Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 13
Laugardágur 4? águs't 1990 nr.i.r iT r r> Tíminn 21 rkvr\i\onj i Mnr REYKJAVÍK, SUMARFERÐ Hin árlega sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 11. ágúst. Að þessu sinni verður farið á Snæfellsnes. Ferðatilhögun verður nánar auglýst síðar. Fulltrúaráðið. Framsóknarflokksins Skrifstofa Framsóknarflokksins opnar aftur að afloknum sumarleyfum miðvikudaginn 8. ágúst að Höfðabakka 9, 2. hæð. Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður í Miðgarði laugardaginn 25. ágúst. Meðal dagskráratriða: Ræða, Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Nánar auglýst síðar. Nefndin. Þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið að Núpi í Dýrafirði dagana 31. ágúst til 2. september. Hannes Karlsson hefur verið ráðinn starfsmaður SUF vegna þingsins og er hægt að ná í hann hér á Tímanum í síma 686300 frá kl. 9.00-13.00. r BLAÐBERA VANTAR í HOLTAHVERFI, MOSFELLSBÆ I íminn Lynghálsi 9. Sínii 686300 Myndin ertekin áríð 1940 af Mathilde og Jules Rosen í hópi vina á veitingahúsi (örvamar benda á þau). Þá þegar urðu aðrír að taka að sér að sitja á milli þeirra. Skömmu síðar byijuðu skilnaðarátökin. 50 ARA SKILNAÐAR- STRÍÐI ENN ÓLOKIÐ Þau Jules og Mathilde Rosen hafa svo sannarlega haft lag á því að gera sér lífið leitt. Þegar þau giftu sig árið 1934 áttu þau von á því að framtíðin yrði í rósrauðum bjarma, en að sjö árum liðnum gáfust þau upp á hjónabands“sælunni“. Síðan hafa þau verið í stöðugri baráttu fyrir dómstólunum vegna hjóna- skilnaðar sem ekki hefiir enn tekist að fá botn í. Það gerir ekki málið einfaldara að á þessum tíma hafa látist flestir þeir lögfræðingar sem hafa komið við sögu og alltaf þarf að byrja upp á nýtt. Jules segir svo frá að þegar hann giftist Mathilde 1934 hafi hún verið falleg og elskuleg ung stúlka. En hún hafi fljótlega reynst vera hin mesta eyðslukló. Þar að auki var hún afbrýðisöm og nöldraði stöðugt í manni sínum. Sem sagt óbærilegt hjónalíf. Svo að Jules sótti um skilnað eftir 7 ára vesældarhjóna- band. En einhver formgalli reyndist á umsókninni og þess var krafist að hann gæti sannað skriflega að kon- an hans væri afbrýðisöm, drottnun- argjöm og eyðslusöm. Þeirra sönn- unargagna hefúr Jules átt erfitt með að afla og þar stendur hnífúrinn í kúnni, enn eftir 50 ár. Ekki bætti það úr skák að hjónin hafa staðið í stöðugu og heiftarlegu rifrildi vegna eignanna sem þau eiga sameiginlega. Og Mathilde hefúr barist hetjulega fyrir því að Jules væri dæmdur til að borga henni hærra meðlag á sama tíma og Jules hefúr barist jafnhetjulega fyr- ir því að fá lækkað meðlagið. í fyrra áttu þau enn einu sinni leið fyrir dómara. Þangað mætti Mat- hilde, sem nú er orðin 84 ára, veif- andi göngustaf og æpandi: „ Hvar er hann? Ég ætla að drepa hann!“ Og aumingja Jules, sem líka er 84 ára, sá sér ekki annað vænna en aó fela sig á bak við lögfræðinginn sinn. Það hefúr eiginlega verið ævistarf Jules að fá skilnað frá konu sinni. í það hefúr farið ómældur tími og peningar. En franskir lögfræðingar geta sleikt út um, því að ekki er annað að sjá en að þeir hafi örugga atvinnu á meðan hjónin tóra! Móöir Teresa er þekkt fyrír mik- inn kæríeik. „Enn er svo margt ógert“ Móðir Teresa hættir senn Sólin er varla komin upp er söng- ur og bænir heyrast frá klaustri Kærleikssystra á Ítalíu. Klukkan er aðeins 5:30 og móðir Teresa fer með fyrstu bæn dagsins. Á þennan hátt hefúr hún byijað hvem einasta dag frá stofnun trúboðsstarfs síns árið 1946. „Ég hef alla eilífðina til að hvíla mig“, segir hún. Axlir hennar em bognar svo og bakið sökum aldurs og margra áratuga vinnu í þágu fá- tækra í heiminum. „Læknamir mín- ir em alltaf að segja mér að hægja á ferðinni, en það er bara svo margt sem enn þarf að bæta og laga í heiminum og hvemig á ég þá að geta stoppað?“. Andlit Móðir Teresu er ákveðið og fúllt trúar á það sem hún er að gera. En læknar hennar hafa þó rétt fyrir sér. Hún verður áttræð í ágúst og það hefur reynst henni æ erfiðara að gegna starfi sínu sökum aldurs. Hún gekkst undir uppskurð i aug- um fyrir nokkm og hóf vinnu á ný, allt of fljótt, þrátt fyrir bann læknis síns. I desember s.l. fékk hún hjart- aslag og fór stuttu seinna í tveggja mánaða ferðalag til Austur-Evrópu og enn þrátt fyrir bann lækna um ferðalög. Hún hefúr sínu starfi að gegna og er mikið meira í mun að öðm fólki sé hjálpað og haldi heilsu en hún sjálf. „Ég er gömul kona. í september næstkomandi segi ég starfí mínu, sem leiðtogi reglunnar, lausu. Eftir það veit ég ekki hvað ég geri“, seg- ir þessi aldna kona sem hjálpað hef- ur fólki út um allan heim og fært þeim von um betra líf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.