Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 12
Reynsluakstur í byggð og óbyggðum: 22 HELGIN Laugardagur 19. maí 1990 Isuzu Sportscab er afbragðs malarvegabíll með drífi á öllum. Bæði er hann mjúkur og fremur hljóðlátur, en auk þess liggur hann mjög vel á vegi. Hann er einnig fáanlegur með fullu fimm manna húsi og þá femra dyra. sem mér hafði sýnst, nánast sá sami, enda var bíllinn ósköp svip- aður og Trooperinn í akstri, þar sem vegur var sléttur undir. A Hellu sáum við ástæðuna: Framdemparamir undir pallbílnum voru miklu grennri en undir Troo- pemum, greinilega einvirkir vesal- ingar. Það ætti því að vera lítið mál að breyta því og gefa bílnum þann- ig aksturseiginleika sem em með því besta sem gerist í þessari gerð bíla, og síst verri en aksturseigin- leikar Troopersins. Mér skilst raun- ar að þeir bílar sem Jötunn flytur sjálfur inn séu með góðum tvívirk- um dempumm, en þessi tiltekni bíll var frá General Motors í Belgíu. Frá Hellu var ekið í Þórsmörk og þegar út á malarvegi var komið brá svo við að pallbíllinn var alveg ágætur og lá svo vel að það liggur við að maður treysti sér til að ná langt í Ljómarallinu á honum eins og hann kemur íyrir. Hann var skemmtilega mátulega yfirstýrður og óð gegnum beygjumar eins og ekkert og stakk Danina af á Troo- pemnum. Þótt pallbíllinn sé þrátt fyrir allt hálfgerður vömbíll og með tóman pall í ofanálag, þá fannst ekkert fýrir því. Hann rann yfir hol- umar og gijótið og plægði sig gegn- um krappar beygjumar eins og best varð á kosið. Bíllinn var einfaldlega lygilega góður á malarvegum og hefði hann haft góða framdempara hefði hann verið nánast hinn fúll- komni malarvegabíll, þrátt fyrir að dekkin sem hann var á væm bæði hörð, hávaðasöm, jysu grjóti og aur og væm í það heila tekið heldur leiðinleg. Þá stóðu ámar á leiðinni í Þórsmörk ekki fyrir vagninum og yfír Krossá öslaði hann þótt hann flyti aðeins upp þar sem dýpst var. Ekki kom dropi af vatni inn í hann. Isuzu pallbflamir em byggðir sam- kvæmt sömu formúlu og t.d. Toyota Hilux og fleiri slíkir. Þessi tegund bíla hefúr orðið mjög vinsæl hér á landi, ekki að ófyrirsynju, enda til margra hluta nytsamlegir og sterkir. Eftir kynni mín af Isuzuafbrigði þessa byggingastíls bíla get ég vel hugsað mér að aka sjálfur á slíkum bíl svona hversdags, enda er verðið, eftir því sem i fljótu bragði sýnist, það besta sem gerist. Pallbíllinn með sætum fýrir fimm manns og femar dyr kostar það sama og vin- sæll smájeppi þannig að hér fær maður bókstaflega pallinn í kaup- bæti auk þess að eignast þægilegan einka-, vinnu- og ferðabíl. —-Stefán Ásgrímsson Góður á mölinni Undanfarnar vikur hefur General Motors í samstarfi við umboðsaðila sinn hér á landi, Jötun, verið að kynna evrópskum bílablaða- mönnum fjórhjóladrifna Isuzubíla hér á ís- landi. Síðasti hópur erlendu blaðamann- anna varfrá Danmörku og í vikunni óku þeir um Suðurland á 7 bílum af Isuzugerð. Auk Dananna tóku tveir íslenskir blaðamenn þátt í reynsluakstrinum; Sigurður Hreiðar frá DV og undinitaður. Bílamir vom Trooper jeppar, bæði stuttir og langir, og fjórhjóla- drifnir pallbílar, bæði með fullu fimm manna húsi og femra dyra, en einnig með stuttu húsi með litlu og þröngu hálfgerðu hundasæti aftan við framsætin, svokallaður Sportscab. Pallbílamir vom jafn- langir milli hjóla. Munurinn á þeim felst í því að pallamir og húsin em með sínu hvom mótinu. Trooper jeppamir vom allir af nýj- ustu og vönduðustu gerð með 2,8 lítra dísilvélum, afgasþjöppu og millikæli, fimm gíra gírkassa og læsúi mismunadrifi að aftan. Gíra- hlutfollin í Troopemnum em 1. gír, 1:3,767, 2, gír er 1:2,314, 3. gír, 1:1,404, 4. gír er 1:1 og 5. gír er 1:0,809. Pallbílamir era einnig allir með læstu drifi en heldur minni vélar en jeppamir, eða með 2,5 lítra sprengirými og án afgasþjöppu og millikælis. Jafnffamt vom önnur hlutfoll í gírkössum pallbílanna. 1. gír hcfur hlutfallið 1:3,785,2. gír er 1:2,171,2. gír er 1:413,4. gírer 1:1 og 5. er 1:0,855 Það fannst vissulega á vinnslunni. Hún var hins vegar langt frá því neitt til að kvarta yfir og pallbílam- ir vom um margt svipaðir og jepp- amir í akstri. Einn umtalsverður munur var þó þar á, sem bráðnauð- synlegt hlýtur að verða að bæta úr, enda sáraeinfalt og kostar lítið, en nánar um það síðar. Það skal tekið frarn að bílamir all- ir vom hinir ágætustu akstursbílar og jcppamir sérlega þægilegir og smekklcga innréttaðir á allan hátt. Við ókum af ið í bitið á þriðju- dagsmorgninum áleiðis austur á Hellu og það kom í minn hlut að aka Trooper af lengri gerðinni fyrsta kastið. Eftir að dísilvélin hafði náð fúllum vinnsluhita var hún afar þýðgeng þótt fjögurra strokka væri. Utan við bílinn heyr- ist vissulega að það er dísill í véla- salnum. Það er hins vegar vart heyranlegt inni í bílnum enda er hann mjög vel hljóðeinangraður. Bíllinn hefúr ágætis kraft og líkist einna helst góðum fólksbíl í akstri. Vinnslan var slík að brekkan við Litlu kaffistofúna dró ekki niður í Troopemum þótt ekið væri í fimmta gír og vélin látin snúast um 2500 snúninga. Ég nefhi ekki hér hvaða tala stóð á hraðamælinum. Diskahemlar em á öllum hjólum, heill afturöxull en sjálfstæð fjöðrun á ffamhjólunum og vökvastýri á bæði pallbílum og jeppum. Heml- amir em hæfilega léttir og láta auð- veldlega að stjóm, engar óvæntar uppákomur þar. Þeir em allir ágætir í stýri og rásfastir og sjálfstæða fjöðranin að framan skilar sér í því að bílamir em ekkert jeppa- eða tmkkalegir í akstri heldur eins og ég sagði áður - góðir fólksbílar. Þetta á einnig við um pallbílana - með áðumefndri undantekningu sem nánar verður komið að hér á eftir. I Ölfúsinu og undir Ingólfsfjalli er vegurinn ansi öldóttur en Trooper- inn var ekkert að láta það bitna á ökumanni heldur leið hann yfir ójöfhumar eins og ekkert væri. Á Selfossi skiptum við Sigurður Hreiðar um farkosti. „Hann er ansi Sportscab er fáanlegur með mismunandi vönduðum innrétt- ingum. Þannig er hægt að velja um heilan sætisbekk að amer- ískum hætti, eða aðskilda stóla. Óhætt er hér að mæla með stól- unum. Lítið hundasæti er aftan við aðalsætin, en í bílnum með stóra húsinu er sætið hins vegar eins og í venjulegum fólksbfl- um. Pallurinn er þá styttrí í þeirri útfærslu, sem nemur umfram- lengd stóra hússins. trukkalegur og hálfþreytandi hvem- ig hann lyftir sér eins og skip í öld- um,“ sagði Sigurður þegar hann rétti mér Iyklana að pallbílnum. Pallbíllinn var með fimm manna húsi og að innan var hann talsvert ólíkur Troopemum sem er allur afar stássstofúlegur. Allt var hér líkara vinnuherbergi þegar litast var um undir stýri. Fyrirkomulag allra takka er með öðrum hætti. Þannig em fjölmargir takkar, hver fyrir sína stillingu á rúðuþurrkum og - pissi hægra megin við stórt og gott mælaborð með stómm snúnings- hraðamæli og hraðamæli auk minni mæla sem sýna smurþrýsting, vél- arhita, eldsneytismagn og hleðsl- ustig rafgeymis. Vinstra megin við mælaborðið era takkar fyrir öll ljós utan á og inni í bílnum. Ljósaskipt- ir er í stefnuljósastönginni. Þetta er öðmvísi í Troopemum því þar er mestöllu rafmagni og ljósum stjómað með stefnuljósastönginni og annarri stöng á stýrinu, eins og venjulegast er. I honum em allir sömu mælar og í pallbílnum, en all- ir nettari. I báðum bílunum em einnig aðvömnarljós auk mælanna og ljós sem sýnir þegar bíllinn er í fjórhjóladrifi. Það fannst strax að pallbíllinn er fremur hugsaður sem vinnubíll en lúxusbíll. Mun meira heyrist í vél- inni í lausagangi og í akstri þótt hann sé langt frá því að vera há- vaðasamur. Þá var hann talsvert viðbragðsseinni enda vélin nokkm minni og án túrbós og millikælis. Þótt hann væri svifaseinni en Trooperinn þá er hann samt ekkert letidýr og fór raunar létt með að rúlla áffarn á þetta 120-130, ekkert mál með það. En nú kemur að leið- indunum sem Sigurður ýjaði að á Selfossi: Vegurinn milli Selfoss og Þjórsár er enn öldóttari en vegurinn um Ölfús og nú ók ég á eftir Sigurði á Troopemum sem fann greinilega ekki fyrir neinu. Það var hins vegar eins og ég væri í stórsjó því bíllinn næstum tókst á loft að ffarnan yfir kröppustu öldumar. Þetta var hálf- undarlegt allt saman þar sem undir- vagn beggja bílanna er, eftir því Isuzu Sportscab

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.