Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 4
Olíulind í eyðimörkinni í Kúvæt Kúvæt: Hernaöaríhlutun kemur til greina Á föstudaginn sögðu Bandaríkjamenn bandamönnum sínum í NATÓ að hemaðaríhlutun af þeirra hendi kæmi tii greina, ef ír- akar réðust á önnur ríki í kjölfar innrásar þeirra í Kúvæt. Þetta var sagt á fundi háttsettra embættismanna NATÓ í Brussel þar sem rætt var um stríðið í Kúvæt Þetta var í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn nefndu þann möguieika að ganga lengra en að beita íraka efnahagsþvingunum. og sögðust í gær myndu íhuga að taka þátt í alþjóðlegum refsiaðgerð- um ásamt öðrum NATÓ- ríkjum. Um land þeirra liggur olíuleiðsla sem flytur 90% þeirrar olíu sem írakar selja. Afganginn flytja þeir út með skipum en þau ættu vestræn ríki auð- velt með að stöðva í Persaflóa. Uppreisnarmenn berjast innbyrðis: Nígería hyggstsenda hersveitir til Líberíu Stjóm Nígeríu hefur tilkynnt stríð- andi fylkingum i Líberíu að hún og aðrar stjómir Vestur-Afh'kuríkja ætli að senda hersveitir til landsins. í gær sagði embættismaður Nígeríustjóm- ar, að helsta markmið hemaðaríhlut- unar væri að koma Nígeríumönnum úr landi, en einnig yrði reynt að koma á vopnahléi í Líberíu. „Við höfum sent stríðandi fylkingum orð um að við séum á leiðinni og að við krefj- umst vopnahlés tafarlaust", sagði embættismaðurinn við Reuter- frétta- stofúna en hann vildi ekki láta nafns síns getið. Nígería er voldugasta ríki Vestur-AÍTÍku, en þau styðja aðgerðir Nígeríustjómar og að sögn embættis- mannsins er verið að safna saman heijum sem munu bijótast inn íyrir landamærin um helgina. Þúsundir óbreyttra borgara hafa ver- ið myrtir í ættflokkaeijum í Líberíu. Þar reyna uppreisnarmenn undir stjóm Charles Taylors að steypa rík- isstjóm Samuels Does. Undanfama daga hafa borist fféttir af auknum átökum innan raða uppreisnarmanna. Liðsmenn undir stjóm Yormie John- son höfðu í fyrradag yfirgefíð sum hverfi í höfúðborginni Monróvíu og einbeitt sér að hemaði gegn fyrrver- andi foringja sínum Charles Taylor. í gær bámst fréttir af því að átök hefðu hafist að nýju í höfúðborginni og ver- ið mjög hörð. Talsmaður Nígeríu- stjómar sagði í gær að þessir menn yrðu allir að víkja. „Doe, Taylor og Johnson. Það er komið nóg af kú- reka-aðferðum þeirra“ sagði hann. „í stað þeirra verður að koma bráða- birgðastjóm sem geti undirbúið jarð- veginn fyrir kosningar“. I gær vom óstaðfestar fréttir á kreiki um liðsflutninga Iraka að landamær- um Saudi-Arabíu. Friðsamlegri frétt- ir bámst einnig. Embættismaður rík- isstjómar Saudi-Arabiu sagði að Saddam Hussein hygðist koma til fundar helstu leiðtoga arabaríkja á sunnudag. A fundinn eiga að koma forsetar Eg- yptalands, Saudi-Arabiu, Jórdans, auk emirsins af Kúvæt. I gær for- dæmdu loks bandalagsríki Kúvæta innrás íraka. Ríkisstjómir i löndum eins og Saudi-Arabíu, Sameinuðu ar- ababisku fúrstadæmunum og Bahra- in hafa verið seinar til að segja nokk- uð um innrásina og fjölmiðlar í þess- Pólland: Atvinnu- leysi nær 5% Þótt atvinnuleysi í Póllandi hafi farið hraðvaxandi á þessu ári, þá náði það ekki 5% markinu fyrr en í þessum mánuði. Nú em 699.300 menn án vinnu sem er 5.2% vinnandi manna. I síðasta mánuði bættust 131.000 í hópinn og hefur aukningin aldrei orðið jafn mikil. I næsta mánuði er bú- ist við að enn fleiri missi vinnuna en þá hafa 7.000 fyrirtæki til- kynnt um uppsagnir 300.000 starfsmanna. I upphafi árs þegar aðhaldsaðgerðir ríkisstjómarinn- ar hófúst vom aðeins 9.700 at- vinnulausir. Stjómvöld segja að tala atvinnulausra geti farið upp í 1.3 milljónir fyrir árslok. um löndum þögðu um hana. Þegar emírinn af Kúvæt flúði til Saudi-Ar- abíu, var sagt í opinbemm fjölmiðl- um í Saudi-Arabíu að emírinn hefði komið heimsókn til landsins en ekki sagt hvers vegna. Öll studdu þessi ríki Iraka í stríðinu við Iran, en Sýr- lendingar og íranir vom fyrri til að fordæma innrásina. í gær bámst hvaðanæva fréttir af fordæmingum og af fyrirætlunum stjómvalda um að beita íraka efna- hagsþvingunum. Utanríkisráðherrar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna birtu sameiginlega yfirlýsingu þar sem þcir fordæmdu innrásina og hvöttu til algers vopnasölubanns á Ir- ak. A þingi Sameinuðu þjóðanna er mikil samstaða um að setja Iraka í al- gert viðskiptabann. Vestur-Þjóðverj- ar og Japanir ákváðu að frysta allar innistæður Kúvæta í bönkum sinum til að koma í veg fyrir misnotkun ír- aka á þessum eignum en sjálfir eiga Irakar lítið annað en skuldir á Vestur- löndum. Aður hafa Bandaríkin og fleiri lönd tilkynnt um sams konar aðgerðir. Tyrkir hafa verið hvattir til að taka þátt í efnahagsaðgerðum gegn Irak Heimut Kohi tekur undir áætlanir Maiziere: KOSNINGAR VERÐI 14. OKTÓBER 1990 Helmut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands kom öllum í óvart í gær með því að taka undir áskor- un forsætisráðherra Austur- Þýskalands um að flýta kosning- um f ÖUu Þýskalandi um tvo mán- uði. Þessar kosningar hafa jafnan verið taldar sfðasti iiðurinn í sam- einingu Þýskalands. í vor var gert ráð fyrir að þær yrðu haldnar á næsta ári, í surnar hvatti Kohl tíl að þær yrðu um áramótin, annað hvort í janúar eða febrúar og að undanförnu hefur verið sam- komulag um að halda þær 2. des- ember. Gert hefur verið ráð fyrir að þýsku ríkin sameinuðust 1. desember rétt fyrir kosningarnar en deUt hefur verið um fyrir- komulag kosninganna. í þessari viku náðist síðan samkomulag um kosningafyrirkomulagið og á mið- vikudag undirrítuðu v-þýska og a- þýska stjórnin samning um það. Sama dag birtust viðtöl við tvo leiðtoga samstarfsflokka Kohls kanslara í V- Þýskalandi þar sem þeir hvöttu til að samein- ingu rikjanna yrði flýtt. Helsta röksemdin fyrir því var að stöðva þyrfti eyðslusemi Austur-Þjóft- verja, en rikisstjórn þeirra segist skorta fjármagn til að borga at- vinnuleysistryggingar og tU aö haida efnahagsstarfsemi landsins gangandi. í gær birti síðan forsæt- isráðherra A-Þýskalands, Lothar de Maiziere áætlun um að flýta kosningum um tvo mánuði fram tU 14. október. Þann dag gera nú- verandi áætlanir ráð fyrir að fimm fylkisriki Iandsins verði endurreist en áður en það er gert er ekki hægt að halda sams konar kosningar í báðum þýsku ríkjun- um. Kohl kansiari er í sumarieyfi í austurísku Ölpunum en hann gaf út tiikynningu, þar sem hann fagnaði tillögu Maiziere og segja fréttaskýrendur að það sýni að Kohl hafi átt frumkvæði að tillög- unnL Sósíaldemókratar í báðum þýsku ríkjunum hafa andmælt þessum ráðagerðum. Þeir hafa áður sagt að sameining rikjanna gengi of hratt fyrir sig og að kostnaöurinn væri of mikill. Fréttaskýrendur segja að það sé einmitt til að forða efnahagslegu hruni Austur-Þýskalands sem hægri flokkarnir vilji flýta kosn- ingum og sameiningu. Sovétmenn hafa lika sagt að áætlanir um kosningar í október stefni í hættu viðræðum bandamanna og þýsku ríkjanna um að létta stjórn Bandamanna af Þýskalandi. Hingað til hefur verið gert ráð fyr- ir aö Ráðstefna um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE), sem hefst 19. nóvember, myndi ijalla um þýsku sameininguna, én hvað úr þessu öllu verður á endanum treysta fáir sér til að spá um. Fyrirboði um kreppu í Bandaríkjunum: Atvinnulausum fjölgar í BNA Atvinnuleysi jókst úr 5.2% í 5.5% í síðasta mánuði í Bandaríkjunum. Þetta er 0.2% meiri aukning en búist hafði verið við. Þessa tölu birti atvinnumálaráðu- neyti Bandaríkjanna á fóstudag en hennar var beðið með mikilli eftir- væntingu þar sem stjómmála- og kaupsýslumenn nota hana til að segja fyrir um efnahagsástand í Bandaríkj- unum. Aðrar tölur, sem birst hafa um efnahagsástandið í Bandaríkjunum, hafa ekki gefið mönnum tilefni til bjartsýni. Hlutabréf og dalur hafa lækkað í verði vegna þessa, en vegna innrásar íraks í Kúvæt er mikil taugaspenna á íjármálamörkuðum og dalurinn hefur ekki fallið jafn mikið og annars heföi orðið. Hann féll í verði gagnvart þýska markinu í gær og var um tíma skráður á 1.58 mörk, hann hækkaði síðan aftur i Lundúnum upp í 1.59 mörk, þegar óstaðfestar fréttir bárust um að Irakar hefðu ráðist inn í Saudi- Arabíu. Fjármálasérffæðingar segja að ef ekki hefði komið til innrásar Iraka hefði dalurinn fallið miklu meira og farið niður fyrir þau mörk, sem hann hefur nokkru sinni farið áður, sem eru 1.562 mörk. Eftir að atvinnuleys- istölumar birtust féllu verðbréf á markaði í New York um 100 stig og fóru niður í 2764 stig. Þetta er mikið verðfall sem líka kemur til vegna kvíða manna út af hækkuðu olíuverði vegna átaka við Persaflóa. Verðbréfavísitalan hefur hæst farið í 2999,7 stig 17. júlí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.