Tíminn - 01.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.06.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Boris Jeltsin, nýkjörinn forseti rússneska sovétlýðveldisins sagðist vonast til að hitta Gorbatjov fljótlega að sögn TASS og sagðist hann halda að þeir gætu leyst ágreining sinn. JERUSALEM - Leiðtogar Palestínumanna sem hafa verið 12 daga í hungurverk- falli sögðust ekki vera í liði með skæruliðum sem gerðu sjóárás á (srael á miöviku- dag. BÚKAREST - Annar mikill jarðskjálfti skók Búlgaríu og Rúmeníu í gær. Að minnsta kosti 10 menn biðu bana. NEW YORK -1 gær leið yf- ir Imeldu Marcos, fyrrverandi forsetafrú á Filipseyjum, við réttarhöld í Bandaríkjunum þar sem hún er sökuð um fjármálasvik. Kallaö var á sjúkrabíl. PARÍS - Ríkustu þjóðir heims voru á fundi OECD í París og leituðu leiða til að auka frjálsræði í heimsvið- skiptum. Ekki náðist sam- komulag um höft á sölu landbúnaðarvara og fulltrúar ríkjanna komu sér ekki sam- an um hvað skyldi vera næsta skref þeirra. PARÍS - Stjórn Efnahags- bandalagsins hvatti Frakka til að leyfa innflutning á bresku kjöti en stjórnvöld í París sögðust ákveðin í að halda „kúaæðisveiki" utan landamæra sinna. RÓM - Jóhannes Páll páfi blessaði leikvanginn í Róm þar sem heimsmeistara- keppnin fer fram og sagði að fótboltaáhuginn mætti ekki verða til að menn gleymdu hungri og ófriði í heiminum. A-BERLÍN - Austur-þýsk stjórnvöld settu ný lög og gerðu eigur austur- þýska kommúnistaflokksins að rík- iseigum. MONRÓVÍA - Margir Líber- íumenn munu verða svangir eftir að Sameinuðu þjóðirnar hættu starfsemi sinni í þessu stríðshrjáða landi. Þetta var gert eftir að ráðist var á flóttamenn í húsi sem S.Þ. ráku. ÚTLÖND Þýskalandsmálið efst á baugi: Leiðtogafundur í Bandaríkjunum Fjögurra daga leiðtogafundur Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hófst á fimmtudag með lúðrablæstrí og tuttugu og einu fallbyssuskoti. Búist er við að sam- eining Þýskalands verði helsta ágreiningsefnið. Bush bauð Gorbatsjov velkominn til Washington í ræðu þar sem hann sagði: „Mér er mikill heiður að bjóða velkominn forseta Sovétríkjanna" en fagnaðarlæti áhorfenda yfirgnæfðu nær samstundis orð forsetans. Bush hyllti Gorbatsjov með því að segja: „Loksins er liðið hið langa tímabil átaka okkar á milli...það hefur þokað fyrir heilli og frjálsri Evrópu. Herra forseti, þú átt hrós skilið fyrir hlut þinn í þessum breytingum. Ég óska þér líka til hamingju vegna framfara- breytinga í þínu cigin landi. Ég trúi að við getum unnið saman að því að byggja sterkari Evrópu þar sem engri þjóð er ógnað“. Bush sagði líka að árangur fúndarins færi ekki eftir því hvaða samningar yrðu undirritaðir því meira væri um vert að fúndurinn Iegði gmnn að friði og frelsi. Gorbatjov sagði við mannljöldann: „Þessi kynslóð sem nú lifir gæti orð- ið vitni að upphafi tímabils óaftur- kræfs friðar í sögu menningarinnar. Veggimir sem hafa skilið að þjóðim- ar em að hrynja. Skotgrafir Kalda- stríðsins em að hverfa. Þoku for- Föstudagur 1. júní 1990 dóma, tortryggni og ijandskapar er að létta.“ Gorbatsjov sagðist meðal annars vonast til að hörmungar 20. aldar, hin hræðilegu stríð, myndu að eilífu heyra sögunni til. „Félagar mínir og ég emm hingað komnir til að vinna að alvarlegum verkefnum. Við viljum taka ákveðin skref í þá átt að fækka hættulegum vopum sem em smám saman að missa stjóm- málalega þýðingu sína.“ Að ræðuhöldunum loknum gengu forsetamir tveir inn í Hvíta húsið til að helja vinnu sína. Gorbatsjov í Moskvu fýrir nokkr- um dögum. Hann hefur um margt að hugsa þessa dagana. Gullverð í dollurum sem farið hefur lækkandi kemur Sovétmönnum illa. Gjaldeyrisskortur: Sovéskir bankar gera ráðstafanir vegna skulda Sovétríkin munu selja ýmsar vömr, þar á meðal gull, til að fækka ógreiddum reikningum fýrir vestræn- ar vömr. Þessir ógreiddu reikningar nema um tveim milljörðum dollara. Viktor Gerashchenko sem situr í stjóm sovéska rikisbankans sagði að stjómvöld álytu nauðsynlegt að greiða þessar gjaldfollnu skuldir sem vestrænir bankamenn segja að geti minnkað lánstraust Sovétmanna. Sovétmenn munu selja úr búðum sín- um vömr sem em eftirsóttar á Vestur- löndum en þeir munu ekki auka sölu sína á olíu eða gasi. Sovétmenn munu líka selja gull vilja ekki selja mikið magn til að lækka ekki verð á gulli sem hefur verið lágt. Gerashc- henko sagði í gær að áætlað væri að selja vörar fýrir um tvo milljarða Bandaríkjadala og taldi hann að það myndi nægja til að greiða skuldir sem hafa safnast upp síðan í lok síð- asta árs. Richard Webb, stjómarmaður bresks banka, sagði að Sovétríkin hefðu alla tíð átt mjög góð samskipti við vestræna banka. En greiðslu- vandræði þeirra að undanfömu gætu skaðað lánstraust þeirra og „skortur á upplýsingum og hreinskilni yki áhyggjur manna. Fólk gerir alltaf ráð fýrir því versta“. Landbúnaðarráðherra Bandarikj- anna, Clayton Yeuter, ræddi við fréttamann Reuters um skuldir Sov- étmanna í gær þegar hann kom af fundi OECD í París. Hann sagði að sér virtist greiðslustaða Sovétmanna hafa batnað síðustu vikur en sagði einnig að vegna þess hve efnahags- ástandið væri slæmt í Sovétríkjunum mætti búast við áframhaldandi vand- ræðum. Yeutter sagði að erfitt væri að segja til um hvort skuldimar stöf- uðu af því að fyrirtækin sem flyttu inn gæm ekki fengið gjaldeyri eða hvort ekki væri nægur gjaldeyrir til í Sovétrikjunum. Hann sagði að ef ekki kæmi vöxtur í sovéskt efnahags- líf yrðu þeir að selja gull og aðrar vömr eða fá lánaða peninga. „Ef til vill lána Japanir eða aðrar þjóðir þeim peninga en Bandaríkjamenn munu ekki gera það“. Það væri ekki hægt að bjóða bandarískum skatt- greiðendum að lána peninga þeirra sem ekki væm líklegir til að geta greitt þá aftur. Engu að síður ræða vestrænar þjóð- ir nú hvort bjóða eigi Sovétríkjunum efnahagsaðstoð, eins og Pólverjum og Ungverjum, til að auðvelda þeim að koma á markaðshagkerfi. Banda- ríkjamenn vilja ekki að nýstofnaður banki sem hjálpa á A-Evrópuþjóðum láni fé til Sovétríkjanna en V-Þjóð- verjar og aðrar vestrænar þjóðir ótt- ast afleiðingamar íýrir eigin efnahag ef hmn verður í Sovétríkjunum. r Ofstækismenn gteðjast: Arás skæruliðanna var himnasending Stjórn ísraels hefur reynt að ar fjórir PLF-skæruliðar náðu nýta sér misheppnaða áras 12 stjórn á ítölsku skipi og tóku far- skæruliða á strönd landsins tii að þega í gislingu. Helsta afrek rjúfa þá stjórnmálaeinangrun hreyfingarinnar var að ræna 51 sem óbilgirni hennar hefur skap- hermanni Sameinuðu þjóðanna í að. höfninni Týre í S-Líbanon 1978 „Frá stjórnmálalegu auguatílliti en skæruliðar undir stjórn Ara- gat timasetning árásarinnar ekki fats neyddu þá tii að skila þeim verið betri“ sagði þingmaður í Li- innan nokkurra klukkustunda. í kúd-flokki forsætisráðherrans júlí 1980 sprakk loftbelgur i flug- Yitzhaks Shamirs í gær. í útvarp- taki og PLF skærliði dó þegar sviðtali sagði utanrikisráðherran hann ætlaði að komast inn í fsra- Moshe Arens að hann vonaöi „að ei. í aprfl 1981 reyndu tveir PLF Bandarikjastjórn yrði nú jafn skæruliðar aftur að komast inn i sannfærð og við um að hryðju- ísrael í loftbelg en voru skotnir vcrk og PLO sé helsti Þrándur í niður og dóu. I mars 1981 voru götu friðar“. tveir PLF skæruliðar handteknir Skæruliðahreifingin PLF slóð þegar þeir svifu inn yfir lofthelgi fyrir árás á strönd Israels síðasta lsraels hangandi í svifdrekum. miðvikudag. 12 menn tóku þátt í 1 ísrael segja hermálayflrvöld að árásinni og skutu ísraelsmenn þau hafi vitað af nýjustu árás fjóra til bana en tóku hina fasta. PLF- skæruliða með góðum fyr- Skæruliðar komust í land nálægt irfara. Þingmenn í Israel hafa baðströnd þar sem fjöldi fólks spurt hvers vegna fólk var ekki sólaði sig en enginn ísraeli látið yfirgefa baðströndina og meiddist. PLF er delld innan hvers vegna árásarmönnunum PLO og hefur henni áður tekist var hleypt í land. Þeir sem vit að komast i fréttirnar fyrir að hafa á hermálum segja að það sé „ógna öryggi ísraels“. Einn með- aðeins vankunnáttu og þreytu limur hennar var dæmdur i fjar- árásarmanna að kenna að þeir veru sinni fyrir að verða banda- urðu ekki fjölda manns að bana. riskum gyðingi í hjólastól að Hefði þeim tekist það væru öfga- bana. Það var í október 1985 þeg- menn auðvitað enn ánægðari. Búast við miklu af Jeltsin: LITHAUGAR VÆNTA LÍTILS AF FUNDI Forseti Lithauga, Výtautas Lands- bergis, sagði í gær að hann ætti ekki von á því að Bush og Gorbatsjov leystu vandamál Eystrasaltslandanna á fúndi sínum. En hann sagðist vonast til að kosn- ing Boris Jeltsin yrði til að sovétfor- ystan tæki sinnaskiptum vegna þess að Jeltsin væri mikill andstæðingur efnahagsþvingananna. Landsbergis sagði á blaðamannafúndi eftir við- ræður við Vaclav Havel í Prag að ef Rússland og önnur sovétlýðveldi færa að dæmi Lithauga og krefðust sjálfstæðis gætu öll löndin átt gott samstarf. „Einn möguleiki væri sé að í stað Sovétríkjanna kæmi bandalag eða samveldi sjálfstæðra ríkja.“ Um leiðtogafúndinn í Washington sagði Landsbergis að hann byggist ekki við að lausn fýndist á sjálfstæðismálum Eystrasaltsþjóða í viðræðum Bush og Gorbatsjovs. Havel bauð Landsbergis í tveggja daga heimsókn til Tékkóslóvakíu. Fyrir fúndinn bauðst hann til að ger- ast milligöngumaður Sovétstjómar- innar og stjómar Lithauga um deilu- mál sín en því tilboði svömðu Sovétmenn ekki. Landsbergis segir að Tékkar hefðu stutt Lithauga bæði opinberlega og óopinberlega. Slíkur stuðningur væri mikils virði þar sem Sovétstjómin reyndi ekki aðeins að einangra þá efnahagslega heldur líka á stjómmálasviðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.