Tíminn - 31.05.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.05.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 31. maí 1990 SILA-PAC RÚLLUPÖKKUNARVÉLAR SILA-PAC - ein mest selda rúllu- pökkunarvélin á Islandi er nú fáanleg með auknum búnaði: - Alsjálfvirk þræðing filmu við upphaf pökkunar - Sjálfvirkur skurðarbúnaður - Teljari fyrir fjölda vafninga og fjölda bagga. - Oll stjórntæki færanleg inn í ekilshús traktors - Ofl. ofl. Leitið nánari upplýsinga um SILA-PAC rúllupökkunarvélarnar hjá sölumönnum okkar. 1 3 ÞÓRf SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 Tilkynning um kjör kenw&\ rektors Kennara- Ss(^ds háskóla íslands Kjör rektors við Kennaraháskóla íslands fer fram miðvikudaginn 16. janúar 1991 í samræmi við 3. gr. laga nr. 29/1988. Þeir sem gefa kost á sér í embættið skulu tilkynna það skólaráði Kennara- háskólans fyrir 30. júní næstkomandi. Tilkynning- unni skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um ritsmíðar og rannsóknir, svo og upplýsingar um námsferil og störf. Rektor er kjörinn til fjögurra ára í senn. Kjörgengur er hver sá er uppfyllir hæfniskilyrði um stöðu prófessors skv. 32. gr. laga um Kennaraháskóla íslands. Dómnefndir verða skipaðar á sama hátt og þegar um umsóknir prófessorsembætta er að ræða. Skólaráð Kennaraháskólans gefur út tilkynningu eigi síðar en 10. desember 1990 um hverjir eru í kjöri til rektorsembættisins. Kjörstjórn skólans annast undirbúning og framkvæmd kjörsins. Nánari upplýsingar veitir rektor Kennaraháskóla íslands. Rektor Heyvagn til sölu Til sölu 36 rúmmetra MENGELE fjölhnífavagn með losunarbúnaði árgerð 1987. Upplýsingar í síma 94-7655. Drögum úr hraða 63> -ökum af skynsemi! asE™4" Norræna húsiö: Kabarettsýning Vegna mikillar eftirspumar heftir verið ákveðið að hafa tvær sýningar í viðbót á kabarettinum „Þeir héldu dálitla heims- styijöld". Fyrri sýningin verður á fostu- dagskvöld 1. júní kl. 21 og seinni á sama tíma á laugardagskvöld 2. júni. Aðgöngumiðar eru seldir við inngang- inn. Góð aðsókn hefur einnig verið að sýn- ingunni Hemám og Stríðsár í sýningar- sölum. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og stendur fram að 24. júní. Aðgangur er ókeypis. Breiðabólastaöarprestakall Fermingarmessa verður í Breiðabólstað- arkirkju í Vcstur-Hópi 3 júní kl. 11. Fermd verður Anna Laufey Ámadóttir, Breiðabólstað. Séra Kristján Björnsson. BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis —j interRent Europcar Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 í dag fimmtudaginn 31 þ.m. kl. 14. Frjálst, spil og tafl. KJ. 19:30 félagsvist, kl. 21 dansað. Gönguhrólfar hittast næstkomandi laug- ardag kl. 10, að Nóatúni 17. Farin verður ferð í Skagafjörð 13- 15 júní n.k. og einnig verður farin viku ferð til Finnlands 14-21 júm'. Upplýsingar á skrifstofú félagsins. Sónata fyrir einleiksfiölu Nýlega er út komin sónata fyrir sólófiðlu eftir Hallgrím Helgason. Mun þetta vera fýrsta tónverk þeirrar tegundar, sem prentað er hérlcndis. Aðalútsala er hjá forlaginu Öm og Ör- lygur, Síðumúla 11, en þar em auk þess fýrirliggjandi um 70 önnur verk höfundar. JEPPA- HJÓLBARÐAR Hankook hágæðahjól- barðar frá Kóreu á lágu verði. Hraðar hjól- barðaskiptingar 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10.5R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. Hlaövarpinn 1. júní n.k. opnar listakonan Sigríður Elfa Sigurðardóttir sýningu í Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3, í Reykjavík. Sýningin verður opin daglega frá kl. 12:00-18:00 til 17. júnl. Opnun sýningarinnar verður kl. 5 og mun þá verða fluttur leikþátturinn .JComið og farið“, cftir Samuel Beckett. Ertu hættuleeur í UMFERÐINNI ° án þess að vita það? Mörg lyf hafa svipuó áhrif og áfengi Kynntu þér vel lyfiö sem þú notar MINNING Jóhann Hjálmarsson Oft höfiim við talað um að heim- sækja Maríu og Jóhann, vini okkar frá Ljósalandi í Skagafirði, en hálft annað ár var liðið frá því við höfðum síðast hitt þau, enda þótt þau væru búin að eiga heima lengi í Reykjavik, — og skyndilega er Jóhann farinn yf- ir fljótið mikla. Við höfðum af þeim báðum góð og mikil kynni, ég og konan mín, þegar við störfuðum að kennslu og stjóm í Steinsstaðaskóla í Lýtingsstaðahreppi, þar sem Jóhann var formaður skólanefndar, maður á fimmtugsaldri, hægur í fasi, ákveð- inn og traustur, en glettinn vel að skagfirskum hætti. Fimm áram áður höfðum við fyrst kynnst þeim hjónum, Jóhanni Hjálm- arssyni, sem var á ættarslóðum sín- um, og Maríu Benediktsdóttur sem ættuð var úr Strandasýslu. Vtð feng- um þá að dveljast í skólahúsinu um sumartíma og þurftum þá að hafa samband við formann skólanefndar sem hafði lyklavöldin að skólanum, en að sjálfsögðu var það með sam- þykki nefhdarinnar að við fengum að vera í húsinu. Er ekki að orðlengja það, að á Ljósalandi var okkur tekið af einstakri gestrisni, sjálfsagt að láta okkur bláókunnug setjast þar að borðum og þiggja veitingar sem Mar- ía bar fram af þokka og myndarskap. Þar voru þá litlir tvíburar á ungum aldri og eldri tvíburar (10 eða 11 ára) sem hjálpuðu til við gæslu á yngri bræðrum sínum. Að auki áttu þau hjón fleiri syni sem sumir voru famir að heiman. Jóhann og María höfðu ung að árum byggt sér hús þar sem heitt vatn var í jörðu, en heyja varð Jóhann uppi á Efiribyggð, þar sem túnið á Ljósa- landi var of lítið til að það nægði til fóðurs skepnunum. A Effibyggð átti Jóhann jörðina Brekkukot, þar sem þau hjón höfðu byijað búskap, en þeim þótti hentara að búa á stað þar frá Ljósalandi sem jarðvarmi var. Fyrir bragðið þurfti margar ferðir að fara á milli á dráttarvél eða jeppa og gefúr auga leið að ekki tjóaði að draga af sér við búskapinn. Samt var enginn asi á Jó- hanni sem var sannur Skagfirðingur til orðs og æðis, rabbaði við okkur í ró og næði, ef því var að skipta, sagði okkur fljótlega af Skagfirðingum í sveitinni óviðjafnanlegar sögur, geislandi af glettni meðan á ffásögn- inni stóð, þannig að snemma vissum við deili á flestum Lýtingum og þekktum kosti þeirra og galla og höfðum hugmynd um skyldleika- bönd fólksins allt til ffemstu bæja Skagafjarðardala. Fyrmefnt sumar er minnisstætt ekki hvað síst vegna hjónanna á Ljósa- landi sem sýndu okkur svo mikla vinsemd, þessu aðskotafólki úr höf- uðstaðnum, buðu okkur jafnvel í mat til sín á miðjum slætti og settu undir okkur hesta, svo við gætum riðið um sveitina einsog höfðingjar, — og viti menn: ef við komum við á bæjum í þeirri ferð, var okkur hvarvetna tekið einsog við værum einhveijir sérstakir aufúsugestir. Þegar við fimm árum síðar tókum að okkur heimavistarskólann einn vetur, en þar blönduðust saman böm og unglingar, var Jóhann okkar helsta stoð, maður sem alltaf hélt ró sinni, þó einhver ágreiningsmál kæmu upp, maður sem vildi umffam allt að skólahaldið yrði sómasamlegt og virti mikils viðleitni okkar í því skyni, lét þó ekki hjá líða að koma ffam viðhorfúm sveitunga sinna sem ekki fóm alltaf saman við sjónarmið okkar, og leystist svo hvert mál, að skólinn hélt reisn sinni. María og Jó- hann bjuggu í skólahúsinu um vetur- inn, þar sem María var matráðskona, og veit ég ekki hvemig við hefðum getað ráðið við verkefni okkar svo áfallalaust sem raun bar vitni, ef stuðnings þeirra hjóna hefði ekki not- ið við. Jóhann Hjálmarsson, sem hafði ver- ið uppfóstraður hjá Jóhanni Magnús- syni og Lovísu Sveinsdóttur á Mæli- fellsá, var öllum hnútum kunnugur í sveitinni, en sá engan hlut verri en efni stóðu til, harðgreindur og íhug- ull, en þó gleðimaður að hætti Skag- firðinga, hafði gaman af að fara með smellnar vísur og segja kímilegar sögur af mönnum, og glömpuðu þá dökk augun af kátinu, en skyndilega kunni svipurinn að breytast í virðu- leika sem hæfði alvöm lífsins. Hann átti góðar bækur og eitt sinn sýndi hann mér fagra bók með kvæði Matt- híasar Jochumssonar um Skagafjörð, en það þótti honum mikið listakvæði: Skin við sólu Skagafjörður, skrauti búinn, fagurgjörður. Og ég sé þau fyrir mér, Maríu og Jó- hann, horfa ung á þessa glæstu feg- urð. Þá mynd af þeim er gott að geyma í huga sér. Jón Óskar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.