Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 16
AUGLVSINGASÍMARs 680001 — 686300 1 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagölu, ® 28822 VEBÐBHÉFfltftflSKIPII SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 NISSAN Réttur bíll á réttum stað. Sœvamöföa 2 slwii 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 V Tíminn MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ1990 Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skaqafirði: Á þriðja |H r i sund á svæðir IU ígær Ellefta landsmót Landssambands hestamannafélaga hófst á Vmdheimamelum í Skagafirði í gær. Að sögn Ólafs Sveinssonar, nefndarmanns í framkvæmda- nefnd mótsins, voru á þriðja þúsund manns mættir á mótssvæðið síðdegis. Veður var gott í Skagafirði í gær, sólskin og þurrt, en ekki mikill lofthiti. Spáð er áfram- haldandi bjartviðri og hækkandi hitastigi þegar líður á vikuna. Ef fram heldur sem horfir verður margmenni á Vindheimamelum þegar líður á vikuna, en búist hef- ur verið við 10 - 12 þúsund manns inn á svæðið. Nokkrir hópar ríðandi landsmótsgesta eru á leiðinni, en um 600 hestar á vegum hestaleiga munu koma á Melana í tengslum við mótið. I gær fóru fram afkvæmadómar, en ljóst var fyrir mótið að Hervar Sveins Guðmundssonar á Sauð- árkróki mundi hljóta Sleipnisbik- arinn fyrir afkvæmi. í dag verða síðan stóðhestar og hryssur kyn- bótadæmdar, og keppni í B- flokki gæðinga. - ÁG Ársfundur Hvalveiðiráðsins: Ósvífni að veiða hval Fulltrúar hvalfriðunarþjóða á árs- fúndi Hvalveiðiráðsins í Hollandi lýstu því yfir á fúndi þess í gær að þeim þætti tillögur Islendinga, Norð- manna og Japana um hreíhuveiðar ósvifnar, þar sem ekki væri búið að ákveða neina stjómun veiðanna. Þeir sögðu einnig að tillögumar og sú skoðun hvalveiðiþjóða að ráðið starfi ekki samkvæmt stofhsáttmála verði hrefnuveiðar ekki samþykktar, væri vanvirða við hvalveiðibannið. Niður- stöður vísindamanna vora lítið hafð- ar til hliðsjónar frekar en áður. I gær lögðu Svíar, Finnar, V- Þjóð- veijar, Frakkar og Svisslendingar ffarn þá tillögu að höfrungar og aðrir smáhvalir ættu að heyra undir hval- veiðiráðið. Allur dagurinn í gær fór í málþóf um þessa tillögu. Halldór As- grimsson lýsti því yfir að rikistjóm Islands væra á móti tillögunni og sagði að ráðinu væri ekkert frekar treystandi til að skipuleggja skyn- samlega nýtingu á þessum stofhum frekar en öðram. Lýsti hann þar með vantrú á störfum ráðsins. Fulltrúar hvalfriðunarþjóða vilja lít- ið vita um kvótatillögu Islendinga, Norðmanna og Japana og era vissir um að innan við þriðjungur fúndar- manna styðji tillögumar. GS. Forustumenn verkalýðshreyfingar og lífeyrissjóða launþega telja að húsbréfakerfið sé á góðri leið með að drepa almenna húsnæðislánakerfíð og félagslega kerfið einnig. Gæti það þýtt aukna erfiðleika lágtekjufólks og þeirra sem festa sér íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn? Timamynd: Ami Bjama Forseti ASÍ telur að húsnæðiskerfið sé á fallanda fæti: Húsbréfakerfið að ganga af almenna kerfinu dauðu Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagði í samtali við Tímann í gær að ef rikisstjórnin hefði staðið við það að leyfa almenna húsnæðislánakerfinu að ganga sína leið væri það kerfi væntanlega í þokkalegu jafn- vægiídag. „Það er alveg ljóst mál að húsbréfa- kerfið hefúr tekið fé úr almenna kerf- inu, og framlögíjríkisins hafa verið skorin niður i nánast ekkert. Þetta tvennt er megittástæðan fyrir þeim biðröðum sem .jeru í almenna kerf- inu“, sagði Ásmundur. Ásmundur sagðist telja að það hefði átt að láta gamla húsnæðislánakerfið ganga áfram, og að mjög skýr afstaða gagnvart þessu' máli hefði komið fram á Alþýðusambandsþingi, en Al- þingi hefði samt sem áður samþykkt lögin um húsbréfakerfið. ( ,JÞað hvað fjárveitingamar hafa ver- ið skomar niður er farið að valda mjög stóram áhyggjum í húsnæðis- stjóm. Menn gera sér grein fyrir því að húsnæðisstofhun getur lent í stór- vandræðum við að standa við sínar skuldbindingar", sagði Ásmundur. Ásmundur sagði ennfremur að í húsbréfakerfmu væri veitt mun stærri lán, þannig að það væri væntanlega mun fjárfrekara fyrir markaðinn heldur en almennu lánin. Hann sagði húsbréfakerfið og skortur á rikis- framlögum væri hvort tveggja að ganga að almenna kerfínu dauðu. „Aðgangur að lánum í almenna kerfinu er bundið aðild að lífeyris- sjóðum. Það á ekki við um húsbréfa- kerfið, og það að fjármagnið streym- ir með þessum hætti fram hjá al- menna kerfinu gerir að verkum að forystumenn hjá ýmsum lífeyrissjóð- um hafa látið það koma fram að það sé orðið hæpið fyrir lífeyrissjóðina að taka þátt í þessum skuldabréfa- kaupum með þeim hætti sem við ger- um ráð fyrir“, sagði Ásmundur. Hann sagði að það væri mjög alvar- legt mál ef þau skuldabréfakaup féllu niður og kaupin beindust að húsbréf- um, ríkisskuldabréfum og öðram verðbréfúm, sem væra á markaðin- um, vegna þess að þá vantaði fé fyrir félagslega kerfið, sem er fjármagnað líka alfarið af skuldabréfakaupum lífeyrissjóðanna, þannig að með þeim ákvörðunum sem þama hefðu verið teknar væri verið að stefha mörgu í hættu í senn. „Það er ljóst að það hefúr verið eyðilagt þetta kerfi sem við sömdum um árið 1986. Það hefur að mínu viti verið gert með lögunum um hús- bréfakerfið, og með því að ríkis- stjómin hefur aldrei staðið við sínar skuldbindingar um fjárveitingar til kerfisins. Síðan vora vextimir í al- menna kerfinu hækkaðir þannig að sá hagur, sem er fyrir sjóðfélaga lífeyr- issjóða af því að sjóðimir kaupi bréf af kerfinu til að tryggja þeim aðgang að því, er afar takmarkaður í dag, og það setur þá ekki bara almenna kerf- ið í hættu, heldur líka félagslega íbúðakerfið", sagði Ásmundur. Hann sagði að þetta þýddi einfald- lega það að félagslega íbúðakerfíð yrði að sækja þá fjármuni, sem það þarf á að halda, á almennan markað eins og gert er með húsbréfakerfinu. „Þá spyr maður sjálfan sig, mun það gerast í þeim mæli að það fær það fé sem félagslega kerfið þarf á að halda, og hvað verður þá um vaxtakjörin þegar þannig verður sótt út á lána- markaðinn úr mörgum áttum“, sagði Ásmundur. —só r mm■ ■ ■ ■■ i Eistlandi Tímanum hefur borist frétta- tilkyuning frá Hjiirleifi Gutt- ormssyni alþingismanni. Þar segir að hann hail dvalið í Tall- inn, höfuðborg Eistlands 21.-23. júní sl. Hjðrleifur hefur gert utanrík- isráðherra og utanríkismála- nefnd grein fyrir ferðinni og því helsta, sem þar kom fram, svo og forsetum Alþingis og for- mönnum þingflokka. i sumar Stefnt er að því að lokið verðí við að gera Reykholtskirkju fok- helda í sumar. Er gert ráð fyrir að kostnaður við að koma þaki á bygginguna verði um tíu millj- ónir. En samtals hafa þegar farið um 26 milljónir í verkið. „Við höfum fcngið tilstyrk þjóðkirkjunnar, norsku þjóðar- gjafarinnar, íslcnska rfldsins, auk stórra sem smárra gjafa frá einstaldingum og fyrirtækjum. Verkið hefur notið guðsblessun- ar það sera af er og ég vona að svo verði áfram‘\ sagði Bjarni Guðráðsson bóndi í Nesi í sam- tali við Timann. Ekki er vitað hvenser kirkjubyggingunni verður lokið og sagði Bjarni það ráðast af tiltækum fjármunum hverju sinni hve hratt miðar. Þegar hafist var handa við gerð kirkjunnar var heildarkostnað- ur við byggingu hennar áætlað- ur liðlega fjörutíu mflljónir. En að sögn Bjarna hefur sú kostn- aðaráætlun nokkuð riðlast þar sem þrjú ár eru um liðin. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.