Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 2
2Tíminn Laugardagur 4. ágúst 1990 Uppselt í Þórsmörk Fyrir hádegi í gær varö upp- selt í rútuferðir Austurieióa upp í Þórsmörk. Um 1.500 manns komast í Þórsmörk með rútum Austurleiða og í gær var sá fjöldi kominn. Austurleiðir hafa umsjón með Húsadal og að sögn starfsmanns hjá Austur- leiðum verða seld tjaldleyfi áfram, fyrir þá sem hyggjast fara í Mörkina á einkabílum eða með leigurútum. Æskileg- ur fjöldi manna í Húsadal mun vera 2000-2500 manns. Ef séð verður fram á að fleiri verði í Þórsmörk, verður að öllum lík- indum hætt að selja tjaldleyfi. Samkvæmt upplýsingum frá BSÍ hefur mjög mikið verið spurt um ferðir í Þórsmörk. Hins vegar hafa mun færri sýnt áhuga á öðrum stöð- um, t.d. útihátíðum, og má draga af því þá ályktun að landinn sé farinn að setja verðið fyrir sig. Margir ferðalangar í yngri kantinum, þ.e. um 13 ára aldur, hafa pantað far á Bindindismót í Galtalæk. En á aðr- ar útihátíðir hafa mun færri pantað far, t.d. höfðu í gær innan við 100 manns pantað far í Húnaver. Þó má gera ráð fýrir að mikið af fólki af landsbyggðinni fari þangað. A Þjóðhátíð í Eyjum fer alltaf viss fjöldi fólks, en samkvæmt upplýs- ingum frá BSI hafa færri sýnt áhuga á ferðum með Herjólfí til Eyja en mörg undanfarin ár. En það fer hver að verða síðastur að næla sér í flugfar til Vestmannaeyja, með annaðhvort Amarflugi eða Flug- leiðum. En ef tekið er mið af miðasölu og farpöntunum er ljóst hvert straum- urinn stefnir; eða eins og starfs- maður á BSI orðaði það: „Það er Þórsmörk og aftur Þórsmörk.“ Og líkur eru á að ekki komist allir sem vilja. GS Þessl tjónabíll verður þeim ökumönnum, sem aka Vesturtandsveginn út úr bænum, til áminningar. Aðstandendur átaksins munu afhenda ferðafólki ýmis gögn og heppnar fjölskyldur, sem nota bílbelti og bamabílstóla, geta átt von á óvæntum glaðningi. Tímamynd: Pjetur au Umferðarátak í gangi um helgina: Okumenn hvattir til að taka aksturinn alvarlega Um helgina verður í gangi átakiö Akstur er dauðans alvara - Komum heil heim. Átakiö var kynnt blaða- og fréttamönnum I gær. Ekið var með tjónabíl út á Vesturlandsveg með friðu fömneyti og honum stillt upp utan vegar ásamt skiltum með ábendingarorðum til ökumanna. í dag og á morgun verða síðan bílar stoppaðir við veginn og fólki afhent ýmislegt efhi, sem að gagni kemur á ferðalögum. Öðrum tjónabíl verður síðan komið fyrir við Suðurlandsveg til að minna ökumenn á þær hættur sem fylgja akstri og umferð. Fyrir átakinu standa Áhugahópur um bætta umferðarmenningu, Bif- hjólasamtök lýðveldisins (Sniglam- ir), lögreglan, S.E.M.- samtökin, Slysavamafélag íslands og umferð- arráð. Forráðamenn átaksins vonast til að með því megi hugsanlega fá ein- hverja til að sýna meiri gætni en ella og segja að þannig eigi að vera hægt að koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp, sem fylgja því miður ferða- lögum um verslunarmannahelgar. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir hjá Ahugahópi um bætta umferðar- menningu sagði að það hefði sýnt sig að átak í þessum dúr gæfi góða raun. Fyrir verslunarmannahelgina 1988 var ffamkvæmt líkt átak og nú og sú helgi var fremur slysalítil miðað við reynslu fyrri ára. Aftur á móti var ekkert átak í gangi svipað þessu fyrir helgina í fyrra og var hún slysamikil, en þá urðu 42 umferðarslys, einn lést og 26 slösuðust. Að síðustu er vert að benda öku- mönnum á að akstur og áfengi fara ekki saman og það hlýtur að vera von allra ökumanna að átakið beri góðan árangur og allir komi heilir heim. —SE Gjaldeyrisviðskipti frjáls 1. janúar ’93 Hinn 1. september n.k. tekur gildi ný reglugerð um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála. Meginefni þessar reglugerðar er að gjaldeyrisviðskipti veröa nú gefin frjáls í tímasettum áföngum. Mikil breyting verður á skip- an gjaldeyrismála á þessu ári, en gert er ráð fýrir að meginreglan um frjáls gjaldeyrisviðskipti verði komin til framkvæmda 1. janúar 1993. Það er engin tilviljun að um er að ræða sama dag og innri markaður Evrópubandalagsins verður settur á stofn. Þessar breytingar eru í sam- ræmi við þróun mála í aðildam'kjum bæði EFTA og EB. í þeim hafa gjald- eyrisviðskipti ýmist verið gefin fijáls eða unnið er að því í áfongum. „I mörgum greinum er verið að laga þessar reglur að þeim sem verða við lýði innan Evrópubandalagsins,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra á blaðamannafundi í gær um reglugerðina. Þessar breytingar á gjaldeyrismál- um eru án efa þær mestu í 30 ár. Reglugerðin felur m.a. annars í sér rýmkun á fjárhæðamörkum fyrir ferðakostnað og þau, ásamt öllum takmörkunum á yfirfærslum vegna námskostnaðar, verða felld niður 1993. Hinn 1. september hækkar fjár- hæð venjulegrar yfirfærslu vegna ferðalags til útlanda í 200 þúsund krónur úr 120 þúsundum og vegna viðskiptaferða úr 240 þúsund í 400 þúsund krónur. Breytingar gera einnig ráð fyrir að gjaldeyrisyfirfærslur vegna þjón- ustuviðskipta verði gefnar frjálsar og innlendum aðilum verði heimilt að stofna til beinna fjárfestinga í at- vinnurekstri erlendis og einnig að festa kaup á fasteignum erlendis án sérstaks leyfls gjaldeyrisyfirvalda. Fjárhæðamörk vegna þess konar fjár- festinga munu hækka í áföngum til 1993. Þá verður erlendum aðilum nú gert heimilt að flytja móttekinn arð eða annan hagnaðarhlut úr landi og einnig verður innlendum aðilum heimilað að gefa út og kaupa mark- aðsverðbréf erlendis og erlendum að- Ámi Bragason, doktor frá Landbún- aðarháskólanum í Kaupmannahöfn, hefúr verið skipaður í stöðu forstöðu- manns Rannsóknarstöðvar Skógrækt- ar ríkisins á Mógilsá. Ámi lauk doktorsnámi 1983, með jurtaerfðafræði sem aðalfag, og hefur m.a. starfað sem sérfræðingur í jurta- kynbótum og frærækt hjá Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins. Ámi sagði í samtali við Tímann að starfið legðist vel í sig en vildi ekki tjá ilum leyft slíkt hið sama hér. Þá verð- ur innlendum aðilum veitt heimild til að veita og taka lán án sérstaks tilefn- is. Einnig er gefin heimild fýrir inn- lenda aðila að opna bankareikninga erlendis og hætt verður að gera grein- armun á almennum gjaldeyrisreikn- ingum innlendra aðila og útflytjenda. I reglunum verða áfram varúðar- ákvæði, sem heimila Seðlabankanum að stöðva fjánnagnsflutninga til og frá landinu að einhveiju eða öllu leyti, ef nauðsyn ber til sökum óstöð- ugleika í gengis- og peningamálum. GS. sig nánar um málið. Hann ætti eftir að kynna sér starfsemi stöðvarinnar og fýrr gæti hann ekki sagt hvað væri á döfinni. Aðspurður sagði Ámi að ekki væri búið að ráða fleiri starfsmenn, en það kæmi til með að vera eitt af hans verk- um. Starfsmenn stöðvarinnar sögðu sem kunnugt er allir upp störfum með- an á deilu fýrrverandi forstöðumanns stöðvarinnar og landbúnaðarráðherra stóð. —SE y Nýr yfirmaður á Mógilsá: Arni Bragason forstöðumaöur Borgarstjórnarmeirihlutinn fer yfir lækinn eftir vatninu: Brunnkarmar fluttir inn Á fundi borgarráðs, sem haldinn var 31. júlí síðastliðinn, var samþykkt með tjórum atkvæðum sjálfstæðismanna gegn einu atkvæði minnihlutans að kaupa tiltekið magn vinnuleysis væri borgarstjómarmeiri- hlutinn ekki tilbúinn til að styrkja innlenda ffamleiðslu. Pípugerð borgarinnar sér um dreif- ingu og sölu á körmunum og Sigrún sagði að markmiðið með að reka slíkt fýrirtæki hlyti að vera að styrkja inn- lenda framleiðslu og verkkunnáttu og ef það væri ekki markmiðið væri óþarfi að reka þetta fýrirtæki. Pípu- gerðin hefur keypt inn hluti eins og karmana og þá frá íslenskum fýrir- tækjum, til nota fýrir borgina, en jafnffamt er þetta haft á lager fýrir önnur sveitarfélög og því er spum- ingin sú hvers vegna borgin er að flytja inn hluti sem síðan önnur sveit- arfélög nota. Sigrún sagði að erlendu karmamir væm ekki nema 5-7 prósentum ódýr- ari en þeir innlendu og því væri óskiljanlegt af hveiju væri ekki leitað til innlendra aðila fýrst og gáð hvort þeir gætu ekki bætt við sig vinnu og starfsfólki, því það hlyti að vera markmið íslenskra sveitarfélaga að styrkja íslenskt atvinnulíf. Auðvitað væri hægt að réttlæta innflutning í sumum tilfellum, ef við gætum eitt- hvað lært af honum og bætt okkar verkkunnáttu. en það væri ekki ástæðan að þessu sinni. —SE brunnkarma erlendis frá. áigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins greiddi atkvæði á móti tillögunni og sagðist ekki skilja hvers vegna þessa vöm þyrfti að kaupa erlendis frá þegar hún væri framleidd hér heima. Það skyti nokk- uð skökku við að á þessum tímum at- Dr. Ámi Bragason, nýráðinn for- stöðumaður Rannsókríarstöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.