Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 7
á flestum sviðum og gefa öllum lögum og siðgæði langt nef. Eitt af þvi sem nokkra umræðu hefur fengið upp á síðkastið, er hvort útisamkundumar eru menn- ingarlegar listahátíðir eða skatt- skyld skröll. Er sú umræða með álíka ólíkindum og það að ekki taki því að minnast á að hóp- nauðganir séu sjálfsagður hluti há- tíðahaldanna, eins og virðist hafa verið fram að þessu. Eitthvert skemmtanafólk gengst upp í þeim heilaspuna sínum, að þeir sem selja dýrt inn í réttir úti- hátíðanna borgi viðlagaskatt af aðgangseyri. Hið rétta er, að skemmtanahald- arar innheimta virðisaukaskattinn eins og aðrir skattskyldir aðilar í þjóðfélaginu, en þeir sem kaupa sig inn í réttimar borga hann. Auðvitað er ífáleitt að yfírleitt skuli vera imprað á að einhvers konar lista- eða menningarstarf- semi fari fram innan vébanda kamivalanna. Það er einfaldlega siðleysi að fara ffam á að peninga- gráðugir skemmtanahaldarar séu verðlaunaðir með því að losa þá undan innheimtuskyldu skattsins. Nóg um það. Sérkenni Eitt af mörgum sérkennum versl- unarmannahelgar er óróinn sem ferðalögin valda. Öll landsins hljóðvörp tryllast þegar stundin nálgast og hver tyggur upp úr öðr- um og sjálfum sér að mesta ferða- helgi landsins sé í nánd og þegar mesta ferðahelgi landsins er kom- in er spilað og spilað í útvörpun- um öll vinsælustu lögin upp aftur og affur allan sólarhringinn. Allir vinsælu brandaramir em hafðir á hraðbergi og er allt þetta gert til að skemmta ferðalöngum. Þeim er sagt hvar fjörið er og hvert þeir eiga að fara. Svo er öllum sagt aftur og aftur, og aftur enn og enn einu sinni að keyra ekki út af veginum og ekki á aðra bíla. Lögreglur em yfirheyrðar um traffikina og em þetta kallaðir um- ferðarþættir. Ofbeldi Fréttir em sagðar af því hve margir em teknir fullir við að aka bíl. Einnig em sagðar fféttir af því hvemig fylliríið gengur á hinum og þessum stöðum. Svo em stórfféttir ffá Galtalæk. Þar em allir edrú. Jafnvel bömin em ódmkkin. Samt skemmta allir sér ágætlega. Nokkuð er það sem ekki fréttist af fyrr en kannski seint og síðar meir. Það er ofbeldi sem framið er á örvita unglingum eða bjargar- Iausum, meðvitundarlitlum kon- um. Endalaust má um það deila hveij- um er um að kenna þegar glæpur er ffaminn. Færa má að því rök að stúlkur sem ekki kæra sig um hvem sem er að lagsmanni eigi alls ekki að fara í tjaldbúðahátíð eða að hún eigi ekki að missa rænu af vímuefnaneyslu. Það má einnig segja að ofbeldissinnaðir karl- ar/strákar eigi ekki að nauðga fólki, ekki heldur þótt það sé rænu- laust. En það gerir víst litla stoð. Ofbeldi og glæpaverk em einnig af öðrum toga en kynferðislegum. Barsmíðar og þjófnaður em fylgi- fiskar sukksamra kamivala og það fer ekki eftir neinni kyngreiningu hveijir verða fyrir slíkum hremm- ingum. En þrátt fyrir allt er mikil aðsókn að marglofuðum útiskemmtunum um verslunarmannahelgi og auð- vitað er það sjálfur sollurinn sem margan dregur á þau mannamót. Enginn ætlar sér að verða fyrir barsmíðum, þjófnaði eða líkams- og sálartjóni af völdum kynferðis- glæpamanna. Aðeins að gera sér glaðan dag og ánægjulega nótt og horfa og hlusta á undrin á upp- hækkuðu pöllunum, sem em svo skemmtileg og ffæg. Aðrir fara að leita uppi auðvelda bráð, sem sýnist auðvelt að leggja að velli, og þarf kannski ekki einu sinni þegar til kastanna kemur. Hættuspil Utiskemmtanir norður undir heimskautsbaugi em hættuspil. Það er því undravert hve iðnir menn em að efha til slíkra og hve áfjáðir aðrir em að sækja svona uppákomur. Aldrei er á vísan að róa hvað veð- ur varðar og fer mörg skemmtunin fyrir lítið þegar rokið og rigningin yfirgnæfa alla aðra uppákomu. Skemmtanahaldarar verða að taka áhættu og getur farið eftir veðri eða keppinautum í bransan- um hvort nokkur sála fæst til að kaupa sig inn eða ekki. Tap eða gróði er þvi eilíff happdrætti. Svo getur einnig farið á þann veg að margir kaupa sig inn fyrir girð- ingu fyrir morð fjár í blíðskapar- veðri og á aðgangseyririnn að duga í þriggja sólarhringa sælu- vimu. Fyrir kemur að rokið og rigningin koma á undan uppá- haldsskemmtikröftunum og best að koma sér hið fyrsta heim, löngu áður en brennivínsbirgðimar em útdmkknar. Þrátt fyrir alla óvissuna lætur úti- skemmtanafólk hvergi deigan síga þegar dregur að verslunarmanna- helgi. Skemmtikraftar kaupa upp ungmennafélög og aðra skemmti- krafta til að löghelga sér girðingu og bjóða upp á fjölbreytni i upp- troðningi. Svo er allra bragða neytt til að fá sem flesta til að sækja sína skemmtun heim og er þá mikið í húfi. Unglingamir birgja sig upp af vímugjöfum og steðja í réttimar og þjófar og ofbeldissinnaðir kyn- ferðisglæpamenn hugsa sér til hreyfings. Hátíð hér og hátíð þar Suður í heimi em haldnar kjöt- kveðjuhátíðir þar sem fólk sleppir fram af sér beislinu i nokkra daga á ári hveiju. Sjálfsagt er nauðsyn- legt að mannskepnan líti upp úr amstrinu og efni til kamivala með öllu því sem þeim heyrir til. Þjóðhátíðin frá 1874 og frídagur verslunarmanna hafa orðið tilefni svona útihátíðahalda hér á landi, þar sem kjötkveðjur tilheyra eink- um kaþólsku og þær fara ffam á veðurfarslega óhentugum tíma á íslandi. Einn höfuðmunurinn á suðræn- um kjötkveðjuhátíðum og íslensk- um verslunarmannahelgum er, að útiskemmtanimar hafa verið lagð- ar undir unglingana og varla aðra. Skallapopparamir og aðrir skemmtikrafitar útiærslanna em yfirleitt helmingi eldri en aðdá- endur þeirra og viðskiptavinir inn- an girðinga. Það er vel þekkt fyrirbæri að á kjötkveðjuhátíðum er hófsemi og hversdagslegt siðgæði skilið eflir heima þegar arkað er á þá stefnu- mótsstaði þar sem þúsundimar hittast, dansa, drekka og dufla. En þess ber að gæta að yfirleitt er það fullorðið fólk sem undirbýr sína löngufostu með svalli í mat og diykk og öllu hinu. A Islandi er þetta orðið bama- gaman. Þjóðhátíð og verslunarmanna- helgi verða vonandi lengi við lýði og megi komandi kynslóðir Vest- mannaeyinga una við reyktan lunda og brennivínstár í tjaldbúð- um í Heijólfsdal þegar nótt tekur að dimma. Þar verður kynt bál og sungið um mexíkanahattinn og peyjamir taka út sín manndóms- próf og spranga fimir og stoltir um klettana. Og strákamir og stelp- umar uppgötva kannski að þau em ekki alveg eins. Verslunarmannahelgin uppi á landinu mætti einnig taka á sig þekkilegri blæ, en það gerist ekki nema með breyttum tíðaranda og að einhver aðili taki á sig ein- hveija ábyrgð á þvi að stórglæpir séu ekki framdir á bömum né öðru fólki og að þeir séu ekki einu sinni umtalsverðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.