Tíminn - 04.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.09.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 4. september 1990 ÚTLÖND EB-löndin vilja ræða Persaflóadeiluna með hraði: Ráðherrafundur í Róm (tölsk yfirvöld tilkynntu í gær aö á föstudaginn yrði haldinn óvenjulegur fundur í Róm. Þá munu koma þar saman utanríkis- ráðherrar Evrópubandalagslanda til að ræða Persaflóadeiluna. Ætlunin er að ræða möguleika á aðstoð við ríki eins og Jórdan- íu og Egyptaland, sem hafa orðið fyrír barðinu á viðskiptabann- inu sem sett var á íraka í kjölfar innrásar þeirra í Kúvæt Gianni de Michelis, forsætisráð- herra Italíu, sem nú er formaður ráð- herranefndar Evrópubandalagsins, sagði í síðasta mánuði að þjóðimar tólf væru reiðubúnar til þess að að- stoða Jórdani fjárhagslega og stjóm- málalega ef þeir veittu viðskipta- banninu stuðning sinn. írak er nánasta bandalagsþjóð Jórd- ana í Arabaheiminum og helsti við- skiptaaðili þeirra og Vesturveldin hafa talið Amman veikasta hlekkinn í viðskiptabanninu á Irak. Hussein Jórdaníukonungur sagði í síðustu viku að þjóð hans myndi styðja viðskiptabannið. Hann er væntanlegur til Rómar á fimmtudag, eftir að hafa heimsótt fimm norður- afriskar höfiiðborgir og setið við- ræðufundi i Madrid, London, Bonn og París. Framkvæmdaráð Evrópubandalags- ins mun fara fram á stuðning við þau lönd, sem viðskiptabannið bitnar mest á, á vikulegum fundi sínum á miðvikudaginn. Þær fréttir berast frá Bmssel að ffamkvæmdaráðið hafi i hyggju að veita Egyptum, Jórdönum og jafnvel Tyrkjum fjárhagsaðstoð sem gæti numið milljónum dollara. Einnig kann að vera að öðrum vestrænum ríkjum verði boðið að leggja sitt af mörkum. „Við leitum ieiða til að geta veitt raunhæfa og skjóta aðstoð,“ sagði einn fulltrúinn í Bmssel. Stjómvöld í Jórdaníu hafa tilkynnt að landið muni þarfnast tveggja milljarða dollara árlega næstu fimm árin til að bæta upp skaðann sem þjóðin má þola vegna Persaflóadeil- unnar. Þegar hefur verið ákveðið að fjár- málaráðherrar Evrópubandalags- þjóðanna muni eiga óformlegan fund Svíar liggja á hleri: Sænskir lögreglumenn dregnir fyrir rétt vegna ólöglegra hlerana Sænska lögreglan þarf að svara fyrir margt f rannsókn sinnl á morði Olof Palme. Sex fyrrverandi og núverandi yfir- menn sænsku lögreglunnar komu fyrir rétt í Stokkhólmi í gær, sakað- ir um að hafa hlerað heimili kúrd- ískra innflytjenda á ólöglegan hátt. Hlemn þessi átti sér stað i sam- bandi við rannsóknina á morðinu á OlofPalme 1986. Aðgerðir þessar, sem taldar em hafa staðið í þijá mánuði, hafa vak- ið upp óvæntar spumingar hvað varðar lög og öryggi í Svíþjóð. í ákærunni era talin upp sjö tilvik þar sem ólöglegri hleran var beitt á árunum 1986 og 1987. Viðurlög við slíku era allt að tveggja ára fangelsi. Hlerun á sima granaðra er ólögleg í Svíþjóð, nema að fengn- um réttarúrskurði. Sakbomingar mótmæla öllum sak- argiftum á þeim forsendum, að þó svo að þeir hafi komið fyrir hleran- arbúnaði, hafi það verið réttlætan- legt, þar sem lögreglan hafi haft grun um undirbúning fleiri tilræða. Við setningu réttarhaldanna las saksóknari upp öll ákæraatriðin, sem flest era í tengslum við morðið á Palme sem enn er óupplýst. Saksóknari sagði lögregluna hafa hlerað síma sex Kúrda sem taldir vora tilheyra hryðjuverkahópi sem nefndur er PKK. Lögreglan áleit í byijun að hópur þessi hefði staðið að baki morðinu á Palme. Sænskur eiturlyfjaneytandi og smáglæpamaður, Christer Petters- son, var dæmdur á sl. ári fyrir að hafa myrt Palme. Áfrýjunarréttur hnekkti þeim dómi og lét Petters- son lausan. Af þeim sex lögreglumönnum, sem þurfa nú að standa fyrir máli sínu, hafa fjórir verið settir í önnur störf innan lögreglunnar, en tveir era komnir á eftirlaun. Kúrdamir sex, en enginn þeirra hefur enn verið nafngreindur, hafa höfðað einkamál á hendur ríkinu og krefjast skaðabóta. Það mál er rekið fyrir rétti samhliða hinu opinbera. Sumir sakbominganna hafa hótað því að neita að gefa allar upplýsing- ar. Þeir telja það óveijandi að menn, sem granaðir era um hiyðju- verk, fái upplýsingar um hleranar- aðferðir lögreglunnar. Það sama segja þeir að gildi fyrir fjölmiðla og allan almenning. í Róm um helgina og munu þeir þá einnig ræða þessa fjárhagsaðstoð. Valdamikill hópur yfirmanna Evr- ópubandalagsins, sem gengur undir nafhinu Stjómmálanefndin, mun koma saman í Róm á miðvikudag og fimmtudag til að undirbúa fund utan- rikisráðherranna á fostudag. Talsmenn Evrópubandalagsins í Brassel segja að utanríkisráðherram- ir muni á fundi sínum einnig ræða neyðaraðstoð við flóttamenn frá írak og Kúvæt, ffamkvæmd viðskipta- bannsins á írak, sambandið við aðrar þjóðir við Persaflóa og samræmingu aðgerða bandaiagsins við aðgerðir Bandaríkjamanna og annarra þjóða. Saddam Hussein setur brottflutningi kvenna og bama þröngar skorður. Brottförin takmörkum háö Talsmaður írösku stjómarinnar til- kynnti í gær að erlendar konur og böm gætu aðeins yfirgefið írak og Kúvæt með flugfélagi íraks eða land- leiðina til Jórdaníu. Naji al-Hadithi, upplýsingafulltrúi stjómarinnar, sagði símleiðis við Reuter að Iraqi Airways gengi fyrir, þar sem það væri þjóðarflugfélag. Hann sagði að Iraqi Airways væri reiðubúið að flytja konur og böm í leiguflugi eða daglegu áætlunarflugi FRÉTTAYFIRLIT Amman — Tíu Vesturlandabú- ar komu flugleiðis tll Jórdaníu í gær, en um helgina flugu 700 gíslar á vit frelsisins. Al Hada, Sádí-Arabíu — Utan- rlkisráðherra Kúvæt, sem er í út- legð I Sádí-Arabíu, sagði að er- lendir herir yrðu að vera á svæð- inu uns írakar drægju liö sitt frá Kúvæt. Monróvía — Líberski skæru- liðaforinginn, Charles Taylor, hefur lýst yfir strlði á hendur vestur-afrlskum friðargæslu- áfram ásökunum gegn slnum sér ekkert fordæmi. sveitumogsegirþærverahópaf helsta keppinauti I stjómmálum ertendum málaliðum. og segir langt frá því að opnun- Songea, Tansaníu — Jó- arstefna Gorbatsjovs gangi nógu hannes Páll II páfi bað um aukna Karachí — Bráðabirgöastjóm langt og krefst nýrrar stjómar- þróunaraðstoð heimsins við Afr- Pakistans er sögð líkleg til að stefnu. íku, til að kveikja aftur þá hug- höfða mál á hendur stjóm sjónaglóð sem hefur slokknað Behazir Bhutto, vegna misferlis I Júgóslavía — Þjóöræknir Al- vegna þjáninga og fátæktar. starfi. banir hófu I gær elns sólarhrings verkfall I Kosovo til að mótmæla Zagreb — Jarðskjálfti, sem Moskva — Utanrlkisráðherra atlögu frá Serbíu. mæidist4,6 á Richter, skók júgó- Sovétmanna neitar þeirri yfirtýs- slavneska lýðveldið Króatiu I ingu sovésks herforingja að vlg- Seoul — Suður-Kórea býr sig gær. Engar fregnir hafa borist búnaður Bandarikjamanna við nú undir heimsókn forsætisráð- enn af eignatjóni eða slysum á Persaflóa stofni friöarviðræðum herra Norður-Kóreu, Yon Hyong- mönnum. Jarðskjálftinn olli mikilii austurs og vesturs I hættu. muk, en menn eru varaðir viö að hræðslu í höfuðborginni Zagreb, binda of miklar vonir við þessa þar sem fólk flúði heimili sín og Moskva — Boris Jeltsin heldur ijögurra daga heimsókn, sem á vinnustaði. til Amman. „Ef þau vilja það ekki, geta þau far- ið með bíl til Amman," bætti hann við. Frá því að viðskiptabannið var sett á hefur flugfélag Iraka aðeins getað flogið til Amman. Hadithi sagði á sunnudaginn að erlendum flugvélum yrði ekki leyft að lenda í írak meðan bannið á þeirra flugfélag væri í gildi. Um 700 konur og böm frá Vestur- löndum og Japan hafa flogið frá Bagdad síðan Saddam Hussein, for- seti íraks, tilkynnti sl. þriðjudag að hann héldi þeim ekki lengur sem gísl- um. í kringum 10.000 Vesturlandabúar og Japanir era enn í írak og Kúvæt. Hundraðum manna er haldið á þeim stöðum sem taldir era líkleg skot- mork ef til bardaga kæmi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.