Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. júlí 1990 VETTVANGURi Sveinn Sigurjónsson: Vegna „Grænna greina“ Góðir lesendur, ég ætla að hafa pistilinn stuttan, enda eru langar blaðagreinar eitt af því sem mér leiðist Má þó vera að það komi niður á framsetningunni, en það verður þá að bæta úr því síðar. Það hefur orðið mikil vakning á skömmum tíma meðal ein- staklinga og félaga fýrír uppgræðslu og annarrí gróðurbót landsins. Ber þar eðlilega hvað hæst skógrækt og þá sama hvort miðað er við timburframleiðslu í framtíðinni, eða til þess að skapa skjól og fegra umhverfið. Værí auðvelt fýrír þéttbýlissveitarfélögin hér á Suðuríandi að minnka verulega sín útgjöld vegna snjóruðnings, ef þau færu að mynda skjólveggi úr tíjágróðrí í mestu skafrenningsáttinni og vafamál hvort nokkur önnur Qárfesting bærí meirí arð. Einn er þó sá hópur sem hvað mest vinnur að almennri gróðurbót, og nokkuð margir vel virkir í skóg- ræktarfélögunum vítt um landið og að auki stunda skógrækt á stnum jörðum, eru hafðir sem blóraböggl- ar umræðunnar og stéttinni kennd öll sú gróðurfarslega hnignun sem orðið hefur í aldanna rás. Ég léti það vera ef það væri rétt, en því fer víðs fjarri, eins og ég og margir aðr- ir höfum bent á með fúllum rökum á undanfomum árum. En sú alhæfmgarsýki, sem starfs- menn Skógræktar ríkisins hafa ver- ið haldnir allt ffá ofanverðum dög- um Hákonar Bjamasonar, virðist lifa vel á meðal þeirra enn í dag. Hefúr þessi langvarandi sjúkdómur tafið fyrir þeirri vakningu sem nú örlar á. Ég vona hins vegar að þessi málsmeðferð verði ekki til enn frekari tafa landgræðslustarfa, sem em orðin knýjandi, en glataður tími er stórt tjón í glötuðum gróðri. Myndimar „Á grænni grein“, sem sýndar hafa verið á vegum Land- græðsluskógaátaksins, fá heldur lága einkunn hjá mér. Em þær hroð- virknislegar að mörgu leyti og að auki fullar af rangfærslum. Eftir að búið var að sýna fagrar nýmerkur lerkis á Hallormsstað, sem vissu- lega var gaman að sjá og gleður ör- ugglega mörg mannanna hjörtu, þurfti endilega að koma með fjar- stæðulega upphrópun, „hvort menn vildu heldur sjá landið á þann veg eða hinn möguleikann eins og sett var fram, örfoka land í Haukadals- heiði". Þama er því miður ekkert val, af þeirri einfoldu ástæðu að fjármagn vantar til þess að rækta hana upp. Skógrækt ríkisins á Haukadal í Biskupstungum, en ég veit hins vegar ekki hvort Haukadalsheiði er líka eign hennar. Það ætti þó ekki að skipta neinu i því máli. Rangfærslumar og sögufolsunin risu þó hæst þegar myndin „Skóg- urinn og eldfjallið" var sýnd í Rík- issjónvarpinu 22/4 síðastliðinn. Þar fór Böðvar Guðmundsson á kostum um mela og víðáttur auðnanna í rangfærslum orsaka og afleiðinga, eins og málið var sett fram. Heklu- gosið 1970 er á engan hátt dæmi- gert fyrir þá eldstöð. Það er eitt af þeim minnstu, en þó olli það um- talsverðum skaða, sem hálfblindir Skógræktarmenn verða ekki varir við. Eldgosið hófst 5. maí, en gróð- ur var ekkert farinn að lifria í upp- sveitum Ámes- og Rangárvalla- sýslna. Kom það upp á hagstæðasta tíma, hvað gróðurfarið varðar, enda urðu engar stórfenglegar skemmdir fyrr en um haustið, er austan- og norðaustanvindar fóm að þeyta til vikurfallinu ffá því um vorið. Það er rétt að benda mönnum á að hafa með sér áttavita og athuga legu skógarleifanna hér í nágrenninu með skjóláhrif fjallanna í huga, hjá Skriðufelli og Búrfelli, síðan er vatnsföll liggja þvert fyrir norð- austanáttinni. Ef þessar aðstæður væm ekki til, þá væri allur skógur löngu horfmn í uppblæstrinum sem hér varð um og fýrir aldamótin. Það má nefna Lambhaga, Miðtanga, Merkihvol, Drátt, Hraunteig, Höfð- ann, Undirlendishól, Heimaskóg og Myrkvið sem em varðir frá Rangá að hluta, enda em þar skógartorfur í brattri hlíð á móti suðvestri. Innar em nokkrar smærri torfur sem of langt yrði að telja upp. Það er alltaf ánægjulegt að sjá fagran gróður, eins og sýnt var úr Skriðufellsskógunum. Þar er vik- urlagið aðeins 8 cm á þykkt og þvi langt innan hættumarka í vöxnum skógi, en fram með hlíðunum renn- ur Sandáin og ver skóginn fyrir austanáttinni. Ég man þó eftir því að skógartorfumar, sem em austan hennar, skemmdust töluvert og skógartorfúr, sem vom mitt á milli Fossár og Sandár niður við Þjórsá, hurfú skömmu eftir gosið 1970, en þær blöstu við frá svonefúdum Miðtanga austan Þjórsár í Skarfa- neslandi. Má telja það afleiðingu vikurfallsins, því engar kindur hafa sést f Þjórsárdal marga síðustu ára- tugina. Sýndur var skógurinn í Búrfells- hálsi og sagt að þar hefði verið 20 cm nýfallið vikurlag, sem er rétt, en sá skógur er eins vel vemdaður og hægt er af landfræðilegum ástæð- um. Búrfellið er bratt og hömmm girt fyrir norðan og í aðal uppblást- ursáttinni, en í austri, suðri og vestri er Þjórsá. Þrátt fyrir allar þessar hagstæðu aðstæður eyddist skógur- inn efst og austast og færðust skóg- armörkin í hlíðinni við Bjamalæk vestar um 500 metra og nú, 20 ámm síðar, vantar æði mikið að hann sé kominn að fyrri skógarmörkum. Þetta verður ekki rakið til annarra orsaka en Heklu, því veðurfar er ná- lægt meðaltali. Veðurfarið hefúr þó leikið stórt hlutverk í gróðureyð- ingunni á umliðnum öldum. Ég ætla ekki að rekja það nánar, en bendi á rit Páls Bergþórssonar veð- urstofústjóra. Á hrauninu vestan Búrfells, þar sem hinir fomu Landskógar vom, eyddust 1970 nýmerkur birkis um haustið, þegar vikurinn svarf allan börk af stofni trjánna, en ungplönt- ur vom skomar í sundur. Þetta svæði var á að giska 100 hektarar og er innan Landgræðslugirðingar og því varið fyrir fé. Það dugir samt ekki til að opna augu þeirra sem ekki vilja sjá. En til viðmiðunar í sömu fjarlægð og Skriðufell í Þjórs- árdal var nær 100 cm þykkt vikur- lag í gosinu 1947. Það hefði ekki valdið neinum skaða, samkvæmt spumingu Gísla Gestssonar, en hún var hvort megi draga þá ályktun að skógur eða annar gróður hafi orðið fyrir áfalli eldgosa í aldanna rás. Niðurstaða þeirra tvímenninga var tekin luktum augum: eldgos og veðurfar hafa lítil sem engin áhrif. 30.4. 1 BÆKUR Þrjú ný Lærdómsrit Út em komin þijú ný Lærdómsrit frá Bókmenntafélaginu. Fyrst má nefúa Sögu tímans eflfr Stephen W. Hawking. Þýðandi er Guðmundur Amlaugsson, fyrrum rektor, og henni fylgir inngangur eftir Láms Thorlaci- us eðlisfræðing. Annað ritið er Manngerðir eftir Þeófrastos. Þýð- andi er Gottskálk Þór Jensson B.A. og ritar hann jafúframt frmgang og skýr- ingar. Loks er það Lof heimskunnar eftir Erasmus frá Rotterdam í þýðingu Þrastar Ásmundssonar og Arthúrs Björgvins Bollasonar sem einnig ritar inngang. Með útkomu þessara rita em Lærdómsrit Bókmenntafélagsins orð- in 26 að tölu, en útgáfa þeirra hófst ár- ið 1970. Á síðasta ári varð sú breyting á ritstjóm Lærdómsritanna að Þor- stefrm Hilmarsson varð ritstjóri ásamt Þorsteini Gylfasyni sem ritstýrt hefúr bókaflokknum frá upphafi. Saga tímans Höfúndur Sögu tímans, Stephen Hawking, hefúr á undanfomum árum leitt rannsóknir í hefrnsfræði við Cam- bridgeháskóla. Rannsóknir hans hafa meðal annars beinst að upphafi al- heims í miklahvelli og endalokum stjama þegar þær hrynja undan eigin þyngd í svokölluð svarthol. Hann hef- ur lagt mikið af mörkum til skilnings á þessum fyrirbæmm og sýnt ffarn á að samkvæmt almennustu forsendum af- stæðiskenningarinnar verði að gera ráð fyrir að heimurinn hafi í upphafi verið saman kominn í einum punkti og að saga hans hefjist við miklahvell. Við miklahvell og í svartholum verða mælistærðir afstæðiskennfrigarinnar óendanlegar og hún er ófær um að lýsa því sem þar gerist. Hawking telur það óviðunandi og í Sögu tímans leit- ar hann kenningar sem gæti fellt sam- an afstæðiskenninguna og skammta- fræðina sem lýsir hegðun öreinda. Hann útlistar skilmerkilega helstu at- riði þessara tveggja höfúðkenninga í eðlisfræði tuttugustu aldar og skýrir hvers vegna þær em ósamrýmanlegar nema gerðar séu ákveðnar breytingar á þeim. Samþætt skammtaffæði þyngdar, eins og hann nefúir það, hef- ur enn ekki litið dagsins ljós, en þó em ýmis einkenni hennar þekkt. í bókinni útlistar hann þau og rekur hvaða breytingar á heimsmyndinni hann tel- ur að þau hafi í for með sér. Tilgátur Hawkings fela í sér að tíminn eigi sér takmörk og stærð alheimsins sé end- anleg. Tímarúmið telur hann að myndi samfellu sem er takmörkuð að stærð svipað og yfirborð jarðar, sem er endanlegt að flatarmáli en á sér þó enga jaðra. Saga tímans er skrifúð fýr- ir almenning fremur en sérffæðinga og hefúr hvarvetna hlotið fádæma góðar viðtökur. Vænta má að svo verði einnig hér. Manngerðir Þeóffastos (um 372-287 f.Rr.) var grískur heimspekingur sem stundaði nám í Akademíu Platóns og var hand- genginn Aristótelesi. Hann stofúaði skóla, Gangaskólann, í Aþenu eftir dauða Aristótelesar og hélt þar uppi öflugu skólastarfi með um 2000 nem- endum. Fátt eitt hefúr varðveist af rit- um Þeóffastosar. Manngerðir er lýs- ing á þijátíu mismunandi „sérkennum í siðum marrna" sem ekki geta talist til fýrirmyndar. í örstuttum greinum er útlistað hvað einkennir ólíkindatólið, smjaðrarann, blaðrarann, óþokkann, dindilmennið, smásálina og svo ffam- vegis. í hveijum kafla felst skilgrein- ing á manngerðinni og útlistun á hvemig hægt er að þekkja hana í dag- legu lífi. Textinn er listilega saminn — og fýndinn er hann, ekki síst fýrir þá sök að hvergi örlar á áfellisdómi, sama á hverju gengur. Lýsingar Þe- óffastosar endurspegla mannlífið nú á tímum ekkert síður en lífemi Aþenu- búa fýrir 2300 árum og ekki er ólík- legt að lesendur kannist við suma af kauðum Þeóffastosar úr eigin um- hverfi. Þessi bók Þeófrastosar varð- veittist með ævintýralegum hætti ffam á seinni aldir og naut slíkra vin- sælda á 17. og 18. öld að upp spratt bókmenntastefna í Englandi og Frakklandi þar sem menn reyndu að lýsa manngerðum í stíl Þeóffastosar. I bókinni em breskar „lyndislestrar- myndir", frá 19. öld af manngerðun- um. Henni fýlgja í viðaukum ,ýEvi- þáttur Þeóffastosar" eftir Díógenes Laertíos og skólaþýðing úr Bessa- staðaskóla á tíu manngerðum. Lof heimskunnar Erasmus ffá Rotterdam (1469-1536) var einn merkasti ffæðimaður á sinni tíð. Hann lagði mikið af mörkum á sviði biblíurannsókna, gaf meðal ann- ars út griskan frumtexta Nýja testa- mentisins og gerði af honum ná- kvæmari latínuþýðingu en áður þekktist. Erasmus gagnrýndi verald- arvafstur Páfastóls og taldi kirkjuna ekki sinna sínu rétta hlutverki. Hann skrifaðist á við Lúter um ýmis frú- ffæðileg efúi, en þegar hinn síðar- nefúdi reis upp gegn páfa forðaðist Erasmus lengi vel að taka afstöðu. Svo fór um síðir að Erasmus varði málstað kaþólsku kirkjunnar og af því spratt ffæg ritdeila þeirra Lúters. Lof hcimskunnar er skopádeila þar sem heimskan kveður sér hljóðs og rekur hvemig mennimir og jafúvel guðimir megi þakka henni allt það sem ein- hvers er virði. Hún rekur skilmerki- Iega hvemig hún birtist á öllum svið- um mannlífsins og útmálar hlutskipti heimskingjanna sem hið vænsta hnoss en líf vitringanna sem píslargöngu. Eins og nærri má geta ríður heimskan ekki við einteyming í bókinni en und- ir býr þó mikilvægur boðskapur um fegurra mannlíf og andlega spekt sem Erasmus hefúr talið að samtímann skorti. Þess má geta að árið 1988 kom út Lærdómsritið Lof lyginnar eftir Þorleif Halldórsson sem var samin í upphafi 18. aldar undir áhrifúm ffá bók Erasmusar. Lesendur gætu haft gaman af að kynna sér þessar ádeilur saman. (Fréttatilkynning) tmtm VETTVANGUR Stuðmenn leiðréttir Eg verð að biðja Tímann fýrir fáein orð til að leiðrétta Stuðmenn. Þeir fengu fýrir nokkru að hafa blaða- mannafund í húsakynnum templara vegna þess að þeir sögðust vera að gefa út bindindisáróður. Svo er haft eftir þeim á þeim fúndi að þeir mæli með neyslu áfengis vegna þess hve mikill mannasættir það sé. Þama fóru þeir heldur illilega út af sporinu. Hvemig ætli þeir skilji orðið saupsáttur? Þetta gamla og góða orð geymir reynslu íslenskra manna af áfengis- neyslu og áhrifúm hennar á sam- komulag. Saup er það sem sopið er. En saupsáttur merkir að vera ósáttur. Stuðmenn geta væntanlega lesið sér til um það í orðabókum. Þar er sama hvort þeir taka Blöndal eða Áma Böðvarsson. Stuðmenn ættu raunar að vita það vegna þess sem þeir hafa sjálfir séð að missætti fýlgir oft áfengi. Það urðu ýmsir saupsáttir í samkomu þeirra í Húnaveri í fýrra og til munu vera læknisvottorð um það. Hér í Reykjavik má það heita daglegur við- burður sem drykkju fýlgir að menn verða saupsáttir á heimahúsum svo að kalla verður á lögreglu til að firra voða og vandræðum og verða þó ým- is voðaverk unnin. Hér gildir einu hvort gáð er að sam- kvæmislífi liðandi daga eða hugað að þeirri lífsreynslu sem tungumálið geymir. Samkomulagið spillist. Menn verða saupsáttir. Skyldi vera unnt að opna augu Stuð- manna fyrir þessum staðreyndum? Það sakar ekki að gera hógværa til- raun. Vegna fjarvem úr bænum hefúr orð- ið dráttur á þessari leiðréttingu frá mér en málið er enn á dagskrá. Hinu tökum við ekki þegjandi þegar opinberlega er sagt að áfengi, höfúð- fjandi sátta og siðferðis, sé einstakur mannasættir. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.