Tíminn - 12.06.1990, Side 13

Tíminn - 12.06.1990, Side 13
Þriðjudagur 12. júní 1990 Tíminn 13 Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins aö Nóatúni 21 veröa lokaðar frá og með 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Landsstjórn og framkvæmdastjórn L.F.K. Sameiginlegur fundur verður haldinn mánudaginn 11. júní kl. 18.00. Umræðuefnið er: Úrslit sveitarstjórnarkosninganna og verkefni næstu mánaða. Stjórn L.F.K. Konur Suðurlandi Vorfundur Félags framsóknarkvenna í Árnes- sýslu verður haldinn á Borg í Grímsnesi fimmtudagskvöldið 14. júní kl. 21.00. Gestur fundarins verður dr. Laufey Steingríms- dóttir, næringarefnafræðingur, og segir hún frá neyslukönnun (slendinga. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Sflómin. F.U.F. við Djúp Aðalfundurfélagsins verður haldinn föstudaginn 15. júní kl. 20.30 í Húsi framsóknarmanna á ísafirði. Félagar Qölmennið. Stjómin. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRi Staða FRAMKVÆMDASTJÓRA við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Ráð- ið verður í stöðuna til 4 ára. Gerð er krafa um reynslu af stjórnun, gjarnan innan heilbrigðisgeir- ans. Á F.S.A. er rekin fjölbreytt starfsemi. Þar starfa yfir 500 manns og fjöldi sjúkrarúma er 170. Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar, Jón Sigurðarson í síma 91-29066 á daginn og síma 91-621316 á kvöldin. Umsóknarfrestur er til 20. júní 1990. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist til stjórnar F.S.A., pósthólf 380, 602 Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS TRYCCVACOTU 25 • 000 5ELFOS5I • SÍMl 98 22111 • KENNfTALA 491181 -0289 Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi leitar eftir kennurum í eftirtaldar greinar: (slensku, dönsku, ferðamálagreinar, félagsfræði, stærðfræði, fagteikningu tréiðna, sálfræði, stjörnufræði. Nánari upplýsingar veitir skólameistari (sími 98- 22111). Umsóknir berist honum fyrir 25. júní 1990. Skólameistari. Kvennalistakonur Vorþingið verður 22. til 24. júní í Garðalundi í Garðabæ. Nánari upplýsingar í fréttabréfinu. Skráið ykkur sem fyrst. Síminn er 91-13725. Kvennalistinn. Fjórar tegundir af karl- mönnum sem vilja ráða yfir konum sínum - hvað geta konur gert til að sporna við því? Karlmenn nota misjafnar aðferðir til að ráða yfir konum. Ef þú átt þannig mann er engin ástæða til að láta undan. Bandarískur prófessor, Dr. Freder- ick Humphrey, hefur rannsakað þessa gerð karlmanna og kemur hér með ráð til eiginkvenna þeirra. 1. Mömmustrákurínn. Hann átti mömmu sem gerði allt fyrir hann. Hann ætlast til þess sama af þér og er alltaf að bera þig saman við hina fullkomnu mömmu sína. Auðvitað gerir þú aldrei neitt eins vel. Er maðurinn þinn svona? Ef svo er, verður þú að hjálpa honum að þroskast. Hann verður að gera sér grein fyrir því að þú ert ekki mamma hans. Hann er með þér og verður þar af leiðandi að taka þér eins og þú ert. 2. Afbrýðisama týpan Hann er óöruggur með sjálfan sig og finnst hann ekki eiga þig skilið. Þess vegna verður hann mjög tor- trygginn í þinn garð og fylgist með hverri hreyfingu þinni. Hann er allt- af hræddur um að missa þig og ímyndar sér alls kyns hluti. Er þetta þinn maður? Ef svo er, þá skaltu ekki gera neitt sem ýtir undir þessar tilfinningar hans. Gerðu hon- um grein fyrir því hvers vegna þú ert með honum. Leyfðu honum að heyra hversu mikið þú elskir hann. Fullvissaðu hann um þessa hluti. 3. Þessi ofbeldissinnaði Hann tjáir sig með ofbeldi og finnst jafnvel ekkert athugavert við það. Hann gerir þetta svo þú haldir þér „á strikinu“. Ef þú ert svo ólán- söm að vera gift þessari tegund, þá er kominn tími til að gera eitthvað í málinu. Það er ekkert til sem réttlætir þessa hegðun hans, þó svo honum takist stundum að sannfæra þig um það. Þið ættuð bæði að leita til ráðgjafa. Ef hann vill ekki fara þá ættir þú að leita til kvennaathvarfs. Ef ekkert gengur þá skildu við hann, ekki bara tala um skilnað heldur láttu verða af því. 4. Gamaldags týpan Honum finnst heimurinn vera heimur karlmanna. Þitt hlutverk er er að vera eiginkona og móðir. Að hans mati eiga konur ekki að vinna úti. Þær eiga að hugsa um bömin og taka á móti eiginmönnum sínum er þeir koma þreyttir heim á kvöldin. Ef þú ert gift þannig manni þá reyndu að rökræða við hann. Sýndu honum heiminn sem þið lifið i í dag. Keyptu fyrir hann bækur og tímarit sem fjalla um jafhréttismál.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.