Tíminn - 01.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 1. júní 1990 GARRI ''' '' '' y' ' " ' ' ' ' ' ' '' ' " ' '' l íminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Otgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöidsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,- , verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Pólitískur vandi Gorbatsjovs Nú er það liðin tíð að aðeins sé talað einni röddu þeg- ar fréttir berast frá Sovétríkjunum. Hafi umbótastefna sú sem kennd hefur verið við Gorbatsjov forseta áorkað einhverju þá felst það í því sem varðar málffelsi og önnur grundvallarmannréttindi. Sá munur sem menn sjá á sovétsamfélaginu fyrr og nú liggur í því að það hefúr verið losað um tunguhaftið á fólkinu, menn geta látið skoðanir sínar í ljós án þess að eiga nokkuð á hættu og kjömir fulltrúar á þingum og ráðstefnum notfæra sér málfrelsið til þess að segja op- inskátt álit sitt á heildarstefnu eða einstökum þáttum sovéskrar stjómarstefnu eins og hún birtist í lagafmm- vörpum eða yfirlýsingum. Þingfulltrúar geta leyft sér þann munað að tala eins og þeim býr í bijósti, þ. á m. að segja sovétforsetanum og alríkisstjóminni til syndanna. Þessi bylgja mannréttindaumbóta og málfrelsis hefúr ekki látið sig án vitnisburðar. Hún hefúr komið af stað málefnabaráttu á ótal sviðum og í margs konar tilgangi. Að ýmsu leyti hefúr málfrelsið og hin nýja málefnabar- átta snúist um allt annað en ætla má að Gorbatsjov og umbótasinnaðir félagar hans hafi haft í huga þegar ráð- ist var til atlögu við sovétkerfið og leninismann. Þótt rétt sé að Gorbatsjov hafi af miklum röskleika og dirfsku gerbreytt stjómskipan Sovétríkjanna með virku löggjafarþingi og formlegu afnámi einflokkskerfisins, þá er jafnvíst að slíkar umbætur hafa ekki orðið til þess að fúllnægja hugmyndum manna í einstökum sovétlýð- veldum um aukið sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem aðild eiga að ríkjabandalagi Rússaveldis. Ekki er annað að sjá Gorbatsjov hafi verið óviðbúinn þeirri þjóðemisvakningu sem fylgt hefúr í kjölfar mál- ffelsisbylgjunnar. Öll hans áhersla hefúr í rauninni ver- ið á sviði efnahagsmála. Von hans stóð öll til þess að „opnun“ þjóðfélagslegrar umræðu myndi snúast um efhahags- og kjarabætur í ríkisheildinni og ekki þyrfti að hafa sérlegar áhyggjur af þjóðræknisstefnu, hvað þá afdrifaríkri sjálfstæðisbaráttu nokkurs sovétlýðveldis. Hafi Gorbatsjov og tæknikrötunum kringum hann yf- irsést um það hvað getur gerst þegar ófrjálsar smáþjóð- ir öðlast málfrelsi, þá em þeir nú reynslunni ríkari um það að þær vilja fyrst tala um þjóðréttindi sín áður en þær fara að eyða máli í miðstýrðar efnahagsumbætur á alríkisgmndvelli. Og nú hefúr alríkisþingið í Moskvu verið að ræða umbótaáætlun í efnahagsmálum, áætlun sem Gorbatsjov stendur að, en hefúr eigi að síður reynst deilumál á þinginu og engin sérstök hrifning á efni hennar hjá þeim sem styðja hana. í þessu umróti hefúr höfúðandstæðingur Gorbatsjovs verið kjörinn forseti sovétlýðveldisins Rússlands, kjama Rússaveldis að fomu og nýju. Jafnvel Boris Jeltsín er farinn að slá á strengi þjóðemishyggjunnar og mælh með því að hvert lýðveldi verði sem mest óháð alríkisstjóminni. Þótt Gorbatsjov eigi miklum vinsældum að fagna og njóti trausts sem forseti Sovétríkjanna, er sýnt að hann glímir við ýmis óvænt pólitísk vandamál, eldd síst sjálf- stæðishreyfingar smáþjóðanna, sem honum ætla að reynast torleyst og ekki síður erfið viðfangs en nýskip- an efnahagsmála, sem allt starfið átti þó að snúast um. Hrernan heiiifi Nýkga var lialdið upp á dag jaröar vtöa um heiro, þegar fóik minnti sjálft $ig á betri umgéngoi. Þeir í Aroeríktmnl geröu nokkuö af j)ví aö minnast misferlis viö jöröina, enda eiga stórar iónaftar- þjóöir margf sammerkt f djöfui- skap gegn jöröinni. Sýndur hefur verift sérstakur sjónvarpsþáttur, líklega hugsaður sem barnaefni, sem Time-Waruer lét gera í Los Angeles. Ilann var fyrst og fremst merkilegur fyrlr barnaiega fram- setningu á annars alvarlegu efni. FJnhver kerling var létin ieika móóur jörö og hlaöiö á hana alis- knnar drasii sem var hreínt aó drcpa hana, en síðan komu frægar persónur og sögöu ástæóur fyrir veikindum hennar eöa tíunduðu líöau hennar á vaktstöðu fyrir framan sjúkrabúsið, eins og venj- an er þegar verið er að plokka óæsklleg ber ór neflnu á Ronaid Reagan, eöa ef önnnr stórniemti iiggja á sjúkrahúsi. Hættulegur mannfjöldi Allur var þessi þáttur sérstak- iega tilgerðarlegur og fákænn í framsetnlngu nema þegar upptal* in voru atriðí sem vert er að hafa í huga, eins og mengnn, nppsöfnun á rusli og eyðing ósónlagsins. Þessí atrifti, fyrir utan aukinn hita, stefna jörðinni I nokkra hættu, hvort sem Itún fer að hrenna á fólki eftir eina öld eða tvær aidir. En grunnatriðinu var aivcg sleppt úr umræöunnii þættinum. Mann- fjölgunin ein og scr og iðnvæðing- in scm af henni befur icitt, er auð- vitað mesti örlagavaldurinh. Spurning er hvort mannijölgunin er ekki roesti mengunarvaldurinn. un á jörðinni er komin í gegnum hendur manna. Jörftiu og jarðar- efnin eru kjjúin dag og nótt til hins ýtrasta til að skila af sér matvæl- um og tæknivörom handa mann- inum, og aukinn mannfjöldi kveð- ur stööugt á um meiri framieiösiu á neysluvarningi og iðnvarningi. Ofgnótt allra hluta Af þessum ástæðum er eins gott að maöurinn, íbúi jaröarinuar. hæfti að tala um óhjákvœmilega mengun, setn öll fylgir manna- byggð. Maðurinn gctur kannski sóðað eitthvað minna í kringum sig en hann gerir. £n á meftan hann fruðsar í ofgnótt alira hluta er ekki von á öðru, cn regnskóg- arnir haldi áfram að eyðast, óson- iagið haldt áfram að stækka, og borgir kafni i sorpi, eíns og þær eru byrjaöar að gera, eins og t.d. New York. Verði ekki spornað með öilum ráðnm við mannfjöig- nn, í stað þess að óhjákvæmileg haiiæri verði iátin sjá um fækkun- ina, munn næstu áratugir og aldir við mengun jarðar. Tilraunlr mannsins til að snúa dæminu við getur aldrei orðið annað en kákið eitt á meðan hann sér sjálfur um að auka menguoina nteö tilvist sinnl og stanslausri fjölgun, sem þegar er komin á hælf umörk. Aflahlutur Alþýöuflokksins Miklir happadrættir komu i hlut Al- þýðuflokksins í róðrinum mikla sem farinn var til atkvæðaveiða í borgar- stjómarkosningimum í Reykjavík. Pressan, sem geíin er út af Alþýðu- blaðinu, skýrir sigri hrósandi ftá því að stórhvelin Aðalsteinn Hallsson og Hrafh Jökulsson hafi gengið til liðs við Alþýðuflokkinn. Málgagn flokks- ins notar orðalagið „einstök atvik“ um að tveir menn af lista Nýs vettvangs ætli að gerast kratar. Sigurvegarinn Olína og vettvangs- formaðurinn Ragnheiður keppast við að sveija Alþýðuflokkinn af sér og vilja ekkert af honum vita og verða alveg aldeilis hlessa þegar ringluð fjölmiðlafrik reka hljóðnema upp að andlitunum og fara að spyija um tengsl krataflokksins og þeirrra eigin framboðs. Það er varla að þær hafi nokkru sinni heyrt Alþýðuflokkinn nefndan. Hins vegar er mikið rætt um fijálslyndi og umbótasinnu, rétt eins og einhver viti hvað það orða- gjálfúr þýðir. Kristín týnd? Eign Alþýðuflokksins, Pressan, er annars sármóðguð út í sjónvörpin fyr- ir að sýna Ragnheiði formanni litla at- hygli og virðingu að kvöldi kosninga- dags. Þá var talað við alla flokksfor- menn nema hana. Þess í stað var Óskari ritstjóra Þjóð- lífs flaggað og þykir Pressu það mikil ótiðindi. Vandlega er tíundað í mál- gagninu að Óskar er sambýlismaður Kristínar A. Ólafsdóttur, boigarfúll- trúa Alþýðubandalagsins og Nýs vett- vangs. Málgagnið spyr í heilagri for- undran hvort Óskar þessi sé í ein- hveiju sérstöku forsvari fyrir Nýjan vettvang. Annars er ástæða til að spyija, hvar var Kristín A. Ólafsdóttir alla kosn- ingabaráttuna og hvar hefúr hún verið falin síðan hún var kosinn boigarfúll- trúi í annað sinn? Kommamir eru famir að hrista af sér drungann eftir kosningamar og em að ná áttum á ný. Æskulýðsfylkingin kom saman í fyrrakvöld og samþykkti vantraust á stjómina og kýs sér aðra þóknanlegri eftir tvær vikur. Ólína. Kristín. Fylkingarfélagar hafa komist að því, að Birting og Nýr vettvangur hafi með tiltektum sínum í borgarstjómar- kosningunum veikt stöðu Alþýðu- bandalagsins og að Æskulýðsfylking- in hafi veikt tiltrú á Æskulýðsfýlking- unni með daðri við fijálslyndi rauðu villuljósanna. Nú á að rusla til og koma lagi á hug- myndafhæðina á nýjan leik. Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur hélt aðalfúnd í gærkvöldi og skýrði Þjóðviljinn ftá því í gærmorgun að þar yrði skipt um stjóm og hver yrði formaður. Enginn í nýju stjóminni er úr Birt- ingu og hafði Þjóðviljinn það á hreinu að hreinsanimar mundu gagna prýði- lega og flokkshollusta félaganna verða ótvíræð eftir aðalfúndinn. Kristín fundin Þjóðviljinn er fúllur upp með vanga- veltur um hvað hafi eiginlega komið fyrir í pólitíkinni og hvemig eigi að túlka úrslit og ummæli. Auðvitað má reyna það, en Þjóðvilj- inn og aðrir ættu að varast að reyna að fá neina vitræna niðurstöðu út úr þeim orðabelg öllum og uppákomum. ,Æg hef sagt mig úr Alþýðubanda- laginu í Reykjavik en er áftam félagi í Birtingu og þar með í Alþýðubanda- laginu. Eg er heldur ekki á leið inn i Alþýðuflokkinn og hafna því fúll- komlega að ég sitji í boigarstjóm fyrir þann flokk,“ er haft eftir Kristínu A. Ólafsdóttur. Þjóðviljinn er súr yfir að Jón Baldvin er að eigna sér Nýjan vettvang og em málin hin flóknustu í allri einfeldni sinni. Eins og sjá má á ofangreindri tilvitn- Ragnheiður. Jón Baldvin. un er ekkert eðlilegra en að Kristin sé í Alþýðubandalaginu þótt hún sé búin að segja sig úr Alþýðubandalaginu og þar af leiðandi er hún ekld á leið inn í Alþýðuflokkinn þótt Alþýðuflokkur- inn standi að baki kosningu hennar í borgarstjóm. Auðskiljanlegt, ekki satt? Alþýðublaðið segir Alþýðuflokkinn hafa stóreflt vígstöðu sína í Reykjavík með því að missa frambjóðanda sinn út úr borgarstjóm. Sigurinn felst í þvi að Alþýðubandalagið er ekki lengur í forystu andstöðunnar gegn íhaldinu. Þessi skýring var gefin áður en Krist- ín upplýsti að hún væri áftam virkur félagi í Alþýðubandalaginu af því að hún er búin að segja sig úr Alþýðu- bandalaginu og að í vorhreingeming- unum verður stjómum ABR og Æskulýðsfylkingarinnar sópað út, og allir viðkomandi keppast við að upp- lýsa að síst af öllu standi til að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn, nema þeir Hrafn og Aðalsteinn. Jón Baldvin þreytist ekki á að sann- færa landslýð um að Nýr vettvangur sé brú frá Alþýðubandalagi yfir í Al- þýðuflokk. Sú skoðun virðist eiga harla lítinn hljómgrunn vægast sagt. En Ólína og Ragnheiður flokksfor- maður ganga vonglaðar í broddi fylk- ingar blaðrandi um fijálslyndi og um- bætur og em engum háðar, síst af öllu flokknum og þeim kjósendum hans sem lyftu þeim upp á sigurhæðir illa grundaðrar nýjungagimi. En - eftir situr hlass á eigin rassi - svo vitnað sé til fleygrar ljóðlínu eins þjóðskálda okkar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.