Tíminn - 27.06.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.06.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 27: júní'1990 Þráttað um bústyrki í GATT í GATT stendur Uruguay-lotan enn yfir og saman dregur ekki i landbún- aðarmálum á milli EBE og USA. í byrjun júní reyndu Tulltrúar þeirra á sáttafundi í hálfan fimmta tíma í mat- sal Efnahags- og framfarastofnunar- innar í París að komast að samkomu- lagi, en án nokkurs árangurs. Sagði Newsweek svo frá 11. júní 1990: „Á fundi í Paris vafðist enn fyrir banda- rískum og evrópskum samninga- mönnum, hvemig komið verði á fijálsri verslun með búvöra ... Carla Hill, bandarískur viðskiptafúlltrúi, og bandaríski landbúnaðarráðherr- ann, Clayton Yeutter, héldu því statt og stöðugt fram, að samkomulag um landbúnað væri skilyrði endumýjun- ar og útvíkkunar Alþjóðlega tolla- og verslunarsamkomulagsins (GATT) í heild sinni. Varaformaður fram- kvæmdanefndar EBE, Frans Andri- essen, taldi (salarkynni OECD) ekki vera vettvang til umræðna um mál GATT i einstökum atriðum. 1 raun réttri tóku hvorir tveggja málstað bænda sinna. 1 Bandaríkjunum fram- leiða 2 milljónir dugandi bænda bú- vörar (langt umfram innlendar þarf- ir), sem þau reyna að selja ódýrt víðs vegar um heim. EBE ræktar líka um- fram þarfir, en bændur þess eru fjór- um sinnum fleiri, og er helsta hugð- arcfni þess að firra þá samkeppni við ódýran innflutning frá Bandaríkjun- um, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjá- landi. Og þótt Japan sé eitt helsta inn- flutningsland búvara, er því kapps- mál að hlifa bændum sínum, — eink- um ræktendum ríss, — við ódýram innflutningi. Svo að rakið sé hið þrotlausa styrkjastrið, þá greiddu skattgreiðendur í Bandaríkjunum 32 milljarða $ í styrki til bænda, en í hinum 12 aðildarlöndum EBE voru bændum greiddir 53 milljarðar $ í styrki. Styrkjakerfið veldur líka tug- um milljarða skakkafollum í vanþró- uðum löndum, sem geta ekki keppt við niðurgreidd matvæli, sem varpað er á markaði þeirra á niðursettu verði.“ „Sérfræðingum i Efnahags- og framfarastofhuninni (OECD) í París telst svo til, að bústyrkjagreiðslur kosti 24 ríkustu lönd heims um 250 milljarða $ á ári. Þegar 1986 féllust USA og EBE á að taka þau mál til meðferðar við mikils háttar endur- skoðun og útvíkkun Alþjóðlega tolla- og verslunarsamkomulagsins (GATT), — en þær viðræður nefnast Uraguay-lotan, því að í því landi hóf- ust þær, — í því skyni að lækka tolla og fækka verslunartálmunum. Þær miða líka að því að fella undir GATT- ákvæði stórar greinar viðskipta: Bankastarfsemi og ferðaþjónustu, hátækni, höfúndarrétt og einkaleyfí, landbúnað. Lotunni lýkur væntan- lega í árslok (1990).“ Stígandi I EBE DREGUR TIL EINS MARKAÐAR VÁTRYGGINGA Aðildarlönd EBE verða einn vá- trygginga-markaður í árslok 1992 (hvort sem hann nær til EES, ef til þess kemur), og á einu sviói a.m.k. í júlí 1990: Vátryggingarfélögum með ársveltu umfram 15 milljónir sterl- ingspunda eða fleiri en 500 starfs- menn verða aðildarlöndin einn mark- aður trygginga gegn há-áhættu. I aðildarlöndunum era vátrygging- arfélög misvel undir sameiginlegan markað búin. I fýrsta lagi er á þeim mikill stærðarmunur landa á milli. Á Frakklandi og Spáni era, í hvora landi, um 500 vátryggingarfélög. Á Bretlandi kom hins vegar til samfell- ingar vátryggingarfélaga á ofanverð- um sjötta áratugnum og hinum sjö- unda og mynduðust þá stór vátrygg- ingarféíög þarlendis. í öðra lagi hef- ur tiltölulega lítil rækt verið lögð við líftryggingar í Suður-Evrópu. í þriðja lagi er vátrygginga-miðlun (insur- ance broking) lítt stunduð í Suður- Evrópu og jafnvel á Þýskalandi í samanburði við það sem gerist í eng- ilsaxneskum löndum. Loks er á meg- inlandi álfunnar aðallega tryggt gegn skaða af völdum brana, storma, þjófnaðar og flóða, en lítt gegn skaðabótum vegna lagalegrar ábyrgðar fyrirtækja. Iðgjöld 1987 til vátryggingarfé- laga á íbúa í EBE og EFTA ($) Samanlögð Önnuren Líf liftrygg- trygg- inga inga Sviss 1.746,5 808,5 938,0 Vestur-Þýskaland 977,7 563,0 2414,5 Noregur 874,8 437,4 437,4 Bretland 807,0 327,7 479,3 Svíþjóð 797,1 350,4 446,7 Holland 788,1 428,6 359,5 Finnland 769,7 290,2 479,5 Danmörk Frakkland Austurriki Irland Luxemburg Belgía Ítalía Spánn Portúgal Grikkland 743.4 657,9 631,0 615,8 533.4 510,3 252,6 137.5 76,5 46,2 435,0 401,9 447.4 253.4 405,6 369,0 206.4 109.4 68,7 32,1 308.4 256,0 183,6 362.4 127,8 141,3 46,2 28,1 7,4 14,1 Heimild: Swiss Reinsurance Comp- any Fáfnir BOKMENNTIR Grísk ocj rómversk byggingarlist „Það verður að róta landskapinu á léreftið" Roland Martin: Greek Architect- ure. Faber and Faber/Electa 1988. John B. Ward-Perkins: Roman Architecture. Faber and Fa- ber/Eiecta 1988. — History of World Architecture. Roland Martin er kennari við École Pratique des Hautes-Études í París. Hann hefur stundað fomleifagröft á Delos og skrifað ritgeröir um bygg- ingarlist og áhrif mínóskrar bygg- ingarlistar á þá grísku. Áhrifa krít- vcrskrar byggingarlistar gætir mjög í mínóskri list og austurleq,sl< áhrif leyna sér ekki. Mínósk list mótaði þá grísku og einnig byggingarjjst Suð- ur-ítaliu og Sikileyjar. Síðan um- skapast þessi grísk-mínóski stíll og list hellcnismans er þaðan sprottin. Grísk list var mótuð á 6. öld f.Kr. og þróaðist síðan næstu 500 árin og verður síðar hin mikla fyrirmynd evrópskrar byggingarlistar með miklu rómversku ívafi. Höfúndurinn leitast við að tengja og útlista sam- band listar og samfélags á tímabilinu frá Sólon til Períklesar. Á því tíma- skeiði mótuðust höfuðþættir grískrar byggingarlistar og þeir eru inntak bókar Martins. Fjölmargar myndir eru prentaðar með texta; skýringar- myndir og uppdrættir auk mynda af byggingum og umhverfi. Mikið hef- ur verið ritað um þessi efni og hver öld metur glæsileika griskrar listar á sinn hátt. Myndirnar í þessu riti era vel valdar og sjónarhomið á ýmsan hátt frábragðið því venjubundna. Þessvegna verður verkið allt ásamt texta, betri og ferskari útlistun á við- fangsefninu en almennt gerist. Eins og kunnugt er, er Hellas vagga evr- ópskrar menningar og þar með með- al veigamestu þátta vestrænnar menningar. Áhrifin bárast í fyrstu til Rómar, bæði varðandi stíl og heim- speki, og þaðan til Vestur- og Mið- Evrópu, þar sem þessi arfur hefur blómstrað og dreifst um alla jarð- kringluna. Grísk byggingarlist mót- aði þá rómvcrsku, en Rómverjar um- breyttu og mögnuðu grisk áhrif og sköpuðu rómverskan stíl, sem var þeim gríska þyngri og magnaðri. Rómversk byggingarlist minnir á og er líklega nátengd formgerð latín- unnar og þar með rómversks réttar og réttarvitundar, sem er grandvöllur réttarríkisins. Höfundur ritsins um rómverska byggingarlist er kunnur sagnfræð- ingur og fomminjafræðingur. Sér- svið hans er borgarskipulag til foma, rómversk byggingarlist og upphaf kirkjulegrar byggingarlistar. Hann hefur unnið að fomminjagreftri í Frakklandi, á Englandi, í Líbýu og Tyrklandi og var forstöðumaður Breska skólans í Róm á áranum 1946- 74. Höfundurinn skrifar ljóst og myndimar færa lesandann nær viðfangsefúinu, þær era prentaðar með textanum. Báðar þessar bækur era handhægar upplýsingabækur um þann grandvöll mannheima sem hús- ið, hofið og kirkjan var. Siglaugur Brynleifsson. Einfarar í íslenskri myndiist gefin út hjá Almennabókafélag- inu. Tilvitnunin hér að ofan er komin frá Stefáni Jónssyni frá Möðrudal en hann er einn þeirra listamanna er koma við sögu i bókinni Einfarar í ís- lenskri myndlist eftir Aðalstein Ingólfsson sem Almenna bóka- félagið hefur gefið út. í bókinni er að finna fyrstu úttekt á list nokkurra utangarðsmanna í ís- lenskri myndlist sem venjulega eru nefndir næfir eða einfarar. Aðalsteinn Ingólfsson skil- greinir myndlist einfara þann- ig: „... þeir voru sjálfmenntaðir og höfðu þróað með sér ferska, einkanlega og einlæga mynd- list. Óháða ríkjandi hefðum eða tísku í myndlist." Og allir eru þeir einstakir í list sinni. Bókin hefst á ítarlegum inn- gangi eftir Aðalstein um mynd- list íslenskra einfara. Þá fylgja æviágrip og kynning á ellefu einförum og 95 litljósmyndir af verkum þeirra. Þessa dagana stendur yfir sýn- ing á verkum einfara í íslenskri myndlist i Hafnarborg, lista- safni Hafnfirðinga. í bókinni eru litmyndir af mörgum þeim verkum er þar eru, auk margra annarra. Iceland Review hefur gefið bólana út á ensku og nefnist hún Naive and fantastik art in Iceland. Einfarar í íslenskri myndlist var mánaðarbók Bókaklúbbs AB í maí. Bókin var prentuð á Ítaiíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.