Tíminn - 20.07.1990, Page 15

Tíminn - 20.07.1990, Page 15
Föstudagur 20i júlí t99ö Tíminn 151 Haukur Gunnarsson varð í öðru sæti í 100m hlaupi á heimsleikum fatl- aðra í gær, en hann gæti hreppt gullið í dag ef kæra íslands nær fram að ganga. Á myndinni er Haukur með afreksbikar ÍF, sem hann vann 1988. Slúðrið í ensku blöðunum: „Gazza“ fær miskabætur Helsta stjama enska landsliðsins frá HM á Ítaiíu, Paul Gascoigne, títt nefndur „Gazza“ hefur fengið greiddar miskabætur vegna slúð- urgreinar er birtist um hann í breska blaðinu Sunday Mirror. í grein blaðsins ffá því 1988 var sagt frá því, að „Gazza“ hefði haft mök við sænska stúlku þegar hann var staddur í Svíaríki í keppnisferð og þar með haldið ffam hjá unn- ustu sinni. Nú hefúr blaðið orðið að greiða miskabætur þar sem ekki reyndist fótur fyrir fféttinni. Ekki er gefið upp hver upphæðin er, en víst er að varla er um neina smáaura að ræða. BL Knattspvrna: Liverpool boðið að leika á Ítalíu Enska meisturunum Liverpool hefur verið boðið að leika vináttu- leik gegn ítalska liðinu Fiorentina í næsta mánuði. Liverpool liðið fékk ekki að vera með í Evrópukeppni meistaraliða sem hefst í haust, en Aston Villa og Manchester United fengu að vera með. Liverpool liðið verður í banni í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, en bannið var sett eftir hinar mann- skæðu óeirðir á Heysel leikvanginum í Belgíu 1985 þegar 39 manns létu lífið. Áhangendur Liverpool áttu upptökin að óeirðunum gegn stuðn- ingsmönnum Juventus. Fiorentina lék til úrslita gegn Ju- ventus i Evrópukeppni félagsliða í vor en beið lægri hlut. Leikurinn mun fara ffam 2. ágúst í strandborg- inni Massa. BL Heimsleikar fatlaðra í Assen: GULL OG MET HJA GEIR Geir Svemsson, sundmaður af Suðumesjum, náði frábærum ár- angrí á heimsleikum fatlaðra í As- sen í Hollandi í gær, er hann bar sigur úr býtum í 100m bríngu- sundi á nýju heimsmeti, 1:19,20 mín. Sigur Geirs var öruggur; næsti mað- ur, sem var ffá Sviss, kom í mark um tveimur sekúndum á eftir Geir. Haukur Gunnarsson keppti í úrslit- um lOOm hlaups í gær og varð í 2. sæti. Ekki tókst að fá uppgefinn tíma Hauks, en samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem íþróttasamband fatlaðra fékk í gær, var tími Hauks mjög góð- ur. Ekki eru öll kurl komin til grafar varðandi hlaupið, þar sem Island kærði sigurvegarann. Læknir ís- lensku keppendanna taldi að sigur- vegarinn væri ekki í réttum flokki, hann væri minna fatlaður en kepp- endur í C7 flokknum og ætti því að keppa í næsta flokki við. Ekki verður úrskurðað í kærunni fyrr en í dag. Mikið verður um að vera hjá ís- lensku keppendunum í Assen í dag. BL Opna breska meistaramótið í golfi: Þrír kylfingar efstir eftir fyrsta hringinn Opna breska meistaramótið í golfi hófst á St Andrews golfvell- inum í Skotlandi í gær. Efstir og jafnir eftír fýrsta hrínginn eru írínn Christy O’Connor yngri, Ástralinn lan Baker-Finch og lítt þekktur Englendingur Martin Poxon. Þeir léku allir á 68 höggum sem er fjór- um höggum undir parí vallarins. Poxon, sem áður hefur best náð 44. sæti í breska mótinu 1984, tók snemma forystuna en þeir O’Connor og Baker-Finch náðu að jafna. Núverandi meistari, Mark Calca- vecchia frá Bandaríkjunum, náði næst bestum árangri í gær er hann lék á 71 höggi. Sama árangri náði Seve Ballesteros frá Spáni, sem þrívegis hefúr borið sigur úr býtum á mótinu. Hale Irwin, sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu, lék á pari, eða 72 höggum. BL Golf: Fór tvívegis holu í höggi á sama hringnum Breski áhugaJkylflngurinn Len Það var á 5. braut að 147 jarda sem var 165 jarda langt. Perrett haföi heldur betur heppn- teighögg Perretts fór beint í hol- „Ég veit ekki hvernig ég fór að því ina með sér þegar hann tók þátt í una, en hann notaði járn nr. 9 í að klára hringinn, en mér tókst ör- tvimennings holukeppni nú nýver- höggið. Máltækið „sjaldan er ein ugglcga að skjóta keppinautum ið. Perrett, sem er 53 ára gamall og báran stök,“ sannaðist heldur bet- okkar skelk f bringu. Við sigruðum með 13 í forgjöf, fór tvivegis holu í ur á 12. braut þegar hvfta kulan þá 3-1,“ sagði Perrett eftir að bann höggi á sama hringnum í keppn- fór aftur beintí holuna. I þetta sinn hafði lokið þessum sögulega hring. inni. notaöi Perrett járn nr. 7 í höggið BL Kvennahlaup og æskuhlaup verða árlegir viðburðir Á fundi framkvæmdastjómar ÍSÍ hinn 5. þ.m. var samþykkt sam- hljóða aö ÍSÍ standi áríega fýrír kvennahlaupi og æskuhlaupi. Meginástæða þessarar ákvörðunar eru vel heppnuð hlaup af þessu tagi á Iþróttahátíð ISI um sl. mánaðamót. Þátttaka var mjög góð og af hálfú þátttakenda hefúr komið ffarn mikill áhugi á því að gera hvorutveggja að árlegum viðburði. Ljóst er að t.d. kvennahlaupið á Iþróttahátíð sameinaði mikinn fjölda fólks úr ýmsum starfsstéttum og fé- lagasamtökum og virkaði sem hvatn- ing til kvenna um aukna líkamsrækt og íþróttaiðkun. Anægja af hálfú þátt- takenda hefúr einnig komið greini- lega ffarn. Aukin þátttaka almennings á öllum aldri er eitt af stefnumálum ISI og bæði ffamangreind hlaup eru gott ffamlag í því sambandi. Framkvæmdastjóm ISI mun leita samstarfs við Frjálsíþróttasambandið, héraðssamböndin og Trimmnefndina um ffamkvæmd hlaupanna. (Fréttatilkynning frá ÍSÍ) Knattspyma — Unglingalandslið: Tveir leikir gegn Grænlendingum Unglingalandslið íslands og Bjarki Gunnlaugsson ..ÍA Grænlands, skipuð leikmönn- Stefán Þórðarson.....ÍA um 18 ára og yngri, mætast tví- Sigurður Gylfason .ÍBV vegis um helgina og fara leikirn- Jóhann Ásgeir Baldurss. UBK ir fram hér á landi. Þjóðirnar Sigurður örn Jónsson.KR hafa ekki áður mæst í unglinga- Sigurður Ómarsson...KR landsleik, en A-lið þjóðanna Ómar Bentsen .......„KR hafa leikið tvo leiki. Sigurjón E. Sigurðsson ...Hvöt Þjálfari íslenska liðsins, Hörð- Sigurður M. Sigurðss. Stjörnunni ur Helgason, hefur valið eftir- Atli Vilhclmsson..Víði taida leikmenn til þátttöku í Hilmar Erlendsson..FH leikjunum tveimur. Lárus Orri’Sigurðss....JÞór Markverðir: Steingríraur Eiðsson „...Leiftri Ægir Dagsson.........KA Fyrri leikur liðanna verður á Daði Lárusson........FH Valbjarnarvelli kl. 20.00 í kvöld, Aðrír leikmenn: en Liðin mætast á ný á sama stað Nökkvi Sveinsson Fram á morgun kl. 17,00. Aðgangur Pétur Marteinsson....„.... Fram er ókeypis. Guðmundur Gísiason ....Fram Tíminn hvetur áhugamenn um Gunnar Þ. Pétursson.Fylki knattspyrnu tU að mæta á leikina Halldór Steinsson ..Fylki og sjá leikmenn framtíðarínnar, Þórhallur D. Jóhannsson Fvlki en nokkrír þeirra hafa þegar stig- Arnar Gunnlaugsson .„...ÍA iö sín fyrstu spor í 1. deild. BL Frjálsar íþróttir: Alsírbúi náöi besta tíma ársins í 1500m Nouredine Morceli frá Alsír náöi besta tíma ársins í 1500m hlaupi karía á stigamóti í frjálsum íþrótt- um í Bologna á ftalíu á miðviku- dagskvöld. Morceli sem hljóp á 3:32,60 mín. bætti tíma Bretans Peter Elliott um 0,40 sekúndur. Alsírbúinn kom í mark nokkuð á undan Frakkanum Herve Phelippeau sem fékk tímann 3:33,54 mín. Dan- inn Morgens Guldberg varð í þriðja sæti. Á sama móti sigraði Nígeríumaður- inn Olapade Adeniken í lOOm hlaupi karla. Hann fékk tímann 10,32 sek. eins og íyrrum heimsmethafi, Calvin Smith ffá Bandaríkjunum, en mynd- bandsupptaka sýndi að Adeniken var sjónarmun á undan. Þriðji varð Dennis Mitchell, en Brasilíumaður- inn Robson da Silva varð aðeins sjötti á 10,43 sek. Silva er reyndar vanari að hlaupa 200m hlaup. ítalskir íþróttamenn voru í miklum ham, enda á heimavelli. Salvatore Antibo setti ítalskt met í 5000m hlaupi karla og það sama gerði Nadia Dandolo í 5000m hlaupi kvenna. Þá náði Francesco Panetta mjög góðum tíma í 3000m hindrunarhlaupi. Antibo, sem mistókst að bæta heimsmetið í lO.OOOm hlaupi í Osló um síðustu helgi, fékk tímann 13:05,60 mín. Þjálfari hans var á móti því að hann hlypi í fyrrakvöld, en Antibo vildi láta á það reyna hvemig honum gengi að hlaupa þess- ar tvær vegalengdir með lítilli hvíld á milli. Antibo hafði mikla yfirburði í hlaupinu og var hálfúm hring á undan næsta manni síðustu 800 metrana. Panetta kom 6 sekúndum á undan Alsírbúanum Azzedine Brarmi í mark eftir góðan endasprett og fékk tímann 8:16,17 mín. Dandolo vann einnig eftir góðan endasprett og kom í mark 9 sek. á undan bresku stúkunni Jill Hunter. Arthur Blake frá Bandaríkjunum fór fram úr landa sínum, Renaldo Ne- hemiah, á síðustu metrunum og sigr- aði í 110 m grindahlaupi á 13,34 sek. Þessi grein var þó ekki með í stiga- keppninni. Bandaríkjamaðurinn Danny Harris sigraði örugglega í 400m hlaupi og Grace Jackson ffá Jamaica sigraði auðveldlega i 200m hlaupi kvenna. Hún hafði áður orðið að láta sér nægja fjórða sætið í 400m hlaupi, en í því sigraði Pauline Davis ffá Ba- hamaeyjum. BL

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.