Tíminn - 22.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.08.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. ágúst 1990 Tíminn 3 Fall Bandaríkjadals undanfarið gæti haft áhrif á viðskipti íslendinga til lengri tíma: Beina útflutningi meira til Evrópu Bandaríkjadalur hefur lækkað tölu- vert síðustu vikur. Um miðjan júní var sölugengi hans um 60,5 krónur, en síðan þá hefur það lækkað niður í 56,6. Á sama tima hefur pundið styrkt stöðu sína. Ef þessi þróun heldur áffam gæti það beint útflytj- endum frá mörkuðum vestra til Evr- ópu, sem hefur reyndar verið að ger- ast hin síðari ár og hefur Bretland tekið við Bandaríkjunum sem stærsti útflutningsmarkaður Islendinga. Erfitt getur reynst að átta sig á því hvað gerist i þessu sambandi, þegar til lengri tíma er litið, en þróunin síðustu daga hefur ekki nein skyndi- leg áhrif á viðskipti Islendinga. Dal- urinn hefur verið frekar sveiflu- kenndur gjaldmiðill i gegnum árin. Þó er ekki ósennilegt að þessi þróun beini viðskiptum Islendinga ffá dollarasvæðum til Evrópu, a.m.k. hvað varðar útflutning. Reyndar er það þróun sem hefur verið í gangi alveg frá 1985, þegar verulegt fall varð á gengi dalsins. Fram að þeim tíma voru Bandaríkin langstærsti út- flutningsmarkaðurinn, en í dag hef- ur Bretland tekið við því hlutverki og fer það vaxandi. Þessi þróun ætti því að hafa þau áhrif að viðskipta- kjör okkar batna, ekki síst vegna þess að við seljum Bretum töluvert meira en keypt er í staðinn. Eftir- spum eftir íslenskum útflutning- svömm, einkum fiski, virðist einnig vera mikil, hvort heldur sem er aust- an hafs eða vestan. Eins og áður sagði hefur hlutur Bandaríkjamarkaðar í útflutningi ís- lendinga minnkað hlutfallslega frá 1985. I fyrra snérist það hins vegar við, en það var samhliða því að dal- urinn styrktist. Þetta sýnir að fram- leiðendur eru þónokkuð viðkvæmir fyrir gjaldmiðilsbreytingum. -hs. Skípaútgerð ríkísins: 70 m. kr. Á sfðasta ári var 70 inilljón kr. hagnaður af rekstri Sldpaútgerð- ar ríkisins. Samt sem óður voru rekstrargjöldin hærri en rekstr- artekjurnar og kemur því útkom- an nokkuð á óvart. í fyrra var 33 milljón kr. tap á rekstrinum en þá voru rekstrartekjurnar hærri cn rekstrargjöldin, Þetta kemur fram í ársskýrsiu Skipaútgerðar rikisins. í ljós kemur að ástæðan fyrir hagnaðarrekstrinum nú er að i fjárlögum fyrir árið 1990 er í 6. gr, iið 6.13, heimUd tU að fella nið- ur vanskilaskuldir og dráttar- vexti af lánum Skipaútgerðar rik- fsins hjá Rikisábyrgðasjóði. Með bréfi dagscttu 3. mai s.L tUkynnti fjármáiaráðuneytið að það hefði ákveðið að fella niður dráttar- vexti ársins 1989, og er reiknað með því i ársskýrslunni fyrir 1989, Áárinu 1988 námu dráttar- vextir Ríkisábyrgðasjóðs rúmlcga 114 miUjónum kr. Ef vextírnir hefðu verið feUdir niður fyrlr árið 1988, hefði verið um rúmlega 80 milljón kr. hagnaö að ræða í stað 33 milljön kr. taps. FJutningar jukust á árinu uro rúmlega 10 af hundraði, úr rúm- lega 117 þúsund tonnum 1988 1 130 þúsundtonn 1989. Norrænir lögfræöingar þinga í Háskólabíói 32. norræna lögfræðingaþingið verður haldið hér á landi dagana 22,- 24. ágúst. Þingið verður sett i Há- skólabíói í dag og flytur formaður Is- landsdeildar norrænu lögffæðinga- þinganna, Ármann Snævarr fyrrv. há- skólarektor, setningarræðu. Þátttak- endur á þinginu ásamt mökum eru alls um 1080 ffá Norðurlöndum, en á annað hundrað frá íslandi. Fyrsta nor- ræna lögfræðingaþingið var haldið í Kaupmannahöfn árið 1872 og einn af hvatamönnum þess var dr. Vilhjálmur Finsen hæstaréttardómari. Slík þing hafa tvisvar áður verið haldin hér á landi, árin 1960 og 1975. -hs. Hofsós: Áframhaldandi fiskvinnsla Stjóm Hraðffystihússins h.f. á Hof- sósi hefur leigt Fiskiðju Sauðár- króks h.f. eignir félagsins ffá og með 20. ágúst 1990 og hætt rekstri á meðan áfram er unnið að fjárhags- legri endurskipulagningu fyrirtæk- isins. Leigusamningurinn við Fiskiðju Sauðárkróks h.f. er gerður til þess að tryggja atvinnu verkafólks við fiskvinnslu á Hofsósi. Gert er ráð fyrri að öll áunnin réttindi yfirfær- ist, reksturinn verði ömggari og ekki komi minni afli til vinnslu en hefði orðið með eðlilegri starfsemi Hraðffystihússins h.f. Næstu vikur verða notaðar til þess að semja við lánveitendur Hraðfrystihússins h.f., fá niðurfelldar kröfiir og lengingu lána svo að greiðslubyrði verði við- ráðanleg fyrir þann rekstur sem ætla má að verði í framtíðinni. Miklar framkvæmdir á vegum Dalvíkurkirkju: ■ ■■■ r pípuorgel í Þessa dagana eru framkvæmd- haust sett upp nýtt 13 radda ir við uppbyggingu safnaðar- pipuorgel, cn smíði þess stendur heimilis við Dalvíkurkirkju 1 nú yfir hjá fyrirtæki 1 Askov í fullum gangi. Á síðasta hausti Danmörku. Áætlaður kostnaður var tekinn grunnur aö safnaðar- við smíði orgelsins cr um 9 millj- heimilinu og sökklar steyptír, en ónir króna. Þegar hafa safnast í sumar er ráðgert að steypa ríflega 4.5 milljónir i orgelsjóð, húsið upp, gera það fokhelt og en það sem á vantar fjármagnar mála að utan. Byggingafyrir- sðfnuðurinn, auk þess sem geng- tækið Daltré hf. á Dalvík annast ist verður fyrir söfnun er nær framkvæmdirnar. dregur vigslu orgelsíns. Jón Að sögn séra Jóns Helga Þórar- Helgi gat þess að margar vcgleg- inssonar eru frekari fram- ar gjaflr hefðu borist, bæði í kværadir við safnaðarheimilið orgelsjöð og eins vegna safnað- sjálft ekki fyrirhugaðar á þessu arheimilisins. Gert er ráð fyrir ári. Hins vegar er gert ráð fyrir að orgelsmiðurinn hafi nóvem- að Ijúka uppbyggingu og frá- bermánuð til að vinna að upp- gangi á tengiálmu milli safnað- setningu og í byrjun aðventu arheimiiisins og kirkjunnar. verði allt tilbúið. Jón Helgi sagði Frágangi tengiálmunnar skai að þá yrði haidin vigsluhátíð, lokið um miðjan október. í auk þess sem afmælis kirkjunn- tengíálmunni verður aðstaða ar yrði minnst, en hún er 30 ára fyrir kirkjukór og þar verður í á þessu ári. hiá-Akureyri. Togarínn Jóhann Gíslason ÁR 42 viö bryggju í Þoriákshöfn. Tlmamynd: SBS j Þorlákshöfn: NYR TOGARI Frá Sigurði Boga Sævatssynl, fréttaritara Timans á Selfossi: Þorlákshafnarbúar fjölmenntu niður á bryggju á dögunum, þegar nýr skut- togari Glettings, Jóhann Gíslason ÁR 42, var almenningi til sýnis. Togarinn kom til heimahaftiar fýrir þrem vik- um en hann kemur i stað skips með sama nafni sem var i eigu fyrirtækis- ins. Þessi nýi skutttogari er 343 tonn að stærð, með 1760 hestafla vélarafl og búinn öllum fullkomnustu siglinga og fískileitartækjum. Að sögn Þorleifs Björgvinssonar, framkvæmdastjóra Glettingsins, mun kvótinn sem fylgdi Jóhanni Gísla- syni, eldri, færast yfír á nýja skipið, þ.e. 900 þorskígildi og 1000 tonna síldarkvóti. Það er hins vegar ekki nægjanlegt og sagði Þorleifur að kvóta þeirra fjögurra skipa, sem Glettingur á fyrir, yrði hnikað til. Þau skip væru aflögufær með kvóta og þannig yrði honum jafnað út. Togarinn var smíðaður í Gdansk í Póllandi og var 10 mánuði í smíðum, en 3 ár eru liðin frá undirritun um smiði hans og sagði Þorleifur kaup- verðið vera á bilinu 300-400 miljón- ir. 15 menn eru í áhöfn, en ekki er enn búið að ráða skipstjóra. Ráðgert er að skipið haldi til veiða í næsta mánuði. Franskt-íslenskt verslunarráð Franskt-íslenskt verslunarráð verður stofnað á Holiday Inn hótelinu i Reykjavík í dag. Tilgangur félagsins er að vinna að þróun viðskiptatengsla Islands og Frakklands með ýmsum hætti. Við stofhunina verða viðstadd- ir utanrikisráðherrar landanna, þeir Roland Dumas og Jón Baldvin Hannibalsson. Undirbúning að stofhun félagsins hefur verið í höndum Skrifstofu við- skiptalífsins og viðskiptaskrifstofu franska sendiráðsins hér á landi. Fé- lagið mun starfa í senn á Islandi og í Frakklandi eins og algengt er með slik félög. Stofhfundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á aukn- um samskiptum íslands og Frakk- lands. Þeir þurfa þó að tilkynna komu sína til Skrifstofu viðskiptalífsins. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.