Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 26. júní 1990 Tfminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Sfml: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Heimsókn Bretadrottningar Opinber heimsókn Elísabetar annarrar Bretadrottn- ingar og eiginmanns hennar Filipusar hertoga af Ed- inborg er mikill viðburður á íslandi. Áður hafði for- seti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, þegið boð drottningar um heimsókn til Bretlands. Það boð er nú endurgoldið með för Bretadrottningar til íslands. Fljótt á litið kann svo að þykja að nokkuð sé í lagt um hátíðleg samskipti þjóðhöfðingja Bretaveldis og Islands, slíkur stærðarmunur sem er á þessum ríkjum og eins og samskiptum ríkjanna hefur stundum ver- ið háttað í sögunnar rás. En þegar betur er að gáð mun sannast að samskiptasaga Islendinga og Breta er flóknari og samsettari en svo að hún varði hags- munaárekstra eina saman, illvígar þrætur og átök. Þegar öll kurl koma til grafar verður niðurstaðan af samskiptum þjóðanna góð. Að fomu og nýju hafa íslendingar orðið fyrir mikl- um menningaráhrifúm ífá Bretum. Það sannar saga kirkju og kristni og margt í bókmenntunum. Bresk áhrif á atvinnuhætti íslendinga em óumdeilanlega mjög mikil. Þess gætti e.t.v. hvað mest í togaraút- gerð og að nokkru í fiskverkun, en einnig í ýmsu öðm, sem ástæða er til að muna. Bresk áhrif koma beint og óbeint frám í framfömm í landbúnaði frá því á 19. öld og fram eftir hinni tuttugustu. Sauðasal- an til Bretlands kom t.d. af stað miklum hræringum meðal íslenskrar bændastéttar. Samvinnuhreyfmgin sótti hugsjónir og hagnýt úrræði til bresku sam- vinnufélaganna. Verslunarviðskipti hafa Islendingar gjaman viljað eiga við Breta og ýmis önnur efna- hagsleg samskipti hafa tengt þjóðimar á viðskipta- sviði. íslendingar og Bretar eiga það umífam allt saman að vera nágrannar og eyþjóðir í Atlantshafí. Á það er vert að benda að hversu ötulir sem Bretar hafa verið um landnám og yfirráð og hversu mikið flotaveldi sem Bretland hefur verið, hefur aldrei komið til þess að Bretar legðu ísland undir sig til langffama. Bresk ítök á stríðstímum fóm að vísu ekki leynt og urðu hvað mest þegar Bretar hemámu ísland 1940. Eigin- legt hemám Breta varð ekki langært sem var íslend- ingum staðfesting þess sem sagan virtist hafa kennt, að Bretar hefðu engan hug á að ná stjómskipulegum völdum á íslandi. Ekki er vafi á því að þetta hefur m.a. kveikt þann vinarhug til bresku þjóðarinnar sem er algengur hjá íslendingum. Bretadrottningu er vissulega fagnað fyrir mann- kosti sína og þá tignarstöðu sem hún gegnir í landi sem á svo langa sögu lýðræðis og mannréttinda og aðrir hafa gert að fyrirmynd. Þegar alls er gætt hafa Islendingar átt löng og stundum örlagarík samskipti við Breta. Þar hafa skipst á skin og skúrir. Heimsókn Bretadrottningar nú er vitnisburður um að upp úr öllu stendur gagnkvæm vinátta og virðing, gott ná- grenni eyþjóðanna í Atlantshafi. Það gerist oftar cn ekki að íalsvert fár verður I fjölmiðtuni úl af k'íil- vægum alburðuro, sem eru auð- skiljanlegir þegar þeir gerast, en enda oft i óbotnandi rugJL Og rugl- þokan verður þeim mun svartari sem fteiri láta Ijós sitt skína. Að nokkru leyti geríst þetta vegna þess að um mábn fjaila menn sem eru sérþjálfaðir í að gera eint'óld máJ að Heimiliserjur Eitt ar }>essum ruglinálum fjöi- míðianna er jftrstandandi karp milii fréttadeildar Rikisútvarpsins ng útvarpsráðs (að viðbmttum út- varpsstjóra). Það er svo mál út af fyrir sig að Morgunbiaðið er meg- invettvangur þessara deilua, enda orðið að emhvcrs konar Hyde Park Coraer í ísienska ijöbniðlaheimin- uro, en útvarpsrásirnar sparaðar að sama skapi. Reyudar nenuir ekki nokkur maður að tflgjast með þessu karpL Atmenníngur undrast það að starfsmenn og stjðraendur Rikisútvarpsins skuii hafa sig til þess að vera að rífast opinberiega um mál sem heföi verið bægt að sætta án þess að það færi út fyrir veggi útvarpshússins. Ef rcynt er að ieita upphafs þessa máls, er það að ftnna i ofureinfBidu atvild á tVéftastofuoni. Fréttamað- tir einn tekur sig til og semur frétt af húsateikningu sem á að vera eitt- bvað söguleg og spinnur í kringum mótífið heilmikið málæði, eins og ijósvakafréttamönnum er iagið eft- ir að massftU þeirra leysti knappan fréttastð blaðanna af hóimi og mæðir bka á blöðunum eins og tiskusveifta. í málaiengingum fréttamanns leyndist sá broddur af ásökun í garö Mutaðeigandi húsa- teiknara, aö þeir heíðu nýtt sér sænska útiiisteikningu að um- ræddu húsi fremur frjálslega, þ.c.a.s. gerst fjölþreifnir til hug- vcrka annarra. Nú gcríst það næst að umræddir húsutciknarar vilja ekki una þess- ari fréttasemiingu frá Efstaleiti X og segja að margt haft verið míssagt um það sero átti að vera fréttnæm- ast, nefniiega að þeir hefðu nýtt sér annurra hugverk frjálsiega, Vildu húsateiknarar fá að koma sínum athugasemdum aðí fréttatíma Rik- isútvarpsins, enda áttu þeir lög- helgaöan rétt til þess. Hins vegar leifði ckki af að húsateiknararnir uin- kvörtun þeirra við úlvarpsráð virt- ist gera málið enn tórsóttara fyrir þá gagnvart íréttastofunni. Þótt út- varpsráði sýndist að fréítamaður hefði hallað réttu máli, þá hélt hann þeám mun haröar fram þeirrí sjálfsréttlætingu sinnL að haun ert nema sannleikann, Af þessum lyrirgangi fréttamanns og frétta- stofu mátti heist ætia að frétta- mðnnum yrði aldrei á nein skyssa. Sannleikurinn sem stangast mjög á. Þá Cr stjórnunar- iþróftio og málefnakyoaittgio út á viö orðin sú að hvor aðili um sig veifar sinni IögiVæðingaskýrslu og fær okkur hlusfeodur (ttllu heldur Morgunblaðslescndur) ti] að trúa á hana, en hafna hinni. Garrí er nú eins og hvurt annað bara í iögum, ems og flestir lands- menn, e« eínmitt þess vegna varast hann að eita uppi iagaskýringar að- keyptra Ittgmanna deilugjarnira roanna í Rikisútvttrpiou, sem bresf- ur sambúðarvit og ábrifavald tfl þess að sætta sfn mál sjálfir, en hrópa sem ákafast 1 „skýr tyrír- mæli“ i lttgum, kannski bráða- birgðaiðg, til þess að hægt sé að stjóraa útvarpinu, Myndu ýmsir felja að úfvarpstögin séu En nú er spnrnlngin: Var þessí Haliaöi frétfamaðorínn á húsa- íeiknarana i rrétt sinni? Eftir allt sem búið er að skrifa í kjöifar þess- arar heimsfréttar um íþróttahús- teikninguna á Akranesi, Vcit enginn hvað er satt og hvað er Iogið í þvi efni. Enda er sannleiksieitin í tcikn- unni. En bvað er þá eftir sem gert hefur þessa mýflugu Atla Rúnars Halí- dórssonar að úlfalda meðal starfs- fólks og stjórnenda í útvarpshúsinu við Efstaleiti? Jú, hvað annað en það, hverjir eiga að segja fyrir verkum og vera í fyrírsvari fyrir Rflúsútvarpið inn á við og úi á við. Málið snýst um það, h\or( útvarps- stjóri og útvarpsráð megi yrða fréttastofuna orðum, ef þessum æðstu stjórnendum stofnunarinnar (sem þeir eru) þykir nokkuð við Þeim sem láta sér annt um Ríkis- úfvarpió og vita ekki annað en að það hafi viðunandi stjórnkerfl sam- kvæmt lögum og starfshefð í 60 ár, kemur spánskt fyrir sjónir, þegar stjórnunarhættir eru komnir á það stig að meno eru htettir að tala sam* an en skiptast á aðkeyptum lög- fræðtógaálitum, sem aukinheidur viðurkenndum boðleiðum kontóranna i Efstateiti 1. En leiki einhver vafi á um stjóm- kerfið í Ríkisútvarpinu, bvers vegna er þá ekki leitað tit ráðherra um hvernig skiijaeigi útvarpslögin, kvæma þau. Nema s vo sé komið, að Itikisútvarpiö sc svo pent með sig að það leiti dkki ráða hjá ráðherra ar ótta við að kalia jfir sig póiitíska íhlntun, eða ráðherra sé nú af- skiptaleysisstefnan svo rnnnín i merg og bein að hann viil ekkert vera að blanda sér I vinnustaöadeil- ur i stofnunuin sem undir hann heyra. Nóg er samt af illindunum. Það cr að vísu ekki það versta sem ráðhcrra sýnir af sér, að vera fá- skiptinn af daglegrí Stjórn rflds- stofnana, en of mikið af öilu má þó gera. Þrátt fyrir allt á ráðberra að gæta þess-i þessu tilfelli-aðstjóra Rikisútvarpsins fari ekki úr bönd- nnum. Hversu góðir sem starfs- menn og stjnrnendur Rikisútvarps- ins eru, bafa þcir ekki náð þeim arb að búa við anarkisma semstjórnar- íorm. Kannski þarf að sctja bráða- birgðalog um það bvort útvarps- stjóra og útvarpsráði sé leyfilegt að opna rouonioo. Garrí SKRYTNAR AHERSLUR Sjaldan hefúr íslenskur íjölmiðla- maður lagt aðra eins áherslu á að hafa rétt fyrir sér og þegar full vissa var fenginn fyrir að hann hafði rangt íyrir sér og að Stapagatið væri ekki Dyrhólagatið, eða var það öfúgt? Ritstjórinn birti mynd af Dyrhóla- gati í blaði sínu og sagði það vera Gatklett fyrir vestan en gegnum bæði götin sér himin og haf. Þegar annar ritstjóri leiðrétti tiltölulega saklausa missögn upphófst ein hat- rammasta ritdeila sem háð hefúr verið á Fróni þar sem Stapagatið var gert að Dyrhólagati og Dyrhólagat fyrir sunnan að Stapagati vestra. Sá sem hafði rangt fyrir sér fékkst aldr- ei til að viðurkenna ruglið og gegndi hann m.a. æðsta embætti sem þá var til á íslandi án þess að fást til að leiðrétta einfalda og auðskilda stað- reynd. í heimsljósinu Og það eldist ekkert af Qölmiðl- ungum að halda fast við „staðreynd- ir“ og skoðanir á tilteknum efnum og trana ffam sínum Stapagötum af eldmóði þótt öllum, eða allflestum öðrum, standi nákvæmlega á sama um hvort þeir fara gatavillt eða ekki. Sjaldan hefur fjölmiðlagengið gengið eins langt í að auglýsa at- burð og tónleika Bob Dylan (sem heitir í höfúðið á „enska" skáldinu Dylan Thomas að sögn uppfræðara í ljósvakamiðluninni ''-'nningamar og gauragangurinn er slikur að mað- ur hlýtur að líta á það sem guðlega náð að „goðið“ skuli vera svo lítil- þægt að troða upp á Islandi eftir að hafa látið heimsljósið skína á sig í aldarfjórðung og eru því varla nein nýmæli á ferð. Miðasalan var mikið mynda- og fféttaefni. Legið var yfír fólki sem fór í biðröð og beið í nær hálfan sól- arhring, eins og tíðkast i komma- ríkjum, og voru tekin viðtöl við þá sem lögðu á sig strangar vökur til að verða sér úti um aðgöngumiða. Djörfústu óskir biðraðafólks voru að rætast. Það var að fá aðgang að sjálfú „goðinu", eins og fjölmiðl- ungar margtuggðu í lýsingum sín- um á dásemdardýrðinni. Mikið var gert úr því að hætta væri á að aðgöngumiðar færu á svarta markaðinn. Aftur skírskotun í kommúnistaörbirgð og miðar voru skammtaðir af Listahátíð. Næstu tvo daga var auglýst aftur og aftur að nógir aðgöngumiðar væru til og stendur það góða boð enn. Þama er eitthvert misræmi milli áhuga þeirra sem eiga og reka fjöl- miðla og neytenda þeirra. Ekkert gaman lengur Áhugamenn um boltaleikjagaman bregðast aldrei reiðari við og þegar dregið er í efa að almennur áhugi á þeim sandkassa sé kannski ekki al- veg eins mikill og þeir staðhæfa. Þeir eru ekki til viðræðu um efnið og allt skal undan láta þegar þeir halda ffam kröfúm sínum um opin- ber ffamlög í ýmissi mynd eða endalausar sýningar á boltaleikjum þegar svo ber undir. Stendur ein hrinan yfir núna og allir eiga að vera svo svaka spenntir. I landi fótboltans, Bretlandi, segj- ast 20% sjónvarpsáhorfenda hafa gaman af knattspymu. Þetta er upp- lýst á fjölmiðlasíðu Mogga og hlýt- ur því að vera satt. Fyrir 20 árum var hlutfallið 60% fótbolta í vil. íþrótta- sýningar njóta sífellt minni og minni áhuga sjónvarpsáhorfenda og er fótboltinn í fjórða sæti þeirra greina sem horft er á þar. En þeir sem hafa alið sjálfa sig upp á boltaleikjavöllum og ráða dag- skrám neita að trúa og mötunin er sú sama og fyrir 20 árum. Hér er síður en svo verið að leggja til að hætt verði að leggja áherslu á fótboltasýningar í fjölmiðlum eða að dægurlagasöngvarar verði ekki kynntir þegar þeir láta svo lítið að koma fram á íslandi. En fjölmiðlafólk verður að varast að leggja rangar áherslur á hvað vekur almennan áhuga og hvað ekki. En um þetta þýðir ekki að fást. Þegar þverhausamir hafa ákveðið að Stapagatið sé Dyrhólagat verður það svo að vera þótt allir aðrir viti hvar hvort gatið er að finna. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.