Tíminn - 31.07.1990, Qupperneq 7

Tíminn - 31.07.1990, Qupperneq 7
Þriðjudagur 31. júlí 1990 Tíminn 7 Danfríður Skarphéðinsdóttir: Nýir atvinnumöguleikar á landsbyggðinni Nútímatækni á sviði tölvuvinnslu og fjarskipta hefur þegar haft mik- il áhríf á atvinnulíf okkar fslendinga og búast má við að það verði ekki síst á sviði upplýsingamiðlunar sem ný atvinna verður til í samfélagi framtíðarinnar. Tölvur og örrnur íjarskiptatæki gefa allt að því óendanlega möguleika til að saína, geyma og flytja upplýsingar án tillits til dvalarstaðar þess sem verkið vinnur. Þeir möguleikar sem felast í því að geta nýtt sér nýja tölvu- og fjarskiptatækni hefur opnað nýjar viddir sem fólk hafði ekki hugboð um áður. Það er afar mikilvægt að sem flestir geti orðið sér úti um þá kunn- áttu og þekkingu sem nauðsynleg er til að geta orðið þátttakendur í hinni tæknilegu þróun. Byggðavandinn hér og í nágrannalöndunum f mörgum nágrannalanda okkar, ekki síst á Norðurlöndunum, eiga stjómvöld við svipaðan vanda að etja í byggðamálum og íslensk stjóm- völd. Þar eins og hér er atvinnulíf dreifbýlisins einhæft, atvinnuleysi viðvarandi og þvi vaxandi fólksflutn- ingar úr dreifbýli í þéttbýli. Reynt hefur verið að grípa til ýmissa ráð- stafana til að hægja á eða stöðva þessa þróun. Stjómvöld i Skandinav- íu hafa gert sér grein fýrir þvi lykil- hlutverki sem konur gegna í að við- halda mannlifi og byggð og hafa þvi lagt mikla áherslu á að reyna að leysa atvinnuvanda kvenna úti i dreifbýl- inu. Stóraukin atvinnuþátttaka kvenna og breytt staða þeirra í fjöl- skyldunni skiptir miklu í þróun byggðamála og timabasrt er að taka mið af þeirri staðreynd. Fjarvinnustofur eru sjálfsagður hluti af byggðastefnu Ein leið sem farin hefur verið er að setja á laggimar svokallaðar fjar- vinnustofur, þar sem ýmis upplýs- inga- og þjónustuverkefni em unnin, auk þess sem þar fer fram nám og kennsla á tölvur. Fjarvinna snýst um það að færa verkefhi með ljósleiður- um og tölvutækni nútimans á milli landshluta eða jafnvel milli landa. í Skandinaviu hefur verið unnið að því markvisst að flytja verkefni sem henta fyrir fjarvinnustofur út í jaðar- svæði þar sem byggðin á í vök að veijast. Fyrsta fjarvimiustofan var stofnuð í Svíþjóð 1985. I fjarvinnustofum em unnin ýmis verkefni sem áður vom unnin inni í stofnunum og fyrirtækjum, svo sem bókhald, upplýsingaöflun og skýrsl- ur. Þannig er t.d. haldið utan um alla hlutafélagaskrá Noregs í afskekktum bæ í Þrándheimsfirði og ýmis verk- efni sem henni tengjast unnin þar. Þetta veitir umtalsverða atvinnu í þessum bæ, þar sem byggð var kom- in að því að lognast út af. Nágranna- þjóðir okkar hafa lagt mikla áherslu á að þessi nýja tækni og sú atvinna sem með henni skapast sé mikilvægur þáttur í að treysta búsetu fólks og er fjarvinnsla orðin sjálfsagður hluti af byggðastefhu margra landa. Starf- semi fjarvinnustofa hefur gefið góða raun á Norðurlöndum. Nú er brýnt að sinna atvinnuþörff kvenna Það blasir nú við öllum að brýnna aðgerða er þörf í atvinnumálum landsbyggðarinnar og ekki síst er brýnt að sinna atvinnuþörf kvenna. Sá samdráttur sem orðið hefiir á und- anfomum árum í undirstöðuatvinnu- greinum okkar, sjávarútvegi og Iand- búnaði, hefur komið harðast niður á konum. Ekki hefur tekist svo tun munar að auka fjölbreytni atvinnu- lífsins úti á landsbyggðinni sem allir virðast þó sammála um að gera þurfi. Tölur um skráð atvinnuleysi sýna svo ekki verður um villst að skortur á fjöl- breytilegum störfum bitnar fyrst og fremst á konum á landsbyggðinni. I öllum landshlutum eru konur í meiri- hluta þeirra sem skráðir era atvinnu- Iausir. Opinberar tölur segja þó ekki alla söguna, þvi að mikið dulið at- vinnuleysi er meðal kvenna. Til dæmis era sveitakonur ekki á at- vinnuleysisskra og það era heldur ekki þær konur sem um þessar mund- ir era búnar að koma bömum sinum á legg og væru tilbúnar til að fara út á vinnumarkaðinn. A þessu ári hafa stjómvöld gefið út tvær skýrslur um atvinnumál kvenna á landsbyggðinni. Báðar skýrslumar staðfesta það sem Kvennalistakonur hafa oft og einatt bent á: Nauðsynlegt er að gera sérstakt átak til að efla at- vinnulífið og auka fjölbreytni þess með þarfir kvenna í huga og síðast en ekki sist er orðið timabært að gefa gaum að hugmyndum kvenna. Hlustum á hugmyndir kvenna Kvennalistakonur hafa varið löng- um tíma í að ræða atvinnumál kvenna og haldið fundi og ráðstefnur til að fjalla um stöðu kvenna á landsbyggð- inni í ljósi þess ástands sem nú ríkir í atvinnulífinu. Það vekur athygli hversu hugmyndaríkar og fijóar kon- ur era og hvemig þær hugsa sér at- vinnuuppbyggingu sem byggir á Það blasir nú við öllum að brýnna aðgerða er þörf í atvinnumálum landsbyggðarinnar og ekki síst er brýnt að sinna atvinnuþörf kvenna. Sá samdráttur sem orðið hefur á und- anförnum árum í undir- stöðuatvinnugreinum okkar, sjávarútvegi og landbúnaði, hefur komið harðast niður á konum. samvinnu. Til þess að hrinda hug- myndum sínum í framkvæmd þurfa konur fýrst og fremst skilning og stuðning stjómvalda. Þingkonur Kvennalistans hafa lagt ffarn ffurn- varp á þingi um að við Byggðastofn- un verði sett á stofh sérstök kvenna- deild til að vinna að atvinnuþróun fýrir konur. Stóriðja leysir ekki at- vinnuvanda kvenna Þær hugmyndir um atvinnusköpun sem efstar era á baugi hjá ráðamönn- um era stóriðja. Stóriðja leysir ekki atvinnuvanda kvenna, hvar sem hún verður staðsett. I þeirri ofurtrú að stóriðja leysi vanda atvinnulífsins gleymist að huga að því sem smærra er en gæti þó á ýmsan hátt reynst hag- kvæmt ekki síður en annað. Á hinum Norðurlöndunum hafa menn komist að þvi að uppbygging fjarvinnustofa er einn allra ódýrasti kosturinn í at- vinnumálum sem völ er á. Tillaga Kvennalistans um fjarvinnustofur Á síðasta þingi var samþykkt tillaga sem þingkonur Kvennalistans fluttu, þess efhis að ríkisstjómin beiti sér fýr- ir stofhun fjarvinnustofa með þvi að færa ýmis verkefni ffá þjónustustofn- unum á Reykjavíkursvæðinu út á landsbyggðina í þvi skyni að efla fjöl- breytni atvinnulífsins á landsbyggð- inni og treysta búsetuna. Tillagan ger- ir einnig ráð fýrir aukinni tölvu- ffæðslu fýrir almenning um land allt. Mikilvægt er að stjómvöld taki ffumkvEeði að því að nýta sér þá möguleika sem felast í starfsemi fjar- vinnustofa. Með því að flytja hluta af þjónustu rikisstofhana út á land má nýta tölvutæknina til að byggja upp nýja vinnustaði. Það er ein leið til að fiölga störfum, auka fjölbreytni at- vinnulífsins og treysta um leið búsetu fólks. Með sterku ffumkvæði stjóm- valda við uppbyggingu fjarvinnu- stofa má ætla að ýmis önnur fýrirtæki og einstaklingar fýlgi í kjölfarið. Mikilvægt er að vel takist til \'ið að notfasra sér nýja tækni á jákvæðan hátt. Verkefhi sem þetta krefst góðrar skipulagningar og samstarfs. Það er því nauðsynlegt að gera áætlanir og skipuleggja starfsemi fjarvinnustofa í samráði við sveitarfélög og heima- fólk á hveijum stað. Fyrstu fjarvinnu- stofurnar á íslandi Það er ástæða til að fagna því að nú þegar hafa fýrstu fjarvinnustofumar tekið til starfa hér á landi og stofhuð hafa verið landssamtök fjarvinnu- stofa. Þessar fýrstu fjarvinnustofur era árangur af frumkvæði heima- manna á hveijum stað og nú er mikil- vægt að þær fái næg og stöðug verk- efni. Með samþykkt þingsályktunar- tillögu Kvennalistans um fjarvinnu- stofur hafa stjómvöld lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í uppbyggingu fjarvinnustofa. Með því að hafa opinn huga fýrir þeim óendanlegu mögu- leikum sem tölvu- og fjarskiptatækni nútímans gefa og kynna sér þá vel og hvetja allar opinberar stofiianir til að notfæra sér þjónustu fjarvinnustofa geta stjómvöld lagt mikið af mörkum við þessa nýju atvinnustarfsemi. UR VIÐSKIPTALIFINU YFIRTAKA DEUTSCHE BANK Á DEUTSCHE KREDITBANK Deutsche Bank gerði 17. april 1990 samning við Deutsche Kreditbank, austur-þýska ríkisbankann, um náið samstarf þeirra og samrekstur í Aust- ur-Þýskalandi. Vandi Deutsche Kred- itbank eftir sameiningu þýsku ríkj- anna er sá, að eigur hans era miklum hluta 260 milljarða austur-þýskra marka lán til þjóðnýttra iðnfýrirtækja. Samkvæmt samningsgerð bankanna var sett upp ný deild við Kreditbank, sem veitir ný lán. Er hún sameign bankanna. Hefur Kreditbank 51% hlutafjár hennar, en Deutsche Bank hefur forsögn um daglegan rekstur hennar. Nýjar franskar hraölestir I fýrra bað franska stjómin ríkisjám- brautimar frönsku, SNCF, að semja tillögur og kostnaðaráætlun um lögn 3.400 km langra jámbrauta undir hraðlestir og smíði þeirra. Þær tillög- ur hefur CNCF nú lagt fýrir sam- göngumálaráðherrann, Michel Dele- barre. Miða þær að lögn 13 nýrra lína fýrir 2010. Jámbrautina frá París til Strasbourg mun fýrirhuguð hraðlest fara á 1 klst. 50 mínútum. Á jám- brautinni frá Paris til Lyon hóf hin fýrsta slíkra hraðlesta áætlunarferðir 1981. Framkvæmd tillagna SNCF mun kosta 188 milljarða FFr. Hálfnuð Ermarsundsgöng Um mánaðamótin apríl-maí 1990 var hálfnað að grafa hin 150 km löngu Ermarsundsgöng, sem væntan- lega verður lokið við á miðju ári 1993. En kostnaður fer sífellt ffarn úr áætlun og félagið um göngin, Euro- tunnel, er í vanskilum á 5 milljarða sterlingspunda láni við 208 banka (sem 22 bankar hafa orð fýrir). í janú- ar sl. taldi félagið sér til viðbótar vera þörf á 1,5 milljarða sterlingspunda láni á þessu ári, en nú þykir þvi ffern- ur vera 2 milljarða sterlingspunda vant. Stígandi E.I. du Pont de Nemours & Co Markaðssetning kevlar, ofins dúks úr gerviþráðum, stáli sterkari, höfð- um í skotheld vesti, gengur du Pont- samsteypunni verr en markaðssetn- ing nylons 1939. Fyrstu sokkar úr nylon, þá silki dýrari, vora aðeins boðnir íbúum í Wilmington, Dela- ware. Ári síðar hafði sala þeirra þó endurgreitt du Pont þær 4,5 milljón- ir $, sem til forrannsókna nylons og hönnunar fóra (en þeir liðir kostuðu samsteypuna 700 milljónir $, þegar að kevlar kom, og það hefiir verið henni á höndum allt ffá 1964). Du Pont-samsteypan er nú tíu sinn- um stærri en 1939. Heildarsala hennar nam 32,9 milljörðum $ 1989 og tekjur fýrir skattlagningu 2,2 milljörðum $, en hún hefur 141.000 starfsmenn. Helming tekna sinna hefur samsteypan af framleiðslu gerviefha og af Conoco, olíu- og gasfélagi, sem hún keypti 1981 á 8 milljarða $. Leitar samsteypan nú nýrra miða, og er af þeirri ástæðu sögð á tímamótum, þótt ekkj sem 1915, er lög gegn auðhringum stökktu henni úr púðurreyk í tilbúin efni, svo sem rayon og sellófan og gervigúmmí eða í litarefhi og máln- ingu. En samsteypan hefur þó aðeins átt eitt nylon-ævintýri, þótt fengsæl hafi verið (eins og á minna heitin orlon-acryl, lycea-spandex, confam- gervileður, auk quiana-gervisilkis og önnur þar ffam eftir götum). I september 1989 gekk du Pont- samsteypan til samstarfs við lyfja- gerðina Merck, hina stærstu í heimi. Á lyfjadeild du Pont varð nokkur halli 1989 eða 14 milljónir $, þótt sala hennar næmi 1,3 milljarð $, en vinna hennar að ampligen-lyfinu mun hafa komið fýrir ekki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.