Tíminn - 01.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.06.1990, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Föstudagitf 1. júní 1990 Sigurður Kristjánsson: Samvinnan á villigötum Sú umræða sem snýr að landsmönnum um samvinnumál er oft harla einkennileg. Ef vel gengur hjá samvinnufyrirtækjum þá eru þau gjaman bæði óalandi og óferjandi í munni sam- keppnisaðila og pólitískra öfgamanna. Ef illa gengur ræða samvinnumenn sjálfir um það að breyta skipulaginu og kenn- ir margra grasa í þeim hugmyndum. Að sjálfsögðu verða samvinnufýrirtækin að aðlagast breyttum tímum og nýjum verkefnum, en ég vil leyfa mérað halda því fram að ýmis leið- armerki séu sígild og með því að sniðganga þau sé boðið upp á óhöpp og slys. Mér er efst í huga eftirfarandi leiðarmerki fyrir samvinnumenn: 1. Kaupfélögin í landinu eru grunneining í samvinnustarfi og Sambandið og ýmis dótturíyrirtæki þess hafa byggt tilveru sína á sam- starfi við kaupfélögin — ekki öf- ugt. 2. Kaupfélögin eiga að ráða ferð- inni í samvinnumálum — hvert á sínu svæði. 3. Sambandið og dótturfyrirtæki þess ættu að miða sem mest umsvif sín við þarfir kaupfélaganna. í sam- ræmi við það eiga kaupfélögin að sitja fyrir um hvers konar umboðs- starfsemi fyrir Sambandið og dótt- urfyrirtæki. Margt fleira má til nefha en til þess að gera málið sem einfaldast vil ég halda mig við aðalatriðin. Ég tel nokkuð augljóst að vanda Sam- bandsins og margra kaupfélaga þurfi umfram allt að mæta með því að bæta reksturinn. Ef öll ráð bregðast þá leggja menn niður ein- hveijar deildir fremur en kollsigla fyrirtækin sjálf. Ég minni á það að kostir felast i uppbyggingu bland- aðra kaupfélaga og Sambandsins, þeir kostir að rekstursáhættan dreif- ist. í stuttan tíma getur rekstur í erf- iðleikum búið í skjóli þess sem bet- ur gengur. I dag halda ýmsir því fram að besti kosturinn og allra meina bót sé að snúa ffá samvinnu- forminu og benda á það að löggjaf- inn hafi haldið með hlutafélags- formi í búningi hlutafélaga- og samvinnulaga. Ef svo er, er líklega best að endurskoða okkar annars ágætu samvinnufélög — án tafar. Mér þykir nefhilega kenningin um mörg hlutafélög, sem sköpuð yrðu úr sambandinu, dálítið varhugaverð og þessi nýju félög ólíkleg til þess að vera kaupfélögunum heppilegir bandamenn fyrir ísl. samvinnu- hreyfingu. Sambandið get ég hins vegar hugsað mér í aðalatriðum sem eitt hlutafélag og það sem að- ferð við erfiðar aðstæður til þess að ná nýju fjármagni til Sambandsins. Ég held að víða sé skilningur á því úti á landsbyggðinni að besta tryggingin fyrir farsælli byggða- þróun sá að standa vel saman um sitt kaupfélag. Mér finnst vel við- eigandi að þar sem vagga ísl. sam- vinnuhreyfingar stóð, í S- Þingeyj- arsýslu, hafi samvinnumenn sýnt okkur i dag hvemig vel sé hægt að snúa nær töpuðu tafli í vænlega skák. Ég tel mig vita að þama hafi menn þurft að taka sársaukafullar ákvarðanir en menn tóku þær undir merki samvinnunnar. Samvinnumenn í dag þurfa einnig að styrkja sem mest sinn rekstur út á við, m.a. gegnum Sambandið. Menn þurfa að ná góðri samstöðu um farsælar leiðir. Aftur kem ég að leiðarmerkjun- um. Það má ætla að ekki hefði þurft að minnast á svo eðlileg samvinnu- boðorð ef ekki væri víða pottur brotinn í þessum efhum. Hér hefur orðið varhugaverð þróun síðustu áratugi sem stjómir samvinnufyrir- tækjanna hljóta að bera ábyrgð á, ekki síður en ffamkvæmdastjórar eða forstjórar þessara fyrirtækja. Tillaga, sem samþykkt var á síðasta aðalfundi Sambandsins um það að tengja starfsemi fyrirtækja í sam- vinnuhreyfingunni betur saman, hefur trúlega rykfallið eða týnst í Samvinnurhenn í dag þurfa einnig að styrkja sem mest sinn rekstur út á við, m.a. gegnum Sambandið. Menn þurfa að ná góðri sam- stöðu um farsælar leið- ir. möppum. Ég tel málum þannig komið að erfitt verði að koma á bærilegri verkaskiptingu að nýju eftir langt tímabil skipulagsleysis. Þreytumerki stærstu kaupfélaganna yfir ýmsum vinnubrögðum deilda Sambandsins og fyrirtækja þess sem lýsa sér í minni viðskiptum þama á milli era augljós. Hér er vandasöm leið og ástæða til að fara eftir vegvísum. Mér þótti á árum áður einkennileg hagfræði innan samvinnuhreyfmg- ar þegar ýmis kaupfélög börðust í bökkum og stefna Sambandsins var að styrkja þau með ráðum og dáð, raunar með umtalsverðri lánafyrir- greiðslu, þá var umboðsstarfsemi á vegum dótturfyrirtækja Sambands- ins gjaman af þessum fyrirtækjum tekin þannig að möguleikar til að komast af voru í reynd minnkaðir. Einhveijir gætu þó munað enn eftir því hversu vel flest kaupfélög stóðu að því að koma á legg fyrirtækjum samvinnumanna eins og Sam- vinnutryggingum, Olíufélaginu og deildum SíS eins og skipadeild. Nú á liðandi stund er það helst að heyra að kaupfélögin séu nokkrum þess- ara félaga frekast fjötur um fór í þeirra vasklegu samkeppni á mark- aðnum. Eitt nýjasta merki um þetta er missir umboðs Samvinnutrygg- inga frá kaupfélögunum með til- komu Vátryggingafélags Islands hf. Ég segi fyrir mig að ég ætlaðist til þess af fulltrúaráði Samvinnu- trygginga að samvinnufólk tryggði kaupfélögimum sem flestum að vera áffam í þessu samvinnustarfi, bæði af sögulegri hefð og fjárhags- legum hagsmunum og til þess að bijóta ekki niður verkefhalega sam- stöðu innan samvinnufyrirtækja. Ef mönnum líst svo á að eitthvert samvinnuafl skuli notað til þess að valta yfir starfsemi kaupfélaga í stað þess að leggja áherslu á sam- starf og samstöðu, þá er hætt við því að kaupfélögin þurfi viða að fitja upp á nýjum sokk í samvinnu- starfi og henda gömlum og slitnum. Sem betur fer eigum við ennþá stór og sterk samstarfsfýrirtæki en ég þekki ekki hvemig sú ákvörðun gerist innan samvinnuhreyfingar að í staðinn fyrir þá samstöðu sem ég tel eðlilega verðu máttarstólpi eins og Olíufélagið hf. allt í einu að al- menningshlutafélagi. Það er líklegt að þrátt fyrir tap- rekstur margra kaupfélaga og gjaldþrot sumra þeirra sem hafa lagt stórar byrðar á margnefnt Sam- band hafi það sem betur fer ekki titrað að marki vegna kaupfélag- anna einna. Ég nefhi eitt hlutafélag, Islandslax hf., sem dæmi um gælu- verkefhi sem ráðist var í af hálfu Sambandsins að nauðsynjalausu og án þess að það þjónaði nokkrum til- gangi fyrir kaupfélögin í landinu. Nú er komið sem komið er — en menn hafa takmarkaðan tíma til þess að temja sér önnur vinnu- brögð, til þess að samræma krafta samvinnumanna fyrir þau verkefhi samvinnufyrirtækja sem ekki síst dreifbýlið þarf á að halda. Þórarinn Þórarinson: Hermann og Steingrímur Talsvert hefur verið rætt um það eftir sveitarstjómarkosningamar, hvort meiru ráði um fylgi flokk- anna málefni eða ffambjóðendur. Mitt svar, sem byggt er á nokkurri reynslu, er að ffambjóðendur, og þó fyrst og fremst flokksforystan, hafi mest að segja. Enginn flokkur er sterkur nema hann njóti traustrar forystu. Ef menn hafa ekki trú á forystunni hafa málefhin ein oft lít- ið að segja. Menn verða að geta treyst því að flokkurinn standi við orð sín. Það gera menn ekki nema þeir geti treyst forystu og þó eink- um forystumanni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur byggt fylgi sitt í Reykjavík á því, að hann hefur jafnan getað bent á forystu- mann eða borgarstjóra. í borgar- stjórastöðunni hafa verið traustir menn sem nutu álits; sennilega hefði flokkurinn tapað í bæjar- stjómarkosningunum 1934, efhann hefði ekki boðið ffam Jón Þorláks- son, þegar Knud Zimsen lét af embætti. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur notið þess í öllum bæjar- og borgarstjómarkosningum síðan, að hann hefur getað bent á borgar- stjóraefni sitt meðan minnihlutinn hefur ekki haft neitt borgarstjóra- efni. Það, sem minnihlutaflokkam- ir þurfa að gera fyrir kosningar, er að koma sér saman um borgar- stjóraefni, sem nyti tiltrúar, og bjóða síðan ffam hver í sínu lagi. Samstaða um einhvem málefnalista og sameiginlegt ffamboð á þeim gmndvelli myndi ekki vekja nauð- synlega tiltrú meðan óvíst er um þann mann, sem á að fylgja málefn- unum eftir. Fyrir því er margfold reynsla, að samfylking á þessum grundvelli vekur ekki tiltrú. Kosningasigrar byggjast fyrst og ffemst á því að menn hafi tiltrú á foringjum. A þeim gmndvelli hafa bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn unnið sina stærstu sigra og einnig Alþýðu- bandalagið meðan það var og hét. Foringjamir þurfa líka að hafa meira til að bera en að þeim sé treyst til ömggrar forystu síns flokks í því fjölflokkakerfi, sem er hér að myndast. Foringjamir þurfa einnig að hafa lagni og sveigju til að geta sameinað mismunandi flokka. Þeir þurfa að vera góðir samningamenn. Þetta átti við um þá Hermann Jónasson og Ólaf Thors. Ég hefi átt samtöl við marga menn, sem vom ráðherrar í stjóm með Hermanni Jónassyni, og vom sam- mála um, að honum hefði jafhan tekist vel að samræma þar mismun- andi skoðanir. Menn treystu orðum hans og drengskap. Ólafur Thors hafði einnig þá eiginleika að geta fylkt mismunandi liði flokka. Þar naut hann glaðværðar sinnar og gáska. Svo mikilvægir sem slíkir eigin- Hermann Jónasson. leikar vom áður fyrr, em þeir þó enn mikilvægari með sívaxandi flokkafjölda í þjóðfélaginu. Hermann Jónasson dró upp glögga mynd af því í áramótaræðu sinni 1940 hversu mikilvægt það er að geta komið á og haldið saman stjóm ólíkra flokka, en þjóðstjómin hafði þá starfað um skeið og unnið mikilvæg verk í byijun stríðsins. Honum fómst svo orð: „Hvcmig þetta tekst getum við ekki spáð neinu um nú, — en við getum þó í allri óvissunni glaðzt yf- ir því, að í þeirri baráttu, sem þjóð- Steingrímur Hermannsson in nú heyir fyrir hlutleysi sinu, til- vem sinni og frelsi, er hún sam- hentari en áður. Það var okkur mik- ið lán, sem enginn íslendingur vefengir lengur, að andstöðuflokk- amir hófu samstarf og höfðu í nokkra mánuði, áður en stríðið hófst, vanizt í samstarfi, sem tekur sinn tíma, eftir harðar deilur. Það er vissulega ekki hægt að ná settum markmiðum á erfiðum tímum, ef þau nást ekki með sameiginlegu átaki. Um margt hefur í þessu sam- starfi tekizt að ná samkomulagi, sem áður var um deilt, — en sam- starfið kostar oft mikla vinnu. — Það kostar að sýna sanngimi og víkja öfgum á bug. Það er vissulega list út af fyrir sig að deila. En það er fegri og vandameiri list að semja kringum hið kringlótta borð. Og ég held að við höfum gott af að temja okkur þá list um skeið dálítið meira en við höfum gert. Vonandi verður það einmitt þessi list — samningar, orðheldni og tillitssemi, sem sigrar að leikslokum óffiðarins, hvemig sem honum annars lýkur, án þess er næsta erfitt að sjá og skilja, hvemig hinn nýi tími þar sem lífinu sé lif- andi, á að skapast og vara. Já, sam- starf er okkur nauðsynlegt." Steingrímur Hermannsson hefur í ríkum mæli öðlast þá hæfileika foður síns að geta leyst deilur og sameinað menn með ólik sjónar- mið. I fyrsta sinn í sögu Islands starfa hér nú fjórir flokkar í ríkis- stjóm og hafa náð miklum árangri á erfiðum tímum. Stjómin hefur ver- ið undir forystu Steingríms og not- ið hinna óvenjulegu hæfileika hans til að samhæfa ólík öfl. Það er mikils vert fyrir þjóðina á erfiðum tímum að eiga sterka flokksforingja, sem njóta tiltrúar, en þó umfram allt slíka foringja, sem einnig em gæddir þeim hæfi- leika að geta samfylkt ólíkum flokkum og dregið úr deilum, sem ella gætu leitt til nýrra Sturlunga- tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.