Tíminn - 31.05.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.05.1990, Blaðsíða 3
»• < Fimmtudagur 31. maí 1990 Tíminn 3 sfeíSbÍE® 5Sr«>»p. Ódýrir sumarréttir í sumar, frá 1. júní til 15. sept- ember, munu 43 veitingahús hrínginn í kríngum landið bjóða upp á svokallaða sumarrétti Sambands veitinga- og gisti- húsa. Um er að ræða tvíréttaða máltíð og kaffi fýrír tiltekið há- marksverð. Verðið er á bilinu 750-900 krónur fyrir hádegisverð og 1000-1500 krónur fyrir kvöld- verð. 35 veitingahús buðu upp á slíka sumarrétti í fýrra og vakti þetta fýrírkomulag mikla ánægju férðamanna. Markmið sumarrétta SVG er að slá á hræðslu erlendra ferðamanna við hátt matarverð á Islandi og er í raun trygging fyrir því að þeir geti um land allt borðað á veitingahúsum fyrir tiltekna upphæð. Mjög mikil- vægt er í allri markaðssetningu ferðaþjónustu að geta bent á að hægt sé að borða staðgóða máltíð á sann- gjömu verði. Markmiðið er ennfremur að fá ís- lendinga til að borða á veitingahús- um á ferðum sínum um landið í stað þess að taka með sér nesti eða borða hjá ættingjum og vinum. Erlendir ferðamenn kvarta mikið undan því að islenskur matur sé dýr. Forystumenn í ferðamannaiðnaði hér á landi óttast að verði ekkert gert til að breyta þessu muni draga úr ferðamannastraum til landsins. Þeir hafa einkum gagnrýnt skattlagningu á íslensk matvæli. Samband veitinga- og gistihúsa hefur gefið út bækling fyrir íslenska og erlenda ferðamenn þar sem sum- arréttir SVG eru kynntir. I bæklingn- um er m.a. birt kort af landinu sem sýnir hvar veitingahúsin 43 eru að finna. —EÓ Merkjasala Landssamtaka hjartasjúklinga hófst með því að Halldóra Eldjám, fýrrverandi for- setafrú, tók við fýrsta merkinu, sem Sigurður Helgason, fonnað- ur L.H.S., afhenti henni að við- stöddum nokkmm forystumönn- um samtakanna. „Er hjartað á réttum stað?“ „Er hjartað á réttum stað?“ er kjör- orð Landssamtaka hjartasjúklinga í merkjasölu, sem hefst fimmtudaginn 31. maí og lýkur laugardaginn 2. júní. Merkið er það sama og í síðustu fjáröflun L.H.S., þ.e. rautt hjarta á prjóni. Öllum hagnaði af merkjasölunni verður varið í þágu hjartasjúklinga og er markmiðið: sókn til betri heilsu. Sjálfboðaliðar um allt land munu annast sölu á hjartanu, sem kostar 300 kr., og verða þeir m.a. við fjöl- menna verslunarstaði þessa þrjá söludaga. Alþingi býður sendinefnd frá Færeyjum til landsins Átta þingmenn skoða ísland Átta manna sendinefnd frá færeyska lögþinginu kom til landsins í boði Alþingis á þriðjudag. Forseti lög- þingsins, Agnar Nielsen, fer fyrir hópnum, en færeysku þingmennimir munu hverfa aftur af landi brott 2. júní. Guðrún Helgadóttir, Ámi Gunnars- son og Jón Helgason, forsetar Al- þingis, munu fara með þingmennina austur á Höfn í Homafirði, þar sem bæjarstjóm tekur á móti þeim. Á leiðinni til baka til Reykjavíkur verð- ur Landgræðsla rikisins í Gunnars- holti heimsótt og komið við á Nesja- völlum og Þingvöllum. Gestimir munu hitta að máli Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands, og snæða hádegisverð í boði bæjarstjórans í Hafharfirði. Heimsókninni lýkur með kvöldverði í boði Alþingis. Valgardson á íslensku íslendingar hafa hingað til sýnt hin- um vestur-íslenska rithöfundi, Bill Valgardson, takmarkaðan áhuga, en eins og Tíminn greindi frá í gær er hann mjög þekktur um alla Norður- Ameríku. Ein smásaga eftir hann hefur þó verið þýdd á íslensku. Þetta er sagan Blóðrót sem er úr smá- sagnasafhinu Bloodflowers. Valg- ardson fékk smásagnaverðlaun Am- eriku fyrir bókina á sínum tíma. Sigmar Þormar gaf Blóðrót út. Hann sagði í samtali við Tímann að hann hefði mikinn áhuga á gefa Gentle Sinners út, en hún hefur sem kunnugt er verið bönnuð i skólum í Winnipeg. Blóðrót er til í nokkmm bókaverslunum og kostar 500 krón- ur. —EÓ JL ■ ■ Alþjóðlegurtóbaksvarnadagur 3L maí helgaður ungu kynslóðinni Reykingar eru eins konar smitsjúkdómur sem berst frá einni kynslóð til annarrar, foreldri til bams, eldra systkini til yngra, einum félaga til annars. Hver og einn reykingamaður ber með sér „reykingabakteríuna" og setur þá í mesta smithættu sem standa honum næstir. Verndum ungu kynslóðina. Stöðvum þennan hættulega faraldur. Gefum börnunum tækifæri til að alast upp án tóbaks Alþjóða heilbrigðismálastofnunin I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.