Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 16
aðalmál þingsins flj Tímiim ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ1990 Aðeins 2skip í næstu viku Aflamiðlun hefiir leift sölu á um l .070 tonnum af fiski í gámum í næstu (27.) viku. Það eru 43% þeirra 2.480 tonna sem sótt var um útflutn- ing á. Þar af er leyfð sala á rúmlega 400 tonnum af ýsu og tæplega 210 tonnum af þorski í Bretlandi, og um 250 tonnum af karfa og 130 tonnum af ufsa í Þýskalandi. Aætlað er að að- eins tvö skip selji samtals 190 tonn af fiski í Bretlandi í næstu viku. Samtals er því gert ráð fyrir sölu á um 1.260 tonnum erlendis í næstu viku. Alls 1.210 tonn af fiski voru seld í Bretlandi og Þýskalandi úr fiskiskip- um og gámum í síðustu viku sam- kvæmt tölum frá LÍÚ. Söluverðmæti var um 148 m.kr. eða um 122 kr. á kíló að meðaltali. Meðalverð fyrir ýsu var 141 kr. á kg. og fýrir þorsk 128 krónur. Fimm skip seldu afla erlendis í síð- ustu viku þar af seldu 4 í Bretlandi 415 tonn íýrir samtals 56 millj.kr. og eitt 233 tonn í Þýskalandi fýrir tæpar 24 m.kr. Þá voru seld 561 tonn úr gámum í Bretlandi fýrir tæpar 68 m.kr. Sala á fiskmörkuðum innanlands er sögð þokkaleg upp á síðkastið. Fisk- markaðir Flafnarfjarðar og Suður- nesja hafa óskað eftir um 2.000 tonn- um til sölumeðferðar. Og Fjarskipta- markaður Vestmannaeyja hefúr verið beðinn að útvega viðskiptavinum sínum um 420 tonn, mest ýsu og ufsa. - HEI 25. þingi Sjálfsbjargar lauk um helgina: AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 .fHrrvéie^o1^^' MtHBBBlHMMSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 IMISSAIM Réttur bíll á réttum stað. HrtpMon M Sœvamöffta 2 slmi 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM DALLAS ^ TOKYO Kringlunni 8-12 Sími 689888 25. þing Sjálfsbjargar, landssamtaka fatlaðra, var haldið um helgina. Tæplega 50 fulltrúar sóttu þingið og að sögn Jó- hanns Péturs Sveinssonar, formanns Sjálfsbjargar, voru að- al mál þingsins húsnæðismál og endurskoðun laga um mál- efni fatlaðra. Þá var lögum landssambandsins breytt þannig að nú eiga önnur öryrkjabandalög auðveldara með að ganga í Sjálfsbjörg. Árið 1986 mótaði Sjálfsbjörg heildarstefnu í húsnæðismálum sem unnið hefur verið eftir í sam- vinnu við ýmis önnur almanna- samtök. „Við leggjum áherslu á þá stefnu að húsnæði sé almennt þannig úr garði gert að menn geti nýtt sér það hvenær sem er ævinn- ar án tillits til þess hvemig ásig- komulagi menn eru í. Við teljum að ef tekið er í upphafi tillit til allra þurfi kostnaður við uppbyggingu húsnæðis ckki að vera meiri“ sagði Jóhann. Þing Sjálfsbjargar ályktaði um ýmis mál. I ályktun húsnæðishóps segir að fagnað sé setningu laga um félagslega húsnæðiskerfið og áhersla lögð á að frumvarp um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga verði að lögum á næsta Alþingi. Varðandi endurskoðun laga um málefni fatlaðra er áhersla lögð á fmmkvæði og ábyrgð sveitarfélag- anna enda verði þeim tryggt fjár- magn til þess. „Þingið bendir á nauðsyn þess að saman fari stjóm- unarleg og ljárhagsleg ábyrgð í málaflokknum." Þá varar þingið við þeim afleiðingum sem lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga geta haft á mál fatlaðra. „Þau lög virðast ekki hafa verið ígmnd- uð nægjanlega og í sumum tilvik- um snúa þau við áralangri þróun þar sem grundvallar sjónarmið samtaka fatlaðra um jafnrétti og blöndun em íýrir borð borin. Þing- ið hvetur til þess að þessi lög verði endurskoðuð sem fýrst með það fýrir augum að sníða af þeim þessa vankanta" segir ennfremur í álykt- un þingsins. I lögum Sjálfsbjargar vom ekki heimildir fýrir því að önnur ör- yrkjafélög, en þau félög sem Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar. Sjálfsbjörg hefúr stofnað, gætu gerst aðilar að Sjálfsbjörg. Þessu var hins vegar breytt á þingi Sjálfs- bjargar um helgina með lagabreyt- ingum og sagðist Jóhann líta á breytingamar sem skref í þá átt að styrkja bæði smærri félög öryrkjt og Sjálfsbjörg með víðtækari sam- vinnu. „Ef vel tekst til getur þette orðið styrkur fýrir alla aðila“ sagð Jóhann að lokum. -hs Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins um komandi alþingiskosningar: VILL HEFJA UNDIR- BÚNING Neðanskráð tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gcgn einu á fundi framkvæmdastjómar Al- þýðubandalagsins í gær. „Framkvæmdastjóm Alþýðubanda- lagsins telur brýna nauðsyn bera ti! að undirbúningur næstu alþingis- kosninga verði hafinn sem fýrst og að því unnið, að full eining verði um ffamboð og stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins í komandi kosningum. I þessu skyni verði undirbúningur næstu kosninga til umræðu í öllum stofnunum flokksins, þ.á.m. kjör- dæmisráðum og flokksfélögum, næstu tvo mánuði. Framkvæmdastjóm samþykkir að boða til annars fúndar í miðstjóm í ágústlok eða bytjun september, þar sem tekin verði afstaða til þess hvort endanlegar ákvarðanir um kosninga- undirbúning verða teknar á sérstakri ráðstefnu miðstjómar eða landsfundi í janúar 1991.“ Bubbi Morthens spilar á undan Bob Dylan: Er ekki síður heiður fyrir Dyian en niiQ „Hann ber af sem slíkur, hann er maðurinn sem tók ljóðlistina inn í rokkið,“ sagði Bubbi Morí- hens er hann var inntur álits á hin- um heimsfræga tónlistarmanni Bob Dylan en Bubbi mun spila á undan Dylan á tónleikum hans í Laugardalshöll á morgun. Bubbi mun koma fram einn með gítar og mun bjóða tónleikagestum upp á um fjörutíu mínútna dag- skrá, þar sem nýjustu lög bans verða meginuppistaöan. Óhætt er að fuliyrða að Bubbi Mortbens og Bob Dylan séu að mörgu leyti svipaðir tónllstar- menn. Aðspurður um það segir Bubbl tónlist sina vera af svipuð- um meíöi og sú sem Dylan leikur en þó liail hann ekki tekið Dylan sér tU fyrirmyndar. „Ég held að ég sé of staðbundinn tíl þess. Ég er miklu hrifnarí þann- ig séð af mörgum íslenskum skáld- um. En það er ekki hægt að neita þvi að Bob Dylan hefur haft gríð- arleg áhrif um víða veröid," segir Bubbi. Bubbi kveðst hafa keypt allar plötur Dylans í gegnum árin og fylgst með honum síðan hann var krakki. En er það heiöur að spila á undan Bob Dylan? „Það er heiður fyrir Bob,“ segir Bubbi, en dregur það iýótt til baka; ,jú, auövitað er það heiður.“ Um miðjan dag í gær voru enn nokkrir mlðar Óseldir á tónleikana. Ákafir aðdáendur söngvarans mættu strax um morguninn á fyrsta söludegi við miðasöluna við LaugardalshöU til að vera öruggir um að missa ekki af tónlistarmann- inum. -GS Húsnæðismál eitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.