Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.06.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR :680001 — 686300 \ RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAS Hofnarhúsinu v/Tryggvagölu, S S VERÐBREFAWBSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 AKTU EKKI ÚT f ÓVISSUNA. AKTU Á SUBARU Ingvar i Helgason ht Sævarhöfóa 2 simi 91-674000 LONDON-NEW YORK -STOCKHOLM DALLAS ~TOKYO Hardlfrú\ V cm. J ' Kringlunni 8-12 Sími 689888 9 rímiiin ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNl 1990 Viðhorf íslendinga til Evrópubandalagsins samkvæmt nyrri könnun Félagsvísindastofnunar: Yngsta fólkið áhuga- samast um inngöngu Um 69% landsmanna álíta að íslendingar skuli taka mikinn þátt í væntanlegum breytingum innan Evrópu og geri það með auknu samstarfi við þjóðir EFTA og EB. Um 10% eru þessu andvígir. Þá telja 73% fólks að það muni hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf ef þjóðin tekur þátt í auknu sam- starfi V-Evrópuþjóða. Þetta kemurfram í könnun sem Félags- vísindastofnun Háskólans gerði nýlega fýrir Vinnuveitenda- sambandið og Samstarfshóp atvinnulífsins um evrópska samvinnu. Nokkuð öðru máli gegnir um af- stöðu til þess hvort íslendingar eigi að sækja um inngöngu í EB. 39% telja að það sé æskilegt, 36% eru hlutlausir eða óvissir en 25% eru andvígir. Þannig er meirihluti þeirra sem afstöðu taka hlynntir inngöngu. Könnun þessi var gerð til þess að safna upplýsingum um viðhorf Is- lendinga til Evrópubandalagsins og þeirra breytinga sem em að verða á efnahagssamvinnu Evrópuþjóða. Jafhframt var leitað eftir vitneskju um í hversu miklum mæli fólk þekkti til EB og EFTA. Samkvæmt niðurstöðum virðist sem yngra fólk sé fremur á því að sækja skuli um aðild að EB en hið eldra. Þá virðast konur fremur vera andvigar EB-aðild en karlar. Þá er merkjanlegur munur á skoðunum fólks um þessi efni eftir því hvaða stjómmálaflokki fólk fylgir að mál- um. Þannig telja um 49% þeirra svar- enda sem fylgja Alþýðu- og Sjálf- stæðisflokki að málum að æskilegt sé að sækja um aðild að EB. Það gera hins vegar tæp 33% stuðnings- fólks Alþýðubandalags. Þá telja 48% svarenda sem starfa við verslun og samgöngur að æskilegt sé að sækja um aðild. Það sama telja 45% svarenda sem starfa við fiskveiðar. Allt öðru máli gegnir með þá sem starfa við landbúnað og fiskvinnslu: Aðeins 20% þeirra telja æskilegt að ganga í EB. Hvort æskilegt eða óæskilegt sé að V-Evrópubúum verði gert auðveld- ara að flytjast búferlum og starfa hér á landi gegn því að íslendingar öðlist sama rétt í V-Evrópulöndum töldu 54% svarenda þetta vera æskilegt, 33% óæskilegt en 13% voru óvissir. 68% stuðningsfólks Kvennalista taldi þetta æskilegt en hins vegar 42% stuðningsfólks Framsóknar- flokks. Aðeins 13% þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja að til greina komi að leyfa Evrópubandalagsríkjunum að veiða innan íslenskrar fiskveiði- lögsögu gegn því að íslendingar fengju betri aðgagn að mörkuðum EB-ríkjanna. Verulegur munur var á afstöðu fólks til þessa máls eftir aldri. Rúm 22% fólks á aldrinum 18- 24 ára töldu þetta koma til greina en aðeins 3% fólks á aldrinum 60-75 ára. Málið virtist heldur vandast er beð- ið var um að nefha eitthvert EFTA- land. 59% gátu ekki nefnt eitt ein- asta. Heldur skár gekk að nefha EB lönd því að 53% gátu ekki nefnt neitt slíkt land með nafhi. Þeir sem neínt gátu eitthvert landa EFTA og EB vom frekar á því en hinir sem ekkert gátu neínt að Islendingar ættu að taka mikinn þátt í væntanlegum breytingum i Evrópu. Þá töldu þeir einnig að auðvelda ætti búferlaflutn- inga milli Evrópulanda og að íslend- ingar gætu nýtt sér þjónustu evr- ópskra fyrirtækja og að þau gætu tekið þátt í íslenskum atvinnurekstri. Þá töldu þeir einnig fremur en hinir sem ekkert EFTA eða EB-land gátu nefht að aukin þátttaka í Evrópusam- staríi myndi leiða til bættra lífskjara og betra stjómarfars á íslandi. Leitað var til 1500 manns um allt land á aldrinum 18-75 ára til að taka þátt í könnuninni. Spurt var gegn um síma. 1054 eða 74% svömðu. ■—sá Skattrannsóknarmenn fara um landið og kanna sjóðvélanotkun Eftirlitsmenn skattrannsóknarstjóra fara í þessari viku í um 500 fyrirtæki og kanna ástand og notkun búðar- kassa jafhframt því að líta til með reikningaútgáfu, kemur fram í frétta- tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu. Þetta er annar áfangi í kynningar- og eftirlitsátaki á vegum ráðuneytisins um rétta notkun peningakassa og sölureikninga í verslun og viðskipt- um. Fyrri kannanir hafa leitt í ljós að meirihluti slíkra kassa er í ólagi. Valdir hafa verið af handahófi 500 aðilar úr sjóðvélaskyldum atvinnu- greinum. Heimsótt verða um 350 fyr- irtæki í Reykjavík og um 150 fyrir- tæki utan Reykjavíkur. Framkvæmd- in stendur til 22. júní og verður með þeim hætti að rannsóknarfúlltrúar koma í fyrirtæki og kanna hvort ástand peningakassa sé f samræmi við reglugerð um sjóðvélar. Þá verð- ur lögð sérstök áhersla á að kanna hvort reikningaútgáfa sjóðskyldra aðila sé í samræmi við reglugerð. Fjármálaráðuneytið og ríkisskatt- stjóri hafa unnið f vetur að kynningu á réttri notkun á peningakössum og sölureikningum. í kjölfar kynningar- innar hefst síðan rannsókn á því hvemig notkun peningakassa er hátt- að og fer framkvæmd hennar fram víðs vegar um land. Þegar slík könn- un var framkvæmd árið 1986 og 1988 kom í ljós að innan við 50% verslana uppfylltu skilyrði hvað varðar reglugerð um notkun slíkra kassa. „Talsverð brögð eru að því að búð- arkassar em ekki samkvæmt réttum reglum. Þar sem svo háttar til af mis- gáningi eða ásetningi er hætt við að neytandinn sé hlunnfarinn á tvennan hátt. Annars vegar nýtur hann ekki fúlls öryggis í viðskiptum. Hins veg- ar má telja líklegt að vanhöld verði á því að sá skattur sem neytandinn borgar með vöruverðinu komist til skila í sameiginlegan sjóð allra landsmanna" segir ennfremur í fréttatilkynningunni. -hs. 1700 heimsóttu Þorlákskirkju Undanfarin sumur hefir sóknamefhd Þorláks- kirkju í Þorlákshöfh séð um að kirkjan væri opin ferðamönnum um helg- ar og að þar væri stað- kunnugt fók sem veitt gæti gestum haldgóðar upplýsingar um kirkj- una í Þorlákshöfn. Ferðamenn hafa kunnað vel að meta þessa þjón- ustu því að á síðasta sumri skrifúðu rúmlega 1700 manns nöfn sín í gestabók kirkjunnar. í sumar verður sami háttur hafður á og mán- uðina júní júlí og ágúst verður kirkjan opin á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-19. Séu einhveijir sem hentar ekki þessi tími þarf ekki annað en að hringja í sfmanúmer sem hengt verður upp við kirkju- dyr og er þá hægt að skoða hana hvenær sem er þessa tvo daga. Vilji hópar aftur á móti skoða kirkjuna í miðri viku þarf að láta vita um það með fyrirvara með því að hringja í síma (98)33638 eða (98)33990 Veiði hefur verið mjög góð það sem af er veiðitímanum. Veiði hófst í þremur af „stóru ánum“ á sunnudag. 25 laxar komu á land úr Laxá í Kjós, 19 veiddust í Laxá í Aðaldal og sjö í Elliðaánum. Veiði hefur einnig gengið mjög vel í Norðurá og Þverá. Stærsti fiskurinn til þessa er 19 punda fískur sem Jóhann Óli Guð- mundsson veiddi á opnunardeginum í Laxá í Kjós á Lækjarbreið- unni. Fiskurinn var kominn á land aðeins 10 mínútum eftir að veiði hófst Á myndinni gleðst Jóhann yfír feng sínum. Tímamynd: Þröstur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.