Tíminn - 23.06.1990, Qupperneq 10
20
HELGIN
Laugardagur 23. júní 199C
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Höfuð af fallegri
stúlku í plast-
poka á víðavangi
ORÐDEILD sýslumannsembættis Story-
sýslu í lowa hafði undir höndum höfuð en
engan búk. Höfuðið var af mjög laglegri
stúlku með axlasítt, rauðleitt hár, hnotubrún augu og
fíngerða húð.
Meinafræðingar gátu fullyrt það eitt að höfuðið væri
af hvítri stúlku á aldrinum 16 til 22 ára. Vinstra eyrað
var með þremur götum fýrir eymalokka en það hægra
tveimur. Engir eymalokkar voru þó í eyrunum þegar
Ruben Deases hyiur andlit sitt fyrir Ijósmyndurum.
höfúðið fannst.
Einu aðrar vísbendingar voru þær að
tveir jaxlar höfðu nýlega verið dregnir
úr stúlkunni og að hún hafði nefbrotn-
að skömmu áður en höfuðið var tekið
af búknum. Líklega hafði hún látist 10
til 12 tímum áður en höfuðið fannst.
Málið virtist ekki liggja ljóst fyrir því
engrar stúlku var saknað á svæðinu
sem lýsingin gat átt við og þótt leitað
væri aðstoðar í tölvum ríkislögreglunn-
ar hafði ekkert fundist.
Skokkari nokkur á moldarvegi tölu-
vert utan við Ames rak augun í hvítan
plastpoka í vegarskurði. Hann hugsaði
með sér að pokinn hefði dottið af bíl
og varð forvitinn um innihaldið. Hann
opnaði hann aðeins nægilega til að sjá
starandi augun en sleppti honum þá
snarlega, tók til fótanna heim til sín og
hringdi í neyðamúmer lögreglunar.
Tom Stark og hópur lögreglumanna
bmgðust við. Þeir litu ofan í pokann en
girtu svo svæðið af. Stark notaði tal-
stöðina til að biðja símavörð sinn að
kalla út morðdeild lögreglunnar í Des
Moines þar sem málið var mjög sér-
stakt.
Meðan beðið var aðstoðarinnar var
leitað meðfram veginum beggja vegna
í báðar áttir ef vera kynni að búkurinn
væri í grenndinni. Ekkert fannst annað
en hjólför í leimum á veginum.
Paul Gryle læknir fékk höfuðið til
rannsóknar og fyrirmæli um að fara
varlega með pokann ef á honum
kynnu að vera fmgraför.
- Því í ósköpunum fleygir einhver
höföi í poka og fer eitthvað annað með
búkinn? varð einum lögreglufulltrú-
anna að orði. Hann bjóst svo sem ekki
við svari.
Fleiri spumingar bmnnu á mönnum,
svo sem hver stúlkan væri og hvers
vegna hún heföi verið myrt. Tom
Ruxlow, talsmaður ríkislögreglunnar,
kvaðst telja að einhver sem stúlkan
þekkti heföi myrt hana af ókunnum
ástæðum en það fyrsta sem þyrfti að
gera væri að bera kennsl á hana og
finna afganginn af líkinu.
Stúlka sem hringdi oft
Ríkisháskóli Iowa er í Ames og var
talið líklegt að stúlkan heföi verið
nemandi þar. Mánudaginn 29. maí
1989 tilkynntu skólayfirvöld að ekki
væri vitað til að neinnar stúlku væri
saknað úr skólanum en erfitt væri að
segja um það með vissu því flestir
nemendur heföu farið heim til sín í
langt helgarleyfi. Málið yrði athugað
nánar þegar kennsla hæfist að nýju.
Stark sýslumaður fól þeim Brad And-
erson og Geny Bearden að stjóma
rannsókninni. Fyrsta ráðgátan sem við
blasti var hvers vegna stúlkan heföi
verið afhöföuð. Vissulega haföi hent
áður að morðingjar afhöföuðu lík,
tækju af þeim útlimi og gerðu fleira til
að koma í veg fyrir að borin yrðu
kennsl á fómarlambið. Tennur em allt-
af ein helsta visbendingin en í þessu
tilviki vom þær á sínum stað. Því gerði
einhver sér það ómak að fela sjálfl lík-
ið annars staðar?
Lögreglunni fannst einnig undarlegt
hversu erfiðlega gekk að bera kennsl á
stúlkuna. Meinaftæðingur rikislög-
reglunnar taldi að hún heföi látist 10 til
24 stundum áður en höfuðið fannst og
að það heföi verið gróflega saigað af
með hnífi. - Við vitum ekki hversu
lengi það lá í skurðinum áður en mað-
urinn fann það, sagði meinafræðingur-
inn, - en það hefur verið nokkur tími
og einnig hefur tekið hann dijúga
stund að ná því af bolnum. Stúlkan
hlýtur að vera héðan af svæðinu en
hennar hefur ekki enn verið saknað.
Skipulagðir vom leitarflokkar sem at-
huguðu vegaskurði og akra á allstóm
svæði. Þyrla með sjónauka og ffosk-
kafarar vora fengin til að leita á vatna-
svæðunum. Lögreglumenn töluðu
einnig við tannlækna sem hugsanlega
heföu dregið jaxlana úr stúlkunni ný-
lega.
Það sem virtist fyrsta vísbendingin
var að afgreiðslumaður í nætursölu i
Amcs hringdi. Hann kvaðst hafa lesið
um höfuðið í blöðunum og taldi sig
geta veitt upplýsingar í því sambandi.
Þegar lögreglumenn spurðu hann,
sagði hann að ung kona heföi oft á síð-
ustu vikum komið i verslunina, oftast
til að hringja. Hann þekkti hana ekki
eða vissi hvað hún hét en taldi að hún
ætti heima í einhveiju fjölbýlishús-
anna í kring en flestir íbúar þeirra vom
háskólanemar.
Beðinn um lýsingu á stúlkunni sagði
maðurinn: -Ef maður sá hana einu
sinni gleymdi maður henni ekki strax.
Spurður hvað það þýddi, lýsti hann
stúlkunni sem einkar laglegri með
axlasítt, rauðleitt hár og líkamsvöxt
sem hún reyndi síður en svo að leyna.
Yfirleitt væri hún aðeins klædd toppi
sem varla hyldi fiijóstin og stuttu,
þröngu pilsi sem leyndi nánast engu.
„Eins konar“ vinkona
- Veistu nokkuð hvert hún hringdi?
spurði lögreglumaður en hinn hristi
höfuðið. - Hún bað stundum um
skiptimynt svo líklegt er að hún hafi
hringt landssímtöl. í flestum íbúðahús-
unum em þó peningasímar svo ég veit
ekki af hveiju hún kom hingað, bætti
hann við.
Yfirmenn háskólans tilkynntu að
engan nemanda heföi vantað eftir
langa helgarleyfið. Þá vom menn sett-
ir í að ganga í hús 1 leit að einhveijum
sem gæti þekkt stúlkuna úr nætursöl-
unni. Menn sem leituðu að búknum
urðu einskis vísari og töldu víst að lík-
ið væri hvergi nærri þeim stað sem
höfuðið heföi fundist.
Þar að kom að lögreglumenn fundu
pilt sem taldi lýsinguna koma heim við
stúlku sem hann haföi oft séð í húsi við
Sherman Avenue en þar bjuggu mest-
megnis háskólanemar.
Húsvörðurinn kvaðst kannast við
stúlkuna. Hún kæmi þar oft en hún
væri ekki skráð til heimilis í húsinu.
Hún gæti samt búið hjá einhveijum
þar. Lögreglan fór í íbúðina sem hús-
vörðurinn taldi að stúlkan heföi að
minnsta kosti heimsótt. Þar vom fyrir
tveir unglingspiltar sem sögðu að
bróðir sinn, sem væri í háskólanum,
heföi íbúðina á leigu og þeir byggju
hjá honum.
Þeir vom spurðir um stúlkuna með
axlasíða, rauðleita hárið. - Það er
Jennifer, sagði annar pilturinn af
bragði. - Hvað í fjáranum hefur hún
nú gert?
Jennifer Gardner var að sögn piltanna
„eins konar“ vinkona eldri bróður
þeirra. Þau höföu kynnst í Boys Town
í Omaha í Nebraska en það er stofnun
fyrir vandræðaunglinga. Hún varð þar
eftir þegar hann kom í skólann en
hringdi svo og sagðist vera í vandræð-
um. Hann heföi þá boðið henni að búa
í íbúðinni þangað til hún greiddi úr
málum sínum.
Aðspurðir hvar bróðir þeirra væri
sögðu þeir að hann heföi farið á laug-
ardeginum í heimsókn til ættingja í
Dallas í Texas. Þeir kváðust síðast hafa
séð Jennifer á sunnudagsmorgun en þá
ætlaði hún með áætlunarbíl til Omaha.
Þeir vissu ekki erindi hennar en töldu
að hún heföi ætlað að hitta karlmann.
Augljóst var eldri pilturinn var ekki
ýkja hrifinn af Jennifer og þegar hann
var spurður nánar um það, vildi hann
fyrst vita af hveiju verið væri að spyija
um hana.
Þegar honum var sagt að hugsanlega
væri Jennifer stúlkan sem myrt heföi
verið og höfuðið í pokanum væri af
henni, brást hann við með því að segja:
- Nú erum við í vandræðum og verð-
um allir reknir út.
Hann skýrði þetta þannig að Boys
Town greiddi 330 dollara á mánuði
fyrir íbúðina svo bróðir þeirra gæti
stundað skólann. Hann heföi varað þá
við að lenda í vandræðum þvi ef upp
kæmist að þeir byggju hjá honum yrðu
þeir að fara.
Námiö skálkaskjól
Með þessar upplýsingar var hringt til
lögreglunnar í Omaha og spurst fyrir
um Jennifer Gardner. Jafnffamt var
reynt að hafa uppi á ættingjunum sem
elsti bróðirinn var að heimsækja í
Dallas. Þá var rætt um að fá piltana
annaðhvort til að skoða mynd af höfö-
inu eða koma til Des Moins og bera
kennsl á það.
Á miðstöð áætlunarvagnanna fengust
þau svör að harla ólíklegt væri að
stúlka sem klædd var eins og Jennifer
var jafnan heföi keypt miða og farið
með vagni án þess að nokkur myndi
eftir henni.
Upplýsingamar frá Boys Town vom
þær að ættingi Jennifer heföi komið
henni fyrir þar í ágúst 1983.1 skýrslum
stóð að ættinginn teldi útilokað að um-
gangast hana á heimili og ekkert réðist
við hana. Hún virtist hafa tekið miklum
breytingum til hins betra og settist á
skólabekk. Skrár um piltinn frá Dallas
hermdu að hann og þrír yngri bræður
heföu verið í Boys Town og sá yngsti
væri þar enn. Sá elsti heföi þótt efhileg-
ur námsmaður og því greiddi stofhunin
skólakostnað hans og húsnæði.
Lögreglan í Omaha gat veitt allgóðar
upplýsingar um Jennifer Gardner og
haföi einnig uppi á tannlækni sem ný-
lega dró úr henni tvo jaxla. Röntgen-
myndir hans vom sendar til Des Moi-
nes og að öllu samanlögðu þótti nær
íhllsannað að höfuðið væri af Jennifer.
Vinir Jennifer í Omaha sögðu að eftir
stúdentspróf heföi hún starfað við
heimilishjálp og gengið í fyrirsætu-
skóla. Hún heföi sýnt baðföt og kjóla i
verlsun á staðnum en hætt í heimilis-
hjálpinni til að dansa á næturklúbbi. -
Hún var mikið með punk-hljómsveit
héma, sagði einn lögreglumanna. -
Við heyrðum að hún væri villt og
klæddist niðþröngum leðurfatnaði, lit-
aði eldrautt á sér hárið og neytti fikni-
eíha en hún var aldrei handtekin hér.
Það síðasta sem Omaha-lögreglan gat
komist að um Jennifer var að hún
heföi tekið íbúð á leigu fyrir 195 doll-
ara á mánuði en ekki staðið í skilum og
verið beðin að fara. Þá var talið að hún
heföi farið til Ames í Iowa til að búa
hjá vini sínum.
Skömmu eftir að upplýsingamar
komu frá Omaha var aftur hringt til yf-
irvalda í Story-sýslu. Það var ftá fíkni-
efnadeildinni í Des Moines. Fréttir
hennar vora í meira lagi óvæntar.
Námsmaðurinn, vinur Jennifer, var
sem sé ekki sá fyrirmyndamemandi
sem þeir í Boys Town töldu og flkni-
efnadeildin haföi fylgst með honum í
þijá mánuði vegna gmns um dreifingu
fíkniefha.
Lík Jennifer finnst
Sagt var að hann æki glæsibíl og veif-
aði seðlabúntum jafhframt þvi sem
hann þættist vera skólanemi og tæki
við peningum frá Boys Town. Iðulega
færi hann í bankann með troðfulla
vasa af smáum seðlum, léti skipta
þeim fyrir stærri sem hann geymdi síð-
an í öryggishólfi. Hann haföi nýlega
keypt sér nýjan Mercury Cougar og
greitt hann út í hönd.
Deildin haföi sönnun þess að hann
haföi selt dulbúnum lögreglumanni
únsu af kókaíni á 1.350 dollara en
maðurinn var ekki handtekinn vegna
þess að enn var reynt að grafast fyrir
um hvaðan kókaínið kom. Dallas var
talinn líklegasti staðurinn.
- Hvemig líst ykkur á þetta? spurði
Stark lögreglustjóri að fengnum þess-
um upplýsingum.
- Bræður hans sögðu að hann ætlaði
að heimsækja ættingja í Dallas, svar-
aði Anderson. - Við höfum ekkert
heyrt ffá Dallas ennþá.
- Þeir sögðu að hann heföi farið á
laugardag en Jennifer á sunnudags-
morgun, sagði Bearden hugsi. - Við
ættum að heyra ffá Dallas bráðlega
varðandi þessa ættingja.