Tíminn - 31.05.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.05.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 31. maí 1990 Collor de Mello Brasilíuforseti: Harkalegar efnahagsráð- stafanir eiga að koma fjármálum landsins í lag Collor de Mello, nýkjörínn Brasil- íuforseti, hefur stuöst við lög- regluríkisaðferðir og tekist að sigrast á óðaverðbólgu í landinu, en afleiðingin er samdráttur sem sumir óttast að leiði til langvar- andi kreppu. Loks hreint loft í Sao Paulo— framleiösla þar hefur stöövast Skömmu fyrir páska gátu íbúar hinnar gegnmenguðu borgar Sao Paulo allt í einu dregið andann. Um- hverfisembættismaður tilkynnir að í fyrsta sinn í mörg ár hafi loftmengun í iðnaðarhéruðunum Santo André og Sao Bemardo do Campo minnkað svo mikið að hún væri hættulaus, og það m.a.s. í heilan dag. En 18 milljónir ibúar borgarskrímsl- isins geta engan veginn þakkað það velheppnuðum hreinsunaraðgerðum að þeir geta nú séð í bláan himin í fyrsta sinn í mörg ár. Þetta ástand er einfaldlega afleiðing efnahagslegrar stöðnunar, sem nú leggur dauða hönd á alla Brasilíu. „Sao Paulo er eins og draugaborg þessa dagana,“ segir kaupsýslumað- ur frá New York undrandi en hann hefúr til þessa litið á þessa efnahags- legu miðstöð Rómönsku Ameríku sem „öskrandi víti, verra en Manhatt- an“. Collor de Mello, nýkjörínn forseti Brasilíu, ásamt konu sinni Rosane. Hann hefur ráðist óhræddur til atlögu við Að áliti samtaka iðnrekenda í sam- óreiðuna í efnahagsmálum landsins en margir eiga um sárt að binda eftir aðgerðir hans. bandsríkinu Sao Paulo, eru 90% véla f verksmiðjum nú stöðvaðar, tæplega helmingur allra félaga verkalýðsfé- Iaga hafa verið sendir nauðugir í frí. Draugablær er líka á öðrum land- svæðum. Skólar á Roraima- svæð- inu, þar sem Indíánar og gullgrafarar búa, eru lokaðir þar sem hið opinbera getur ekki greitt kennurunum laun. Eigendur veitingahúsa og verslana kvarta undantekningalaust undan stórkostlegum samdrætti, viðskipta- vinir þeirra eru líka orðnir félausir. Sparifé og aörar inneignir í banka fryst í 18 mánuöi Eftir margra mánaða óðaverðbólgu - - í febrúarmánuði einum náði hún 73% — sem rak milljónir Brasilíu- manna til að hamstra í stórverslunun- um í stórum stíl, sér stærsta ríki Rómönsku Ameríku nú fram á alvar- legan samdrátt, sem er afleiðing harkalegra neyðaraðgerða nýja for- setans Femando Collor de Mello. Þegar hann tilkynnti áætlanir sínar um „Nýja Brasilíu“ við embættistök- una um miðjan mars, gerðu landar hans almennt ráð fyrir víðtækum nið- urfellingum niðurgreiðslna og tíma- bundinni verðstöðvun. Það kom því eins og köld vatnsgusa yfir þá þegar sú ákvörðun var tilkynnt að allar sparifjárinneignir yfir 50.000 nýjum cruzados (um 72 þús. ísl. kr.) og að Bandaríkin: Endurreisn fyrrverandi forseta Ráða Nixons er nú leitað, Carter nýt- ur sívaxandi álits og minningin um Ei- senhower er dýrkuð. Astarkveðjumar koma beinustu leið frá tímum afa og ömmu. Að undan- fömu hefur æ oflar mátt sjá þær á stuð- urum bíla allt frá Washington til Kali- fomíu. A límmiðunum stendur: „I like Ike“. Repúblikanaöldungadeildar- þing- maðurinn Robert Dole tók kveðjuna svo alvarlega að hann hcfur skipað sig forystumann í baráttunni um „cndur- reisn Ikes“ og gerði tilraun til að fá óbrotgjaman minnisvarða um forset- ann fýrrverandi í Washington. Dole fór fram á að skipt yrði um nafn á Dul- les- flugvellinum við Washington og hann nefndur Eisenhower-flugvöllur. En ættingjar og afkomendur utanrikis- ráðherrans fyrrverandi, sem flugvöll- urinn dregur nafn af, komu í veg fýrir þessa fýrirætlan. Ike-hrifningin fer eins og eld- ur um sinu í Bandaríkjunum Samt sem áður megnaði þessi vamar- sigur ekki að slökkva þá Ike- hrifh- ingu, sem nú fer eins og eldur í sinu um öll Bandaríkin. Og þessi hrifhing- aralda er ekki í neinum tengslum við 100 ára affnæli þessa 34. forseta Bandarikjanna, sem nú er minnst þar á bæ. Ike dó 28. mars 1969, en fæddist 14. október 1890. En þessi nýja aðdáun á honum er ekkert sérstaklega bundin fæðingarári hans heldur miklu ffemur er hún afleiðing athyglisverðrar for- setaendurreisnar sem nú dafnar vel í landinu. Það er ekki Ike einn sem nýtur þess- arar endurvöktu aðdáunar. Bæði Jimmy Carter og Richard Nixon sóla sig nú í nýfenginni samúð og fýrir- gefningu. Þeir hafa komist að raun um, með merkjanlegri ánægju, að í bandarískum stjómmálum sé líka að fmna líf eftir dauðann fýrir þá sem áð- ur hafa hlotið auðmýkjandi niðurlæg- ingu eða hafa jafhvel orðið að fara ffá embætti með skömm. En af þessum þrem dæmum er Ike- endurreisnin hvað furðulegust, þvi að i meira en þijá áratugi hafa samtíma- sagnffæðingar álitið Ike lítinn stjóm- málamann sem eyddi mestum tíma í að leika sér og ákaflega litlum tima til vinnu, forseta sem gaf völdunum langan tauminn. Nú á dögum er þessi sami Ike ekki aðeins hylltur vegna viðkvæmnislegr- ar minningar um „ánægjulega daga“, heldur sem „föður nútíma Ameriku“, en það er heiðurstitill sem eftirmaður hans í embætti, John F. Kennedy hefur borið til þessa. Endurreisn Nixons Það hefhr verið augljóst um nokkra hrið að vegur Richards Nixon, sem hrökklaðist ffá embætti vegna Water- gate-málsins, fer vaxandi. Ronald Re- agan mætti ekki á neinn leiðtogafund Richard Nixon hrökklaöist úr for- setaembætti vegna Watergate- málsins á sínum tíma. Síöan hef- ur hann skrífað 7 bækur. með Gorbatsjov án þess að fá fýrst leiðbeiningar og ráð hjá Nixon. Og jafnvel George Bush, sem sjálfur álít- ur sig sérffæðing í málefnum Kína, stígur ekkert mikilvægt skref í átt til Peking án þess að ráðfæra sig fýrst við Richard Nixon. Nixon hefur sjálfur skrifað sjö bækur eftir að hann yfirgaf Washington. í þessum bókum hefur hann viðurkennt að hafa gert mörg mistök, en aldrei að hafa brotið af sér. Hann heffir nýlega sagt að hann eigi ekki von á því að samtímamenn hans sýkni hann, „en ég er viss um að ég fæ sanngjaman dóm í sögunni,“ segir hann. Fyrstu merki þess að hann hafi rétt fýrir sér er að finna í tveim nýlega út- komnum ævisögum hans effir sagn- ffæðingana Roger Morris og Stephen Ambrose. Þær leiddu m.a. til þess að hið annars svo gagnrýna blað The New York Times talar nú um „leiftr- andi pólitískar gáfur“ Nixons. í hópi þeirra fjögurra fyrrverandi banda- rískra forseta sem nú em á lífi er hann hinn raunverulegi eldri stjómvitringur. Og nú nýtur Jimmy Carter aödáunar sem aldrei fyrr En afturkoma Jimmys Carter og end- urheimt hans á virðingu í opinberu lífi, þótt seint sé, vekur ekki hvað síst að- dáun. Fyrir tíu árum yfirgaf hann Washington, auðmýktur af ajatollun- um í Iran og fómarlamb miskunnar- lausra fjölmiðla sem drógu hann sund- ur og saman í háði. I níu ár vom tilraunir hans til endurreisnar fýrst og fremst á vinstri miðunum. En nú fær hann jákvæðari fýrirsagnir í blöðum en á þeim tíma þegar hann fékk ísra- elsmenn og Egypta til að gera með sér friðarsamkomulag, sem kennt er við Camp David. Hann ferðast linnulaust til að miðla málum og boða von til suðupotta í þeim þriðja heimi sem far- ið hefúr af sporinu, til Panama, Níkar- agva og Eþíópíu, eins og nokkurs kon- ar „móðir Teresa" í pólitik. Stjama Reagans hefur fölnað Það sem stingur hvað mest í augun er að í sama mæli og virðingin fýrir Jimmy Carter hefúr aukist á undan- Jimmy Carter var hæddur og nið- uríægður þegar hann yfirgaf Hvíta húsið og inn flutti hinn dáði Ronald Reagan. Undanfaríð hef- ur Carter ferðast víða um lönd þríðja heimsins og reynt að koma á sáttum stríðandi aðila. fömum mánuðum hefúr dregið úr henni á þeim manni sem fýrir tíu árum tók við embætti af honum og lofaði að binda enda á „eymdina undir stjóm Carters". Þessi maður er Ronald Reagan. Það þykir grimmileg kaldhæðni að sá von- laust óvinsæli Jimmy Carter sem einu sinni var, nýtur nú meiri vinsælda en á forsetaárum sínum og er reyndar kom- inn vel fram úr Ronald Reagan sem í eina tið þýddi ekkert að etja kappi við á toppi vinsældalistans. Ástæðan er sú að Reagan hefúr ekki tekist sem best upp á þessu fýrsta ári sínu sem eftirlaunaþegi. Mikla hneykslun vakti ferð hans til Japan á sl. ári á vegum iðnjöfúrs eins, sem hann þáði tvær milljónir dollara fýrir. Auk þess hefúr hann lengi orðið að gjalda hins alræmda Iran- kontramáls og vitnisburður hans í því sambandi bætti gráu ofan á svart Þá þykir hon-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.