Tíminn - 09.06.1990, Blaðsíða 12
20
HELGIN
Laugárdagur ð! júní 1990
Séra Ágúst Sigurðsson:
Landar á Hafnarslóð
r
Aslaug
Svane
Dóttir hjónanna Matthíasar Ásgeirs-
sonar frá Svarthamri við Álftafjörð
(1893-1946) og Sigríðar Gísladóttur
frá Álftamýri við Amarfjarðarströnd
(1896-1987), fædd á ísafirði hinn 20.
júní 1924, en þar var faðir hennar
sýslufulltrúi og síðar skattstjóri og
bjuggu foreldrar hennar nær allan
sinn búskap á Isafirði. Tók Áslaug
gagnfræðapróf heima og vann í
nokkur ár á skattstofunni þar, en á ár-
unum 1946-1949 starfaði hún á skatt-
stofunni í Reykjavík, en þar var unn-
usti hennar við læknanám, Hans
Albert Svane. Er hann hafði lokið
prófi og verið settur héraðslæknir í
Ögur- og Hesteyrarhéraði í byrjun
árs 1949, giftust þau og settust að í
Súðavík. Er Hans læknir fæddur í
Ærö í Danmörku, skammt suður af
Fjóni, þar sem faðir hans var lyfsali,
síðar í Stykkishólmi og svo á ísafirði
og var Hans aðeins 4 ára þegar for-
eldrar hans fluttu til Islands. Nam
hann þar allan sinn skólalærdóm og
er ávallt mikill íslandsvinur og raun-
ar mjög íslenskur í lund og hætti.
Eftir 9 mánaða dvöl í Súðavík fóm
ungu hjónin til Danmerkur þar sem
Hans Svane hefur stundað læknis-
störf síðan nema 1960-1961 er hann
sótti framhaldsnám í kvenlækningum
til BNA og vom þau þar í Buffalo í
NY. Nú er hann yfirlæknir á bæjar-
spítalanum í Nyköbing á Sjálandi.
Þau hjón slitu samvistir og býr Ás-
laug á Friðriksbergi í Kaupmanna-
höfn og hefur starfað á Stofnun Áma
Magnússonar við Hafnarháskóla írá
1971. Hún er fyrsta skrifstofustúlkan
sem ráðist hefur til safnsins og er nú
aðstoðarmaður við þessa sögufrægu
og merku stofnun.
Áslaug er mikill lestrarhestur og un-
ir sér best innan um bækur, gjama
gamlar og góðar, ojg nýtur hún sín því
vel í starfmu í Amasafni og með
skemmtilegum fræðimönnum og
menningarfólki. I ffístundum mótar
hún kcramikmuni og málar, auk þess
sem hún er einn sjálíboðaliðanna
sem annast íslenska bókasafnið í
Húsi Jóns Sigurðssonar og tekur þátt
í félagsstarfi landa sinna í Höfii, vin-
sæl og virt.
Dætur Áslaugar og Hans læknis em
3 og em 2 þeirra búsettar í Dan-
mörku: doktor Bjamey Birna í Hró-
arskeldu og Frida lögfræðingur í
Kaupmannahöfn, en Ellen Marie er
meinatæknir á sjúkrahúsinu í Mosjö-
en í Norður-Noregi. Allar em dæt-
uraar giftar og em bamaböm Áslaug-
ar 7.
Inna
Halmung
Hið íslenska nafn hennar er Jónína
Sigurlaug Jónsdóttir og er hún fædd
hinn 23. maí 1903 á Núpi í Laxárdal í
Vindhælishreppi, sjöunda bam for-
eldra sinna, hjónanna Jóns Jónatans-
sonar ífá Marðamúpi í Vatnsdal og
Bjargar Jónsdóttur er var systir Hjör-
leifs þess er margir kannast við undir
nafninu Marka- Leifi, en hann var
fróðastur manna um sína daga um
fjármörk á landinu. Vom þau systkin
langafaböm Ólafs Andréssonar í
Valadal en böm hans vom 24 og af-
komendur margir.
Jónína ólst upp á Mýram í Refasveit
að mestu til 10 ára aldurs, en síðan á
Bergsstöðum í Hallárdal. Hún var
bamung þegar faðir hennar dmkkn-
aði við áttunda mann í lendingu
skammt ffá Blönduósi í dimmviðri
og náttmyrkri en svo hrapallega vildi
til að maður sem átti að bera lugt í
landi og vísa til lendingar var á röng-
um stað svo bátinn bar upp á hlein og
hvolfdi með þessum skelfilegu af-
leiðingum.
Ætlun Jónínu var að brjótast til
mennta í fátækt sinni, en hún var
flugnæm og bókhneigð. Tengd var
hún orðlögðum skólamanni og lagði
leið sína í skóla hans en varð þar fyr-
ir miklum persónulegum vonbrigð-
um og sat aðeins einn vetur í gagn-
fræðanámi. Ávallt síðan minntist hún
sögukennarans, Davíðs ffá Fagra-
skógi, og síðar er hún var nemandi
Huldu Á. Stefánsdóttur naut hún
þeirrar fræðslu og þess viðmóts sem
ekki gleymist. I heimahúsum lærði
hún það er síðar varð lífsstarf hennar.
Móðir hennar og eldri systur, Margr-
ét, seinna húsffeyja á Ferstiklu, og
Kristbjörg, er lengi bjó og einbúi á
Irafelli í Goðadalssókn, kenndur
henni að sauma með þeim árangri að
henni famaðist prýðilega þegar hún
kom til Kaupmannahafnar 1928 og
settist við sauma, fýrst hjá Magasin á
Vesturbrú, en stofnsetti brátt eigin
saumastofú við Kultorvet í miðbæ
gömlu Kaupmannahafnar og rak
hana í 13 ár. Vom gyðingar stór hluti
viðskiptavinanna og urðu ýmsir
þeirra góðir vinir Innu og manns
hennar Gunnars Halmung, sem hún
hafði gifst 193, vönduðum manni af
Norðurbrú, þá 27 ára. Hjálpuðu þau
hjónin ýmsu af þessu forsmáða og
hundelta fólki á striðsáranum og var
þá oft teflt á það tæpasta. Eftir stríðið
urðu miklar breytingar og ffam-
kvæmdir í hverfinu og fór þá hús-
næðið sem saumastofa Innu var í.
Tók hún þá tilboði um saumaskap í
Stokkhólmi og starfaði þar í 2 ár og
líkaði ffábærlega við sænska höfuð-
borgarsamfélagið, en með því að
maður hennar var bundinn vinnu
sinni hjá Atlas fyrirtækinu í Höfn, en
þar var hann lengi gjaldkeri, sýndist
þeim varlegast að halda því starfi og
vera áffam í Kaupmannahöfn þar
sem þau höfðu haft góða íbúð á Aust-
urbrú,' Nordbrogade 9, ffá 1942.
Sneri Inna því að fullu til Hafnar aft-
ur. Gunnar lést úr krabbameini í hálsi
fyrir 11 ámm og hefur hún síðan bú-
ið ein í stofum þeirra, en þau vom
bamlaus.
Inna Halmung er stálminnug og
verða löngu liðnir atburðir sorgar og
gleði ljóslifandi í ffásögu hennar.
Hefúr hún bundið vináttu við marga
Islendinga, námsmenn og aðra, sem
dvalið hafa í Kaupmannahöfn lengur
og skemur og rifjað upp þau kynni í
Islandsferðum en á heimalandinu á
hún einnig margt skyldmenna sem
hún hefúr iðulega hitt og heimsótt á
undanfömum áram. Jónína Jónsdótt-
ir fannst köld og stirðnuð á heimili
sínu í Borginni við Sundið hinn 20.
nóvember.
Sigríður
Jensen
Hinn 5. desember sl. varð Sigríður
Sigurðardóttir Jensen í Söborg við
Kaupmannahöfn hundrað ára. Er hún
aldursforseti íslendinga i Danmörku
og hefúr verið þar búsett í full áttatíu
ár samfleytt, en hafði áður verið í vist
hjá danskri fjölskyldu um hríð. Við
tveggja ára vem í heimabæ sínum
Reykjavík, en þar er hún fædd í Páls-
húsi vestur við Framnesveg, fúndust
henni lítil úrræði nema fiskvinna eða
hin lága staða vinnukonunnar við svo
bág kjör að þegar hún var 15 ára
hafði hún borið úr býtum 5 krónur á
mánuði í vinnumennsku í Reykjavík.
Þar heima kynntist Sigríður sínum
danska manni, Andreas Jensen, sem
þá var vélstjóri á björgunarskipinu
Geir. Vann hún um sinn við sauma
fýrir Vífilsstaðahælið en brátt flutti
þau til Danmerkur þar sem Andreas
fékk fasta stöðu umsjónarmanns við
Gladsaxeskóla í útjaðri Hafnar.
Gegndi hann þeim starfa í 30 ár, en
Sigríður að hluta, enda svo fýrir mælt
í lögum að kona sinnti ýmsu því sem
vissi að telpunum í skólum, böðum
o.fl. Húsakynni vom mikil og góð og
höfðu þau hjónin leyfi til að nota autt
húsnæðið í sumarleyfúm skólans.
Vom oft hjá þeim margir gestir og
flestir að heiman.
1949 fluttu þau úr skólanum í litla
íbúð í grenndinni, í nýbyggðu húsi í
Söborg, en Greta, einkadóttir þeirra,
þá nýgift Carl Proppe, vefara frá Ki-
cl, í aðra íbúð á sömu hæð. Heitir
Greta fúllu nafni Ellen Sigrid Margr-
ethe og er fædd 1912. Hún hefúr ver-
ið hinn mesti sjúklingur í 25 ár og
hefúr móðir hennar vitjað hennar tið-
um, glatt og stutt, en þau Greta hafa
ekki verið langt undan þó að flytti um
set. Synir þcirra em Erik Andreas
húsgagnabólstrari, 53 ára og bam-
laus, og Tony málarameistari, 50 ára
og á tvær dætur. Mann sinn missti
Sigríður 1962 en hann var 6 áram
eldri, fæddur 1883, og tengdasonur
hennar, Carl Proppe, lést í júlí á sl.
sumri.
Sigríður hefúr tekið töluverðan þátt
í félagslífi, einkum í Gladsaxe, og
starfaði hún lengi og af brennandi
áhuga i samtökum sósialdemókrata,
enda er hún stolt þegar hún dregur
upp viðurkenningar- og heiðursskjal
sem Anker Jörgensen, þá forsætis-
ráðherra, afhenti henni við hátíðlegt
tækifæri á stórri flokkssamkomu.
Lætur Sigríður sig miklu varða
flokkadrætti og stjómmálaátök í
Danmörku og má ekki tii þess hugsa
að borgaraflokkamir hjakki áfram í
því hliðarspori við gæfúveg almenn-
ings sem þeir lentu strax á þegar An-
ker vék sæti. Á íslensk stjómmál
minnist hún varla, enda flutti hún úr
landi áratug áður en þjóðin varð fúll-
valda á ný og hálfúm fjórða áratug
fýrir lýðveldisstofnun og elstu stjóm-
málaflokkamir, Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur, vom ekki stofn-
aðir lýrr en 8-9 ámm eftir að hún yf-
irgaf heimastjórnarland Hannesar
Hafstein. Miklu frekar víkur hún tali
að mönnum og málefnum í Reykja-
vík upp úr aldamótum og gerir fulla
grein fýrir breyttum háttum og bæjar-
lífi eins og það kom henni fýrir sjón-
ir löngu síðar á ævi, íbúðabyggingum
og kjömm almennings. Minni hennar
er með ólíkindum heilt, dómgreindin
óskert — og islensk tunga eftir 80 ár
í dönsku heimilislífi og með dönsku
fólki úti og inni nema við góðra vina
fúndi er landar hennar sækja hana
heim.
Tíræð er Sigríður Sigurjónsdóttir,
sjómanns í Ráðagerði, Ambjöms-
sonar og Pálínu Pálmadóttur í Páls-
húsinu, sátt við menn og Guði þakk-
lát fýrir góða heilsu mcð langlífi.
Saknar þess eins þegar hún lítur til
baka að hún tók ekki Hafstein Hjart-
arson, drenginn sinn, með sér til
Danmerkur. Fékk hann gott fóstur á
heimalandi sínu og var orðinn of
gamall til að vilja skipta þegar stríð-
inu lauk fýrir 72 ámm og leiðin var
greið milli landa sem einmitt þá vom
aðgreind í tvö ríki með sambands-
lagasamningunum.
Þórunn
Wiium
Að læknisráði í Ríkisspítalanum í
Kaupmannahöfn fór Þómnn Wiium
vestur á Jótlandsströnd 1955 en til
þess að vera í sem hreinustu lofti
settist hún að, fýrst um hríð en síðan
til fúllrar frambúðar, á lítilli eyju
skammt fýrir utan Esbjerg þar sem
heitir á Fanö. Em þar tveir smábæir,
syðst og nyrst á eynni, og býr Þómnn
í Norðurbæ og í eigin húsi frá 1960.
Hefúr hún kennt í meira en aldar-
fjórðung í námsflokkum og svo
handmennt í unglingaskólanum en
unnið mjög að saumum í heimastoíú
sinni, m.a. saumað þjóðbúninga,
einnig fýrir Manöbúa og ýmist annað
byggðarfólk en slíkir búningar em
næsta ólíkir eftir hémðum. Saum
lærði hún í æsku í foreldrahúsum
austur á Mjóafirði og síðar í hinum
kunna skóla í Kaupmannahöfn, Ha-
andarbejdets Fremme, en þar hafa ís-
lenskar stúlkur löngum sóst eftir
skólavist. Vom ástæður þær á þeim
missemm að hún var bundin á Ríkis-
spítalanum vegna ókennilegs sjúk-
Fróðlegir þættir séra Ágústs
Sigurðssonar um landa
búsetta í Kaupmannahöfn
hafa mælst vel fyrir hjá
lesendum blaðsins. Séra
Ágúst hefur nú enn sent
okkur þætti sem geyma að
þessu sinni æviágrip fjögurra
merkiskvenna og þökkum við
honum sendinguna.
dóms og taldi læknir hennar, sem lagt
haföi í stórar skurðaðgerðir, prófess-
or Erik Husfeldt, að henni væri
tryggara að vera nálægt spítalanum
og skyldi hún ekki hverfa til íslands
að sinni. Það hafði hún gert 1951,
fjóram ámm eftir hina fýrstu aðgerð,
en hlaut að fara til baka eftir aðeins
mánaðar dvöl heima. Sjúkrahúsvist á
ýmsum stöðum heima og erlendis
verður ekki rakin hér, en heilsa Þór-
unnar var samfelldast best fýrstu 18
árin á Fanö. Hún var á mörkum lífs
og dauða haustið 1987 eftir mjög
stóra skurðaðgerð á Ríkisspítalanum.
Hafði verið á heimaslóðum og í 15.
Islandsferð sinni frá því er hún fór
fýrst utan til lækninga 1947, veikst
enn einu sinni og þá var það að
Magni Jónsson, læknir á Borgarspít-
alanum, greindi þann sjúkdóm sem
hafði háð henni allt frá æsku. Vom þá
liðin 40 ár frá því hún kom fýrst til
Hafnar, aðþrengd og f óvissu.
Saga Þómnnar er hetjusaga, en
vegna heiðþróaðs lundemis, bjart-
sýni og þrautseigju hefúr hún notið
margs á sinni löngu sjúkdómsgöngu
og kynnst fjölda fólks, að sönnu á
vestanverðu Jótlandi, í eynni og á
landi, s.s. Tjæreborgarprestinum og
konu hans, Sörensen prófasti, sem
einnig er nafnkenndur mjög og merk-
ur, og svo nær alla þá íslendinga sem
búið hafa þar um slóðir, flestir sjó-
menn í Esbjerg og fjölskyldur þeirra.
Og í Suðurbæ á Fanö er norrænt rit-
höfúndahús þar sem landar hennar
hafa stundum dvalið og kynnst við
Þómnni, hinn þekkta og gestrisna
menningarfúlltrúa íslensks þjóðemis
við Vesturhafið. í Kaupmannahöfn
var Þómnn handgengin fjölda fólks
gömlu íslensku nýlendunnar þar. Má
geta Stefáns íslandi og Önnu Borg og
fjölskyldna þeirra, en bamaböm
þeirra vom iðulega í dvöl hjá Þómnni
á Fanö, Jón Helgason prófessor og
fýrri konu hans, frú Þómnni Bjöms-
dóttur, Tove Kjarval, auk mikils
fjölda náms- og listafólks á Hafnar-
slóð. Er Þórann afar fróð um Hafnar-
Islendinga á eftirstríðsámnum og
lætur þá njóta sannmælis í góðum
minningum.
Þómnn Stefanía Hansdóttir Wiium
er fædd á Asknesi við Mjóafjörð
eystra hinn 16. október 1928 og vom
foreldrar hennar Hans Guðmundsson
frá Skógum í Mjóafirði og kona hans
Anna Jónsdóttir er var fædd og upp
alin á Héraði. Var Hans 15 ámm eldri
og haföi verið í mörg ár á Asknesi,
fýrst ráðsmaður, þegar Anna réðst til
hans og þau áttust. Er Þómnn elst 10
bama þeirra. Góðum búskap þessara
dugmiklu hjóna á Asknesi lauk að-
faranótt hins 7. ágúst 1946 er Ask-
nesá hljóp í ofsalegu vatnsveðri og
gjöreyddi túninu, en það varð fólkinu
til lífs að Hans haföi hlaðið grjótvegg
til vamar bænum nokkm fýrr. Flutti
fjölskyldan við svo búið út að Reykj-
um, en þar er undirlendi töluvert
miðað við strandjarðir' við fjörðinn
og gott til búskapar, stuttur róður um
þveran fjörð að Brekku, verslunar-
og þingstað sveitarinnar, skóla- og
kirkjusetri, en lending erfið. Þórnnn
ólst upp á Asknesi og hefúr ekki ver-
ið á Reykjum nema sem gestur um
stund, því að skömmu eftir flutning-
inn þangað fór hún utan, ung og til
lækninga. Hún sótti bamaskóla að
Brekku og hafði þar góða innivist hjá
kennaranum, Vilhjálmi Hjálmars-
syni, síðar þingmanni og ráðherra, og
konu hans Margréti Þorkelsdóttur,
sem eru virktarvinir hennar ávallt
síðan. Á þeim ámm vom nær 30
bændur í Mjóafirði og fbúar Brekku-
sóknarum 130. Þess samfélags þykir
Þómnni Hansdóttur frá Asknesi gott
að minnast í fjarlægðinni handan Atl-
antsála.