Tíminn - 31.07.1990, Síða 3

Tíminn - 31.07.1990, Síða 3
Þriðjudagur 31. júlí 1990 Tíminn 3 Konur líta heit um trúnað í hjónabandi miklu alvarlegri augum en karlar: Framhjáhald banntfært af 67% kvenna en 52% karla Það kemur ótvírætt í Ijós, að konur líta heitið um trúnað í hjóna- bandi miklu alvarlegri augum en karlar. í þeim skilningi er ekki flarri að nefna tvenns konar siðgæði; eitt fýrir karla og annað fýr- ir konur“. Þetta er meðal niðurstaðna í félagsfræðilegri könnun sem gerð var af Hagvangi og fjallað er um í ritinu „Trúarlíf íslend- inga“ eftir Dr. Bjöm Bjömsson guðfræðiprófessor og Dr. Pétur Pétursson lektor við Hl. í Ijós kom að viðhorf til framhjáhalds fara miklu fremur eftir kynferði fólks heldur en aldri þótt þar komi einnig fram töluverður munur. „ Athyglisvert er að stærsti hópur þeirra sem sjá ekkert athugavert við ÍTamhjáhald er af ‘68 kynslóðinni (35-45 ára). Við fijálst kynlíf ógifts fólks hafa Islendingar ekki mikið að athuga nema að margar konur vilja hafa tilfinningar með í þeim „leik“. Könnunin leiddi m.a. í ljós að ís- lendingar gera flestum þjóðum meiri kröfur til náinna tilfmningatengsla á milli hjóna sé miðað við niðurstöður samsvarandi kannana í öðrum lönd- um. Þetta birtist m.a. í muninum á því hvað íslendingar telja „nægilegt tilefni til hjónaskilnaðar." Um 76% Islendinga en 56% annarra Norður- landabúa telja það næga ástæðu ef annað hjóna er hætt að elska hitt. Um 68% íslendinga en 48% Norður- landabúa telja skilnaðarástæðu ef hjón eiga ekki skap saman. Og 44% íslendinga en aðeins 27% Norður- landabúa telja ófúllnægjandi kynlíf næga skilnaðarástæðu. Eru þeir til í aö „lána“ konurnar? Andstaða gegn framhjáhaldi reynd- ist líka meiri á Islandi en meðal hinna Norðurlandaþjóðanna. Spurðir um afstöðu til ffamhjáhalds höfðu þátt- takendur í könnun Hagvangs fjóra valkosti um svör: Að ffamhjáhald sé hveijum og ein- um í sjálfsvald sett. í ljós kom að tvö- falt fleiri karlar en konur höfðu ekk- ert við ffamhjáhald að athuga því þetta svar völdu 28% karla en aðeins 14% kvenna. Að það sé í lagi fyrir fólk sem er óhamingjusamt í hjónabandi. Þetta svar völdu einnig tvöfalt fleiri (mis- skildir?) karlar (7%) en konur. Að það sé í lagi ef um einlægar til- fmningar til annars en maka er að ræða. Þama var komið við veikan punkt hjá kvenþjóðinni enda völdu tvöfalt fleiri konur (7%) þetta svar en karlar sem ekki virðast láta einhveija „tilfmningavellu" ráða því hvort þeir halda ffam hjá eða ekki. Að ffamhjáhald eigi aldrei að koma fyrir. Þessarar skoðunar reyndust Vom tvær af hveijum þrem konum (67%) en aðeins um helmingur (52%) karlanna. Má ekki merkilegt telja ef karlar telja það svo miklu minna mál að konan þeirra „gamni sér svolítið" með öðram karli heldur öfúgt eins og ráða má af ffamangreindum svöram þeirra? En af túlkun höfúnda á niður- stöðum könnunarinnar verður ekki ráðið hvort sá stóri hópur karla sem lítur á ffamhjáhald sem fijálst val hvers og eins er jafh tilbúinn til að gefa eiginkonum sínum lausan taum- inn. ‘68 kynslóðin til- kippilegust Andstaða fólks gegn ffamhjáhaldi er einnig töluvert breytileg eftir aldri en vex þó ekki beint eftir því sem fólk er eldra eins og einhveijir kynnu kannski að ætla. í ljós kemur að það er að sá aldurshópur sem ‘68- kyn- slóðin tilheyrir (35-45 ára) sem er hvað tilkippilegust. Meðal karla á þessum aldri er sá hópur stærri sem er til í tuskið en 42% þeirra vísar ffamhjáhaldi algerlega á bug. í stór- um dráttum lítur yngsta fólkið (18-25 ára) hjúskaparheitið um trúnað álíka alvarlegum augum og þeir elstu (60 ára og eldra). Engar konur í þessum aldurshópum telja t.d. ófarsælt hjóna- band gilda afsökun fyrir ffamhjá- haldi. Hins vegar vekur athygli að um 6. hver karl í elsta hópnum er þeirrar skoðunar að ffamhjáhald sé í lagi ef á farsældina skortir í hjóna- rúminu. Um 70% og 80% yngstu og elstu kvennanna telja ffamhjáhald ólíðandi en aðeins 57% og 50% karla á sama aldri. Konur á aldrinum 35-60 ára virðast hvað veikastar fyrir ef um tilfinn- ingamál er að ræða. Meira en tíunda hver þeirra telur einlægar tilfmningar til annars en maka næga afsökun til að bijóta 6. boðorðið. Frjálsar ástir ógiftra viðurkenndar Nærri því hver einasti íslendingur virðist hins vegar líta á fijálsar ástir ógiftra sem sjálfsagt og eðlilegt mál. Um 65% karlanna telja svo skilyrðis- laust en um helmingur kvennanna svo fremi að fólk beri hlýjar tilfinn- ingar hvort til annars. í þessu efni var það hópur 25-35 ára fólks sem er „hömlulausastur". En mun stærri hluti yngsta hópsins (33%), bæði karlar og konur, vilja hafa tilfinning- ar með í spilinu. Það á sömuleiðis við um dijúgan meirihluta kvenna yfir 35 ára aldri. Um 90% svarenda í könnun Hag- vangs töldu í himnalagi að kona eignist bam sem einstæð móðir enda þótt hún óski ekki að bindast karl- manni varanlegum böndum. I þessu efhi greina Islendingar sig mjög ffá frændum sínum á Norðurlöndunum þar sem aðeins helmingur þeirra er sömu skoðunar. í könnun Hagvangs var svarendum einnig skipt niður eftir trúarviðhorfi. Niðurstöðumar benda til að trúar- skoðanir setji veralega mark sitt á af- stöðu fólks bæði til ffamhjáhalds og ftjálsa ásta ógiftra. - HEI Félag hugvitsmanna kynnir frumlega fjáröflunarleið í samstarfi við Atvinnumiðlun námsmanna: Hresstaska hugvitsmanna og grafískur tölvubúnaður Guttormur Einarsson með Hresstöskuna. Félag íslenskra hugvitsmanna og Atvinnumiðlun námsmanna hafa bundist samningum um fjáröflunar- átak í ágústmánuði. Það felst í því að safna gegn gjaldi hvers konar auglýsingamunum í Hresstöskuna 1990, svo sem límmiðum, pennum, auglýsingabæklingum, sælgæti og hvað sem er. Hresstaskan, sem gerð er í 5000 eintökum, verður síðan boðin almenningi til sölu. Guttormur Einarsson formaður Fé- lags íslenskra hugvitsmanna, sagði í samtali við Tímann í gær, að Hresstaskan væri meðal annars lið- ur í að afla fjár til kaupa á grafisk- um tölvubúnaði fyrir félagið. „Þannig geta menn teiknað inn hug- myndir sínar, hvers konar hluti og snúið þeim alla vega í þrivídd. Síð- an setur tölvan þá á diskling sem gengur í grafvélar, rennibekki eða slíkt og smíðar ffumeintakið“ sagði Guttormur. Taskan verður seld á 1000 krónur og áætlar Guttormur að um 15% af hagnaðinum renni til Félags hug- vitsmanna. Atakið fer fram í sam- vinnu við Atvinnumiðlun náms- manna og fá þeir námsmenn sem vinna við átakið um 30% andvirðis- ins. Félag íslenskra hugvitsmanna var stofnað árið 1987 í framhaldi af sýningu hugvitsmanna árið 1986, Hugvit ‘86, sem Iðnaðarráðuneytið beitti sér fyrir. Eitt af hlutverkum félagsins er að skrá niður hugmynd- ir manna og aðstoða við að vinna úr þeim. „Trúnaðarráð vinnur úr hug- myndunum og hjálpar til við að betrambæta hugmyndimar og þróa þær áffam. Síðan vinnum við að skráningu á einkaleyfi og samn- ingagerð við framleiðendur þegar þar að kemur.“ I dag era 132 í félaginu og margir sem era að koma inn núna. Gutt- ormur sagði að félagið væri búið að fá samþykki fyrir inngöngu í al- þjóðlegt félag hugvitsmanna og þar með fær félagið ákveðna þjónustu og réttarvemd. -hs. Langflutningar bif- reiðadeildar Kaupfé- lags Eyfirðinga úr sögunni: KEA bílarnir af þjóðvegum Kaupfélag Eyfirðinga mun hætta rekstri langflutningabiffeiða i næsta mánuði. KEA mun auka sjóflutninga á kostnað landflutninga með það að markmiði að auka hagkvæmni. Langflutningabifreiðar verða seldar og biffeiðaflutningar, sem verða f minna mæli, boðnir út. Að undanfomu hefúr verið unnið að endurskipulagningu á vöraflutning- um Kaupfélags Eyfirðinga. Niður- staðan er sú að kaupfélagið mun ein- göngu annast sjóflutninga en starf- semi langflutningabiffeiða bifreiða- deildar verður lögð niður. Níu starfsmönnum deildarinnar hefúr verið sagt upp störfúm en félagið mun leitast við að útvega þeim önnur störf. Skipulagsbreytingamar munu koma strax til framkvæmda og verð- ur að fúllu lokið fyrir 1. nóvembcr. - ÁG BROSUM / í umferðínni - og allt £en£ur betur! • UUMFEHOAR RAO

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.