Tíminn - 04.09.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.09.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 4. september 1990 Þriðjudagur 4. september 1990 Tíminn 9 . : HMHM Einn þingmanna ítalskra Græningja telur það eina sem kemur til greina fyrir náttúruverndarsamtök í framtíðinni vera: Breyttar á áherslur—eða bráður bani Sergio rAndreis, einn þingmanna Græn- ingja á Italíu, var staddur hér á landi á dög- unum. Hann kom hingað írá Grænlandi og hélt héðan áleiðis til London i hálfopinber- um erindum, að eigin sögn. Að mati And- reis er náttúruvemdarsamtökum um heim allan nauðugur sá kostur að breyta um áherslur í starfí sínu, ella líði hreyfíngamar undir lok innan skamms. Breiðfylking frekar en þingflokkur „Flokkurinn sem ég tilheyri er ekki þing- flokkur í eiginlegum skilningi. Við erum í raun hreyfíng Græningja, sú eina sem skipulega býður fram í kosningum á Ítalíu og hefur á að skipa þingmönnum til flytja okkar mál. Þetta er í fyrsta skipti i sögu landsins sem slík hreyfing starfar innan þingsins. Þingmenn okkar skipa 20 af 630 sætum þingsins samkvæmt fylgi eftir kosningar 1987. Nú hefur fylgi okkar auk- ist nokkuð og telst um 5 til 6%. Annars em Græningjar töluvert frá- bmgðnir öðmm stjómmálaflokkum að því leyti að við reynum að starfa þvert í gegn um alla þingflokkana, ef svo má segja. Þannig reynum við að ná breiðri samstöðu um náttúruvemdarmál og fá þingmenn annarra, flokka til að styðja málflutning okkar. I heild má því í raun tala um 60 þingmenn Græningja á ítalska þinginu í allt. Áðumefndir 20 vom kosnir í nafhi flokksins, 40 vom kosnir í nafhi annarra flokka en jafnframt með þvi fororði að þeir beittu sér sérstaklega fyrir náttúmvemd í anda Græningja. Ég held að ein besta lýs- ingin á starfí okkar felist í slagorðinu sem var notað í kosningum: „Við emm hvorki hægra megin né vinstra, við erum í farar- broddi.“ Þetta hentar mjög vel í ítölskum stjóm- málum, því stjómir landsins em alltaf sam- steypustjómir og á þennan hátt getum við forðast þá aðstöðu að vera alltaf í minni- hluta, eins og til að mynda flokkur Græn- ingja í Þýskalandi. Páfinn telur mengun árás á verk skaparans Að auki höfum við mjög náið samstarf við ýmis fjölmenn náttúmvemdarsamtök. Það má segja að við séum málsvarar þess- ara samtaka sameinaðra innan stofiiana stjómkerfísins, en samtökin byggja síðan upp þrýsting á stjómvöld utan frá. Græn- ingjar á Italíu hafa einnig náið samstarf við kaþólsku kirkjuna, sem hefur verið virk í náttúmvemd á undanfömum árum. Þetta er mjög eðlilegt, því kirkjan lítur á alla eyðileggingu náttúrunnar sem beina eyði- leggingu á verkum skaparans. Á alþjóða- degi friðar í janúar síðastliðnum, sendi páf- inn til að mynda skilaboð varðandi nátt- úruvemd til allra kaþólskra safhaða hvar- vetna í veröldinni. Það sem í upphafi ýtti Græningjum út í kosningabaráttu til þjóðarþingsins var bar- átta gegn kjamorkumengun. Ýmis slys, eins og Tsjemobil til að mynda, áttu þar stóran hlut að máli. Að vísu höfðum við átt þingmenn áður í ýmsum héraðsstjómum en Tsjemobil gerði fólki grein fyrir mikil- vægi náttúmvemdar sem aftur skilaði sér í fylgisaukningu flokksins. Síðan þá hefur okkur orðið mikið ágengt. Til dæmis söfhuðum við undirskriftum til að styðja þjóðaratkvæðagrejðslu sem varð til að banna kjarnorkuver á Ítalíu og við að stoppa þátttöku ítala í byggingu alþjóða kjamorkuvera. Þar á eftir snémm við okk- ur að efhaverksmiðjum og komum því til leiðar að nokkrum hættulegustu verk- smiðjunum var lokað. Sömuleiðis beitum við okkur fyrir neytendavemd. Við vitum t.a.m. að fólk er tilbúið að borga aðeins meira fyrir vörur þar sem tilbúinn áburður hefur lítið verið notaður og í kjölfar okkar starfa hefur notkun á tilbúnum áburði í landbúnaði minnkað töluvert. Breyttar áherslur — eða bráður bani Eitt af meginvandamálum náttúmvemd- arsamtaka í veröldinni í dag er hversu stað- bundin þau em. Fólk hugsar aðeins um mengun í sinni heimaborg, að kjamorku- ver í næsta nágrenni verði lögð niður eða ef fólk býr á ströndinni er vemdun hafsins það sem öllu máli skiptir. Þess vegna van- metur fólk yfírleitt mikilvægi alþjóðanátt- úmvemdar. Annað vandamál kemur fram í því að beiti fólk sér fyrir málefhum eða fari í her- ferðir i sambandi við alþjóðanáttúmvemd, byggist starfíð oft á vanþekkingu eða mis- skilningi. Þriðja vandamálið er að fjöldi fólks virðist ekki taka við sér fyrr en allt er komið í óefni, til dæmis eftir slys i kjam- orkuveri. Takist náttúmvemdarsamtökum ekki að læra að hlusta, taka betur eftir því sem gengur á í veröldinni og breyta áhersl- um í starfsháttum okkar ffá því að vera nei- kvæð mótmælahreyfing í átt að jákvæðu forvamarstarfí og alþjóðlegu samstarfi þar um, er starfseminni búinn bráður bani. Þama skilur á milli Græningja og samtaka eins og Grænfriðunga til dæmis. Því þegar við störfum innan stofhana stjómkerfísins leiðir það af sér að við verðum að geta svarað fyrirspumum og gefið skýringar, ekki síður en spurt spuminga og mótmælt. Nýting EB í þágu náttúruverndar Ég ferðaðist um suðurhluta Grænlands áður en ég kom hingað. Náttúran er mjög sérstök, en mér brá við að sjá aðstæðumar sem fólkið lifír við. Þvi miður virtist mér sem Danir fæm ekki nógu vel með Græn- lendingana. Þar við bætast herferðir ým- issa samtaka eins og Grænfriðunga, Vina jarðarinnar og fleiri, gegn selveiðum. Ég komst að því að náttúruvemdarsamtök verða að fara varlegar í slíkum málum. Þar með er ég ekki alfarið að skella skuld- inni á náttúmvemdarsamtök. Grænland og önnur ríki Evrópu eiga við fjölda vanda- mála að etja. Til dæmis Evrópubandalagið og samskipti þess við EFTA-ríkin. Forseti EB í dag er Itali og í desember verður hald- inn fundur forsætisráðheiTa landanna. Þingflokkur Græningja á Ítalíu ætlar á sama tíma að skipuleggja hliðstæðan fund og fá þá til að ræða við okkur. Við munum ekki koma ffam sem minnihlutaflokkur heldur fáum til liðs við okkur ýmsa með- limi stjóma EB-landanna. Það er vitað að samskipti EB við EFTA-löndin verður efst á baugi og við ætlum okkur að leggja ffam eigin tillögur varðandi það hvemig beri að standa að þeim samskiptum. Græningjar telja að EB sé að mörgu leyti að gera sömu grundvallarmistök og stór- veldin hafa gert i sínum samskiptum. EB er byggt upp sem þriðja veldið í fomii mik- ils múrs um Mið-Evrópu. Gmndvallarhug- myndin varðandi hinn sameiginlega mark- að árið 1993 er til að mynda sú að gera Evrópu betur samkeppnisfæra við Japani. Ef við lítum á veröldina í gegn um augu 19. aldar mannsins, þegar hver hugsaði að- eins um að skara eld að eigin köku, er þetta eðlilegt. En málið er að veröldin þarf í dag ekki á frekari samkeppni að halda, heldur samvinnu. Við þurfum ekki annað en að líta á þau mengunarvandamál sem við er- um að kljást við til að komast að raun um sannleiksgildi þessa. Græningjar í Hol- landi, Danmörku, Þýskalandi, Svíþjóð og Austurríki telja að við eigum helst að losa okkur við EB, bandalagið sé aðeins til óþurftar. Á Ítalíu, í Bretlandi, Frakklandi og Belgíu er viðhorfið aftur á móti það að við eigum ekki að losa okkur við EB held- ur nýta bandalagið í okkar þágu og breyta því innan ffá. Síðari hópurinn telur EB vera mjög sterkt afl sem geti nýst til að bæta samskipti þjóða. Að hafa áhrif innan ffá er í raun stefha Græningja á ítalíu í hnotskum. Ég get bent á sem dæmi að við höfum stundað það að kaupa hlutafé í stórfyrirtækjum. Eignarað- ild gefúr okkur heimild til að setja mál á listann yfír það sem tekið er fyrir á fúndi hluthafa árlega og þannig höfúm við neytt forsvarsmenn fyrirtækjanna til að hlusta. Agnelli, eigandi Fiat á Ítalíu, rökræddi til dæmis við okkur í fleiri tima um náttúru- vemd i tengslum við starfsemi Fiat. Þetta vakti vitaskuld mikla athygli fjölmiðla sem varð til þess að við fengum ómælda um- fjöllun. Höfum ekki efni á óbætanlegum áhrifum I fyrsta skipti í sögunni er málum svo komið að jarðarbúar em famir að glíma við óbætanleg áhrif mengunar. Það verður sí- fellt erfiðara að lagfæra það sem miður fer. Þess vegna verða Græningjar að beita sér fyrir forvamarstarfi. Umræðan undanfarið hefúr til að mynda snúist um að gróður- húsaáhrifa gæti ekki. Við höfúm hins veg- ar ekki efni á að trúa því fyrr en sannanir hafa verið settar fram sem sýna með óyggj- andi hætti að engum gróðurhúsaáhrifum sé fyriraðfara. Það sama á við um allar nýj- ar vörutegundir. í dag er gert ráð fyrir að vara sé ekki skaðleg svo lengi sem ekki hefúr verið sýnt fram á nein skaðleg áhrif. Við teljum að þessu þurfí að snúa við þannig að vara sé ekki álitin heilsusamleg fyrr en sýnt hefixr verið fram á að svo sé ör- ugglega. Þetta er auðvitað erfítt upp á efhahag landa að gera, en tortryggnin er ekki til- komin af ástæðulausu, því samkvæmt nýj- um niðurstöðum rannsókna, er tóku til að- ildarlanda EB, em taldar líkur á að einn af hveijum fjómm íbúum svæðisins fái ein- hveija tegund af krabbameini á lífsleið- inni. í kring um árið 2000 er gert ráð fyrir aukningu, þannig að þá verði um tvo af hveijum fjórum að ræða. Samkvæmt þess- um niðurstöðum sem lagðar vom fram í Bmssel má í 90% tilvika rekja upptök sjúkdómsins til umhverfismengunar af einhveiju tagi. Við erum ekki að reyna að nota þessa þætti sem afsökun fyrir mistök sem hafa verið gerð. Við könnumst við þau en bendum hins vegar á að jarðarbúar hafa ekki lengur efhi á að telja hluti ömgga þangað til við höfúm fyrir því fúllvissu. ísland kemur lítiö inn í myndina Island kemur lítið við sögu ítalskra nátt- úmvemdarsamtaka. Við höfum átt hlut að nokkmm sameiginlegum ráðstefnum en Italir em mjög uppteknir af því sem er að gerast í næsta nágrenni við landið. Okkur hættir til að líta á Miðjarðarhafið sem mál málanna og það sama má í rauninni segja um mörg önnur náttúmvemdarsamtök í veröldinni. Ég vísaði til að mynda einu sinni til Islands, í ræðu á þingi, sem aðild- arlands NATO án hers og vamarmálaráð- herrann bandaði út hendinni og sagði: „Já, Island er mjög langt í burtu.“ I þeim málum sem hafa beinlinis komið Einn þingmanna Græningja á ftalíu, Sergio Andreis, telur náttúruvemdarsamtök verða að breyta um áhenriur í starfi, ella líði þau undir lok. íslandi við, eins og starf Alþjóða hval- veiðiráðsins, hafa Grænfriðungar óbeint verið okkar áheymarfúlltrúar sem náttúm- vemdarsamtök án þess að við höfúm skipulagt aðgerðir með þeim. Innan raða náttúmvemdarsinna em bæði róttækir . sem, ef við tökum hvalveiðar sem dæmi, vilja banna þær algjörlega, og þeir sem vilja eftirlit með ofhýtingu stofna. Þetta hefúr leitt af sér slæma árekstra. Ég sam- þykki t.d. að í aðgerðum varðandi hval- veiðar Islendinga höfðu Grænfriðungar rangt fyrir sér. En jafhvel þótt herferðin hafí leitt af sér neikvæða afstöðu íslend- inga til náttúmvemdarsamtaka tel ég samt sem áður að út frá sjónarhomi ítala hafi tengsl Græningja við Grænfriðunga ekki slæm áhrif vegna afraksturs annars sam- starfs sem þjóðin hefúr orðið meira vör við. Hvalveiðar íslendinga hafa mjög litið raunvemlegt gildi fyrir Itali. íslendingar em mikils metnir á Italíu og þegar rætt er um landið er það í tengslum við aðra hluti en hvalveiðar. Sem stjómmálamaður hef Timamynd: Pjotur ég auðvitað áhyggjur. Því eins og ég minntist á áður að ef náttúmvemdarsamtök breyta ekki yfír í að leggja fram tillögur til úrbóta í stað þess eins að mótmæla, þá komum við til með að heyra sögunni til innan fímm ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.