Tíminn - 31.08.1990, Side 13

Tíminn - 31.08.1990, Side 13
Föstudagur 31. ágúst 1990 Tíminn 13 rkvrmu^ i #4nr Dagskrá SUF-þings, Núpi, Dýrafirði, 31. ágúst-2. september Föstudagur 31. ágúst Kl. 16.30 Setning - Gissur Pótursson, formaður SUF. Kl. 16.45 Kosning embættismanna. Skipað í nefndir. Kl. 17.00 Ávörp gesta. - Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra - Guðrún Jóhannsdóttir, varaformaður LFK - Guðmundur Ingi Kristjánsson - Egill Heiðar Gíslason Kl. 17.30 Lögð fram drög að ályktunum. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvöldmatur. Kl. 20.00 ísland og Evrópubandalagið - Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. Fyrirspurnir og umræður. Kl. 21.30 Nefndarstarf. Kl. 22.30 Kvöldvaka - þjóðdansar. Laugardagur 1. september Kl. 08.30 Morgunverður. Kl. 09.00 Nefndarstarf Kl. 11.00 Umræður. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Kl. 14.30 Hlé - Knattspyrna og hráskinnaleikur. Kl. 16.00 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar. Kl. 17.30 Kosningar. Önnur mál. Kl. 18.00 Þingslit. Kl. 21.30 Kvöldskemmtun að Núpi - söngur, glens og gaman. Sunnudagur 2. september Kl. 09.30 Morgunverður. Brottför. KJÖRDÆMISÞING framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi. Haldið að Núpi í Dýrafirði 8.-9. september 1990 DAGSKRÁ: Laugardagur 8. september: 1. kl. 14.00 Þingsetning 2. kl. 14.10 Kosning starfsmanna þingsins 3. kl. 14.15 Kosning nefnda og framlagning mála 4. kl. 14.40 Skýrslur stjórnar, umræður og afgreiðsla 5. kl. 15.10 Ávörp gesta 6. kl. 15.30 Kaffihlé 7. kl. 16.00 Stjórnmálaviðhorfið - staða og horfur 8. kl. 16.40 Ávarp þingmanns og varaþingmanns 9. kl. 17.30 Almennar umræður 10. kl. 19.00 Matarhlé 11. kl. 20.00 Umræður um framboðsmál 12. kl. 21.00 Fundi frestað Sunnudagur 9. september: 1. kl. 09.00 Nefndarstörf 2. kl. 12.00 Hádegisverður 3. kl. 13.00 Afgreiðsla mála 4. kl. 14.00 Kjör stjórnar og nefnda 5. kl. 14.30 Önnur mál 6. kl. 15.00 Þingslit Stjórnin Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu). Sími 91-674580. Ull Opið virka daga kl. 8.00-16.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Umhverfismálaráðstefna Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. Glæpir borga sig! Eins og frægt er orðið gerði Zsa Zsa Gabor sér lítið fyrir í fyrra og kýldi lögregluþjón sem stöðvaði hana vegna umferðarlagabrota. Málaferlin voru löng og hlutu mikla umfjöllun. Zsa Zsa var gefinn kost- ur á að vinna af sér dóminn með því að starfa á upptökuheimili fyrir unglingsstúlkur um tíma. Þetta féll þó ekki alveg í kramið og vildi hún fá dreginn frá þann tíma, sem hún þyrfti til að klæða sig og mála áður en hún héldi á fund stúlknanna. Dómaranum var þá nóg boðið og kvað hann upp úr með að frúin skyldi afþlána þijá sólarhringa í fangelsi. Zsa Zsa rak upp ramakvein er dómurinn var upp kveðinn, en byrj- aði þó strax að gera sínar ráðstafan- ir. Hún lét sauma og hanna á sig sérstakan fangabúning, greiddi stórfé fyrir að fá að velja sér fang- elsi með sem bestri aðstöðu — og síðast en ekki síst stórgræðir hún á öllu saman. Hún seldi útgáfuréttinn að dagbók sem hún ætlar að skrifa í fangelsinu fyrir 20.000 dollara og bresku dag- blaði rétt til að birta útdrátt úr sömu dagbók fyrir aðra 20.000 dollara. Einnig er sagt að ævisaga hennar, sem er í vinnslu, muni seljast mun betur eftir þessa uppákomu, enda hefur útgáfu hennar verið frestað svo hægt sé að bæta í hana lífs- reynslusögum úr fangelsinu. Sá orðrómur er nú i gangi að útgefend- ur bókarinnar hafi hækkað laun Zsa Zsa um 200.000 dollara vegna þessa. Dekurrófan Zsa Zsa Gabor kom því vandlega á framfæri við fjölmiðla hvenær ætti að stinga henni inn, svo þeir misstu ekki af þessum stór- viðburði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.