Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur4. júlí 1990 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Forystusveitin [ kringum Míkael Gorbatsjov virðist vera að riðlast. Á öðr- um degi 28. þings sovéskra kommúnista réðust harð- línumenn harkalega að henni og fjórir háttsettir emb- ættismenn sögðust ætla að draga sig í hlé. Jegor Lígat- sjov, marxisti af gamla skól- anum, hefur leitt árás harð- línumanna og sakaði hann félaga sína í Kremlín um „hugsunartausa róttækni". Lígatsjov var kosinn formað- ur mikilvægrar nefndar á þinginu og þykir það sýna stuðning þingmanna við stefnu hans. MOSKVA - Fyrrverandi njósnari sovésku leyniþjón- ustunnar KGB segir að fá leyndarmál séu eftir í Sovét- ríkjunum. Hann sagði að njósnarar, sem flúið hefðu til Vesturlanda, hefðu tekið þau öll með sér. Oleg Kalugin stjórnaði gagnnjósnadeild KGB í sjö ár og sagði enn- fremur að á þeim tima hefðu Sovétmenn ekki haft neina trúnaðarmenn innan raða CIA-manna í Bandaríkjun- um. Gorbatsjov hefur kallað Kalugin svikara og svipt hann öllum orðum sínum. PRAG - Vaclav Havel sagðist í gær vilja vera í framboði til forsetaembættis Tékkóslóvakíu. Hann hefur gegnt því embætti til bráða- birgða en seinna í þessari viku mun tékkneska þingið kjósa nýjan forseta. Fast- lega er gert ráð fyrir að Ha- vel veröi kosinn forseti áfram. BONN - Tugir albanskra mótmælenda leituðu hælis á lóð vestur-þýska sendiráðs- ins í Tirana. Hermenn skutu á þá þegar þeir keyrðu vöru- bílum inn á lóðina. Um 150 Albanir eru sagðir hafa leitað skjóls í ýmsum sendráðs- byggingum síðan á sunnu- dag. ABIDJAN - Uppreisnar- menn í Líberíu sögðust hafa náð miðborg höfuðborgar- innar Monróvíu á sitt vald. Uppreisnarmenn á Fíla- beinsströndinni, sem eru í fjarskiptasambandi við her- sveitir skæruliða í nágranna- rikinu, sögðu fréttamönnum Reuters að skæruliðar væru aöeins 200 metra frá höfuð- stöðvum forsetans Samúels Does sem talinn er hafa víg- girt aösetur sitt og búið þar um sig með hermönnum þjálfuðum í ísrael. JERÚSALEM - Sendi- herra ísraels í Egyptalandi, Shimon Shamir, sagði í gær af sér stöðu sinni. Hann sagðist vera ósáttur við ný- myndaða harðlínustjórn Yitzhaks Shamirs í (srael. ÚTLÖND Þyrluflugmaður sem flaug yfir Tsjérnóbýl: Hetja deyr Soveskur þyriuflugmaður, Anatolý Grishchenko, dó í gær vegna hvítblæðis og hjartabilunar. Hann flaug margar ferðir yfir Tsjemóbýl kjamorkuverið 1986 tii að reyna að kæfa elda í því en hann varð um leið fómariamb geislun- ar sem lagði frá verinu. Flugmaðurinn, sem var 53 ára, var sæmdur heiðursorðum af sovéskum stjómvöldum fyrir framgöngu sína en fjórum árum seinna varð hann fyrsta fómarlamb geislunarinnar sem sent var til Bandarikjanna til að hljóta þar læknismeðferð. Eftir sprenginguna í Tsjemóbýl 26. april bmtust út eldar og geislavirkt ský lagði yfir verið. Grishchenko flaug þyrlu sinni margar ferðir yfir kjam- orkuverið með mörg tonn af sandi og blautri steypu til að reyna að kæfa eldana. Hann dó aðfaranótt þriðju- dags en hafði þá verið greindur með ákaft hvítblæði og settur í öndunarvél vegna öndunarerfiðleika. I april var Grishchenko fluttur í sjúkrahúsið í Seattle og þá var græddur í hann beinmergur úr franskri konu. Tjemóbýl 1986. Mynd tekin af sovéskum sjónvarpsskjá. Hvervill slökkva eld I kjamorkuveri? Frakkar fallast loksins á að vera með: Vilja sporna gegn út- breiðslu kjarnavopna Frakkar sögðu í gær, þriðjudag, að þeir myndu í fyrsta skipti taka þátt í viðræðum um að draga úr útbreiðslu kjamorkuvopna. Þessi tilkynning Frakka þykir benda til þess að þeir hyggist endurskoða þá tuttugu og tveggja ára gömlu afstöðu sína að neita að undirrita alþjóðasamning um dreifingu kjamorkuvopna. Frakkar og Kinveijar hafa neitað að undirrita al- þjóðasáttmála frá 1968, sem bannar útflutning á þekkingu og tækjum til atómvopnaffamleiðslu í löndum þriðja heimsins. Frakkar eru taldir eiga þriðja stærsta vopnabúr atómvopna í heimi, á eftir Bandaríkjamönnum og Sovétmönn- um. I maímánuði létu þeir undan þrýstingi Kyrrahafsþjóða og sögðust myndu tilkynna fyrirffam um allar til- raunasprengingar sínar á atóm- sprengjum en mikil leynd hefur jafnan verið um kjamorkuvopnatilraunir Frakka. I tilkynningu ffönsku ríkisstjómar- innar í gær sagði að fúlltrúi hennar myndi taka þátt í fúndi alþjóða orku- málastofnunarinnar í Genf (IAEA) í ágúst og ennffemur sagði að Kínverj- ar myndu senda fúlltrúa sinn. Á fúnd- inum verður rætt um hvort samning- urinn verður ffamlengdur eftir 1995 en 139 lönd hafa undirritað hann. Frakkland er eina landið í Efnahags- bandalaginu sem ekki er í þessum hópi en fyrr á árinu tilkynntu frönsk stjómvöld að þau ætluðu að færa stefnu sina í kjamorkumálum nær stefnu annarra bandalagsríkja. Sameinuðu þjóðirnar koma á sáttafundi á milli írana og íraka: íranir og írakar hittast á fundi Utanríkisráðherrar írans og íraks tókust í hendur í gær og hófú fyrstu beinu viðræður sínar frá því að vopnahlé komst á milli landanna fyr- ir tveimur ámm. Aðalritari Samein- uðu þjóðanna, Jacier Perez de Cuell- ar, undirbjó fúndinn og lýsti því yfir að hann væri tímamótaviðburður. Síðast þegar ráðherramir hittust við ffiðarviðræður í Genf í apríl 1989 fóm viðræður þeirra ffam með milli- göngu Cuellars sem þeir töluðu við til skiptis. Cuellar sagði í gær að hann teldi að þessi fundur myndi senda þau skilaboð til íbúa landanna tveggja að ríkisstjómir þeirra væm staðráðnar í að finna friðsamlega lausn á ágreiningsmálum sínum. Þótt bardagar hafi legið niðri hafa íranir og Irakar enn ekki undirritað ffiðar- samninga og heldur ekki farið að til- mælum Sameinuðu þjóðanna um að skiptast á striðsfongum og að draga hersveitir sínar til baka. Perez de Cuellar, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna og Tariq Azis, utanríkisráðherra iraks. Sameining á stefnu- skrá beggja landa: Norður- og Suður- Kórea ná árangri í viðræðum Háttsettir embættismenn frá Norður- og Suður-Kóreu sögðu i gær að mikill árangur hefði náðst í viðræðum sem stefna að því að koma á sögulegum fúndi milli forsætisráðherra landanna. Full- trúar landanna tveggja munu hitt- ast aftur á fostudag í landamæra- þorpinu Panmunjom og ganga ffá samkomulagi um leiðtogafundinn sem stendur til að undirrita 26. júlí. Talsmaður Norður-Kóreu- manna sagði á blaðamannafúndi að hann teldi að forsætisráðherrar landanna tveggja myndu hittast í fyrsta skipti í ágúst eða septem- ber. Hann sagði gott gengi í undir- búningsviðræðum boða mikil um- skipti í sögu landanna og þokaði þeim nær sameiningu. Rikis- stjómir beggja landa segjast stefna að sameiningu Norður- og Suður-Kóreu í eitt riki á Kóreu- skaga en samningaviðræður um þetta hafa þó gengið treglega þar til nú að umskipti hafa orðið í samskiptum austurs og vesturs. w EB-ríkin ætla að vernda fiskistofna: STJORNA FISKVEIÐUM í MIÐJARÐARHAFINU EB-ríkin íhuga að auka vemdun fiskistofna í Miðjarðarhafi með því að taka upp nýtt kerfi leyfisveitinga. Evrópubandalagsríkin hafa hingað til takmarkað veiðar sínar með því að setja ffam heildarveiðikvóta fyrir hvert land. Fiskistofnar í Miðjarðar- hafi hafa farið minnkandi og að sögn embættismanna hjá EB er cngin skynsamleg fiskveiðistjómun nú í gildi við Miðjarðarhaf. Um það bil 110.000 sjómenn i EB-löndum hafa lífsviðurværi sitt af veiðum í Mið- jarðarhafi en ef farið verður að út- hluta veiðiheimildum mun þeim fækka vemlega. I fréttaskeytum Reuters kemur ekki fram hvers konar veiðheimildir er um að ræða. Hvort aðeins er rætt um að skip fái leyfi til að veiða fisk eða hvort þau fái ákveðið aflamagn í sinn hlut. Hins vegar er sagt um þessar veiðiheimildir að þær skuli vemda fiskistofna og draga úr notk- un fínriðinna rekneta sem umhverf- isvemdarmenn segja að ógni tegund- um í útrýmingarhættu. Efnahags- bandalagið vill líka ná samkomulagi við ríki sem eiga land að Miðjarðar- hafi en em utan bandalagsins um heildarstjómun allra fiskiveiða. Manuel Marin, stjómarmaður fiski- veiða hjá EB, mun leggja þessar til- lögur fyrir aðra stjómarmenn EB í dag, miðvikudag. Að sögn Reuters em tillögumar líklegar til að mæta andstöðu innan EB þar sem stjóm fiskveiða mun að einhveiju leyti fær- ast úr höndum þjóðlanda til yfir- stjómar bandalagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.