Tíminn - 12.07.1990, Side 8

Tíminn - 12.07.1990, Side 8
8 Tíminr. Fimmtudagur 12. júlí 1990 Munu frjálsar fjármagns- hreyfingar halda íslensku efnahagslífi gangandi? Fjölrituð er út komin „Greinargerð Seðlabanka íslands um áhrif frjálsra fjármagnshreyfinga á íslenskt efnahagslífí inngangi segir: „Árið 1989 samþykkti Norðuriandaráð tillögu ráðherra- nefndar ráðsins um Efnahagsáætlun Norðuríanda 1989-1992, sem miðar m.a. að auknu frjálsræði í gjaldeyrismálum.... Hér á landi komst um tíma nokkur skriður á afnám hafta á gjaldeyris- viðskipti, en á síðustu misserum hefur hægt á þeirri þróun. Á sviði gjaldeyrismála hefur ísland því dregist jafnt og þétt aftur úr nágrannaþjóðunum á Norðuriöndum." (Bls. 3) BILASALA I BANDARIKJUNUM 1989 STAÐA BILA- IÐNAÐAR í USA I „Iðnríkin, sem standa að Efnahags- og ffamfarastofrmninni gerðu árið 1961 með sér tvær samþykktir um aukið frelsi í viðskiptum. Annarri samþykktinni er ætlað að stuðla að auknu frelsi í þjónustuviðskiptum ... en hin lýtur að auknu frjálsræði í fjár- magnsflutningum. ... í maí 1989 var tekin ákvörðun um víðtækar breyt- ingar á þeim ... er aðildarríki heimilt að gera fyrirvara við einstök atriði samþykktanna. ... Auk þess ... er sá möguleiki fyrir hendi, að aðildarland undirþiggi sig að öllu leyti ákvæðum samþykktanna, þyki efnahagslegar og fjármálalegar ástæður mæla með því. ... Aðeins eitt aðildarríki Efna- hags- og fjármálastofhunarinnar heldur enn í slíkan allsheijarfyrirvara við samþykktina um fjármagnshreyf- ingar, en það er Island. Um sam- þykktina um þjónustuviðskipti gegnir hins vegar öðru máli. Öll aðildarríkin gangast við skuldbindingum sínum á því sviði. Af Islands hálfu var fallið frá allsheijarfyrirvara við samþykkt- ina um þjónustuviðskipti árið 1964, og einungis gerðir fáeinir fremur veigalitlir fyrirvarar." (Bls. 4-5) Helmingur allra fjármuna banka eru í Vestur-Þýskalandi í höndum átta þeirra, í Japan 13 þeirra og í Bandaríkjunum 35 þeirra. Tvenn lög hafa hindrað samþjöppun í banda- rísku bankakerfi. Pepper-McFadden lögin frá 1927 meinuðu „þjóð“bönkum, þ.e. aðilum að varasjóðskerfi sambandsrikisins, að opna útibú utan heimaríkis síns. Glass-Steagall lögin frá 1933 álögðu bönkum að vera annaðhvort við- skiptabankar eða fésýslubankar auk þess sem þau komu á tryggingu inn- stæðna í bönkum og bönnuðu greiðslu vaxta af innstæðum á hlaupareikningi. Síðustu tvo áratugi hafa orðið breytingar á starfsháttum bandariskra banka sem lög þessi taka ekki til. „Hinn 6. febrúar s.l. samþykkti rik- isstjómin, að fram færi athugun á áhrifum evrópska efnahagssvæðisins á íslenskan þjóðarbúskap. ... Seðla- banka Islands var falið að ... fjalla um áhrif „á íslenskan fjármagns- markað, meðal annars vegna frelsis í fjármagnsflutningum milli landa, á lántökur erlendis og gengi íslensku krónunnar og ennfremur líkleg áhrif á innlenda bankastarfsemi og aðra fjármálaþjónustu." (Bls. 5) 1. HLUTI ii „Hinn 17. janúar 1989 flutti Jacqu- es Delors, forseti ffamkvæmda- stjómar Evrópubandalagsins, ræðu á þingi bandalagsins í Strasbourg. ... Hann sagði tvo kosti vera fyrir hendi. ... Annars vegar væri óbreytt fram- hald á samskiptum EFTA og EB. ... Hinum kostinum lýsti Delors svo: „A hinn bóginn getum við leitað að nýj- um og fastmótaðri samvinnugmnd- velli, þar sem til kæmu sameiginleg- ar ákvörðunar- og stjómunarstofnan- Economist sagði svo frá 7. apríl 1990: „A áttunda áratugnum fengu viðskiptamenn banka loks nokkurt tækifæri til að semja sig að háttum neytenda á frjálsum markaði. Þeir tóku því. Af innstæðum banka gekk fé til nýrra fjárfestingasjóða á pen- ingamörkuðum. Fyrirtæki tóku að afla sér rekstrarfjár með útáfú við- skiptaverðbréfa (commercial paper), eins konar útboðnum yfirdrætti, þannig að saman skrapp lánareitur fyrirtækja í bönkum. Óhjákvæmilega viðurkenningu þessa veittu tvenn lög á öndverðum níunda áratugnum, 1980 um niðurfellingu hafta á inn- lánsstofnunum og fjárhagslegt að- hald (Depository Institutions Dere- gulation and Monetary Control Act) og 1982 Gam-St. Germain lögin. Fyrmefndu lögin lyftu takmörkunum af innlánsvöxtum, afnámu okur- ir til að gera starfsemina alla virkari og til að draga ffam pólitískar hliðar samstarfsins á vettvangi efhahags- mála, félagsmála, fjármála og menn- ingarmála.“ (Bls. 6-7) „Ræða Delors, sem átti sér bakhjarl í viljayfirlýsingu leiðtogafúndar Evr- ópubandalagsríkja á Rhodos í des- ember 1988 um nánara samstarf við EFTA-ríkin, kallaði á viðbrögð af hálfu EFTA. ... Á leiðtogafúndi EFTA-ríkjanna ... í Osló í mars 1989 var ályktað ... m.a.: „Við gemm ráð fyrir því, að samningaviðræður myndu leiða til samkomulags ... um óhindraðan flutning á vöra, þjónustu, fjármagni og fólki með það að mark- miði að koma á einu samræmdu evr- ópsku efúahagssvæði....“ ... Á Bras- selfúndinum 20. mars 1989, þar sem komu saman utanríkisráðherrar EB og EFTA-ríkja, kom fram vilji til að efla samstarfið í Vestur-Evrópu. Ráðherramir hittust að nýju í Brassel 19. desember og ákváðu „að hefja formlegar samningaviðræður eins fljótt og auðið er á fyrri helmingi árs- ins 1990 ...“ „Niðurstaða könnunarviðræðna EFTA og Evrópubandalagsins er sá, að grandvöllur efúahagssvæðisins verði það, sem kallað er „acquis communautaires“ eða svonefndur réttararfúr EB. Með réttararfi EB er átt við viðeigandi ákvæði Rómarsátt- málans og lög og reglur leiddar af honum og ennfremur þær reglur, sem leiddar era af dómum Evrópudóm- stólsins." (Bls. 8) skorður og leyfðu greiðslu vaxta af innstæðum á hlaupareikningi með því að heimila framseljanlegar út- tektarávísanir (negotioable orders of withdrawals NOW-accounts). Hin síðamefndu heimiluðu fyrirtækjum á peningamarkaði að bjóða innláns- reikninga og enn frekari kosti á ffarn- seljanlegum úttektarávísunum (super NOW- accounts), og leyfðu nokkra samfellingu fyrirtækja ríkja á milli sem boðaði landshlutabundin eignar- haldsfyrirtæki (en í flestu tilliti verða á næsta ári niður felldar hömlur á starfsemi banka í fleiri en einu ríki) og — óheppilega að raun hefúr á orð- ið — sparisjóðum að víkka svo út starfssvið sitt að þeir urðu sem litlir viðskiptabankar en án hyggilegra að- haldsreglna." (Viðauki, bls. 26-27.) Sala útlendra bíla jókst enn í Banda- ríkjunum á níunda áratugnum. Af seldum bílum vora 24% útlendir 1984, en 33% 1989. Og í fyrra varð útlendur bíll, Honda Accord, í fyrsta sinn söluhæstur. Frá 1980 hafa Jap- anir sett upp 12 bílasmiðjur í Norður- Ameríku og Evrópu, 8 þeirra 1988 og 1989. I útlendum bílasmiðjum (assembly plants) í Bandaríkjunum vora framleiddir eða saman settir 173.000 bílar 1983 en liðlega 1 millj- ón bila 1989. Og horfur munu á að frá þeim komi 2 milljónir bíla 1992. Hafa útlend félög varið 4,5 milljörð- um dollara til uppsetningar bíla- smiðjanna. í fyrra, 1989, seldust 14,8 milljónir bíla, fólksbíla, vöraflutningsbíla og annarra, í Bandaríkjunum, en 15, 8 milljónir 1988. Samt sem áður varð 1989 sjötta besta bílasöluárið þar- lendis. Á boðstólum vora 600 af- brigði bílagerða en þau vora 400 fyr- ir fjóram áram, 1985. Sölustaðir nýrra bíla í Bandaríkjunum era 25.000 í eigu 15.500 fyrirtækja, en afkoma þeirra varð slæm 1989, og er við búið að sölustöðum muni fækka á næstu árum. Bandarísku bílaframleiðendumir stóra, GM, Ford og Chrysler, eiga samtals 62 bílasmiðjur en þær munu nú ekki fullnýttar. Þótt stærsti ffarn- leiðandinn, GM, verði 40 milljónum dollara til endumýjunar á níunda ára- tugnum hefúr mest á honum mætt. Markaðshlutdeild hans var 44,1% 1979, en 34,1% 1988. Hagnaður á seldan bíl var 1989 hjá GM $47, hjá Chrysler $228 og hjá Ford $591, að sögn Financial Times 26. janúar 1990. Skiptíng seldra bíla í Bandaríkjunum 1989 (9,87 millj.) General Motors 34,8 Ford 22,1 Chrysler 10,3 Japanskir bílar 26,0 Breytingar á bankalögum í USA PITTSBURGH PLATE GLASS Pittsburgh Plate Glass lagði upp- haflega til rúður í bíla, en sneri sér síðan að lögun málningar á þá. Markaður bíla-málningar er tvíþætt- ur, annars vegar nýrra bíla (original equipment manufacture, OEM) og hins vegar notaðra (vehicle refinis- hing, VR). Árleg sala í fyrmefhdu greininni er sögð nema 720 milljónum lítra á 1,34 milljarða sterlingspunda, en í hinni síðamefndu 480 milljónum lítra á 1,6 milljarða sterlingspunda (því að dýrar er seld). I heimi öllum er PPG sagt hafa 19% hlutdeild markaðarins, en í Bandaríkjunum 45% hennar. Grannmálning bíla af færibandi varðar miklu og við hana er beitt „electro!ytic“-tækni, sem PPG (og Hoechst) þróaði, en ICI mun hafa átt frumkvæði að. Eftir að International Paint sneri sér nær ein- vörðungu að skipamálningu 1985, keypti PPG það að hluta og hefur síðan átt, ásamt Courtaulds. Sherwin-William Sherwin-Williams, stofnað 1866, hefúr aðalstöðvar í Cleveland, Ohio, og framleiðirjöfnum skrefúm „húsa- málningu" og iðnaðar-málningu. Auk þess að hafa eigið nafn á máln- ingu sinni selur það hana undir heit- unum Dutch Boy, Martin-Scnour og Kem-Tone, og lcyfir dreifendum líka að viðhafa eigið nafn. Sala fyrir- tækisins 1988 nam 1.950 milljónum $. — Sherwin-Williams rekur 2.000 málningar-búðir víðs vegar um Bandaríkin og hefur eigin dreifing- ar-fýrirtæki í Kanada, Mexíkó, Bras- ilíu og Vestur-Indíum. I 25 öðram löndum á það dóttur- fyrirtæki eða er í samstarfi við aðrar málningargerð- ir. DuPont Bandarískur bílaiðnaður skiptir nær einvörðungu við þrjár málningar- gerðir: PPG, BASF og DuPont. Hin síðastnefnda framleiðir málningu í Automotive Products-grein sinni (einkum í Kansas City) og undir nafni dóttur-fyrirtækis, Mt. Clemens Coatings Inc., sem leggur Ford-bíla- smiðjunum til um helming málning- ar sinnar. Málningarsala DuPont er 1986 sögð hafa numið 650 milljón- um $. BASF Þýski efnahringurinn BASF haslaði sér alþjóðlegan völl á sviði málning- ar eftir kaup sín á bandarísku máln- ingar- og blek- gerðinni Inmont 1985 á 1 milljarð $. Hefúr það síðan haft dreifingarskipan í Norður- og Suður- Ameríku, Indlandi og Malas- íu. í Japan hefúr BASF samstarf v'ið Tanabe og einnig að nokkra leyti við Dainippon Toryo, sem er í tengslum við Mitsubishi Motors. — Á síðari hluta níunda áratugarins varði BASF 200 milljónum DM til endumýjunar málningarverksmiðju sinnar í Munster, sem nú mun hin fúllkomn- asta í heimi (og hefur 2.800 starfs- menn). Þar var upp tekin sú ný- breytni að blanda hverja málningu í eigin keri (þótt nokkur tonn vegi, en þau era til færð með „hovercraft"- búnaði). Á Frakklandi framleiðir BASF málningu undir nafninu Glasurit. Og á Spáni hefúr BASF komið upp málningarverksmiðju. Stígandi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.