður eitt andartak með eitur- lofti. Ég hef engar beinar sannanir fyrir því, en það var undarleg lykt í bílnum, sem minnti á rotnaða ávexti. Það er eina skýringin sem ég hef á því að ég man ekkert dálitla stund og heyrði ekki er glugginn var brotinn. Konumar stóðu þama enn og ein sagði: „Við kölluðum á lögregluna. Þeir em á leiðinni.“ Ég held að konunum hafi verið kom- ið þama fyrir. Ein þeirra hlýtur að hafa verið læknir og hinar líklega hjúkrunarkonur og hafa þær átt að hjálpa mér, ef ég hefði beðið skaða af eitrinu. Þær sögðu ósatt um lögregl- una og gengu burt, áður en ég gat beðið þær um að gerast vitni. Enn hóf ég að skrifa minningar mín- ar. Ég neyddist til að treysta á minnið, þar sem ég hafði ekki við hendina þær um það bil 200 síður, sem ég ætlaði að nota við hreinskriftina. Afrit af fyrsta hluta handritsins barst mér ffá Ameríku í april 1983, en flutningur á þessu efni var stopull og ótryggur. Um það bil þriðjungur þess er Effem sendi mér komst aldrei til mín og ég gat aldrei verið viss um að endurskoð- aða gerðin kæmist til hans. Það bætti enn á áhyggjumar að Lu- isa lagði sig í mikla hættu. En ég hélt áffam að senda kafla og kafla í trausti þess að þeir mundu sjálfkrafa falla saman við það sem geymt var í Am- eríku. Þann 6. desember tók Luisa hluta af minningunum með sér í lestinni til Moskvu. Nokkrum dögum áður hafði hún fengið mikinn hjartaverk, en ferð- inni varð ekki frestað. Þegar lestin kom til Moskvu um klukkan sjö að moigni komu tveir leynilögreglumenn inn í klefann hennar. Þeir voru að sækja Luisu. Hún fékk þeim þegar handritin í þeirri trú að þeir væm á höttunum eft- ir þeim. Hún vonaði að þar með létu þeir kyrrt liggja, en yfirheyrslumar stóðu í þijá tíma og m.a. var hún færð úr hverri spjör. Þá hafði lestinni verið ekið inn á hliðarspor og hún varð að Húsbréf Einföld og örugg fasteignaviðskipti Nú stendur húsbréfakerfið öllum opið við kaup og sölu notaðra íbúða. Með þessum nýja valkosti á að aukast öryggi bæði kaupenda og seljenda, jafnframt því sem stuttur afgreiðslutími og hátt langtímalán á einum stað mun koma báðum aðilum til góða. ítarlegt kynningarefni um húsbréfakerfið liggur frammi hjá fasteignasölum um land allt og í afgreiðslu Húsnæðisstofnunar. Tilvonandi íbúðakaupendur: Byrjið á að sækja um umsögn ráðgjafastöðvar, áður en þið takið nokkrar skuldbindandi ákvarðanir á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt öryggisatriði fyrir bæði kaupendur og seljendur og algjört skilyrði fyrir íbúðar- kaupum í húsbréfakerfinu. Kynningarmynd um húsbréfakerfið verður sýnd í ríkissjónvarpinu mánudaginn 21. maí kl. 22.45. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 696900 Húsbréfaviðskipti grundvallast á því að tilvonandi kaupandi hafi í höndum umsögn ráðgjafastöðvar um greiðslugetu sína. Án hennar er hvorki hægt að gera kauptilboð né fá íbúð metna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.