Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 26. júní 1990 Ræða Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, sem flutt var í kvöldverðarboði er forsetinn hélt Bretadrottningu til heiðurs: Höfum ævinlega lagt mikla áherslu á gildi vináttunnar Yðar hátign, Yðar konunglega tign, góðir gestir! Það er mér mikil ánægja að bjóða yður velkomin í tilefni af fýrstu heimsókn bresks þjóðhöfðingja til ís- lands. Heimsókn yðar hingað er kær- komin viðurkenning á nánum tengsl- um þjóða okkar um aldir, allt ffá því að land var numið á íslandi fýrir meira en 1100 árum. Ellefu hundruð ár eru ekki langur tími í samanburði við hina löngu og glæstu sögu þjóðar yðar. En hugtakið „tími“ hefur alltaf fangað hugi okkar Islendinga — ef til vill fyrir þá sök að tímaskyn hefur alltaf verið okkur ná- tengt. I hugum okkar er fortíðin æv- inlega í gær, — eða, ef betur er að gáð, í fyrradag. Þetta tímaskyn hefur valdið því, að við íslendingar finnum mjög fyrir þjóðarímynd okkar. í hugum okkar er sagan engan veginn dautt hugtak. Sagan er okkur lifandi fyrirbæri sem á jafn brýnt erindi við okkur og dag- blöðin í dag. Við litum aftur til þess með ánægju sem hefur tengt þjóðir okkar í fortíð- inni, og á þessari stundu fögnum við þeim tengslum sem tengja okkur æ nánar. Siðferðiskennd okkar hefur ævinlega lagt mikla áherslu á gildi vináttunnar. Við minnumst þess með þakklæti frá árdegi sögu okkar, að það voru breskir trúboðsbiskupar og kennarar sem færðu okkur stafrófið, sem gerði okkur klcift að rita íslendingasögum- ar, bókmenntalegt afrek sem við er- um ætíð mjög stolt af. Orð okkar bók er upphaflega breskt orð. Svo er einnig um kálfskinnið sem sögumar em skráðar á - bókfell. Meira að segja sögnin að rita er breskt töku- orð. Og varla verður annað sagt en að það lán á orði hafi skilað umtalsverð- um árangri! Það var með þessu stafrófi sem Eg- ils saga var rituð á 13du öld. Margir atburðir þeirrar sögu gerast á Bret- landi, einkum í Jórvík; þar orti hetjan og skáldið Egill Skallagrimsson hið óviðjafnanlega kvæði sitt Höfuð- lausn. En Egill barðist einnig við hlið Aðalsteins Englakonungs í or- ustunni á Vínheiði árið 937 og gat sér glæstan orðstír en varð um leið fyrir miklum persónulegum harmi er bróðir hans féll í þeim bardaga. Ég hef ætíð verið snortin af því hvemig hinn breski konungur létti Agli harm- inn með þöglum, táknrænum hætti: „Þá dró konungur sverðið úr slíðr- um og tók gullhring af hendi sér, mikinn og góðan, og dró á blóðrefil- inn, stóð upp og gekk á gólfið og rétti yfir eldinn til Egils. Egill stóð upp og brá sverðinu og gekk á gólfið. Hann stakk sverðinu í bug hringinum og dró að sér, gekk aftur til rúms síns. Konungur settist í hásæti." Mér hefur oft fundist sem hátíðleiki þeirrar stundar, í allri sinni áhrifa- miklu þögn, beri voh um gagn- kvæma virðingu og jafnréhi Breta og íslendinga, milli almúgamanns og konungs, sem jafnan hefur einkennt samskipti þjóða okkar síðan. Yðar hátign, á morgun vonumst við til þess að geta endurgoldið þessa sögulegu stund með því að sýna yður þjóðargersemi, sem að vísu verður ekki með höndum tekin. Þar skipar Þingvöllur öndvegi, i senn vagga menningar okkar og ein- stakt náttúmundur. Dufferin lávarð- ur, hinn kunni breski diplómat 19du aldar, kom þar við á ferðum sínum og gat ekki dulið aðdáun sína í bókinni Letters from High Latitudes: „Loks hef ég séð hinn fræga Geysi, en allir hafa heyrt látið mikið af hon- um. En ég hef einnig séð Þingvöll, sem enginn kannast við. Hverir eru sannarlega dásamleg náttúruundur, en Þingvöllur er miklu indælli og un- aðslegri; og sé það ómaksins vert að sigla yfir Spánarsjó til þess að sjá Vigdís Finnbogadóttir, forseti fslands Geysi, þá borgar sig að fara kringum jörðina til þess að líta Þingvöll." Þingvöllur er okkar Stonehenge, Runnymede og Westminster allt í senn. Hann tilheyrir sögunni en er jafnframt tímalaus, tilheyrir þessum heimi en jafhframt sem úr öðrum heimi. En hann er ekki eina undur náttúrunnar sem ísland hefur að bjóða. Sem betur fer hefur ísland ekki orðið fyrir verstu afleiðingum iðnvæðingarinnar, sem hafa valdið veröld okkar þeim mikla skaða sem við erum réH að byrja að gera okkur grein fyrir. Því er það okkur ánægjuefni að geta sýnt yður á leiðinni til Þingvalla nýj- ustu nýtingu okkar á hitaorku jarðar að Nesjavöllum. HeiH vatn úr iðrum jarðar, sem er nýH á skynsamlegan háH, gæti reynst eiH svar okkar við þörfmni fyrir olíuorku og þeim vandamálum sem hún skapar fyrir umhverfi okkar. Sú var tíð að Reykjavík var hulin reykjarsvælu kolaelds. En nú er hún þekkt um allan heim fyrir hreint loft sem við njótum dag hvem. Sú breyt- ing stafar af því að við íslendingar höfum getað beislað orku úr iðrum jarðar til hita og rafmagns í borgum og bæjum. Hún er lifandi dæmi um það sem lýst er eftir í Alþjóðaskýrslu um náttúmvemd frá 1980: „þróun varanlegra auðlinda í sáH við náttúr- una.“ Önnur er sú náttúruauðlind sem við íslendingar sækjumst eftir að endur- nýja: skóglendið sem forfeður okkar eyddu með öxum sínum og kvikfé sem þeir beittu á hið ósnortna land er þeir höfðu fundið. Eftir aldalanga gróðureyðingu höfðum við heitið að takast á hendur krossferð til að bæta umhverfi okkar, klæða landið skógi að nýju, klæða móður jörð aftur grænum mönli sínum. Yðar hátign, á morgun munum við gróðursetja bjarkir í landi Kárastaða. Það er hluti nýs svæðis er kallast Vin- áttuskógur, og öll þau lönd sem hafa sendiráð á íslandi eiga hlutdeild í — og það er mér gleðiefni að geta sagt að Bretland var þar 1 forystusveit. Eg kann ekki beHi leið til þess að rækta vináttu okkar úr fortíðinni og vonir okkar um framtíðina en að gróður- setja tré í skógi framtíðarinnar; eink- um í skógi vináttunnar. Yðar hátignir, góðir gestir, ég bið yður að rísa úr sætum og hefja glös til heiðurs Hennar hátignar Élísabetar drottningar og Hans konunglegu tignar Philips prins. Megi vináHa þjóða okkar endast um aldir. Boð Englandsdrottningar um borð í Britannia við Ægisgarð: ÞESSIR SNÆDDDU MEÐ DROTTNINGU Sendimenn erlendra ríkja Hr. H.H, Haferkamp, sendiherra V- Þýskalands og frú, I.N. Krasa- vin sendihcrra Sovétríkjanna, P.O. Forsheil scndihcrra Svíþjóðar og frú, L. Larsen scndifulltrúi Noregs og frú, J. Mer sendiherra Frakk- lands og frú, H. Branders sendi- herra Finnlands og frú, C.E. Cobb sendiherra BNA og frú, Knud- Arne Bjerk Eliasen sendifulltrúi Dana og frú, J. Seman sendifuil- trúi Tékkóslóvakíu og frú, S. Laskowsky sendifulitrúi Póiiands og frú, Han Xuefang sendifulltrúi Kína og frú, R.H. Graham Mitc- heli sendiherra Kanada og frú, J. A. Benson sendiherra Ástralíu og frú, A.D.J. Blankson sendiherra Nígeríu og frú, L.N. Rangarajan. Frá íslensku utanríkisþjónustunni Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra og kona hans Bryn- dís Schram, Þorsteinn Ingólfsson deildarstjóri og kona hans Hólm- fríður Kofoed-Hansen, Sveinn Björnsson sendiherra og frú, Hörður Bjarnason siðameistari og frú og Sigrlður Gunnarsdóttir. Fólk sem sæmt hefur verió breskum heióursmerkjum Ágúst Fjeldsted CBE og frú, Alan Boucher MBE og frú, Brian Holt MBE og frú, Ólafur Johnson MBE og frú, Hannes Hafstein MBE og frú, frú E. Sighvatsson MBE, Þorsteinn Jónsson DFM og frú, Eiríkur Kristófersson CBE, Sigurður Árnason OBE og frú, Geir Zoéga MBE og frú, Irene Go- ok- Gunnlaugsson MBE og eigin- maður, Geir Borg (Kings Medal for Service in the Cause of Free- dom) og frú, Hilmar Foss MBE og frú, Sigurjón Hannesson og frú, Pálmi Hiöðversson og frú, Jón Sigurðsson og frú. Breskir þegnar, búsettir á ísiandi Ralph Hannam og frú, Alan Mitcheson og frú, Colin Porter og frú, Jim Smart og frú, Poul O’Keeffe og frú, Molly Clarke- Jónsson og eiginmaður, Ruth Magnusson og eiginmaður, Doris Bríem, Sylvia Briem og Magnús Pálsson, William McManus og frú, E. Kinchin og frú, Leo Munro og frú, Stanley Kiernan og frú, Bella Sigurjónsson, Bernard Wilkinson og frú, Julie Ingham og cigínmaöur, Oliver Kentish og frú, Anthony Cheong, Brian Pilking- ton og frú, Jay d’Arcy, Michael Clark og frú, Norman Dennis og frú, Rose Guðjónsson og eigin- maður, Janet Crosshall, Pieter Jongejan og Agnes Grahara, Rosalind Reid, Míchael Whalley, Anne Helen Lindsay og Gunnar Hafsteinsson. Starfsfólk breska sendiráósins f Reykjavík Alpher Mehmed og frú, Caroline Gibson, Barry Ross, Carole Mitc- hell, Peter Stevenson, Örn Valdi- marsson og frú, Krístján Wendel og frú, Ósk Magnúsdóttir og eig- inmaður, Anna Olafsdóttir og eig- inmaður, Ríkharð Þórarinsson og frú, Krístín Símonardóttir og Lára Júlíusdóttir, Aðalsteinn Jónsson og frú, Philip Leadbetter ogfrú. —sá UR VIÐSKIPTALIFINU MALNING Sala málningar í heimi öllum er nú sögð nema um 20 milljörðum sterl- ingspunda á ári. Sem á mörgum öðr- um sviðum er mikið um samfellingar íyrirtækja 1 málningargerð og upp- kaup. Fyrir nokkrum árum keypti hið stærsta þeirra, Imperial Chemical Industries, bandarísku málningar- gerðina Glidden, þá hina áttundu stærstu i heimi, og BASF keypti Inm- ont, hina tíundu stærstu. (Afitur á móti seldi Hoechst málningarfyrir- tæki siH, Berger, til hins breska Willi- ams Group, og mun nú nær einvörð- ungu framleiða iðnaðar-málningu.) Að markaðshlutdeild stóru málning- argerðanna kveður þannig æ meir. í heimi öllum var markaðshlutdeild hinna tíu stærstu 30% 1987, en tæp- lega 20% 1980. Tíu stærstu málningargerðir 1988 og sala þeirra í milljónum lítra 1. Imperial Chemical IndusHies 780 2. -3. PPG (PiHsburgh Plate Glass) (Bandaríkjunum)................460 2.-3. BASF (Þýskalandi) .......460 4. Sherwin-Wms (Bandaríkjunum) 360 5. Akzo (Hollandi)..............350 6. Nippon (Japan) ..............257 7. Intemational (Bretlandi) ....235 8. Kansai (Japan) .............231 9. Du Pont (Bandaríkjunum) ..228 10. Valspar (Bandaríkjunum) ....200 Af hinum tíu stærstu selja aðeins fjórar málningu viða um heim: ICI, PPG, BASF og Intemational (sem lengi var einkum þekkt fyrir skipa- málningu). Á meðal annárra stórra framleiðenda em Beckers í Svíþjóð, Williams-hópurinn breski (sem keypt hefúr Crown og Berger, sem áður vom önnur og þriðja stærsta máln- ingargerð á Bretlandi) og hin breska Macpherson, sem nýlega keypti Signpost Paint. Um helmingur seldrar málningar er „húsamálning", en hinn helmingur- inn greinist í fjölmargar tegundir, sem hafðar era til margs konar nota. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.