Tíminn - 23.06.1990, Qupperneq 9
Laugardagur 23. júní 1990
HELGIN
19
Deila leyst meö
glæsibrag
Nýlega leysti borgarstjórinn í bænum Graye í
Frakklandi, sem telur 600 íbúa, úr deilu við grann-
bæinn Courseulles með glæsibrag. Borgarstjórinn,
Michel Grimeux, hafði deilt við grannana um það
hvar Charles de Gaulle hefði stigið á land þann 14.
júní 1944, er hann sneri úrútlegðinni í Englandi. Eft-
ir mánaðalangt málþóf gerði Grimeux sér lítið íyrir
og afsalaði grönnum sínum nokkurri landspildu. Þar
með gat hann reist minnismerki um þennan atburð,
18 metra háan Lothringenkross, á nýjum landa-
merkjum bæjarfélaganna.
Krossinn var vígður þann 16. júní sl. og ber hann
áletrunina: „14. júní 1944, Charles de Gaulle." Þótt
ekki hafi deilan með þessu verið sagnvísindalega til
lykta leidd er Grimeux viss í sinni sök: „Ég bjó i
Graye i júní 1944 og var þá þrettán ára gamall. Ég
man nákvæmlega eftir þessum atburðum." Og hann
bætir við: „Þá var bæjarstjórinn í Courseulles ná-
kvæmlega fjögurra daga gamall."
Grímeux borgarstjóri með minnismerkið í baksýn.
Samtíö & fortíð
Litla ísöldin
Jean M. Grove, The Little lce Age,
Methuen, 498 pp, £ 85.
Litla ísöld mun ná frá 13. öld til
19. aldar (?). Á Bretlandi er nú út
komið yfirlitsrit yfir hana, og um
það segir í ritdómi í ágústhefti
Geographical Journal 1989:
„....þorri manna þekkir naumast
heitið Litla ísöld. Margir sagn-
fræðingar virðast ekki þekkja það
eða gera lítið úr henni, þrátt fýrir
átakanleg ummerki hennar í lands-
lagi og margs konar áhrif hennar á
mannlíf. - Þetta er stór bók, fagur-
lega prentuð, búin hinum ágætustu
myndum af breytingum á landslagi í
fjalllendi og á jöklum, einkum í
Sviss og Austurríki, Noregi og Nýja-
Sjálandi sem og í Norður-Ameríku,
Asíu og Chile. Veitir hún sérlega
gott sögulegt, landfræðilegt yfirlit
yfir framgang og upptöku kalda
verðurfarsins með dæmum frá flest-
um heimshlutum."
„Eftir útlistun á heitinu „Litla
ísöld“ og uppruna þess í inngangi
ásamt lauslegu yfirliti yfir aldurs-
greiningu (lífrænna efna einkum að
kolefnisaðferð og „lichenometry")
eru kapítular um ísland, Skandina-
víu, Mont Blanc-fjallamassann,
Ötztal og Austur-Alpa, Sviss, Norð-
ur-Ameríku og Grænland og um
jökla á suðurhveli jarðar. Þá er
kapítuli um Litlu ísöld og sambæri-
leg tímaskeið frá lokum (síðustu)
ísaldar og hugsanlegar orsakir
þeirra. Að lokum er kapftuli sem
nefndur er Afleiðingar loftslags-
breytinga á Litlu ísöld, sem tekur til
breytinga á hæð sjávarborðs, snæl-
ínu, sjóalaga, uppblásturs lands
o.s.frv."
Rýnir.
HEYVINNUVELAR
" ð
CINNS
PZ sláttuþyrlur
Vinnslubr. 1,35 -1,65-1,85 m.
Verðfrá kr. 138.000.-
CLAAS rúllubindivél
Best búna og öflugasta
heybindivélin
á markaðnum.
Sérstakt afsláttarverð
kr. 716.000.-
PZ tromlumúgavél
Vinnslubr. 3,30 — 4,50 m.
Verð frá kr. 153.500,-
PZ stjömumúgavél
Vinnslubr. 3,30 — 3,70 m.
PZ FANEX heyþyrla.
Öflug og afkastamikil, vinnur vel,
rakarfrá skurðbökkum og girðingum.Dragtengd, lyftutengd og með
vökvalyftingu í flutningsstöðu. Verð frá kr. 205.000.-
Flestar vélanna eru til sýnis og sölu
hjá eftirtöldum aðilum:
Kf. Rang., Hvolsvelli — Bílasm. K.Á., Selfossi.
B.T.B., Borgarnesi — Vélsm. Húnv., Blönduósi
Þórshamri, Akureyri — Kf. Þing., Húsavík
Kf. Skagf., Sauðárkróki — Kf. Hrútf., Borðeyri.
Nýtið ykkur afsláttarverðið á CLAAS og KVERNELAND - UNDERHAUG
SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA
JXsSityXRDÍílD
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000
Mlásoiífq
SILAGRIP
vinsælasta baggagreypin
Fæst í margs konar útfærslum.
Nú fáanleg með breiðfilmubúnaði
sem eykur afköstin og sparar
plastið.
-UNDERHAUG
rúllupökkunarvélin góðkunna.
Margreynd við okkar aðstæður.
Verðfrá kr. 319.000.-
KVERNELAND