Tíminn - 31.07.1990, Page 5
Þriðjudagur 31. júlí 1990
Tíminn 5
Mælingar á Þingvöllum sýna umtalsvert landsig þar á síðustu
árum. Almannavarnir hafa fundað um hugsanlegar orsakir:
Austurbakki Almannagjár
hefur sigið um tíu sm
Rannsóknir sem gerðar voru á Þingvöllum í júní á þessu árí leiða
í Ijós að umtalsvert landsig hefur orðið á staðnum. Á tuttugu ára
tímabili hefur austurbakki Almannagjár sigið um tæplega 10 sm
miðað við vesturbakkann. Að sögn Eysteins Tryggvasonar jarð-
fræðings hjá Norrænu eldfjallastöðinni sem haft hefúr umsjón
með rannsókninni er ekkert hægt að segja um orsakir þessa
landsigs eða hvað það nær yfir stórt svæði. Þá er ómögulegt um
það að segja hvort þetta landsig sé í tengslum við aðra náttúru-
viðburði. En að sögn Eysteins koma niðurstöðumar honum á
óvart
í gær var þetta landsig á Þingvöllum
tekið til umræðu í Vísindamannaráði
Almannavama ríkisins. Þar skýrði
Eysteinn frá niðurstöðunum og aðrir
vísindamenn tóku þátt í umræðum
um þær. Að sögn Guðjóns Petersen,
framkvæmdastjóra Almannavama,
var rætt um ýmsar mögulegar ástæð-
ur fyrir þessu landsigi. T.d. hvort það
væri fyrirboði Suðurlandsskjálfta eða
hvort það benti til eldsumbrota.
Einnig var rætt um hvort landsigið
væri hugsanlega í samhengi við
heitavatnsboranir á Nesjavöllum.
Vísindamennimir vom sammála um
að enginn túlkun á niðurstöðunum
væri fyrirliggjandi. Niðurstaða fund-
arins var því að bíða eftir niðurstöð-
um úr nánari og víðtækari rannsókn-
um sem fyrirhugaðar em.
Að sögn Guðjóns gefa þessar niður-
stöður Almannavömum enga ástæðu
til þess að grípa til einhvers konar að-
gerða. „En þetta er merkilegur at-
burður og það er spuming um hvað
hann boðar,“ segir Guðjón. Eysteinn
segir að ekki sé hægt að útiloka neitt
í þessu sambandi. Það er allt eins lík-
legt að þetta landsig á Þingvöllum sé
algjörlega án sambands við aðra nátt-
úruviðburði.
Það var í byrjun sumars sem Heim-
ir Steinsson þjóðgarðsvörður á Þing-
völlum og kona hans Dóra Þórarins-
dóttir töldu sig merkja breytingar
innan Þjóðgarðsins; þ.e. að einstaka
glufúr virtust vera breiðari en áður.
„Jafnskjótt og ég fékk einhveija
gmnsemd þá sneri ég mér tafarlaust
til Þingvallanefndar og forstöðu-
manns Almannavama og þetta mál er
nú í þeim farvegi sem eðlilegur er,
þ.e. í höndum vísindamanna," segir
Heimir. Eftir þessa ábéndingu ffá
þjóðgarðsverði hóf Eysteinn rann-
sóknir á Þingvöllum.
Eysteinn hafði áður gert umfangs-
miklar rannsóknir á landsigi á Þing-
völlum á árunum 1966-1971. Þá vom
mældar hæðarbreytingar á línu sem
spannaði um 10 km þvert yfir sigdal-
inn milli Almannagjár og Hrafhagjár.
Niðurstöður þeirra mælinga leiddu í
ljós að enginn umtalsverð hreyfing
átti sér stað á svæðinu. Mælingamar í
júní Ieiddu hins vegar í ljós tæplega
10 sm misgengi. Þetta má orða svo
að svæðið í kringum Hótel Valhöll
hafí sigið um 10 sm miðað við útsýn-
isskífúna á vesturbakka gjárinnar.
Þetta hafi gerst á árunum frá 1971.
Aðrar rannsóknir höfðu áður bent til
svipaðrar niðurstöðu. Árið 1986
gerðu austur-þýskir mælingamenn
könnun á landsigi á Þingvallasvæð-
inu sem leiddi í ljós mikla hreyfmgu
á árunum 1971-1986. Þannig getur
verið að meginhluti landsigsins hafi
átt sér stað fyrir 1986. Mælingar
Austur-Þjóðveijanna bentu til að sig-
ið væri mest við Valhöll en minnkaði
síðan þegar austar drægi. Þær sýndu
með öðram orðum að landið fyrir
austan Alma væri að hallast að
gjánni. Mælingamar Eysteins nú
leiða hið sama í ljós.
Mælingamar í júní vora mun um-
fangsminni en mælingar Austur-
Þjóðveijanna og þær mælingar sem
Eysteinn gerði fyrir 20 áram. Mæl-
ingamar nú spanna t.d. yfír mun
minna svæði. Nú var mælt á línu sem
náði ffá um 200 metrum vestan við
Alma að punkti 500 metram austan
við gjánna.
Ljóst er að mörgum spumingum er
ósvarað og nánari rannsókna er þörf.
Ríkisstjómin hefúr nú samþykkt að
veita 1.4 milljónum til víðtækari
rannsókna. Þær rannsóknir munu að
öllum líkindum heljast í dag og verð-
ur lokið eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Að
sögn Eysteins verður leitast við að
fmna lýsingu á þessum náttúravið-
burði og einnig stærð og umfang þess
svæðis
sem hefúr breyst. Mælt verður á
sömu línu og mælt var á fyrir 20 ár-
um og einnig verður mælt fyrir sunn-
an vatnið til þess að kanna hvort að
einhveijar breytingar hafi orðið þar á
síðustu 10 áram. En hins vegar munu
þær rannsóknir tæpast leiða í ljós af
hvaða orsökum þessar breytingar á
Þingvöllum era og hvort þær boði
eitthvað annað meira.
Landsig á Þingvöllum er ekki nýtt af
nálinni og má segja að jarðfræðileg
saga svæðisins einkennist af jarðsigi.
Talið er að eldgos hafi orðið á Þing-
völlum fyrir um 9000 áram og hraun-
ið sem þar er nú hafi þá runnið. Eftir
þetta eldgos hóf sigdalurinn milli Al-
mannagjár og Hrafhagjár að mynd-
ast. Lengi var talið að þessi sigdalur
hefði myndast í einum geysilegum
náttúrahamforam. Nú er hins vegar
komið í ljós að sigið hefúr átt sér stað
í mörgum áfongum á 9000 ára tíma-
bili. Hæð Almannagjár, 35 metrar,
segir í raun hversu mikið sigið hefúr
orðið þar á 9000 áram.
Að sögn Eysteins hefúr það hingað
til verið álitið að landsig á Þingvöll-
um gerist í jarðskjálftum eða samfara
þeim. T.d. varð stór jarðskjálfti á
Þingvallasvæðinu 1789 og greina
heimildir frá því að landið hafi þá
sigið um 60 sm, eða um eina alin. Þá
greinir einnig frá smávægilegum
jarðskjálfta á Þingvöllum í Kirkjustól
Þingvallakirkju frá 1897.
Að sögn Eysteins hefúr hingað til
verið hægt að tengja landsig og
breytingar á sprangum við snarpa
jarðskjálfta. Því koma niðurstöður
mæíinganna i júní á óvart þar sem
ekki er vitað um neina jarðskjálfta
þar síðustu 20 árin. Þær benda því að
mörgu leyti til þess að landsig á Þing-
völlum geti átt sér stað án þess að
jarðskjálftar komi þar við sögu.
Brot úr annálum frá ló.öld renna
einnig stoðum undir þá kenningu.
Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður
hefúr kannað þessar heimildir. Hann
segir þær greina frá því að árið 1520
hafi þurft að færa kirkjuna upp á hól-
inn þar sem hún stendur nú. Orsökin
var vatnagangur, þar sem hún stóð
áður, á þeim stað sem kirkjugarður-
inn er nú staðsettur. Einnig er greint
frá því að árið 1596 hafi þurft að
flytja Lögréttu frá bökkum Öxarár
upp að rótum Lögbergs sökum þess
að þá hafi Lögrétta verið komin und-
ir vatn. Þetta bendir bersýnilega til
landsigs en heimildir frá þessum tíma
greina ekki frá neinum jarðskjálfta.
„Þannig að landsig virðist vera sam-
fara jarðskjálftum stundum en stund-
um ekki. Það sem nú er að gerast
virðist gerast án þess að jarðskjálftar
verði, a.m.k. ekki enn sem komið er.
En hvað framtíðin ber í skauti sér
hefúr maður ekki minnstu hugmynd
um,“ segir Eysteinn. Vísindamenn
era enn ekki í neinni aðstöðu til að
túlka þessar niðurstöður nánar. Það er
ljóst að hreyfmgin sem þama hefúr
orðið á Þingvöllum er mikil og að
sögn Eysteins er hún sambærileg við
þær breytingar sem hafa átt sér stað
við Öskju og Kröflu. Utan þeirra
miklu umbrota sem urðu við Kröfl-
ugos hefúr ekki mælst meira landsig
að sögn Eysteins. Virk eldfjöll era
vissulega til staðar nálægt Þingvalla-
svæðinu, og má þar t.d. nefna Hen-
gilinn. En hvort að landsigið er í
sambandi við hugsanlegt gos þar er
ómögulegt um að segja. Einnig er
ekki hægt að segja neitt um hvort það
er í tengslum við Suðurlandsskjálfta.
Það er jsó ólíklegt þar sem Þingvellir
era frekar langt frá þeim stað þar sem
upptök Suðurlandsskjálfta era talin
munu verða. Þá er einnig talað um
virkjunarframkvæmdir við Nesja-
velli sem orsakir þessa. Vitað er til
þess að boranir hafi leitt til smávægi-
legs landsigs annars staðar í heimin-
um. En allt era þetta getgátur „og
maður getur hvorki leitt rök að þeim
né afsannað á neinn hátt,“ segir Ey-
steinn. „Við nánari rannsóknir mun-
um við geta skýrt þetta nánar. Menn
geta síðan gert kenningar útffá því en
sú niðurstaða sem hver og einn fær
fer eiginlega bara bara eftir hugar-
ástandi þess hins sama.“
GS.
Umhverfisráðherra ræðir við forráðamenn
Dounreay stöðvarinnar og situr um-
hverfismálaráðstefnu S.Þ. í Kenýu:
Júlíus Sólnes
á faraldsfæti
Júlíus Sólnes, ráðherra umhverfis-
mála, átti viðræður við forstöðumenn
kjarnorkuúrgangsendurvinnslu-
stöðvarinnar í Dounreay í Skotlandi í
gær. Þaðan hélt ráðherrann til Nairo-
bi í Kenýu þar sem hann mun sitja
umhverfismálaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna.
Að lokinni ferð sinni til Nairobi
mun Júlíus taka sér frí og er væntan-
legur til starfa aftur um miðjan næsta
Sex ára gamall drengur beið bana á
bænum Bústöðum í Skagafirði á
sunnudag.
Slysið varð með þeim hætti að
drengurinn sem var gestkomandi á
mánuð. í for með ráðherra er Gunnar
G. Schram sem er ráðgjafi utanríkis-
og umhverfisráðuneytis í umhverfis-
málum á alþjóðlegum vettvangi.
Skotlandsheimsóknin er að frum-
kvæði umhverfisráðheiTa en breska
kjarnorkumálastofnunin og breska
utanríkisráðuneytið hafa annast
skipulagningu hennar.
- ÁG
bænum varð á milli drifskafts og
heyvinnuvélar og lést samstundis.
Ekki er unnt að birta nafn drengsins
að svo stöddu.
Fyrsti bíllinn af gerðinni 760 sem Volvo
bílaframleiðandinn lét smíða var eyði-
lagður í Reykjavík síðdegis á sunnu-
dag. Bílnum, sem var fjarstýrt, var ekið
á um 60 km hraða á stálkassa sem fyllt-
ur hafði verið af sandi og steinsteypu-
hlunkum.
Bíllrnn var, sem fyrr segjr, fýrsta ein-
takið af Volvo 760 og var búinn sex
strokka V-vél, vökvastýri, fimm girum
og ABS bremsum. Hann var alla tið
sýningar- og reynslubíll i eigu Volvo og
hafði verið ekið 81 þúsund kílómetra
og var í fúllkomnu lagi þegar honum
var fómað í þágu umferðaröryggis og
auglýsingar á Volvo í fyrradag.
Um 100 m stálvírhafði verið strengd-
ur í götuna og sleði sem rann eftir vírn-
um var tengdur við stýrisbúnað bílsins
þannig að hann ók rakleiðis á stálkass-
ann. Tveir farþegar vora í bílnum -
brúður sem svöraðu að stærð og þyngd
til manna. Brúðumar vora fylltar með
mælitækjum og skynjuram þannig að
meta má með mikilli nákvæmni þá
áverka og það hnjask sem menn hefðu
orðið fyrir í árekstrinum.
Fyrir áreksturinn söng Valgeir Guð-
jónsson og spjallaði við um tvö þúsund
manns sem komið höfðu til að verða
vitni að atburðinum. Þá héldu Óli H.
Þórðarson formaður Umferðarráðs og
Ragnheiður Davíðsdóttir talsmaður
Áhugahóps gegn umferðarslysum
ávörp. —sá
Hörmulegt slys í Skagafirði:
Barn beið bana
Sjá má að höggið var mikið þegar Volvoinn skall á stálkassanum - svo mikið að kassinn lyftist
Timamynd, Pjetur
Ágætum bíl fórnað í þágu umferðaröryggis og kynningar:
Hörkuárekstur af ásetningi