Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. júní 1990 Tíminn 3 Stórsíys í umferöinni um helgina: Þrír látnir eftir haröan árekstur Þrír fórust f árekstri þriggja bíla í Hrútafirði sem varð mílli W. 18 og 18.30 á laugardagskvöld. Hinir látnu voru hjónin Nanna Einarsdóttir Höjgaard, 59 ára, Sigurjón Sæmundsson 63 ára, Hraunkambi 5 Hafnarfirði og systír Nönnu, Gunniaug Rósa- lind til heimilis að Asparfelli 6 í Reykjavfk, 68 ára. Þau voru öil saman f bíl Nönnu og Siguijóns. Auk þeirra var ein kona til viðbótar farþegi í bílnum. Hún slasaðist talsvert og var flutt f Reykjavík. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi eru tildrög slyssins ekki fullljós þar sem rannsókn cr ekki að fullu loldð. Ljóst væri þó að bfll fólksins sem lést var á suðurleið en hinir tveir á norður- leið. Þau sem létust voru f Volvobifreiö. Svo virðist sem Volvoinn hafi verið á röngum vegarhelmingi þegar hann kom út úr aflíðandi vinstri beygju á vcginum móts við bæinn Eyjanes í Hrútafirði. Þar hefúr hann farið fyrst utan í \blkswagen Golf bifrcið sem kom úr suðurátt en siðan framan á Pajerojcppa sem ók eftir Golfbílnum. Lögreglubifreið í þjóðvegaeftirliti kom fyrst á slysstað um kl. 18.30 og tilkynnti lögreglunni á Blönduósi uni slysið. Beðið var um aðstoðþyriurmar sem þá var stödd á Akureyri. Þyrían kom á slysstaðinn um klukkutíma síð- ar. Ökumaður Pajerojeppans slasaðist ekki mikið miðað við aðstæður og var gert að sárum hans á Blönduósi. Aðr- ir sem lentu í þessu hryggilega slysi meiddust lítið eða ekki. Vegna slyss- ins vaið að loka veginum í níman klukkutíma á laugardagskvöldinu. Að meðtölduþessu slysi hafa áþessu ári látist 13 manns í niu umferðarslys- um. Síðustu tiu ár hafa 25 manns að meðaltali farist í umferðarstysum þannig að þótt árið sé varla hálfnað hefúr umferðin þegar heimtað riflega hálfan „árskvóta“ sinn. Á sama tíma 1 fyna eða til og með 10. júní höfðu 11 manns látið lífið í umferóarslysum en alit árið fórust 28 manns í 22 umferð- arslvsum. ,Aður var talað um ákveðna toppa, hvað varðar banaslys í umferðinni, í tengslum við ákveðnar helgar. Mér sýnist að það hafi breyst á þann veg að nú sé sérhver helgi ferðahelgi," sagði Hannes Hafstein ftamkvæmdastjóri Slysavamafélags íslands i gær. Hann miimtí á að undanferinn áratug hcföi það verið nokkumveginn árvisst að 25 manns létu lífið í umferðarslysum og slysin ekki lengur, eins og fyrrum, bundin ferðahelgum eins og hvíta- sunnu og verslunarmannahelgi. Á næstunni kemur út skýrsla Um- ferðartáðs um umferðarslys á Islandi árið 1989. í henni kemur fram að af þeim 28 sem þá létu lífið í umferðinni voru tveir ökumenn bifhjóla, 14 öku- menn bíla, 7 ferþegar í ffemsæti, fjór- ir ferþegar í aftursæti og einn gang- andisemekið vará. Fimm þessara 28 voru böm upp að 15áraaldri. 15 voruáaldrinum 17-40 áraogáttaffá4l ársoguppúr.Fráár- inu 1972 hafa samtals 458 fslendingar látist í umfcröinni. —-sá Mat BSRB: Samningar stóðust prófraun „Stjómarfúndur BSRB haldinn 1. júni 1990 vekur athygli á því að fyrsti próf- steinn samninganna - verðmælingin 1. maí sl. - stóðst Höfúðmaricmið samn- inganna, þ.e. að ná niður verðbólgunni og treysta þannig kaupmátt launa, hef- ur staðist fyrstu próffaunina.“ Þetta kom fram í ályktun sem stjóm BSRB sendi ffá sér á dögunum. Stjóm BSRB varar jafhffamt við hækkunum á vöm og þjónustu og mót- mælir harðlega öllum tilslökunum. Hún minnir á að launafólk muni vera á varðbergi og ekki líða ábyigðarleysi í þessum efnum. Minnt er á að krafist verður íúllra bóta við endurskoðun samningsins strax í haust verði ekki orðið við kröfúm um stöðugleika í verðlagi. Þá krefst BSRB þess að efna- hagslegur bati umffam forsendur kjarasamninga verði látinn renna til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu. Að lokum skorar stjóm BSRB á alla landsmenn að leggja sitt af mörkum svo að forsendur samningsins megi haldast. -hs. Haldið áfram ítarleg- um umhverfisrann- sóknum á Bjarna Sæm: Sýnataka úrset- gildrum I vorleiðangri Bjama Sæmundssonar sem lauk fyrir helgi var auk hefð- bundinna rannsókna haldið áffam ít- arlegum umhverfisrannsóknum á hrygningarslóðum fyrir Suðvestur- landi. Meðal annars var hugað að set- gildrum sem legið hafa áralangt djúpt í hafinu fyrir Suður- og Norðurlandi og hafa það markmið að taka sýni úr efnum sem falla til botns. Setgildra, eins og nafnið gefúr til kynna, gripur þau efni sem sáldrast niður ffá yfirborði sjávar og falla til botns. Þetta er í raun stór trekt sem saíúar efnunum saman í krukku og þannig fást þrettán krukkur á ári. Efú- in sem safhast saman gefa til kynna hversu mikið botnfall er eftir árstím- um og hvers eðlis efnið er. Stundum getur verið um fok af landi að ræða eða árffamburður en einnig gefur þessi mæling vísbendingu um eðli dýraleifa sem falla til botns o.s.fr. Með þessu móti fær Haffannsókna- stofúun ýmsar upplýsingar sem ann- ars koma ekki ftarn í hefðbundnum leiðangrum á borð við vorleiðangur- inn. Að þessu sinni voru tekin þrettán sýni úr þeim tveimur setgildrunum sem em staðsettar við landið. Önnur er djúpt norðaustur af landinu þar sem dýpi er um 1800 metrar en hin setgildran er suður af Selvogsbanka á 1000 metra dýpi. Báðar gildrumar em um 500 metra fyrir ofan botn. Setgildrumar vom fyrst settar árið 1986 og er þetta verkefhi Hafrann- sóknarstofnunar gert í samvinnu við visindamenn ffá hafrannsóknarstofn- uninni í Woodshole í Bandarikjunum. Rannsóknir á sýnum úr gildmnum hafa bæði farið fram þar og hér hcima. Efnin em greind í Bandarikj- unum, athugað er hversu mikið er af líftænum efnum, efnum af landræn- um uppruna og fleira. Niðurstöður liggja ekki fyrir hvað varðar heilt ár en þær gætu orðið síðar á þessu ári. -hs. Steingrímun „Júlíus, þú átt að láta þarann vera.“ Náttúruvemdarsamtök Suðvesturlands hafa látið hanna fyrir sig plastpoka til ruslatínslu: Óskaðlegir ruslapokar vígðir af ráðherrum Náttúmvemdarfélag Suðvesturlands hefur látið hanna fyrir sig sérstaka ruslatínu sem er gerð úr plasti sem eyðist í náttúmnni og skilur ekki ffá sér eiturgufúr við bmna. Ruslatína þessi hentar vel til hreinsunar hvort heldur er í görðum eða úti í náttúr- unni. T.d. í fjörum landsins því Sam- band íslenskra náttúmvemdarfélaga vinnur jafnffamt að skipulagningu hreinsunarátaks í íjöram landsins. Forsaga mslatínunnar er sú að Nátt- úruvemdarfélag Suðvesturlands hef- ur á undanfömum ámm gengist fyrir náttúmskoðunarferðum vítt og breitt um suðvesturhomið. Á þessum ferð- um hafa göngumenn saknað þess að hafa ekki hentugan útbúnað við ms- latínslu. Það varð til þess að stjóm fé- lagsins kom að máli við forsvars- menn Plastprents hf. og mæltist til við fyrirtækið að það hæfi ffam- leiðslu á hentugum plastumbúðum til að tína msl í en framleiðslu umbúð- anna er nú lokið. Plastefnið er unnið úr svonefndu pólýethylíni sem eyðist í náttúmnni og skilur ekki ffá sér eit- urgufúr við bmna andstætt öðmm plastefúum. Þá er það gert úr endu- mnnu plasti en Plastprent hóf endur- nýting afgangsplasts upp úr miðjum áttunda áratugnum. Jaínffamt þessu kynnti Samband ís- lenskra náttúmvemdarfélaga sérstakt umhverfisverkefni sem nefnist „Fjar- an mín“. Strandlengju landsins verð- ur skipt í 500 metra langar fjömrein- ar og gefst almenningi eða félaga- samtökum kostur á að fylgjast með eða taka að sér hverja rein. Hverri rein fylgir síðan kort og númerað eyðublað sem viðkomandi fyllir út en á því em tíundaðar auðveldar spum- ingar sem tengjast ástandi líffíkis og ásigkomulags fjömnnar. Þannig verður leitast við að virkja almenning til þess að kortleggja fjömr landsins, skrá upplýsingar sem síðan gagnast ríki og sveitarfélögum við stjómun náttúm- og umhverfisvemdar. Affakstur þessa samstarfs var kynntur blaðamönnum í gær og vom umhverfisráðherra og landbúnaðar- ráðherra mættir til þess að tína fyrsta ruslið í ruslatínumar. Þeir byrjuðu mslatínsluna á fiömrein númer 9, sem er í Helguvík á Álftanesi. Ekki var annað að sjá en af nógu væri að taka enda vom ráðherramir fljótir að fylla fyrstu pokanna. Júlíus Sólnes umhverfisráðherra sagðist vera ánægður með þetta ffamtak. Nú væri bara spuming um að almenningur tæki þátt í þessu ffamtaki sem gæti jafnffamt orðið til þess að vekja fólk til umhugsunar um umhverfið og stuðlað að betri umgegni um náttúr- una. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins hefúr tekið að sér að aðstoða við kynningu á átaki Sambands íslenskra náttúruverndarsamtaka,“Fjörunni minni“, enda er fjöruhreinsun aðilum landbúnaðarins mikið kappsmál eins og segir í fféttatilkynningu. Ruslatín- umar verða fáanlegar á öllum bensín- stöðvum, áningastöðum og hclstu stórmörkuðum. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.