Tíminn - 01.06.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.06.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 1. júní 1990 ■ÚR VIÐSKIPTALÍFINU Hyllingar efnahags legs jafnvægis Áhugamönnum um atvinnumál mun þykja forvitnileg nýútkomin stutt bók eftir Sir John Hicks heit- inn, A Market Theory of Money (Markaðskenning peninga). í rit- dómi sagði Times Literary Supple- ment 18. maí 1990: „Fyrir daga Keynes, eins og Hicks bendir á, hafði það verið forsenda að í efna- hagslífi segði til ,jafnvægis til langs tíma“, sem það hrykki upp og niður fyrir, en þeim frávikum væru naum mörk sett. Það jafnvægi til langs tíma sem peningar ættu engan hlut að ákvarðaðist í einum eða öðr- um skilningi af samspili framboðs og eftirspumar. I Alhlítu kenning- unni, sem út kom 1936, hélt Keynes því fræðilega máli fram að mark- aðsöfl sem til segði í hagkerfi pen- ingaviðskipta kynnu að koma á jafnvægi sem einkenndist af ótíma- bundnu atvinnuleysi. Margar ríkis- stjómir féllust á að þær gætu og þeim bæri þess vegna að halda uppi fullri atvinnu með því að hafa stjóm á eftirspum. Erfitt er að segja til um hvers vegna hinu „keynesiska sam- mæli“ lauk einmitt er því lauk. Að vísu var það svo að fræðimenn í há- skólum höfðu nartað í það og eftir um tuttugu og fimm ár hafði áhrifa- valdi Keynes þorrið fræðilegur máttur að áliti hagfræðinga sem unnu í krafti nýklassískra lærdóms- setninga. Að sögn James Tobin er „dómur sögunnar" að Keynes hafi mistekist. Höfuðverkin, sem á það ráku smiðshöggið, tel ég vera Mon- ey, Interest and Prices eftir Don Patinkin, sem upphaflega kom út 1956, og tvær mjög hugvitsamlegar greinar eftir Franco Midigliani sem birtust 1944 og 1963.“ Fáfnir CITICORP Citicorp, sá 178 ára gamli banda- ríski banki, hafði um nokkur ár ver- ið talinn stærsti banki heims 1986 er hann vék úr því sæti en hann var 1989 talinn sá tólfti stærsti. Citic- orp hefúr haslað sér víðari völl en nokkur annar banki: Hefur 2200 útibú í 89 iöndum. Og Citicorp hef- ur fleiri viðskiptamenn en nokkur annar banki: 20 milljónir í heimi öllum; um 8 milljónir þeirra í Evr- ópu, um 1 milljón í Asíu. Um þess- ar mundir er Citicorp að auka um- svif sin á Italíu og í Grikklandi. Allar ferðir eru ekki til fjár. Citic- orp rasaði um ráð fram á peninga- markaðinum í London í „Hvellin- um mikla". Eftir afturkippinn 1987 lokaði Citicorp verðbréfasölu sinni í London við 65 milljóna $ tap. Cit- icorp tefldi líka á tvær hættur í lán- um til lítt þróaðra landa. Nema þau lán hans 8,4 milljörðum $. Hefur Citicorp nú afskrifað (eða myndað varasjóð gagnvart) 4 milljörðum $ þeirra. í fyrra, 1989, fékk Citicorp ekki greidda vexti af lánum sínum í Brasilíu, um 250 milljónir $, og minnkaði arður bankans á árinu af þeim sökum um 73% eða niður í 498 milljónir $. Citicorp hefur veitt stór lán til að- ila sem stundað hafa uppkaup fyrir- tækja á hlutabréfamörkuðum og mun hafa þolað tap af gjaldþroti Robert Campeau, kanadísks höndl- ara á því sviði, í janúar 1990. Lán Citicorp til fastcignakaupa jukust um 112% 1989, en þau þykja gefa litið af sér. Um það sagði Time 21. maí 1990: „Af þeim sökum færði stöðumats-þjónusta Standard & Po- or niður 30 milljarða dollara lán Citicorp." Síðustu ár hefur Citicorp líka gengið ýmislegt í haginn, einkum á sviði neytendalána (consumer banking business) í ýmsum lönd- um. Til dæmis keypti Citicorp 1983 Citibank Espana af Banco Levante. Var sá banki þá metinn á 43 millj- ónir $, en nú á 1,2 milljarða $. — Þá hefur Citicorp, - - jafnvel öðrum bönkum fremur, meira að segja, — lagt mikið upp úr tölvuvæðingu. Að nokkru leiti af þcim sökum hefur hann enn mest gjaldeyrisviðskipti allra banka heims. D.K.B. Dai-Ichi Kangyo (D.K.B.) hefúr undanfarin fjögur ár verið talinn stærsti banki í heimi og nam arður hans 1988 um 1,5 milljörðum $. D.K.B. er enn að miklu leyti jap- anskur viðskiptabanki. Spamaður í Japan er mikill þótt innlánsvextir hafi til skamms tíma verið lágir og vaxandi sakir uppgangs atvinnulífs undanfarna áratugi. Þess hafa jap- anskir bankar notið. D.K.B. var myndaður 1971 viö samruna Dai- Ichi Bank og Nippon Kangyo Bank. D.K.B. hefur útibú í 29 löndum. í fyrra kcypti hann meirihluta í C.I.T., fjársýslu-banka á vegum Hanover Manufacturer’s Corp. I Evrópu hefur D.K.B. (enn sem komið er) minni umsvif en ýmsir aðrir japanskir bankar, svo sem Sanwa Bank. Fáfnir Markaður bóka á enskri tungu Fjölmörg ensk og bandarisk forlög komust á níunda áratugnum og fyrr í eigu auðfélaga en að vonum hafa þau ekki haft tekjur af útgáfu bóka. Frá 1965 til 1975 jókst sala bóka í Band- adaríkjunum kringum 25% og aftur frá 1975 til 1985, en undanfarin ár hefúr hún nálega staðið í stað þar- lendis. Sata bóka i Bandarikjunum nam 1989 um 15 milljörðum dollara að sögn Economist 7. apríl 1990 og á Bretlandi um 4 milljörðum dollara. Af þeirri bóksölu í Bandaríkjunum 1989 nam hluti skóla-, fræði- og handbóka um 60% eða um 9 millj- örðum dollara en á Bretlandi um 50% eða um 2 milljörðum dollara. Að sögn stórs bresks forlags stóð ínnbundin bók undir sér með sölu 2000 eintaka árið 1985 en nú ekki fýrr en að seldum 3.500 eintökum. Aður stóð kilja undir sér með sölu 5.000 eintaka en nú ekki fyrr en að seldum 15.000 eintökum. Nú krefj- ast bókabúðir í Bandarikjunum 50% af söluverði bókar en fyrir nokkrum árum 40%. Á Bretlandi fær W.H. Smith, stærsta bókaverslun landsins, 48% af söluverði bókar. Fyrir nokkrum árum nam auglýs- inga- og annar dreifingarkostnaður forlags vegna bókar að jafnaði um 10% af tekjum þess af sölu hennar, en nú um 15%. Jafnframt hafa höf- undarlaun yfirleitt bækkað upp í 15% af sölutekjum forlags af bók en voru fyrir nokkrum árum 10%. Á móti kcuiur aö nokkru lækkun prcnt- kostnaðar sem nú nemur 10% af kostnaði forlags af bók í stað 15% áður. Á síðustu 40 árum hefur bóksala tekið miklum breytingum í Banda- ríkjunum og á Bretlandi. „Eftir styij- öldina flykktustu Bandaríkjamenn í báskóla og eftirspum eftir bókum jókst. Bóksölur umbreyttust í versl- anakeðjur og sem aðrar smásölur fylgdu þær á eftir viðskiptamönnum sínum úr miðborgum út í markaðs- stræti í úthverfi. Waldenbooks, stærsta bókaverslun Bandaríkjanna, hefúr nú 1200 búðir.“ Stígandi. FISKIRÆKT Risaeldiskvíar úti fyrir Noregi Á sínum tíma þegar í undirbúningi var í Noregi að koma fyrir öflugu fiskeldi úti fyrir strönd landsins var talið að það gæti ekki staðist vegna þeirra reglna sem gilda í Noregi um leyfi til stöðvarreksturs og umfang fiskeldis á hveijum stað. Sem dæmi um stærð hennar má geta þess að heildarleyfi til fiskeldis í öllu Norð- urlandshéraði í Noregi hafði svipað heildareldisrými og risaeldisstöðin. Þessi risakvíaeldisstöð var sett í sjó utan 4 mílna frá ströndinni 1988, úti fyrir Væreyju, sem er í Lofoteneyja- klasanum í Norður-Noregi. Stöðin er byggð upp á þremur 60 metra netkví- um, fjórum 80 metra kvíum og 20 stk. 200 metra netkvíum (ummál). I netkvíamar voru síðan sett göngu- seiði til að ala upp í matfiskastærð. Við stöðina hefúr verið lagt skipi sem er vel búið tækjum og öðmm búnaði til að sinna fiski með fóðran og hirða um eldisbúnaðinn. Þegar hér var komið sögu sögðu menn að verið væri að fara í kringum þær reglur sem gilt hafa í Noregi og fyrr var getið. Niðurstaða í þessu máli er loks komin. Sjávarútvegs- Laxanetkvíar í Skotlandi. ráðuneytið gaf út úrskurð fyrir skömmu að risaeldisstöðin á hafi úti væri lögleg en hún er 282 þúsund rúmmetrar, en til þessa hafði verið talið að 12000 rúmmetrar giltu í þessu efni. Það er fýrirtækið UFN sem stendur fýrir þessari starfsemi. UFN hefúr verslað með ýmsan búnað til fiskeld- is og er eins konar þróunarfélag á því sviði. Áður en stöðin við Væreyju var komið á flot hafði MOWI, sem við íslendingar þekkjum vel til, ári áður komið fýrir í sjó stórreldiskvía- stöð sem hafði eldisrými er nam 36.000 rúmmetmm. Risaeldisstöðin úti fýrir Væreyju, með kvíamar, ernýjung í Noregi sem á eftir að sanna getu sína. Fróðir menn telja að ef þessi tilraun heppn- ist muni hefjast nýtt tímabil í sögu kviaeldis í Noregi. eh. Heimild: Nordisk Aquakultur. Af færeysku laxeldi Á fúlltrúaráðsfúndi færeyskra fisk- eldismanna, sem haldinn var fyrir skömmu í Þórshöfn, sagði vísinda- maðurinn Andreas Reinert að ástand fiskeldismála í Færeyjum væri svip- að því að verið væri að byggja raðhús og í öðmm enda þess logaði cldur glatt en í hinum endanum væm bygg- ingarmenn að störfum án þess að hirða um að slökkva eldinn. Frá fúndi þessum er skýrt í seinasta hefti Norsk Fiskeoppdrett, en þar er þess getið að Færeyjar séu þriðja mesta framleiðslulandið með Atl- antshafslax í eldi. Miklar umræður urðu á fundinum í Færeyjum um ástandið í fiskeldi og framtíðarhorfúr í greininni. I Færeyjum hefúr verið skortur á seiðum og talið að gæði þeirra sem sett em í kvíar til áframhaldandi eld- is séu slök. Seiðaffamleiðslan hefúr skilað hagnaði en matfiskaeldið hef- ur verið rekið með tapi. Undirboð Norðmanna á mörkuðum var rætt en borist hafði orðsending frá Skotum sem kvörtuðu mjög und- an þessum vinnubrögðum. Einnig létu Skotar í ljós óánægju sina með undirboð sem þeir töldu að Færey- ingar hefðu framkvæmt að undan- fömu með sölu á ódýmm eldislaxi til Hanstholm og Bremerhaven í Þýska- landi og sögðu í athugun málaferli á hendur þeim vegna þess. Talið er að staðsetning eldiskvía í Færeyjum sé ákaflega óhentug með tilliti til sjúkdómavama og umhverf- isvemdar. Mikið sé notað af lyfjum og að undanfomu hafa verið gerðar tilraunir með að finna leiðir til að bæta ástandið í þessum efnum og öðmm vanda sem menn standa ffammi fýrir með fiskinn. Opinberir aðilar hafa reynt að íþyngja ekki fiskeldinu með gjöld- um. Fiskeldið hefúr hingað til ekki skilað nettóhagnaði. Árin 1987 og 1988 var rekstur í jafnvægi með tekj- ur og gjöld. Lán til fiskeldisfýrir- tækja i Færeyjum hafa til þessa num- ið sem svarar til 6,5 milljarða íslenskra króna og fjárþörfin næstu árin er talin muni nema 1,9-3,7 millj- örðum króna. Framleiðslan í Færeyjum á eldislaxi var 1989 um 8.500 tonn og horfúr fýrir 1992 em 10.500 tonn. Laxeldið í Færeyjum er ákaflega mikilvægt þar sem það stendur undir 20-30% af útflutningstekjum landsins og er meira en 10% af brúttó þjóðartekjum Færeyinga. eh. Góðir tímar framundan í fiskeldi fyrir þá sem standa rétt að málum Að undanfomu hefur vandi steðjað að öllu laxaeldi. Mjög fáir aðilar á þessu sviði skiluðu hagnaði fýrir árið 1989. Ýmsir munu glíma við vand- ann áfram og sumir þeirra ættu að hætta starfseminni áður en þeim blæðir út. Þetta segir þekktur skoskur sérfræðingur í fiskeldi, dr. Ted Need- ham, í grein sem birtist nýlega í tíma- ritinu „Fish Farmer". Dr. Needham telur að fiskeldismenn þutfi að byggja ve\ að fiskeldinu á tí- unda áratugnum og mikilvægi þess að heilbrigði sitji í fyrirrúmi. Til þess að svo verði þurfi menn að huga að nýjum Mutum og vera tilbúnir að fullnægja kröfum sem gerðar séu til ffamleiðslunnar. Þeir sem bregðist rétt við í þessu efni muni hagnast vel á fiskeldinu. Meðal þess sem dr. Needham rifjar upp er hvemig menn í Skotlandi hafi fýrir tíu ámm spáð þeirri þróun í fisk- eldi að það yrði með þeim hætti að fáir stórir og sterkir aðilar myndu taka yfir fiskeldið. Þetta hafi ekki gengið eftir, heldur hafi komið marg- ir smærri aðilar til starfa í greininni. Þama séu á ferðinni eigendumir sjálfir sem hafi reynst þeim vanda vaxnir að hirða um fisk með þeim hætti sem skili árangri. Hliðstætt því sem gerist almennt í landbúnaði, hafi smærri búin yfirleitt spjarað sig betur en stórar einingar. Stærri fýrirtæki hafi átt erfitt með að ná sama árangri og eldisbóndinn. Greinarhöfúndur telur að þessi þróun muni halda áffam á næstu ámm og upp muni rísa fleiri og fleiri minni eldisstöðvar. Needham segir að hver eldisstöð sé annarri ólík, með sínu sniði og starfs- menn hafi sínar aðferðir með eldið. Ein stefna, hin eina rétta, sé ekki til í þessum efhum. Greinarhöfundur vitnar til þess aö formaður i einni af stóm eldisstöðv- unum hafi bent á að mesti vandi margra stöðva séu sjúkdómar í fisk- inum. Þessu svarar dr. Needham á þann veg að mesti vandinn sé sá að eldismenn í þessum stöðvum sinni ekki fiskinum nógu ve\, hann sé iUa fóðraður. Þetta sé gott dæmi um skort á nægilegu eftirliti og umhirðu fisks- ins í stómm stöðvum. Stjómun sé þar áfátt. Needham ætlar að samstarf þurfi að verða meira í framtiðinni með þeim aðilum sem vinna að fiskeldinu, allt frá seiðaffamJeiðslunni til loka mat- fiskeldis, þ.e. seiðaframleiðandi eigi að taka meiri ábyrgð á eldi seiða í sjó en hingað til hefúr tíðkast. Þá þurfi fóðurffamleiðandi að styðja betur við bakið á eldinu en að vera einungis sá aðili sem þeir skuldi fóður og tryggi sem best að reikningar verði greiddir. Needham telur að smáum sjálfstæð- um stöðvum muni fara fjölgandi á næstu ámm þar sem eldisbóndinn á sjálfúr landið og sinnir eldinu. Þá muni samstarf fiskeldisaðila fara vaxandi með fiWiti fi\ fóðuröflunar og tækja og sölu afurða, ermuni leiða til aukins hagræðis og bctri þckkingar í greininni sem skila muni betri út- komu í heitd. Þá telur Needham að skapa þurfi nýja ímynd fiskeldis hjá almenningi, ekki síst þar sem græna byltingin muni halda áfram. Itreka þurfi að þetta sé ekki einvörðungu atvinnu- grein er skapi störf og færi heim tekj- ur, heldur líffænn atvinnuvegur sem byggi á jafhvægi í náttúrunni. Fiskur- inn sé alinn í heilbrigðu umhverfi. Fari svo, sem dr. Needham væntir, mun ganga í garð betri tíð fýrir fisk- eldi en verið heíúr að undanfómu og atvinnugreinin skila góðum hagnaði. eh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.