Tíminn - 12.07.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.07.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. júlí 1990 Tíminn 3 Blankheit fyrirtækja og einstaklinga norðanlands: Margar gjaldþrota- beiðnir á Akureyri Allt stefnir í að gjaldþrot einstaklinga og fýrírtækja á Akureyri verði fleiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Þegar eru komnar fram 63 gjaldþrotabeiðnir hjá bæj- arfógetanum á Akureyri, en voru 72 allt árið í fyrra. Þegar hafa 17 úrskurðir um gjaldþrot verið kveðnir upp á móti 25 á síðasta ári. 15 beiðnir hafa gengið til baka, en afgangurinn er óafgreidd mál. Að sögn Amars Sigfussonar hjá bæjarfógetanum á Akureyri, er umtalsverð aukning á gjaldþrota- beiðnum frá í fyrra, svo mikil að starfsmenn bæjarfógeta hafa ekki undan að afgreiða þær beiðnir sem berast. Síðasta ár var slæmt hér á Akureyri, en árin þar á undan vom nauðungarsölur á Akureyri mun færri. Amar sagði að fram til árs- ins 1984 hefðu gjaldþrotabeiðnir verið nánast óþekkt fyrirbæri á Akureyri. Það ár fjölgaði gjald- þrotabeiðnum nokkuð. Síðan var þetta nokkuð svipað þangað til í fyrra að beiðnunum fjölgaði til muna, og i ár virðist ætla að verða stökkbreyting til hins verra. Amar sagði að hlutfall beiðna og raun- vemlegra gjaldþrotaskipta hefði verið nokkuð jafnt undanfarin ár, en nú virtist heldur vera að síga á ógæfuhliðina. Amar sagði að algengustu orsakir gjaldþrotabeiðna kæmu fram vegna atvinnurekstrar og almennr- ar offjárfestingar eignalítils fólks sem væri að kaupa á afborgunar- kjömm sem það réði ekki við. Þeir einstaklingar sem verða fyrir því að verða teknir til gjaldþrotaskipta mega engar eignir eiga næstu 10 ár á eftir. Eða eins og lögin segja: Skuldir sem standa á viðkomandi einstakling og fást ekki greiddar, standa í 10 ár á eftir og á þeim tíma er hægt að ganga að þeim ef við- komandi eignast eitthvað. hiá-akureyri. Leitarleikur um borgina á vegum Apple og Bylgjunnar: Sá á fund sem finnur í tilefiú af 10 ára afmæli Apple tölva á íslandi efnir umboðsaðili Apple á ís- landi, Radíóbúðin, til leitarleiks í Reykjavik. Leikurinn fer ffam í samvinnu við Bylgjuna á FM 98,9 og felst í þvi að fólk reynir að finna þijár Macintosh Plus tölvur sem faldar hafa verið hver á sínum stað einhvers staðar i Reykjavík. Leikurinn hefst á Bylgjunni eftir há- degið í dag, fimmtudag, en þá verður gefin vísbending um hvar tölvumar eru faldar. Vísbendingar verða síðan gefn- ar fram eftir degi en nákvæmar stað- setningar verða gefhar kl. 18, hafi tölv- umar ekki verið fúndnar áður. Sérstak- ir bónusvinningar verða veittir. Þeir em 50 dósir af Mackintosh sælgæti sem faldar verða nálægt felustöðum tölv- anna þriggja. 1 tilefni af tíu ára afmælinu veitir Rad- íóbúðin sérstakan afslátt af Macintosh Plus tölvum og ýmsum fylgihlutum og hugbúnaði fyrir þær. -—sá Mótorhjólalögga með klippumar á lofti á Akureyri í fýrradag. Tímamynd HlÁ MIKIÐ KLIPPT ÁAKUREYRI Lögreglan á Akureyri hefúr verið með klippumar á lofti undanfama mánuði og ekki hefúr virst vanþörf á, því þess em dæmi að klippt hafi ver- ið af 30 bílum á einni nóttu. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar er aðallega um að ræða bíla sem trassað hefúr verið að færa til skoðunar. Varðstjóri sem Tíminn haföi tal af sagði að mönnum væri engin vor- kunn, þar sem þeir hefðu tveggja mánaða frest ffam yfir lögboðinn skoðunarmánuð. Lögreglan á nú mun auðveldara on áður með að fylgjast með trössunum, þar sem lögreglan er í beinu tölvusambandi við Bifreiðaskoðun Islands og fær því allar upplýsingar jafnóðum og þær em skráðar inn. Menn ættu því að hafa hraðar hendur, hafi þeir trassað að færa bíla sína til skoðunar, því að sögn varðstjórans er rólegt að gera núna og því meiri timi til að beita klippunum. hiá-akureyri Talsverð umferð hestamanna á hálendinu og ástand gott með einni undantekningu: LAUGAFELL RÓTNAGAÐ Ástand á hálendinu eftir umferð hestamanna, sem í síðustu viku þeystu á fákum sínum á landsmót hestamanna á Vindheimamelum, virðist vera gott. Náttúruvemdarráði hafði aðeins borist ein ábending um ágang hrossa að Laugafelli í Skaga- firði, en svo virðist sem þeim hafi ekki verið gefið hey þar, að sögn Þór- odds Þóroddssonar framkvæmdar- stjóra. Þóroddur sagði að á Laugafelli upp af Skagafirði hefðu víst einir tveir hópar á leiðinni á landsmót komið við, og samkvæmt þeim upplýsing- um sem honum hefðu borist liti svæðið mjög illa út; menn hefðu greinilega ekki haft neitt hey handa hrossunum. „Þetta hefúr gengið mjög vel fyrir sig. Hey hefúr verið selt héma á öll- um áningastöðum á Kili, og hestamir em settir inn i hólf sem engin beit er inni í,“ sagði Amar Jónsson, land- vörður á Hveravöllum, í samtali við Tímann í gær. Hann sagði að umferð væri mjög mikil og reynt hefði verið að beina henni á þær leiðir sem þyldu ágang. —só Bústaðaprestakall auglýst laust til umsóknar: Sóknarbörnin hafna samt ekki prestinum Sóknamefnd Bústaðaprestakalls hefur óskaö eftir því aö prestakall- ið verði auglýst laust til umsóknar, en sr. Pálmi Matthíasson var kall- aðurtil að þjóna söfnuði þess í júlí 1989. Sóknarböm Pálma em hins vegar ekkert orðin leið á presti sínum, heldur er hér einungis ver- ið að framfýlgja lögum. „Köllunin má vera til ákveðins tíma og ég var settur til allt að tveggja ára. Nú er liðið rúmlega ár og þeir töldu rétt að auglýsa það núna,“ sagði sr. Pálmi. Sr. Pálmi sagði að þetta væri gert í fullu samráði við allt og alla, þetta væri hlutur sem yrði að gerast innan tveggja ára. Hann sagði að uppi hefðu verið hugmyndir að hafa köll- unina aðeins til eins árs, en það hefði verið ákveðið að hafa hana til tveggja ára og að menn gætu haft ftjálsar hendur innan þess tíma til að auglýsa það aftur. „Það er það sem verið er að gera núna. Það verða ábyggilega einhveij- ir hissa þegar þetta er auglýst og skilja ekkert í þessu, en þama er bara verið að framfylgja bókstaf laganna,“ sagði sr. Pálmi. -—só Skil á staðgreiðslufé 1990: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán- aðar. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.