Tíminn - 09.06.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.06.1990, Blaðsíða 10
18 J| HELGIN Laugardagur 9. júní 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Ecuador er einstaklega friðsælt og fallegt land á vesturströnd Suð- ur—Ameriku. Þess er sjaldan getið í heimsfféttum nema vera kunni að eld- fjall gjósi þar cða jarðskjálftar ríði yf- ir. Ríkisstjómin er styrk í sessi og skæruliðastarfsemi eins og í ná- grannalöndunum Perú og Kólumbíu ér óþekkt í Ecuador. Snemma árs 1987 barði þó dauðinn að dyrum í tveimur stærstu borgum landsins, höfuðborginni Quito, sem stendur í rúmlega 3.000 metra hæð og hafnarborginni Guayaquil, ásamt mörgum þorpum í Andesfjöllum og litlum hafnarbæjum. Þá gerðust at- burðir sem aldrei gleymast. Líf fólks var sem martröð meðan morðinginn lék lausum hala. Hann nauðgaði, kyrkti og brytjaði stundum niður fómarlömb sín sem öll voru telpur á aldrinum 7 til 12 ára. Það hófst á sjóðheitu föstudagssíð- degi þegar þrítug kona af ættum hvítra og indíána kom á lögreglustöðina við strandgötuna í Guayaquil og til- kynnti hvarf sjö ára dóttur sinnar, Mörtu Suarez. Konan var ekkja og átti þijú böm. Hún var ein þeirra sem drýgðu litlar tekjur með því að selja ferska ávexti á útimarkaðnum í mið- borginni. — Marta hjálpar mér alltaf með því að setja vörumar í poka fyrir við- skiptavinina, sagði konan við Gonza- les rannsóknarlögreglumann, þrek- vaxinn indiána sem varla glitti í fyrir þykkum vindlareyk. —Það var lítið að gera í morgun svo Marta fór að leika við kunningja sína við blóma- sölupallinn. Það liðu nokkrar klukku- stundir þangað til ég áttaði mig á að hún var horfín. Gonzales skrifaði hjá sér lýsingu á telpunni og fúllvissaði móðurina um að hann skyldi annast málið sjálfúr. Þau urðu síðan samferða á markaðs- torgið. Þar var mikið líf og tugir tötra- legra bama voru eins og mý á mykju- skán alls staðar að selja lottómiða, kúlupenna, sígarettur og alls kyns smádót. Konumar stugguðu flugum frá matnum sem var fjölbreyttur. Þama má kaupa hænsni, fisk, brauð, ávexti, teppi úr alpakka—ull, boli frá Taiwan og eldsteikta naggrísi sem hafa þótt lostæti á þessum slóðum síðan í tíð Inka. Móðir Mörtu vísaði Gonzales að blómapallinum og þar talaði hann við blómasölukonuna sem minntist þess að hafa séð Mörtu að leik með sínum tveimur strákum en viðurkcnndi að hafa ekki hafl auga með hverri hreyf- ingu þeirra. Konan kallaði á syni sína sem sögðu að Marta hefði orðið leið á að vera í feluleik milli söluborðanna og farið. Þeir höfðu síðast séð hana tala við mann sem seldi blýanta. Drengimir lýstu blýantasalanum sem meðalmanni, ffemur ljósum á hörund með svart hár. Sú lýsing mun eiga við rösklega 60% af tveimur milljónum íbúa Guayaquil sem flestir em mestísar, þ.e. afkomendur hvítra manna og indíana. Þar sem fjölmargir selja á markaðnum án leyfis var engin leið að hafa uppi á manninum. Fyrsta líkið finnst Næstu daga færði lögreglan fjölda götusala til yfirheyrslu en án árang- urs. Til að gera illt verra var tilkynnt um hvarf tveggja annarra telpna á næstu þremur vikum. Báðar höföu síðast sést í grennd við útimarkaðinn. Mánuði eftir hvarf Mörtu litlu Suar- ez kom auðugur kaffiræktandi í of- boði á lögreglustöðina og tilkynnti um skelfilegan fúnd srnn. Hann bað- aði óðamála út öllum öngum meðan hann lýsti hryllingnum: —Eg ók eftir þjóðveginum skammt sunnan við borgina á leið til Playas þar sem ég ætlaði að eyða helginni á ströndinndi með vinafólki. Allt í einu fór vélin að hósta og svo drapst á bíln- um. Ég fór út til :.ð aðgæta þetta og þegar ég lyfti vélarlokinu sá ég út undan mér að eitthvað lá í vegar- skurðinum. Fyrst hélt ég að þetta væri tuskuhrúga en við nánari aðgæslu kom í ljós að þetta var limlest lík lít- illar telpu. Blái kjóllinn hennar var gegndrepa af blóði. Maðurinn fékk sér far með næsta bíl til baka og tilkynnti lögreglunni um fúndinn. Gonzalez spratt upp, kallaði til Borja lögreglulækni, sjúkrabíl og dráttarbíl. Hann bauðst til að aka kaffikóngnum aftur á staðinn. Innan fárra mínútna geystist lestin eftir þjóðveginum ásamt vælandi lög- reglubílum og bifhjólum. Klukkan var fimm þegar komið var að bilaða bílnum. Meðan lögreglan girti svæðið af setti Borja læknir líkið á teppi og skoðaði það. Hann fúllyrti að telpan heföi verið látin í meira en tvo sólarhringa og eftir jarðvegi á föt- unum að dæma heföi hún verið grafin í grunnri gröf en að líkindum hefði flækningshundur grafið hana upp og dröslað henni þangað sem hún fannst. Líkið var síðan vafið í teppið og sent til rannsóknar með sjúkrabílnum. Eftir ítarlega rannsókn á líkinu sagði Borja, sem var reyndur í starfi sínu, að á 15 árum hefði hann ekki séð neitt þessu líkt. Telpunni hafði verið nauðgað hrottalega, hún barin og síð- an skorin á háls með sveðju. Skurður- inn náði eymanna milli og læknirinn fékk gæsahúð við að lýsa skelfingar- svipnum á litla andlitinu. Þótt svæðið væri rannsakað ná- kvæmlega hafði morðinginn ekki skilið eftir minnstu vísbendingu. Það eina sem fannst var sælgætisbréf sem var vandlega pakkað í plast og flutt á stöðina. Aðstandendur telpnanna sem horfið höfðu voru kallaðir til að bera kennsl á líkið og þegar móðir Mörtu sá það, rak hún upp skelfingaróp og hneig í fang læknisins Telpur hverfa víðar Nú var öll áhersla lögð á að finna týnda blýantasalann. Óeinkennis- klæddir lögreglumenn voru á mark- aðstorginu en að leita að einum manni þar var álíka og þetta með nálina í heystakknum, nær ómögulegt. Gonzalez haföi samband við lög- regluna í Quito til að vita hvort nokkrir fangar hefðu sloppið úr ríkis- fangelsinu. Til frekara öryggis voru myndir af telpunum þremur sendar dagblöðum í nokkrum nálægum borgum. Nánast samstundis hringdi Pablo Andrade, lögreglufúlltrúi í Quito, og sagði Gonzalez að tíu ára telpa hefði horfið þar þemur mánuðum áður. —Hún hét Carmela Ruiz og líkið fannst í grunnri gröf fyrir hálfúm mánuði, sagði hann. -—Henni haföi verið nauðgað og síðan var hún bók- staflega söxuð niður með sveðju. Morðinginn gengur enn laus og við höfúm engar vísbendingar. Telpan var munaðarlaus og hafði í sig með þvi að selja Iottómiða á vikulegum markaði í Quito. Lögreglufulltrúinn hikaði en sagði svo: —Það er engu líkara en við sitj- um uppi með Kobba kviðristi á ný. I stað vændiskvenna eru fómarlömb hans saklaus böm. Við verðum að finna hann og það strax. Vikumar urðu að mánuðum og böm héldu áfram að hverfa. Lík átta ára telpu fannst í ruslatunnu og annað á ruslahaugum í útjaðri Guayaquil. í Riobamba fúndust tvö telpnalík í gmnnum gröfum á akri. Öll fómar- lömbin höfðu verið skorin, barrn og þeim nauðgað. Þegar blöð víðs vegar um landið fóm að Qalla um mannskrímslið sem gekk laust tóku foreldrar að halda bömum sínum heima og borgarar mynduðu varðsveitir. Konur hringdu til að gefa skýrslu um allar ferðir sínar. Borgin sem í ferðamannabæklingum er köll- uð „Perla Kyrrahafsins" var nú í greipum óttans. Blöðin kröfðust þess að morðinginn næðist áður en hárbeitt sveðja hans yrði reidd til höggs á ný. Gestir í Guayaquil sjá borg sem Rita Moya var ein þeirra sem lét lokkast út í fenin með blíðmálgum manni sem iofaði henni góðgæti. reynir óðfluga að tileinka sér ffamfar- ir og menningu 20. aldar. Þar em miklar breiðgötur með útikaffihúsum, stórir almenningsgarðar, íburðarmikil hótel og glæsilegur flugvöllur. Olíu- og sykurhreinsunarstöðvar, steypu- stöðvar, bmgghús og aðrar verk- smiðjur liggja í röðum á bökkum Guayas—árinnar sem rennur í Kyrra- hafið. Skammt suður með ströndinni em Playas og Salinas þar sem auðugir innfæddir og ferðamenn spóka sig bæði á fallegum sandströndum og spilavitum. Sælgætisbréf eina vísbendingin En eins og í öllum stórborgum er þama til sú hlið mannlífsins sem ferðamenn komast sjaldan í snertingu við. í útjaðri Guayaquil em ein hörmulegustu fátækrahverfi í heimi, þar sem fátæklingar búa næstum ofan í fenjaskóginum í krossviðarkofúm með pálmablaðaþökum. Á regntím- anum úir þar og grúir af moskítóflug- um og öðrum hvimleiðum kvikind- um. Þrátt fyrir fátæktina em glæpir fátíð- ari í Guayaquil en flestum öðmm stórborgum í Suður—Ameríku. Þótt kókaíni ffá Bólivíu, Perú og Kólumb- íu sé iðulega smyglað um borð í skip á Guyaya—ánni með stefhu á Evrópu eða Bandaríkin, segja íbúar Ecuador að þeir flytji það bara út en neyti þess ekki. Veskjaþjófnaðir og innbrot em al- gengir glæpir og ofbeldisglæpir eiga oftast rætur að rekja til fátæktarinnar, skapofsa eða stjómmálalegra hefnda. Þegar slíkt er uppi á tengingnum er oftast gert ráð fyrir að glæpamaðurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.